20.4.2021 | 15:32
Hingað og ekki lengra.
Segir Herra Hnetusmjör og uppreisn tónlistamanna er hafin.
Og þetta er aðeins upphafið, fólk er búið að fá nóg.
Því hefur aðeins vantað raddir gegn ofríki jakkafataklæddra manna í bakherbergjum sem eiga stjórnmálin, og leyfa þeim ekki að tryggja öryggi landsmanna.
Munum enn og aftur að innlenda hagkerfið er hryggjarstykki efnahagslífs okkar, ferðamannaiðnaðurinn, eins góður og gildur hann var, þá var þensla hans knúin áfram af erlendu vinnuafli og óraunsæjum fjárfestingum sem byggðust á falsforsendu um endalausan vöxt.
Ferðamannaiðnaðurinn er frá, hann verður aðeins í flugulíki á meðan heimsfaraldur geisar, ekki þá nema milli landa sem hafa náð að verja landamæri sín og geta því leyft innbyrðis heimsóknir líkt og á sér stað núna á milli Nýja Sjálands og Ástralíu.
Innlend hagkerfið blómstrar hins vegar á tímum heimsfaraldurinn, það er eftirspurn eftir framleiðsluvörum okkar, peningarnir geta ekki flúið í erlenda neyslu, tækifærin innanlands til að ná þeim fjármunum er ómæld, það er ef það er ekki endalaust verið að loka vegna leka á landamærunum.
Lekinn á landamærunum er hinn raunverulegi skaði efnahagslífsins, á það hafa margir hagfræðingar bent, aðeins lögfræðingar og stjórnmálamenn andmælt.
Ríkisstjórnin mun örugglega boða einhver svik við þjóð sína á eftir, einhverjar bætur á leka sem engu skilar.
Maður sér þetta á því að þegar búið að virkja skotgrafir áróðursdeildarinnar, hérna á Moggablogginu höfum þegar 2 pistla eftir Palla kóng þar sem sneytt er að Loga og Samfylkingunni, hótanir hans um að leggja fram frumvarp sóttvarnalæknis hafa greinilega valdið ótta sem núna er reynt að bregðast við.
Við sjáum þetta á nýjum pistli Björns Bjarna, sjálfsagt eina manninum sem eftir er í Sjálfstæðisflokknum sem kann að setja mál sitt fram á skýran og skilmerkilegan hátt. Björn kýs að vitna í forríka athafnakonu sem átti víst erfiða æsku samkvæmt bókum hennar, áróðurspunkturinn var, á að benda á mig eins og í gamla daga (hver skyldi annars hafa bent á hana í gamla daga??), vegna þess að ég vil fá að ferðast og ekki fara í örugga sóttkví við heimkomuna. Er mér ekki treystandi?? eins og málið snúist um það, heldur hvað gerist út í samfélaginu ef landamærin leka.
Efnislega vörn mátti síðan lesa í ágætu viðtali Rúv við Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem sagði að engin ein aðferð dygði, sem er alveg rétt. Síðan bætti hann því við að reynsla Norðmanna væri að fólk sem vildi ekki virða sóttkví heima hjá sér, það stryki bara af sóttvarnahótelum.
Sem er örugglega alveg rétt, en hvaða rök eru það í málinu??, á þá bara ekkert að gera??
Þetta snýst náttúrulega um hvernig menn bregðast við hinu einbeitta brotavilja, og það er staðreynd að þar sem þessi hegðun er ekki liðin, þar hafa landamæri haldið.
Án þess að til þess hafi þurft að flytja inn hópa af Body hunters frá Bandaríkjunum, en auðvitað er það ráð og auglýsa Wanted dead or alive.
Aðalatriðið er að það á ekki að líða þetta og það á að hafa landamærin örugg.
Heykist stjórnvöld á því vegna ítaka jakkafataklæddra manna í bakherbergjum, þá er fátt annað eftir en að styðja þær raddir sem vísa í neyðarrétt borgaranna að vernda þjóð sína fyrir hættulegri farsótt.
Bandaríkin byggja á þessu rétti fólks að rísa upp gegn óréttlátum stjórnvöldum, franska stjórnarskráin er samin út frá þeim rétti.
Það er heilagur réttur að verjast á neyðartímum.
Við getum varið landamærin.
Margar þjóðir kannski geta það ekki, en við getum það.
Og tryggt þannig þjóðinni eðlilegt daglegt líf.
Herra Hnetusmjör er kannski eina röddin sem tekur af skarið í dag.
En hann er ekki einn, þó bræður hans og systur séu kannski ekki eins mörg og sandkorn Sahara, þá eru þau ansi mörg.
Katrín, Svanhvít, Bjarni, látið þið ykkur ekki detta það í hug að þið getið logið ykkur frá reiði þjóðarinnar í þetta sinn.
Þá verða ykkar vatnaskil.
Og þau verða blaut.
Kveðja að austan.
Smit hjá leikskólabörnum fyllti mælinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:40 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.