Brestir í samstöðunni.

 

Fram að þessu hafa sóttvarnir stjórnvalda á hverjum tíma notið stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. líka þegar landamærin voru opnuð fyrir smiti síðastliðið sumar með þekktum afleiðingum.

Strangar sóttvarnir megnið af haustinu, og töluvert inná nýja árið.

Stuðningurinn við stefnu stjórnvalda mældist allt að 96% þegar best var, líkt og félagi Stalín hafi haft eitthvað með talninguna að gera.

 

Núna, þegar alvarleiki lekans á landamærunum lá ekki fyrir, segjast aðeins 32% landsmanna styðja stjórnvöld, þar vegur hæst hollusta kjósenda Sjálfstæðisflokksins við forystu sína.

Í hvað halda menn að þetta hlutfall droppi þegar ljóst er að vegna leka á landamærunum, þurfi þjóðin enn á ný leita inní hella og gjótur í skjóli fyrir kóvid??

Þórólfur er að missa tökin á ástandinu, líklegt að hann boði hertar aðgerðir núna allra næstu daga.

Frelsið til daglegs lífs varði aðeins í um tvær vikur.

 

Þetta vita stjórnvöld, þetta vita stjórnmálamennirnir.

Tiltrú fólks á þeim fer óðum dvínandi eftir hina miklu samstöðu frá upphafi kórónuveirufaraldursins.

 

Nú er lag, og nú er komið að Loga að standa við stóru orðin.

Sjáum hvað setur.

Kveðja að austan.


mbl.is Rúmlega 62% vilja fólk í sóttvarnahótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband