Óður til sýndarmennskunnar.

 

Orðvar, kurteis maður segir að það sé ólíklegt að nýlegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda muni skila tilætluðum árangri, enda er faraldurinn mestur meðal barna, unglinga og ungra fullorðinna í mennta og háskóla.

Þýtt yfir á mannamál, þær eru sýndarmennskan ein.

 

Fjölmiðlar hafa upplýst að sóttvarnalæknir lagði til aðgerðir sem duga til að ná niður smiti, aðgerðir í ætt við þær sem náðu niður samfélagssmitinu vorið 2020. 

Ríkisstjórnin samþykkti ekki tillögur hans enda vandséð hvernig hægt væri að réttlæta lokun samfélagsins vegna pestar sem þjóðin er varin gegn með bólusetningum, og flestir vita ekki að því að þeir eru sýktir, aðrir finna fyrir lítilsháttar kvefeinkennum.

Í stað þess samþykkti ríkisstjórnin samkomutakmarkanir á fullbólusett fólk, sem er ekki að veikjast eða sýkja aðra, og jú, bannaði ungum karlmönnum að drekka brennivín á krám og öldurhúsum, broslegt í ljósi þess að brennivínsþorsti finnur sér alltaf sínar leiðir, sérstaklega þegar náttúran spilar inní.

 

Ríkisstjórnin taldi sig ekki geta lokað aðalútbreiðslusvæðum veirunnar, skólum landsins enda menntun mikilvæg, og einhvers staðar þurfa blessuð börnin að vera svo fólk geti unnið.

Skynsamt fólk skilur þau rök, en þar með þrýtur ekki skynsemi þess, það spyr sig; Til hvers voruð þið þá að grípa til annarra aðgerða sem engu máli skipta, eru íþyngjandi fyrir samfélagið, loka í raun á allt eðlilegt mannlíf?

Til hvers??

 

Það hlálegast er kannski það að miðað við þá nálgun að nota nútímatækni, PCR prófin, til að greina smit en ekki veikindin sjálf, þá er ekki hægt að halda skólunum opnum þegar allir eru heima í annaðhvort sóttkví eða einangrun.

"Ákvarðanir stjórn­valda í sjálfu sér breyta engu þar um. Skól­ar loka ef ekki er hægt að halda úti mann­skap sem dug­ar til að halda uppi að minnsta kosti ör­ygg­is­sjón­ar­miðum," seg­ir Þor­gerður Lauf­ey Diðriks­dótt­ir, formaður Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara".

Og það eru ekki bara skólarnir sem loka, PCR prófin leita út samfélagið, foreldrar og systkini eru send í einangrun eða sóttkví, vinnufélagar, fólk sem hefur hitt viðkomandi á fundum eða í félagsstarfi.

Nýleg saga úr litlum bæ skýrir þessi dómínóáhrif.  Einkennalaus nemandi smitar kennara sem er einkennalaus, hann fer í félagsstarf þar sem allra sóttreglna er gætt, en fyrst hann er með PCR próf, þá þurfa allir sem þar voru að fara í sóttkví eða smitgátt, það raskar víða starfsemi í litlu samfélagi.  Fólk getur ekki sinnt störfum sínum ef þau byggjast á samskiptum við aðra, þar sem margir nemendur dreifðu smitinu, þá eru svona dómínóáhrif mörg út í samfélagið.

Afleiðingin er höktandi mannlíf þar sem fáir eru veikir, en fjöldinn með PCR próf.  Og aðeins tímaspursmál hvenær ekki er hægt að sinna veiðum og vinnslu, sem allt mannlíf byggist á.

 

Þetta er heimskara en það sem heimskt er.

Þjónar engum tilgangi en að skaða samfélagið.

 

Við lifum kannski á tækniöld, en við erum samt lífverur, og við getum ekki yfirgefið hin fornu sannindi að það eru veikindi sem ákveða hvort fólk er veikt, ekki nútímahátæknipróf, sem voru ekki einu sinni til staðar fyrir nokkrum árum síðan.

Var þá bara enginn veikur, spítalar óþarfir því engin voru PCR prófin??

 

En eitt er samt heimskara en þessi Óður til sýndarmennskunnar.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin áætlar að um 40% Evrópubúa muni smitast af hinu bráðsmitandi Omikron afbrigði veirunnar.

Sem segir að þessi veira verður ekki hamin með takmörkuðum samfélagslokunum, þær draga aðeins faraldurinn á langinn.

Með öðrum orðum, það er verið að skaða samfélagið án nokkurs ávinnings.

 

Alvarleikinn við þá heimsku er sá að líftími bólu mRN bóluefnanna sem verja okkur, er skammvinnur, 3-5 mánuðir.

Sá tími er næstum liðinn fyrir þá sem eru i áhættuhópum og fengu því bóluefnið fyrst allra, þar með talið þriðju sprautuna.

Það að draga faraldurinn á langinn er því bein aðför að lífi þess og limum, er í raun tilraun til fjöldamorða því það eru bóluefnin sem vernda, ekki núgildandi sóttvarnir.

 

Kurteis maður sagði að það væri ólíklegt að nýlegar aðgerðir stjórnvalda myndu skila tilætluðum árangri.

Vonandi ná orð hans eyrum landsmanna, að skynsamt fólk láti ekki bjóða sér þessa nútímaútgáfu af sögunni um klæðalausa keisarann.

 

Ég er ekki kurteis.

Ég get ekki annað en sagt það hreint út að þetta er sýndarmennska fólks sem hefur bugast af álagi raunveruleikans, haldi það fast við mistök sín, þá er það ekki starfi sínu vaxið.

Ber því að víkja hafi það ekki manndóminn til að gangast við sínum röngum ákvörðunum, aflétti óþarfa samkomutakmörkunum, leyfi mannlífinu að flæða eðlilega á ný.

Og geri það sem það á að gera, efla heilbrigðiskerfið á neyðarstundu með þeim lögum og reglum sem Alþingi hefur sett þar um.

 

Það er búið að lýsa yfir neyðarástandi almannavarna.

Í því felst ekki að menn eigi að grípa til sýndaraðgerða eins og Foringinn í byrginu sem færði til herdeildir sem voru ekki til svo hægt yrði að stöðva stórsókn Rússa.  Varð svo brjálaður þegar sýndarherdeildirnar höfðu ekki sigur á raunverulegum herjum.

Það er orrusta í gangi á Landsspítalanum, heilbrigðu fólki er þar haldið fjarverandi vegna PCR prófa, telji almannavarnir sig ekki hafa styrk til að stöðva þá gjörð, þá ber almannavörnum að koma mannskapi annars staðar úr þjóðfélaginu inná spítalann.

Það er það sem felst í orðinu "Neyðarástand", ekki að þá sé gripið til sýndarráðstafana.

 

Það er ekki fyndið hvernig tíðarandinn hefur skilað af sér leiðtogum sem engan kjark hafa eða snerpu til að takast á við tilfallandi erfiðleika eða eitthvað sem flokkast má sem neyðarástand eða muni leiða til neyðarástands.

Er ekki búið að tala um komandi hamfarahlýnun í um 30 ár (Ríó 1992)?, og nauðsyn orkuskipta, raunveruleikinn eftir allt innlenda málæðið er orkuskortur.

Er ekki kórónúveiran búin að herja frá síðla vetur 2020?, ástandið á gjörgæsludeild Landsspítalans samt mjög svipað og það var fyrir faraldurinn, undirmönnun, of fá rúm, alltof mikið álag á starfsfólk, kulnun, mikil starfsmannavelta

En þetta hættir að vera fyndið þegar á reynir, að þá sé gripið til sýndarráðstafana, hvað þá skaðlegra sýndarráðstafana eins og gripið var til fyrir helgi.

 

Mig langar að vitna í góða frétt sem ég las áðan á Mbl.is þar sem talað var við menntaskólakrakka um týndu árin, þar sagði einn strákur, örugglega yngri en 20 ára, allt sem segja þarf um þann sorglega raunveruleik sem blasir við eftir tveggja ára faraldur kórónuveirunnar;

 

"Ísak León seg­ir unga fólkið pirrað á ástand­inu og það vilji kom­ast út og njóta ár­anna þar sem það er mitt á milli þess að vera börn og full­orðin. "Það eru nátt­úru­lega kom­in tvö ár," seg­ir Ísak.

Hann gagn­rýn­ir að heil­brigðis­kerfið hafi ekki verið bætt þannig að hægt sé að taka á móti fleiri Covid-sjúk­ling­um á spít­ala en und­an­farna daga hef­ur þeim fjölgað hratt á Land­spít­al­an­um. "Það er eig­in­lega ekk­ert búið að gera þannig að hægt sé að taka á móti fleiri," seg­ir Ísak. Hann seg­ir flesta sem hann þekki hrausta og heil­brigða þótt auðvitað þekki marg­ir fólk í áhættu­hóp­um.

Hann velt­ir því fyr­ir sér hvenær haml­an­ir vegna far­ald­urs­ins hafi meiri áhrif en far­ald­ur­inn sjálf­ur. "Þetta er pirr­andi en á sama tíma erfitt að koma þessu rétt frá sér," seg­ir Ísak sem vill opna sam­fé­lagið meira og einnig passa að "það fari ekki allt í fokk" á spít­al­an­um.".

 

Það er nefnilega eiginlega ekkert búið að gera til að fjölga gjörgæslurúmum og það er hægt að hafa samfélagið opnara án þess að allt fari í fokk á spítalanum.

Þetta sjá unglingarnir.

 

Af hverju ekki stjórnvöld??

Og hví gera ekki almannavarnir ekki skyldu sína??

 

Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.

Hefur einhver heyrt getið um silkihúfur??

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Erum á leið út af sporinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt, Ómar.

Þegar skinhelgin ríkir, sýndarmennskan ein, þá er það vitaskuld sem sagan af nakta keisaranum.

Æ fleiri sjá að þannig er því varið.  Hirðin ein tilbiður nakta keisarann, viðheldur blekkingunni, enda er hagur hennar fólginn í að afneita hinu heilbrigða móaviti.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.1.2022 kl. 15:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvernig liti minnisblað Ómars Geirssonar út?

Geir Ágústsson, 16.1.2022 kl. 16:54

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Ég var nú reyndar að senda tóninn til stjórnvalda fyrir sýndarmennsku og almannavarna vegna þess að bregðast hlutverki sínu á ögurstundu þjóðarinnar en ég get svo sem alveg sett mig í spor Þórólfs.

Ef ég væri hann þá myndi ég rifja upp þá gömlu daga þegar veikindi voru mæld út frá veikindum, en ekki PCR prófum.  Þar með mælast til að fólk héldi sig heima finni það fyrir einkennum veirunnar, að öðru leiti leggja að fólki að gæta að persónubundnum sóttvörnum sem hafa virkað þokkalega vel gegn ýmsum skít, þó það væri ekki annað en að minnka álagið vegna kvefpesta.

Síðan þarf fólk að gæta að sér ef það er í viðkvæmri stöðu, forðast mannfögnuði nema þeir séu skipulagðir eftir forsendum sóttvarna, það er forðast mannþröng.

Mönnun heilbrigðiskerfisins sem og verndun viðkvæmra hópa er síðan fyrir utan valdsviðs sóttvarnarlæknis, þar er meinið, það er treyst á gagnslausar sóttvarnaraðgerðir, ekki útfært skipulag til að manna heilbrigðiskerfið, ekki útfært skipulag til að vernda viðkvæmustu hópa á meðan smitbylgjan gengur yfir.

Þetta eru eiginlega aular.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.1.2022 kl. 18:55

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég er þannig gerður að ég trúi ekki á samsæri, nema náttúrulega þau sem ég kenni við dýrkendur þess í neðra, þannig að ég held að skýringin sé fastheldni, ásamt því að geta ekki viðurkennt misök.

Í raun ekkert flókið við það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.1.2022 kl. 19:00

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Ég styð slíkt minnisblað. Myndi bæta við það að börn eigi ekki að vera meðhöndla eins og skítuga burðarmenn dauðans og að þeir sem óttast börn ættu að borðast þau frekar en að loka þau inni. Það er ekki eins og þau væflist um hjúkrunarheimilin og hósti blautum hósta á lasburða fólk, si sona.

Geir Ágústsson, 16.1.2022 kl. 22:30

6 identicon

Nú er allt komið á hvolf í Kínaveldi.

Það fannst ein kona smituð af ómikron í Peking og ekki hefur tekist að rekja smitið.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.1.2022 kl. 22:37

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Við getum ekki verið sammála um allt Geir, það er ekki hollt fyrir umræðuna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.1.2022 kl. 22:50

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hörður.

Kínverjar gerðu hið ómögulega, náðu að útrýma illskeyttri veiru úr landi sínu með því að skera á smitleiðir hennar, ásamt því að loka landamærunum með sóttkví.

Ef þeim tekst að losa sig við omikron afbrigðið, sem virðist vera margfalt meira smitandi, þá eru þeir ekki þessa heims.

Þess vegna spái ég því að þeim takist þetta ekki núna, þó það væri ekki út af öðru en fórnarkostnaðinum.

En við erum varin, því óþarfi að panika eins og engar séu varnirnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.1.2022 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband