Af hverju fór Landsréttur ekki alla leið??

 

Hann segir að leigumorðið i Rauðagerði eigi sér ekki hliðstæðu á síðari tímum í íslenskri réttarsögu.

Enda þarf hvorki mikið vit eða gáfur til að benda á að keypt leigumorð sé án forsendu á glæpamarkaði Íslands, fyrri dæmi þar um eru ekki þekkt.

Í því sjónarmiði er það kjarkmikið að fara gegn dómi Héraðsdóms, eða gegn fyrri dómum þar sem augljóst er að skipulögð glæpastarfsemi hefur ítök sem og stjórnar dómum á fyrsta dómsstigi þjóðarinnar.

 

Við sem höfum aldur til að lesa bók Puzo um Guðfaðirinn, að ekki sé minnst á stórmyndir Coppola, vitum að baki rangra dóma, í þágu glæpamanna, er alltaf, aldrei yfirleitt heldur alltaf, fjármunir eða hagsmunir, sem fara á milli glæpamanna til dómara.

Menn þurfa að vera alveg sérstakir fávitar til að halda að þegar þekkt handbendi sýknaði litháíska glæpamenn sem réðust á og misþyrmdu lögreglumönnum á Laugarveginum með þeim rökum að ekki væri sannað hvað af þessu glæpahyski (vinnumenn mafíunnar voru 6 í þessu tilviki) hefði veitt höggin sem sköðuðu lögreglumennina sem lenti í aðför þeirra, að þá hefðu réttarfarsleg rök legið að baki.

Kannski byrjaði þetta allt þegar ógæfustrákar fengu sama dóm og handbendi Litháísku mafíunnar í Líkfundarmálinu, þá var svo augljóst hvaðan fyrirmælin komu, en aðeins einn maður, héraðsdómari tók þá skýringu trúanlega að viðkomandi handbendi hefði ekki fengið fyrirmæli frá yfirmanni sínum í Litháen, heldur hefði hann hringt í viðkomandi, sem hann sagði að væri frændi sinn, til að fá ráð um bakverki, svona með dauðan mann í höndunum.

Líklegast þá upplifðum við Guðföðurinn á Íslandi.

 

Fingraförum Guðföðurins hefur aðeins fjölgað síðan.

Látum kjurt liggja að burðardýr séu talin omega og alfa innflutnings á fíkniefnum til landsins, fíkniefnalögreglan er ekki til umfjöllunar í þessum pistli.

Verra var þegar þekktur ofbeldismaður, viðurkenndur yfirmaður handrukkara helstu dópsala þjóðarinnar var sýknaður vegna dráps á fjölskylduföður í Mosfellsbænum, en lítið örverpi var látið taka á sig alla sökina á því drápi.

Fyrir utan augljós fingraför Guðföðurins, þá er það virkilegt rannsóknarefni, að við skattgreiðendur, við sem upplifum harminn af dópinnflutningi Guðfeðra þjóðarinnar, skulum kosta Lagadeild Háskóla Íslands, sem einu faglegu forsendu akademíu þjóðarinnar, og að þar skuli þessi dómur ekki vera kenndur sem dæmi um spillingu og áhrifa skipulagðar glæpastarfsemi á Íslandi.

Samt kannski skiljanlegt því eigi má gleyma að það eru áratugir síðan (aldir) að lögfræðingar fengu einkarétt á allt sem snýr að dómum, dómsmálum, eða annað sem snýr að réttarkerfi vestrænna þjóða.

Og glæpamennirnir, hvort sem þeir eru hvítflibba eða svona alvöru, þeir borga mest.

 

Langt mál, aðeins snert yfirborð þess kverkataks sem skipulögð glæpastarfsemi hefur á réttarkerfi þjóðarinnar, en nauðsynlegt til að fagna að þrátt fyrir allt er dæmt eftir lögum og reglum á Íslandi.

Hvort sem Guðfaðirinn borgaði ekki nóg, eða hvort dómurum Landsréttar hafi einfaldlega verið nóg boðið, kannski vitandi um vítin sem frændþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa upplifað eftir að rafeindaskurðhnífur fór ekki á milli dómara og þarlendra glæpamanna sem njóta verndar einokunarstéttar lögfræðinga, ósnertanlegir, fangelsin aðeins full af smáglæpamönnum eða handbendum þeirra sem fá keypt sér frið frá réttarkerfinu.

Þar geta aðeins dómarar Landsrétts útskýrt sitt mál.

 

Vissulega ber okkur almenningi að fagna að réttarkerfi þjóðarinnar sé ennþá virkt.

Að glæpahyski sé dæmt, að það sæti ábyrgð gjörða sinna.

 

Eftir stendur samt;

Tvennt.

 

Afhverju er handbendið í Héraðsdómi ekki sótt til saka.

Af hverju kemst það upp með rangan dóm, sem á sér engar forsendur aðrar en ítök Guðföðurins, hvort sem um beina fjármuni sé að ræða, eða hagsmuni??

Ísland er jú ekki í Suður eða Mið-Ameríku.

 

Og afhverju fá lögmennirnir ekki sama dóm??

Það er jú enginn munur á þeim og leigumorðingjanum, hvoru tveggja er angi af hinni skipulagðri glæpastarfsemi.

 

Síðan er stóra spurningin, Hver er Guðfaðirinn??

En það er ekki Landsréttar að svara því.

 

En lögreglan veit það.

Og hún gengur laus.

Kveðja að austan.


mbl.is Á sér ekki hliðstæðu í íslenskri réttarsögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Misræmi á milli sannleika, réttlætis og lögfræði er oft mikill
eða eins og það hefur stundum verrið útskýrt fyrir mér - lögfræði er ekki nákvæm vísindi líkt og sést best á mismunandi lögfræðiálitum

Grímur Kjartansson, 29.10.2022 kl. 11:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Grímur, hún er svo sannarlega ekki nákvæm vísindi.

Það væri samt gaman að akademía hennar hefði kjark til að benda á hina augljósu spillingu,tengslin milli skipulagðara glæpastarfsemi og dómaframkvæmda hér á Íslandi.

Prófessorarnir eru jú á föstum, góðum tekjum hjá almenningi en ekki Guðföðurnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.10.2022 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 1000
  • Frá upphafi: 1321552

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 839
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband