19.4.2021 | 15:03
Er Katrín heimsk??
Eða er hún að kikna undan álaginu??
Fattar hún ekki um hvað málið snýst eða þorir hún ekki gegn fjársterkum sérhagsmunum sem virðast hafa Sjálfstæðisflokkinn í vasa sínum?
Eða hvernig á að túlka þessi orð hennar?
"Katrín benti á að þau smit sem við sæjum núna innanlands mætti rekja til aðila sem hélt ekki sóttkví við landamærin áður en áðurnefnd reglugerð tók gildi 1. apríl. Því væri erfitt að draga of miklar ályktanir um núverandi ráðstafanir út frá því tiltekna smiti.".
Það þarf eitt smit sagði Þórólfur í dag til að koma að stað stórri hópsýkingu, eða jafnvel nýja bylgju.
Það er ljóst að landamærin héldu ekki fyrir 1. apríl vegna þess að fólk er ekki skikkað í örugga sóttkví við landamærin.
Af hverju ættu þau að halda núna eftir 1. apríl, þegar fólk er ekki heldur skikkað í örugga sóttkví??
Af hverju heldur forsætisráðherra að Þórólfur hafi sagt þessi orð á neyðarblaðamannafundi dagsins?
"Þessar hópsýkingar sýna í raun hvernig eitt smit, eða einn einstaklingur, getur sett af stað stóra hópsýkingu og jafnvel heila bylgju, sérstaklega ef ekki er farið eftir leiðbeiningum. Þessi hópsmit sýna einnig mikilvægi þess að bíða ekki með að fara í sýnatöku við minnstu sjúkdómseinkenni," segir Þórólfur. Þá sé mikilvægt að tryggja landamærin sem best og tryggja að fólk haldi sóttkví.".
Þá sé mikilvægt að tryggja landamærin sem best og tryggja að fólk haldi sóttkví.
Um það snýst málið, ekkert annað.
Og þá er skömminni skárra að forsætisráðherra upplýsi þjóð sína að hún hafi ekki burði til að vernda þjóð sína, að hún þori ekki gegn hinum fjársterku hagsmunum, en að hún spili sig svona heimska.
Öryggi við landamærin þarf að tryggja með þeim ráðum sem duga, þau ráð eru þekkt og hafa reynst vel þar sem þeim hefur verið beitt.
Við heyrðum gleðihrópin frá Ástralíu og Nýja Sjálandi þegar þessi 2 smitlausu lönd leyfðu ferðalög sín á milli, forsenda þess er hin árangursríka sóttkví við landamærin.
Taivan er smitlaust og hver hefur heyrt talað um nýja bylgju í Kína??
Stjórnmálastéttin bregst þjóð sinni ef hún grípur ekki inní.
Sérhver flokkur sem talar gegn sóttvörnum á landamærum, stimplar sig úr leik, nema í úrkynjun velmegunar er alltaf til fólk sem kýs flokka eins og Pírata.
Hefðbundinn flokkur sem það gerir, hefur aðeins um þau örfá prósent þjóðarinnar sem afneitar tilvist kóvid veirunnar, skoðanakannanir segja að þetta sé um 6%, þar eiga Píratar öruggt stórt fylgi, verði hinum að góðu að gera út á þessi 2-3% sem eftir eru.
Þetta veit skynsamt fólk í öllum flokkum, af hverju það stígur ekki fram og tekur málstað þjóðarinnar er með öllu óskiljanlegt.
Andskotinn hafi það að hinir fjársterku hagsmunir hafi mútað eða hótað öllum??
Samfylkingin boðar frumvarp, en eru það orðin tóm??
Ekki beint skörungar sem leiða þann flokk.
Allavega, þetta er ekki líðandi.
Nú er nóg komið.
Kveðja að austan.
Frumvarp sem skyldar fólk í sóttvarnahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 18
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 120
- Frá upphafi: 1412898
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 100
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar
Ég verð að segja það þótt hrifning mín af Samfylkingunni sér verulega takmörkuð
þá er samt ágætt að fá þetta útspil fram og vonandi þvingar það fram hverjir það
raunverulega eru sem standa í vegi fyrir að sett sé fyrir lekann á landamærnum.
kv. hrossbrestur.
Hrossabrestur, 19.4.2021 kl. 15:17
Tek heilshugar undir það Hrossabrestur minn góður.
Ef við hugsum út í það, þá er það lítt skiljanlegt af hverju flokkar í stjórnarandstöðu hafa ekki fyllt uppí tómarúmið eftir að ljóst var að stjórnvöld klúðruðu sóttvörnum á landamærunum.
Er það samsektin við óvitalagasetninguna??, en ef svo er, hvað er að því að játa mistök, gerast menn að meiri með því að biðjast afsökunar, og taka málstað þjóðarinnar?
Þetta útspil Loga er klókt, virkar eins og heilindi liggi að baki, segir sem svo, þið fáið ykkar tækifæri.
Og það var þá sem mér blöskraði endanlega orðagjálfur Katrínar, ég sem hélt að brosið væri aðeins kækur.
Eigum við ekki að sættast á að hún sé ekki með þetta eins og sagt var hér árum áður.
Logi hins vegar þarf að klára þann leik sem hann hóf með þessu tilboði til ríkisstjórnarinnar, leggi Þórólfur til hertar aðgerðir innanlands, sem bitna á öllu eðlilegu mannlífi, þá verður hann að leggja fram frumvarp sitt, eins og þú segir réttilega, til að svæla skunkana úr greni sínum.
En hvernig sem þetta fer, þá hefur Logi náð frumkvæði sem verður ekki svo glatt tekið af honum.
Gott hjá honum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 15:41
Nú þegar velflestir viðkvæmir og allir aldraðir hafa verið bólusettir þá eru líkurnar hættulegum veikindum af völdum Covid að nálgast 0, ef ekki orðnar núll. Landspítalinn veit varla hvað Covid er lengur og tóm Covid sjúkrarúm fylla öll herbergi.
En samt er ennþá fólk fyrir austan sem er tilbúið að loka fólk inni í varðhaldi vegna þess að einhver gæti hnerrað. Æstur lýðurinn á sína æsingamenn - Marat og Saint-Just - sem öskra og úthrópa hættu sem engin er. Allt skal tætt í sundur frelsi, lög og stjórnarskrá - vegna þess að einhver gæti hnerrað.
Kveðjur úr höfuðborginni
Kalli (IP-tala skráð) 19.4.2021 kl. 15:50
Ágæt grein hjá þér, örfá atriði sem vert er að skoða betur.
Ég tek sérstaklega eftir orðalaginu hjá þér í annars ágætri grein, sem ég tel lýsa ákveðnum vettlingatökum gegn Vinstri grænum. Þú spyrð hvort "hún þori ekki gegn fjársterkum sérhagsmunum sem virðast hafa Sjálfstæðisflokkinn í vasa sínum", og þá hlýtur þú að eiga við ferðaþjónustuna. Jú, þeir hafa sterk ítök í Sjálfstæðisflokknum, en sennilega talsverð í öðrum flokkum einnig. Mér finnst erfitt að sjá á milli hvar Vinstri grænir enda og hvar Sjálfstæðisflokkurinn byrjar í þessari ríkisstjórn. Sumar sparnaðaraðgerðir Svandísar eru í anda frjálshyggjunnar og Sjálfstæðismanna.
Í fyrsta lagi hvar liggja mörkin að vera barn sem ráðherra og hvar ekki? Er ekki Katrín einmitt að dansa á þeim mörkum með þessum orðum sem þú vísar í, ekkert síður en Áslaug dómsmálaráðherra? Er þetta dómgreindarbrestur hjá henni eða er hún hrædd um að stjórnarsamstarfið slitni ef hún fer gegn Áslaugu og Bjarna sem hugsa um atvinnulífið kannski einum of mikið, og ferðaþjónustuna? Það á ekki að hafa öll eggin í körfu ferðaþjónustunnar, rétt er það sem hefur verið bent á í því efni.
Sammála þér, þetta er ekki líðandi, þetta er klúður sem hefði verið hægt að komast hjá. Það er verið að stefna góðum árangri í hættu og heilsu margra.
Að halda saman stjórn er aukaatriði og hjóm, að gera það sem er bezt fyrir þjóðina, hvort sem stjórnir slitna eða ekki, það er málið og skylda þeirra. Að klúðra málum rétt fyrir kosningar, þau græða tæplega á því.
Ingólfur Sigurðsson, 19.4.2021 kl. 16:09
Katrín um brot á sóttkví:
Algjörlega óásættanlegt.
þannig hljóðar fyrirsögn "fréttar" á vefmiðli ruv.is.
Og hvað svo?
Tíminn mun leiða það í ljós, hvort núverandi sóttvarnalög haldi, svarar Katrín.
Maður veit ekki hvort maður eigi að gráta eða hlæja yfir þessum innantómu orðum hennar.
Hún er hol sem innantóm tunna.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.4.2021 kl. 16:23
Enn gleyma mörlenskir einangrunarsinnar því að sóttvarnalæknir hefur ekki lagt til að landamærum Íslands verði lokað vegna Covid-19.
Einungis einn stjórnmálaflokkur, Flokkur fólksins, er fylgjandi því að það verði gert og sá flokkur hefur lengi verið með einungis um 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnunum, eins og Miðflokkurinn í síðustu skoðanakönnun.
Þorsteinn Briem, 19.4.2021 kl. 17:27
Sæll Ómar ekki dettur mér í hug að bera blak af þeirri fyrr um flissandi, -hvað þá að spá í gáfnafarið.
En það ætti hvert mannsbarn nú þegar orðið að vita, að þegar Þórólfur trekkir upp Víði hlýði á sunnudegi, að þá verði Kári í fári kominn á kreik og farinn að spígspora um skítahauginn daginn á eftir, -the show must go on.
En að ganga úr EES og Schengen enginn hvorki vill heyra né sjá og á meðan " l e k a l a n d a m æ r i n ".
En hvað er annars að frétta af árlega kvefinu í neðra?
Með sólskinskveðjum og sumarmálum úr efra.
Magnús Sigurðsson, 19.4.2021 kl. 18:12
Blessaður Magnús.
Það er allt gott að frétta af kvefinu hér í neðra, flensunni líka, þetta er eins og hverjar aðrar horkerlingar núna á tímum sprittunar og andlitsgríma. Að ekki sé minnst á stöðvun á innflutningi flensunnar frá Kína og öðrum pestarbælum.
Varðandi afneitun þína á alvarleik farsóttarinnar og þeirrar frumskyldu stjórnvalda að vernda þegnanna, þá er það bara svo að ennþá er fólk allavega frjálst með hugsanir sínar.
Veirunni er hins vegar alveg sama hvað þú hugsar, ég eða Kári, hún sýkir og drepur fái hún til þess tækifæri. Alvarlegast er reyndar hvernig hún leikur fullfrískt fólk, þó það lifi þá bankar þrekleysið upp aftur og aftur, og miðað við reynsluna af öðrum alvarlegum veirusýkingum, þá getur fólk orðið ónýtt það sem eftir er ævinnar, ferli sem tekur tíma, vindur uppá sig, en endar eftir nokkur ár alltaf á einn veg, fólk verður skurnin af sjálfu sér.
Þess vegna herja ég á Katrínu og aðra sem bregðast þeirri frumskyldu að verja þjóðina, eða alveg þar til drengirnir mínir fá bólusetningu.
Því ábyrgðin er gagnvart þeim sem landið eiga að erfa, ekki okkar eigið væl.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 18:37
Steini minn.
Hættu þessu bulli, ég get svo sem liðið Víði, hundhlýðinn við valdið að væla svona, en ekki öðrum.
Það er enginn að tala um lokun landamæranna, þetta er hugtak sem vísar í að fólk fær ekki að koma inní landið fyrr en það er öruggt að það sé veirufrítt, til þess höfum við tvöfalda skimun og örugga sóttkví.
Ádeilan snýst um að sóttkví er ekki örugg, sem og að pappírar eru teknir gildir, líkt og veiran sjálf hafi skrifað uppá þá.
Samfylkingin er tilbúin með frumvarp, varnarmúrar samtryggingarinnar eru að bresta.
Sem er eins gott, því annars rís þjóðin upp.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 18:42
Blessaður Símon Pétur.
Í stað þess að gráta, þá henti ég inn þessum pistli.
Ég hefði náttúrulega líka get spurt hvort það sé ekki erfitt að vera hol eins og tóm tunna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 18:44
Það er roluskapurinn í boluetningum landsmanna sem er okkar megin vandi og sem veldur allri þessari misklíð og vandamálum. Það voru alvarleg mistök að binda samninga um kaup á bóluefni við ESB eingöngu. Varla hefur samningurinn gengið út á margfalt hægari afhendingu bóluefna en hjá ríkjum utan ESB? Hvers vegna í andsk. sögðu menn ekki upp þessum samningi þegar ljóst var að allt stefndi í óefni? Í USA bólusetja menn 3 milljónir manna á dag. Þeir gætu því fræðilega bólusett alla Íslendinga á einni klukkustund. Það myndi taka snillingana í ESB heilt ár a.m.k.
Júlíus Valsson, 19.4.2021 kl. 18:57
Blessaður Ingólfur.
Í það fyrsta þá er þessi pistill um Katrínu, og þó ég gefi henni flóttaleið, þá er ljóst að mér finnst hún ekki trúverðug.
Eigum við ekki að segja að það eiginlega blasi við í rökfærslu minni að ég hallist að lýsingu Símons hér að ofan, þannig koma viðbrögð Katrínar mér fyrir sjónir.
Hins vegar þegar ég útfæri flóttaleiðina, það er ítök sérhagsmunanna í Sjálfstæðisflokknum, sem vissulega tengjast ferðaþjónustunni og öllum þeim fjárfestingum þar sem nýtast lítt þessa dagana, þá er ég ekki að greina almennt þessi ítök, aðeins að benda á þeir stjórni miklu í kjarnaflokki ríkisstjórnarinnar og spyr síðan hvort Katrín hræðist þau ítök.
Varðandi pælingar þínar um bernsku Katrínar og vísan mín í barnaráðherrana, þá var skortur á þroska viðkomandi ljós í orkupakkaumræðunni, rökfærslur þeirra voru of heimskar til að hægt væri að skýra þær á annan hátt, Katrín, Bjarni og þau hin sviku bara stefnu sína uppá gamla góða íslenska mátann.
Ég skrifaði hins vegar pistil í dag þar sem ég kastar fram þessari spurningu; " Eða liggur vandinn í þessum 2-3 sem skilja ekki orð Kára, og ógæfa þjóðarinnar varð það að vopni að viðkomandi eru ráðherrar í ríkisstjórn Íslands? Og hver er sá þriðji??". Yfirleitt hef ég notað töluna 2 en orð Katrínar á Vísi í gær vöktu hjá mér efasemdir um hvort sá þriðji væri ekki þarna líka.
Og Katrín eiginlega svaraði því í dag.
Loks er það ágæt pæling hjá þér að spá í hvort frjálshyggjan mengi ekki fleiri flokka en íhaldið, og í pistli mínum um Fólkið sem snérist til varnar, þá held ég því fram að svo sé, að vinstri flokkar hafi svikið fólk fyrir löngu í gin auðs og alþjóðavæðingu.
En í þessum pistli var spjótum á lofti beint að Katrínu, ekki öðrum, þeir hafa alveg fengið sitt þegar þannig stendur á.
Tek svo undir orð þín erfitt er að sjá hagnaðinn fyrir ríkisstjórnarflokkana að klúðra málum rétt fyrir kosningar.
Þess vegna er ég að hjálpa þeim að sjá ljósið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 18:59
...svo legg ég til að heilbrigðisráðherrann segi af sér strax. Hún kann ekki einu sinni að skrifa reglugerðir í samræmi við gildandi lög.
(Svo vill hún útrýma mér og fleirum sem sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Það er kornið serm fyllir mælinn að sjálfsögðu.)
Júlíus Valsson, 19.4.2021 kl. 19:00
Þakka þér fyrir svarið Ómar, sem tók þó kannski ekki alveg til máls málanna. Reyndar var ég í neðra í sól og brakandi blíðu í dag í dalnum á milli fannanna og kom þar ekki til hugar drepsótt þó svo eyðilegur væri og er því illa upplýstur um gang mála.
Ég heyrði svo þegar ég kom heim að Kári í fári hefði boðið til vandaðrar kynningar á því hvernig drepsóttin fer með fólk, sem henni hefur sem betur fer ekki tekist að drepa svo að það má bólusetja það ennþá.
En það snýst allt saman, -að mér skilst, -um sóttvarnahús á "landamærunum" þessa dagana, og þannig að halda "samfélaginu" smitfríu, eftir að þetta hætti að snúast um alvarlega undirliggjandi drepsótt sem þyrfti að fletja út kúrfuna á fyrir heilbrigðisiðnaðinn í öndunarvéla hallærinu um árið.
Að því mér skilst þá er þetta fjórða bylgjan í drepsótt og mér telst svo til af fréttum að það sé farið að hilla í þriðju bylgjuna í bólusetningum, -svo þetta horfir vonandi til betri vegar svo við þurfum hvorki að fórna Schengen né EES fyrir "leka á landamærunum". Kári og hans líkar munu hafa vit fyrir flissandi fábjánum þangað til næst að matsa saman bylgjur drepsótta og bólusetninga.
Það er samt fyrir öllu að frétta af því að fólki heilsist vel í neðra á meðan beðið er á milli vonar og ótta.
Með kveðju úr kvöldsólinni að ofan.
ps. Mér hefur skilist af fréttum að þeir séu búnir að ráða niðurlögum kvefsins í Kína og sitji nú uppi með flensu. Svo hafi ekki þurft að glíma við nema tvö tilfelli í N-Kóreu þar sem þeir fóru umsvifalaust með pestargemlingana á landamærunum út fyrir vegg og skutu þá, enginn mannréttinda kjaftavaðall á þeim bæ.
Magnús Sigurðsson, 19.4.2021 kl. 19:38
Blessaður Júlíus.
Vandinn liggur í lekanum á landamærunum, eitthvað sem er auðleyst í landi þar sem aðeins eru tvö landamærahlið.
Albólusetning í óbólusettum heimi er aðeins lausn að hluta, þetta vita til dæmis bresk stjórnvöld sem ætla að hafa stjórn á landamærum sínum á meðan hættan er á að stökkbreyttum afbrigðum sem bólusetningar virka ekki á.
Þetta er það sem WHO er sífellt að hamra á, á meðan veiran fær að ganga laus í fátækari, lítt bólusettum löndum, þá eru hin ríku, bólusett lönd ekki óhult fyrir stökkbreytingum hennar.
Og því miður virðist þessi dökka sýn vera að rætast.
Síðan vitum við Júlíus, að í raunheimi þá er ekkert land að fullu bólusett, þó nokkur hafi náð að krækja í stóra byrjunarskammta, á meðan er leki á landamærum alltaf vandamál.
En sá vandi er heimatilbúinn, og til vansa að hann sé ekki leystur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 19:49
Og blessaður aftur Júlíus, fleiri innlegg voru að opnast.
Tek undir kröfu þína um afsögn Svanhvítar, en ekki á þessum forsendum, það sem var að reglugerð hennar var glufan, það er miðað var við hárauð lönd, en ekki öll lönd.
Landamærin eru ekki örugg nema krafan um tvöfalda skimun og örugga sóttkví á milli sé án skilyrða, þetta á ráðherra að vita, og það er á hennar ábyrgð að tryggja slíkt öryggi.
Afglöp hennar númer 2 var að hleypa fikti óvitanna á þingi í gegn, það var strax ljóst að ef lögin voru tekin bókstaflega, þá er ekki heimilt að grípa til nauðsynlegra sóttvarna gagnvart lífshættulegum smitandi sjúkdómum. Með öðrum orðum, hún átti standa eða falla með frumvarpi sínu.
Þriðju afglöp hennar var ekki reglugerðin um örugga sóttkví, hún átti hins vegar að gera sér grein fyrir annmörkum laganna, og vera tilbúin að verjast öruggri málsókn þar um. Vörnin fólst í heildarmarkmiðum sóttvarnalaga, og benda á að fikt Alþingis gengi gegn þeim markmiðum, og væri því ekki marktækt. Og vera síðan tilbúin með kröfu á æðra dómstig að meta lögin út frá markmiðum þeirra og heildarhagsmunum þjóðarinnar.
Gengi það ekki eftir, átti hún að vera tilbúin með neyðarlög.
En að setja reglugerð um EKKI sóttvörn, er aðeins afglapaháttur, sem raunveruleikinn hefur skorið úr um að virki ekki.
Þetta snýst ekki um stjórnmál eða ófullkomna lagasetningu óvita sem eyðilögðu gömul nothæf lög, heldur um að gera það sem gera þarf á örlagastundu.
Það er það sem þjóðin skilur, en stjórnmálamenn ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 20:00
Blessaður Magnús.
Já hann er eyðilegur dalurinn milli fannanna á þessum tíma, en með litum sumarsins, að ekki sé minnst á þegar litur haustsins tekur yfir, þá fær hann bæði lit og fegurð, og líf farfuglanna sem og mannfuglanna sem slæðast inneftir með hækkandi sól.
Vissulega vonum við að Kári í fári hafi vit fyrir óvitunum, þó það sé of seint varðandi þennan leka, en drengirnir mínir gráta svo sem ekki, þeir gera ekkert annað en að stækka og þroskast á meðan, sem og annar er að ná sér eftir brot á ristarbeini, í hægri fæti í þetta skiptið. Svo ég græt svo sem ekki mikið, ennþá, en skammast að sjálfsögðu, annað er ekki í boði.
En við þurfum ekki að hafa áhyggjur af Schengen, sóttkví á landamærum er ekki óþekkt fyrirbæri, og allir fyrir löngu hættir að hafa áhyggjur af því apparati.
Það er rétt, núna er flensan komin aftur til Kína, en hún er eins og grænt hor í nös var hjá börnum á árum áður, þegar kuldi, trekkur og einhæft fæði var hlutskipti margra fátækari, bítur lítt eða ekkert á mannskapinn frekar en Mongólarnir á meðan þeir héldu sig hinum meginn við múrinn.
Og það er rétt, þeir í Norður Kóreu eru vel lesnir í evrópskum sóttvarnafræðum, þegar dauðans alvara var það mikil alvara á meðan pestin var og hét, þess vegna dugði ekki vettlingatökin þegar hún stakk niður fæti.
Alltaf jafn skilvirk aðferð en það er svo sem örugg sóttkví líka. Þess vegna fékk enginn að fara í land á pestarskipum, vissulega freisting að svindla en það var alltaf von að lifa af pestina, en engin von að lifa af refsinguna við svindlinu, því menn tóku hlutina alvarlega þegar dauðans alvara var alvara.
Og ég spái því að eftir því sem forheimskan leyfir pestinni að grafa meir um sig, og illvígari afbrigði hennar fá að þróast og dreifa sér, að þá aukist harkan í alvörunni.
Þetta er aðeins viðráðanlegt ef það tekst að kæfa hana í byrjun.
Eitthvað sem mér sýnist að sé að mistakast, þökk sé kostaðri afneitun fjársterkra afla, sem og þeirrar viðáttumiklu vitleysu að leyfa einkaframtakinu gera sér bólusetningu að féþúfu, í stað þess að framleiðsla bóluefna sé mikilvægast verkefni alls mannkyns, að allri orku og nauðsynlegum aðföngum sé beint í þá framleiðslu.
