Yfirklór sem engu skilar.

 

Hvaða sýndarmennska er þetta hjá ríkisstjórninni, af hverju var hún að halda blaðamannafund um það sem ekkert var, annað en yfirklór yfir þá staðreynd að hún annað hvort vill ekki verja landamærin, eða hefur ekki þingstyrk til þess.

Auðvitað munar um hverja glufu sem fyllt er uppí, en á meðan þekkingin segir að það þurfi ekki nema eitt smit sem sleppur út í samfélagið til að koma af stað samfélagslegu smiti, þá er aðeins eitt sem tryggir öryggi þjóðarinnarm og það er örugg sóttkví á landamærunum.

Örugg sóttkví fyrir alla sem koma til landsins, án undantekninga.

 

Hvað er svo erfitt við að skilja þetta??

Þetta segja allir sérfræðingar okkar, eina menntastéttin sem mótmælir þessu er lögfræðingar, og hvaða þekkingu hafa þeir á sóttvörnum??

Enga en þeir hafa mikla þekkingu í að þjóna fjársterkum sérhagsmunum.

 

Landamærin leka.

Staðreynd.

Fólk er að veikjast, þar á meðal börn.

Staðreynd.

Veikindin geta haft alvarleg eftirköst.

Staðreynd.

 

Og er ríkisstjórninni drullu, drullu, drullu sama??

Er engin samkennd með öllu því fólki sem hefur veikst illa og í raun ríkisstjórn Íslands ber ábyrgð með því að hafa alveg frá upphafi kórónufaraldursins heykst við að tryggja landamæri þjóðarinnar.

Hafa völdin útrýmt mennskunni hjá þessu fólki??

 

Fólk á ekki að gera sér það að leik að ferðast á tímum heimsfaraldurs.

Það er alltaf hættan að það beri með sér smit inní landið, sýki samfélag sitt, sýki samborgara sína.

Kjósi það samt að gera það, er því engin vorkunn að fara í örugga sóttkví á landamærunum.

Annað er svívirða siðleysisins, viðrinisháttur sem ekki nokkur maður á að hlusta á, hvað þá að taka mark á og tala um einhver mannréttindi í því samhengi.

Slíkt er nauðgun á því hugtaki, og móðgun gagnvart öllum þeim sem hafa barist fyrir slíkum réttindum eða þjáðst vegna skorts á þeim.

 

Fólk sem þarf að ferðast vegna brýnna erinda, það setur ekki fyrir sig örugga sóttkví.

Annað er bein yfirlýsing um að erindi þess séu ekki brýn.

Þetta er eitthvað svo augljóst, á ekki að þurfa að ræða þetta.

 

En eigi þýðir að gráta Björn bónda heldur að grafa hann og safna liði.

Ríkisstjórnin brást, hún er ekki lengur ríkisstjórn þjóðarinnar.

Hún er ríkisstjórn fjársterkra sérhagsmuna.

Gegn henni þarf þjóðin að snúast, þvinga hana til að víkja, eða girða sig í brók og verja þjóðina.

 

Einn listamaður hefur stigið fram.

Þeir verða fleiri.

Þeir ná athygli fjöldans, sem aðeins býður eftir raddsterkum röddum til að blása í lúðra og fylkja þjóð til varnar sér og sínum, til varnar börnum okkar sem eru að veikjast, til varnar hinu daglegu lífi sem Þórólfur hótar að frysta enn einu sinni, án þess að hafa manndóm til að krefjast öruggra varna á landamærunum.

 

Síðan er það Logi.

Já hann Logi.

Orðum fylgir ábyrgð, og sú ábyrgð var á eindaga í dag.

 

Ríkisstjórnin brást.

Núna þurfa efndir að fylgja orðum.

Eða athlægið ef svo er ekki.

 

Svo er það Bessastaðir.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Hertar aðgerðir hjá löndum með hærra nýgengi smita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Ómar

þessi fundur rískisstjórnarinnar ver frekar þunnur þrettándi,

en tók eftir að þegar Heilbrigðisráðherra var var spurð um 

hækkun viðurlaga við sóttvarnarbrotum sagðist hún vera því fylgajandi en

það hefið strandað á Rískissaksóknara!

var djúpríkis-djöfullinn að reka hornin upp úr jörðinni?

kv hrossabrestur.

Hrossabrestur, 20.4.2021 kl. 18:02

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar.

Keisarinn er enn nakinn og heldur að þjóðin sé ÖLL blind. Bestu kveðjur.sealed

Ragna Birgisdóttir, 20.4.2021 kl. 18:27

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Ragna, hann er nakinn, en hvort hann hafi rétt fyrir sér um þjóðina á eftir að koma í ljós.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 18:43

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrossabrestur.

Veistu, mér er alveg sama.

Umræðan um sektir er afvegleiðing umræðunnar, sekir virka örugglega á venjulegt fólk, en það er ekki venjulegt fólk sem er að brjóta sóttkví.

Ekki nema fyrir slysni líkt og smitið í fjölbýlishúsinu var, sektir hindra ekki slys, sem er aldrei hægt að útiloka.

Siðblindingjar sem halda alltaf að þeir sleppi, þeir spá ekki í sektir.

Undirheimalýður sem kemur hingað til lands með dópið og annað, hann spáir ekki í sóttkví, þar kannski er komin stór skýring á tregðu stjórnmálanna við að loka landamærunum, dópið væri ekki svona fyrir opnum tjöldum ef gróðinn seytlaði ekki í vasa valdsins.

Fólk sem á við vímuefnavanda að etja, og þarf sitt dóp, eða glímir við áfengissýki sem eðli málsins vegna, sviptir það dómgreind, það spáir ekki í sóttkví, heldur örugglega að það sé ekki að brjóta hana.

Fólk sem glímir við ýmsar raskanir þannig að það getur ekki farið eftir reglum, það spáir ekki í sektir, eðli málsins vegna.

Þetta er bara líkindafræði Hrossabrestur, það sér enginn fyrir slysin eða brotin, þau verða, og á meðan það þarf aðeins eitt smit, eins og var með frönsku veiruna síðastliðið sumar, þá gengur ekki annað en að loka landinu með öruggri sóttkví.

Gleymum svo ekki pappírunum, sem kannski embættismenn kunna að lesa og greina, en ekki veiran.

Hún nýtir sér svona glufur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 18:44

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, þá er það komið á daginn að Logi stóð við orð sín, maður að meiri:

Samfylkingin leggur fram frumvarp um hertar sóttvarnir

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 18:46

6 identicon

Þér hefur sést yfir að fréttin um frumvarp xS er frá því kl. 15:22 eða frá því 40 mínútum áður en fundur ríkisstjórnarinar fór fram.

Þú segir: "[E]ina menntastéttin sem mótmælir þessu er lögfræðingar, og hvaða þekkingu hafa þeir á sóttvörnum??" Því er til að svara að lögfræðingarnir mótmæltu ekki á grundvelli sóttvarna heldur á grundvelli sérfræðiþekkingar sinnar í lögum. cool

Þú spurðir í fyrirsögn í gær "Er Katrín heimsk??" Fékkstu ekki svar við spurningu þinni í dag?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 20.4.2021 kl. 19:39

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja minn.

Svona er þetta að treysta á Mbl.is, en sem íhaldsmennskan holdi klædd, þá held ég því nú samt áfram.

Varðandi athugasemd þína um lögfræðinga, þá sé ég að ég hefði átt að víkka út skilgreiningu mína á menntastéttum, og bæta við hártogurum, það hlýtur að vera einhver löggilding þar að baki.

En það er þetta með hana Kötu, eigum við ekki bara að segja að hana skorti þingstyrkinn.

En það verður erfitt fyrir meirihluta þingheims að standa gegn breytingum á sóttvarnalögum, síðan held ég að nú sé ríkisstjórnin með hjörtu sín í brókum, bíðandi milli vonar og ótta, hvort smit utan sóttkvíar fjölgi næstu daga.

Þá vita allir hvað Þórólfur gerir, og þá sýður og bullar.

En kannski voru menn að kaupa sér gálgafrest, veit ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 20:07

8 identicon

Mbl.is? Þú linkaðir á frétt á ruv.is frá því kl. 15:22.

"[E]igum við ekki bara að segja að hana skorti þingstyrkinn." Nei, "við" segjum það ekki. Sýn mín á þingið er gjörólík þinni. Varstu ekki búinn að fatta það?

Átta mig ekki á því hvar á að sjóða og bulla vegna gjörða Þórólfs. Völdin eru ekki hans, en hugsanlega lætur hið pólitíska vald hann axla ábyrgðina.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 20.4.2021 kl. 20:27

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm, en las Rúv í kvöld, en fylgdist með Mbl.is þegar ég sat við tölvuna uppúr þrjú, hélt að þetta væri augljóst.

Síðan er þetta "við" þarna svona eitthvað sem tekið er til orða, eigum við ekki að segja??, varla er þetta sérstök mállýska hérna fyrir austan.

En kommon Esja með þetta síðasta, það þarf ekki að skrifa margar síður ef það þarf að útskýra allt út í þaula, það blasir við að ég er að vísa að ef Þórólfur kemur með minnisblað sem felur í sér afturhvarf til fyrri sóttvarna, líkt og honum ber skylda til, og gerði í aðdraganda páskanna.

Það er þá sem bullar og sýður, í almenningi, vegna lekans á landamærunum.

Mig er farið sterklega að gruna að þú sért ekki bara hártogari Esja minn góður, heldur það sem alversta er, hafi lært lögfræði, laganemar er eina fólk sem ég hef hitt sem þarf að útskýra allt fyrir því þeir taka allt svo bókstaflega og hafa enga myndræn sín á talað mál, skil reyndar af hverju þeir voru að tala yfir höfuð við annað fólk, fyrst þeir voru alltaf að hnjóta um þröngustu túlkun orða.

En mér skilst reyndar að það sé erfiðara að skiptast á skoðunum við heimspekinema sem hafa nýlesið sér til um þrætuspeki forngrikkja, og byrja því alltaf að biðja um skilgreiningar á orðum.  Mér skilst líka að það vaxi fljótt af þeim þegar þeir gera sér grein fyrir að ekki einu sinni þeir nenna að halda uppi eintali við sjálfan sig.

En þetta hér að ofan var nú samt bara útidúr, sem má ekki taka bókstaflega.

Núna er kominn tími til að kíkja á Mbl.is, eða halda áfram að horfa á leikinn, alltaf sjens á að Chelsea tapi þremur.

En á meðan er það kveðjan.

Að Austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 20:57

10 identicon

sealed

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 20.4.2021 kl. 21:19

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Loksins, loksins, stendur nú til að hægt verði að stöðva ónauðsynleg ferðalög í miðjum faraldri. Það ætti að draga úr kostnaði og álagi á ýmis kerfi samfélagsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2021 kl. 22:30

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 23:03

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ha??

Kveðja að sunnan.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2021 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband