17.1.2022 | 10:31
Faraldur eða feik??
Diffinn liggur í bólusetningum sem verja þjóðina.
Væri hún ekki bólusett væri hægt að tala um faraldur og einhver alvarleg veikindi í kjölfarið hjá áhættuhópum, hvort þau yrðu skæðari en til dæmis flensan 2016, þar sem margt eldra fólk féll í kjölfar lungnabólgunnar sem fylgdi henni, fólk á besta aldri lá heima hjá sér illa veikt í margar vikur, skal ósagt látið.
En þjóðin er bólusett, þess vegna er þessi faraldur feik, blekkingin ein.
Það er verið að fífla þjóðina með vísan í vanfjármagnaða gjörgæsludeild til margra ára, afleiðingin kulnun starfsfólks, starfsmannaflótti, erfiðleikar við að manna þó þær stöður sem fjárlög leifa.
Vanfjármögnun, afleiðing hins flata niðurskurðar ár eftir ár, áratug eftir áratug, skýrir vanda Landspítalans í dag auk þeirra stefnu í feikfaraldrinum að láta heilbrigt bólusett fólk hanga heima hjá sér í nafni sóttvarna.
Spurningin er, hvers vegna látum við fífla okkur svona??
Hvers vegna látum við feikfaraldur ræna okkur eðlilegu daglegu lífi??
Hvers vegna lútum við þessari óttastjórnun fólks sem nýtir sér feikfaraldurinn til að breiða yfir sín eigin stjórnunar og fjármögnunarmistök??
Ef það er neyðarástand á spítalanum, þá á að leysa það.
Fyrsta skrefið er að hafa heilbrigt bólusett fólk í vinnunni.
Annað skrefið er að fjármagna gjörgæsluna þannig að fólk sé þar ekki stanslaust að vinna í yfirsnúning, það er láta af þeirri forheimsku frjálshyggjustjórnmála nútímans að telja niðurskurð eða vansvelti vera leiðina til að nýta fjármagn á sem bestan hátt.
Stjórnmálafíflin sem aðhyllast stefnu hins flata niðurskurðar, munum að því sem næstum allir flokkar á þingi hafa framfylgt þessari hagfræði andskotans, ættu að prófa á sjálfum sér að neyta þess mataræðis sem föngum útrýmingarbúðanna var boðið uppá, og sjá hve þeir entust lengi í starfi.
Vansvelti gagnvart opinberum stofnunum hefur nákvæmlegu sömu áhrif.
En forheimskan er svo rótgróin inní hugsun nútímans, við erum undirseld hugmyndafræði hins frjálsa flæðis og hinna lægstu tilboða, og skiljum svo ekkert í að allt er að fara til andskotans.
Ekkert verið gert í loftslagsmálum í 30 ár annað en að skattleggja tekjulægri þjóðfélagshópa, leggja höft á atvinnulífið heima fyrir en leyfa um leið óheftan innflutning frá mengandi löndum sem engar reglur virða, með þeim afleiðingum að loftslagsmengun á heimsvísu eykst með hverju árinu.
Og heilbrigðiskerfið okkar hefur verið nagað inn fyrir bein svo það ræður ekki til lengdar við það viðbótarálag sem heimsfaraldrar veirusýkinga valda, eitthvað sem er búið að vera fyrirséð í áratugi.
Svo hámarka menn heimskuna með því að loka samfélaginu!!
Það er þó eitthvað hámarkað hjá þessum Mammonstilbiðjendum.
Og við hámörkum meðvirkni okkar með því að láta bjóða okkur þetta.
Svei attan.
Kveðja að austan.
98% á göngudeild einkennalitlir eða einkennalausir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt Ómar.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.1.2022 kl. 11:08
Ef að stofnanir eins og NIH; gefa út þá yfirlýsingu að 5G-SÍMTURNAKERFIÐ
geti skapað covid-einkenni hjá fólki
að þá gæti LAUSNIN / SÖKUDÓLGURINN verið fundinn.
Meinsemdin ferðast þá meira um samfélög og líkama fólks
með sama hætti og GEISLAVIRKNI
en ekki sem sýklapöddur í gegnum skitugar hendur eða inn um öndunarfæri fólks:
https://www.youtube.com/watch?v=yNBYF2ry6lc
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/08/22/utbreidsla_5g_naer_til_50_prosent_landsmanna/?fbclid=IwAR0sE2Kfd6_uUal2xTOzjnxDkt0X34yOZGZPRVk8sBQVK6slf1tvZYMkvw8
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/12/18/armbond_sem_attu_ad_vernda_reyndust_geislavirk/?fbclid=IwAR1b4YGHV23eRv1Yut3k7_c9-nwplDwLvV8sk2NpI2dK6ZOdKDShcc9KWDo
Jón Þórhallsson, 17.1.2022 kl. 12:02
Vandamál spítalans er stjórnunarlegt og aukið fjármagn leiðir ekki endilega til betri spítala. Hins vegar er stórfurðulegt að 98% þeirra sem eru skráðir veikir hafa væg einkenni þannig að 2% eða innan við 100 manns halda þjóðfélaginu í gíslingu. Stórfurðuleg forgangröðun stjórnvalda.
Rúnar Már Bragason, 17.1.2022 kl. 12:35
Blessaður Rúnar.
Já það er stórfurðulegt að um 100 manns sé tilbúið skálkaskjól fyrir einskis nýtum samfélagslegum lokunum, svo ég njóti nú þess aðeins að við séum sammála.
Hins vegar ert þú kannski það ungur að þú munir ekki að það var til mannlíf og haglíf áður en hagfræði andskotans tók yfir vestræna hugsun og hagstjórn, sá andskoti sem við sjáum skýrast í regluverki Evrópusambandsins.
Stjórnunarlegur vandi, óskilvirkt kerfi, þetta er allt afleiðing af því síniðurskurði eða hugsunarhætti hinna lægstu tilboða.
Alveg eins og kommúnisminn ól af sér vanhæfa stétt skriffinna sem voru ekki hæfir til að taka eina rétta ákvörðun.
Ekki að það var ekkert annað en hrein sérviska að spinna þetta við pistilinn, það er eins og puttarnir taki völdin þegar útlit er fyrir stuttan pistil, en þetta inngróna niðurrif siðaðs samfélags og heilbrigðar skynsemi er meginástæða hins fyrirséðs skipsbrots vestrænna þjóðfélaga, hvort sem það er alið á óeðli umræðunnar þannig að við vitum ekki lengur hvernig börnin verða til, nema að við höfum einhverja óljósa hugmynd um að baki liggi eitthvað langvinnt kúgunarferli, eða við bregðumst ekki við loflagsvánni, eða við höfum látið auðræðið yfirtaka lýðræðið, þá erum við einfaldlega búin að skjóta okkur í fótinn þannig að við blæðum út.
En útidúrarnir mega ekki yfirskyggja meginefnið, vandi heilbrigðiskerfisins í dag er að mestu heimatilbúinn, og ekki meir en svo að þokkalega vel gefin hagsýn húsmóðir, sem veit ennþá hvernig börnin urðu til, gæti leyst hann með breyttri stefnumörkun hinnar heilbrigðu skynsemi.
Í raun erum við að upplifa úrkynjun stjórnmálaanna, sem hefur blasað við frá því að stjórnmálastéttin sannmæltist um að selja þjóðina undir þrælahlekki ESB eftir Hrun, ICEsave var aðeins toppurinn á því landráðsferli andlega og siðferðislega gjaldþrota fólks.
Hið stórfurðulega er eðlilegt hjá þessu fólki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.1.2022 kl. 13:34
Blessaður Jón.
Það var sú tíð til sveita að menn höfðu sterka pólitíska skoðun, þar sem rifist var út frá skrifum Tímans eða Moggans. Það gerðist þá einu sinni að bóndi einn fékk veður að því að einn bóndi í sveitinni hefði látið póstinn senda sér Þjóðviljann í áskrift, og þar með fékk hann skýringu á því af hverju nytin í kúnum hefði snarfallið þá um haustið, enda vissu allir, bæði þeir sem lásu Tímann sem og Moggann, að landbúnaður þreifst ekki hjá hinum guðlausum kommúnistum í Sovétinu.
Skeleggur byrjaði hann að jagast í viðkomandi bónda, bæði beint með skömmum og svívirðingum, óbeint með því að bera út sögur um hann, og þá óhæfu sem hann bæri ábyrgð á. Endaði með því að um vorið gafst Þjóðviljabóndinn upp, sagði upp áskrift og endurheimti friðinn. Eins var sá reiði mjög sáttur, nytin í kúnum hækkaði strax um sumarið, og varð með eindæmum góð um haustið og allan hinn næsta vetur.
Ekki var grannt við að einhverjir hefðu tekið undir þessa skoðun hans, en þeir sem skynsamari voru báru reyndar ekki á móti því að nitin hefði fallið um haustið þegar Þjóðviljinn kom í sveitina, og aukist um sumarið eftir að mengunin af honum hefði mást út í sunnanþeynum, þeim fannst samt líklegra að nytin hefði fallið vegna þess að sumarið á undan var með eindæmum kalsa veðrasamt, með þokum og rigningu á víxl svo heyföng öll urðu mjög léleg, bæði rýr að gæðum sem og að magni.
Ólíkt sumrinu sem kom á eftir, það var með eindæmum gjöfult, veður stillt, passleg úrkoma, regluleg hlýindi.
Mér datt bara þessi saga um orsakasamhengi svona í hug.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.1.2022 kl. 13:49
Mín var ánægjan Sigurður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.1.2022 kl. 13:49
Lengi hef ég vitað að skrif þín hér á síðu þinni, hvort heldur pistlanna sjálfra eða eigin athugasemda, svara þinna, eru jafnan með ágætum.
En nú skal það sagt að aldrei hefurðu betur gert grein fyrir grunnskoðun þinni og málstað, og í svari þínu til Rúnars, í aths. merkt 4.