Það eru ekki bjartir tímar framundan.
Kveðja úr neðra þar sem minningin um sólina lifir í húmi kvöldsins.
Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 20:24
Góðan og blessaðan daginn Ómar, og þakka þér fyrir svarið, -og spádóminum deili ég með þér.
"Og ég spái því að eftir því sem forheimskan leyfir pestinni að grafa meir um sig, og illvígari afbrigði hennar fá að þróast og dreifa sér, að þá aukist harkan í alvörunni."
Ég hjó eftir því í fyrra svari að vísindin koma frá Kára og í vísindum er ég ekki góður, en þar segirðu.
"Alvarlegast er reyndar hvernig hún leikur fullfrískt fólk, þó það lifi þá bankar þrekleysið upp aftur og aftur, og miðað við reynsluna af öðrum alvarlegum veirusýkingum, þá getur fólk orðið ónýtt það sem eftir er ævinnar, ferli sem tekur tíma, vindur uppá sig, en endar eftir nokkur ár alltaf á einn veg, fólk verður skurnin af sjálfu sér."
Getur það verið að sama lýsing eigi við kellingabókmenntirnar sem kallaðar voru "kulnun í starfi" áður en kóvítið kom, sá og sigraði? -og getur verið að "kulnun í starfi" hafi horfið á jafn dularfullan hátt og flensan?
Það er ekkert talað um þessar kellinga sögur lengur en þær tröllriðu öllum fjölmiðlum fyrir kóvítið. Kannski hefa sprittið, grímurnar og hlutabæturnar útrýmt "kulnun í starfi" án þess að vísindasamfélagið hafi veitt því eftirtekt frekar en flensunni sem hvarf.
Með meinhægum morgunnkveðjum úr efra.
Magnús Sigurðsson, 20.4.2021 kl. 06:04
Blessaður Magnús og góðan daginn.
Núna veldur þú mér vonbrigðum.
Aldrei þessu vant þá vandaði ég mig við einn pistil minn, og var meir að segja hógvær.
Þar fjalla ég um þessar meintu kellingabókmenntir.
Linkurinn er hér:
Fólkið sem vill öðrum illt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 09:18
Svona til að bera í bætifláka fyrir sjálfan mig þá klikkar þú á og fyrirsögninni, hún er bæði óvönduð og fordómafull, þannig að ég las pistilinn ekki á sínum tíma.
Hins vegar hef ég þekkt ungu bóndakonuna í Húnaþingi frá fæðingu og vissi allt um það að hún fer ekki með fleipur.
Með sólskins kveðjum úr efra, sem endranær.
Ps. Mér finnst samt svolítið yfirdrifið að telja mig með vondu fólki sem vill öðrum illt, -svona miðað við athugasemdina sem ég setti inn.
Magnús Sigurðsson, 20.4.2021 kl. 16:05
Nei Magnús, það er hún ekki, hún fjallar um alvarlega meinsemd nútímans, fólkið sem vill öðru fólki illt, og leggur mikið á sig til þess. Það væri lítið út í álagaskáldið varið ef það tækist ekki á við slíkt fólk.
Sem og það þarf slæma samvisku að kalla fyrirsögn sem segir frá því fólki, óvandaða og fordómafulla, hins vegar ráða menn sínum lestri, það er bara annar hlutur.
Ég skil hins vegar ekki þá slæmu samvisku, eða hvernig þér dettur í hug að þú sért í þessum hópi.
Tilvísunin í pistilinn var hins vegar uppfræðsla um gamlar kellingabækur, á engan hátt að misskilja og í eðlilegu framhaldi af athugasemd þinni.
Síðan má bæta því við að ég þekki þessa ungu konu ekki neitt, en fannst frásögn hennar vera í senn, trúverðug og átakanleg.
Hins vegar vissi ég að þetta væri aðeins byrjunin, og hafði það alltaf bak við eyrað að setja frásögn hennar í samhengi við þekkingu læknavísindanna á þessum skelfilega sjúkdómi sem hið ófullkomna íslenska nafn síþreyta er látin tjá.
Þess má geta að ein fyrirsögnin á viðtali við prófessor Jim Baraniuk var It is not in your head, en þessi þekktu og algengu viðbrögð íslenskra lækna er líklegast eitt það sem særir fórnarlömb hans mest. Það veit ég eftir kynni við nokkur eftir dvöl mína á Reykjalundi fyrir rúmum 20 árum síðan.
Þess vegna var það gaman að lesa viðtal við virtan fræðimann, þó svona mörg ár séu liðin, þar sem hann tætir þessa lækna í sig sagði á mannamáli að þeir væru fagleg fífl sem væru ekki starfi sínu vaxin.
Þess vegna fannst mér fróðlegt að lesa í viðtali við Kára klára í gær þar sem hann virtist heldur ekki þekkja til þessa sjúkdóms, og vogaði sér að tala um að fyrst vísindin gætu lítt mælt, þá væri þetta að stórum hluta andlegt. En Kári er reyndar af þeirri kynslóð sem leit ennþá á Sigmund Freud sem vísindamann en ekki loddara eins og hann var.
Síðan get ég bætt því við Magnús að annar af strákunum mínum fékk einkirningasótt þegar hann var á yngra ári í 5. flokki, það var honum til happs að ung stúlka var að taka kandídatinn hér við spítalann, þekkti strax einkennin (þetta var ári seinna) og kom okkur inná rétta braut, eftir að það var búið að útiloka barnaliðagigt, sjálfsofnæmi (hann fékk miklar vöðvaskemmdir í alvarlegast kastinu), þá vissi maður við hvað var að berjast. Eftirköstin voru þreyta og vöðvaverkir þegar hann reyndi of mikið á sig, samt hélt hann áfram að stunda blak og æfa fótbolta. Ef æfingin reyndi of mikið á, þá var bara skólanum sleppt daginn eftir, og stundum daginn þar á eftir, og stundum daginn þar þar á eftir. Hann spilaði fyrsta 90 mínútna leikinn sinn í undanúrslitum á yngra ári í þriðja flokki, eins gott að leikurinn tapaðist, því hann hefði ekki getað spilað viku seinna, og í skólann mætti hann fyrst á fimmtudegi vikuna. En síðan þá, núna í eitt og hálft ár hefur hann nokkurn veginn stundað æfingar í fótboltanum án þess að missa úr skóla, og nokkurn veginn án þess að missa úr æfingar, ekki nema þá vegna meiðsla og óhappa.
Þessi eftirköst eru falin sjúkdómur sem maður kynnist aðeins þegar það brennur á eigin skinni, þá leitar maður sér upplýsinga og kemst að því hvað þetta er algengt, bæði sjúkdómurinn og síðan misalvarleg eftirköst af veirusýkingunni. Unglingar sem fá einkirningssótt eru 5 sinnum líklegri en aðrir til að þróa með sér síþreytu og vefjagigt var sagt á Reykjalundi (frétti frá nágranna mínum sem var í meðferð við vefjagigtinni). Einn hress og kátur strákur sem fékk þetta á svipuðum tíma og drengurinn minn, var í blaki hjá HK og hann hafði aðeins einu sinni farið í skólann 8 mánuðum seinna, ég er alltaf svo þreyttur mamma hafði fararstjóri HK eftir mömmu hans þegar hún sagði mér frá þessu.
Og drengurinn minn er engin kelling, hann er góður námsmaður, draumur hvers þjálfara hvort sem það var í blaki eða fótboltanum, því hann lagði sig allan fram, klár og hæfileikaríkur.
En veiran, þessi ósýnilegi óvinur hefur reynst honum erfiður, hún er aðeins barnaleikur miðað við kórónuveiruna sem er eitthvað sem mannkynið hefur ekki séð í áratugi, nema þá eitthvað staðbundið eins og Akureyrarveikina eða Flóasóttina.
Maður á að verja börnin sín Magnús, framtíðina, það er bara svo.
Kveðja að neðan úr logninu.
Ómar Geirsson, 20.4.2021 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.