Í mínum huga kemur fram þar manifesto, slík stefnuskrá, að ég samsinni þér 100%, og trúi ég að svo sé um óteljandi fleiri
Og ekki verra að hún er í knöppum stíl, afar hnitmiðuð í skarplegri greiningu sinni.
Hafðu mínar alúðarþakkir fyrir, Ómar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.1.2022 kl. 14:37
Það má taka undi margt sem fram kemur í athyglisverðum pistli þínum Ómar.
Ég vil þó gera athugsemd við eina af tillögum þínum ef um neyðarástand á spítalanum er að ræða hvernig beri að leysa það.
Þú segir: Fyrsta skrefið er að hafa helbrigt bólusett fólk í vinnunni.
Skv. gögnum sem byggja á upplýsingum af covid.is þann 5. janúar 2022, eru fullornir fullbólusettir (tvíbólusettir án örvunarskammts) næstum tvöfalt líklegri til að smitast en óbólusettir og þar með að smita aðra. Auk þess aukast smit fullbólusettra fullorðinna með örvun margfalt hraðar en óbólusettra frá 20 des. til 4. jan. Skýringin er auðvitað hið nýja afbrigði Omicron.
Skv. þessu ætti að skipta úr orðinu bólusett fyrir óbólusett í tillögu þinni, eða í það minnsta orða tillöguna án þess að taka afstöðu til þess hvort viðkomandi starfasmaður er bólusettur eða ekki.
Þessar upplýsingar má lesa ýtarkegar um í skilmerkilegum blog-pistli Þorsteins Siglaugssonar frá 8. jan. s.l. sem studdar eru með línuriti og töflum.
Daníel Sigurðsson, 17.1.2022 kl. 14:56
Blessaður Daníel.
Persónulega fannst mér Þorsteinn betri þegar ég tók fyrst eftir honum og hann flengdi reiknimeistara Landsvirkjunar, en ég nenni ekki að elta ólar við þetta, fannst til dæmis miklu skemmtilegra að henda saman frásögn handa honum Jóni.
En að ég hygg þá fær enginn vinnu lengur á LÍ nema hann sé bólusettur, út frá því er þetta orðalag komið því ég er að fjalla um vanda Landsspítalans, en svona almennt þá snýst þetta um að heilbrigt fólk sé í vinnu, í því samhengi skiptir bólusetningarstauts þeirra engu máli, ekki nema sýnt hafi verið fram á að óbólusettir séu líklegri til að smita en aðrir.
Sem er eftir því sem ég best veit ekki, en þeir eru hins vegar mun líklegri til að smitast, um það deila ekki rannsóknir, en jú jú, vissulega deilið þið Þorsteinn um það.
Meinið og málið er Daníel að ég var ekki að skrifa pistilinn fyrir ykkur, en hins vegar fyndist mér svona persónulega að þið gætuð nú samglaðst því sem við erum sammála um í stað þess að leita að ásteytingarsteinum.
Ég hélt að þeir hefðu verið nægir hingað til þannig að það ætti að vera fagnaðarefni, líkt og ég fagnaði því sem við Rúnar vorum sammála um, í stað þess að leita að óvinafagnaði með kertaljósi þar sem ekkert er að finna með góðri raflýsingu.
En mér er víst ekki gefið að gera öllu til geðs, svo ég ætla að einhenda mér í andsvar til Símon Péturs, sem var bara ágætlega ánægður með mig Daníel.
En kveðjan að austan er engu síðri.
Ómar Geirsson, 17.1.2022 kl. 17:24
Blessaður Símon Pétur.
Þú hefðir þá getað leiðrétt beygingarruglið sem til kom vegna þess að ég breytti um orð, en gleymdi að breyta um beygingu; "allt afleiðing af því síniðurskurði eða hugsunarhætti hinna lægstu tilboða.", auðvitað er þetta afleiðing af þeim síniðurskurði eða hugsunarhætti.
En eiginlega segir það allt sem segja þarf Símon minn að þú tókst eftir einhverju sem þú varst sammála, að þar með er það líklegast óskiljanlegt allflestum öðrum.
Þetta kallast svona skemmtiskrif, alveg eins og lengd pistlanna, eða allar kommurnar í einni setningu, það er nefnilega ekkert gaman að vera eins og fólk er flest.
Allavega ekki hér á blogginu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.1.2022 kl. 17:37
Já skrifræðið og gjaldþrot stjórnmálanna er óbærilegt. Hvorugt tekur ábyrgð og benda á hvorn annan. Sem dæmi þá eru minnisblöð Þórólfs orðin þannig að hann gefur þrjá valkosti. Þannig firrar hann sig ábyrgð því ráðamenn velja en á sama tíma benda þeir á Þórólf og segjast hafa farið eftir hans tillögum. Með því er í raun enginn að taka ábyrgð.
Eftir að við gengum í EES, sér í lagi eftir hrun, þá virðist enginn karakter eða heilindi vera hjá stjórnmálamönnum. Þeir limpast niður ef eitthvað birtist á Twitter og ratar í fjölmiðla. Engin prinsip, engin heilindi, engin ábyrgð, engin stefna og virðast bara þiggja laun.
Rúnar Már Bragason, 17.1.2022 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.