Það er leitun að færri kverúlöntum í heiminum.

 

En mættu á Austurvöll í dag.

Hefði samt verið góðmennara ef Brynjar væri ekki í sóttkví, og Sigríður væri ekki kjarklaus.

En fólkið sem berst fyrir ótímabæru andláti samborgara sinna, mætti þó og ítrekaði kröfur sínar.

Um frelsi veirunnar til að drepa, til að veikla, því hver á að verja rétt hins smæsta af hinum smæsta, til að vera fullgild í samfélagi manna, shit með að við hin erum fólk, en hún er veira.

 

En samt, það þurfti ekki að auglýsa hve fámennur þessi sértrúarsöfnuður er, að þegar almannatenglinum sleppir, að baki stormsins í netheimum sé fjöldi, sem enginn teljari getur talið, þeir byrja víst ekki að telja við töluna 20, af hverju má guð vita.

Að fyrir utan almannatengilinn, sem er kostaður, fyrir utan Sigríði, Brynjar, já og Áslaugu og Þórdísi, sem og örfá örvisa gamalmenni í Sjálfstæðisflokknum, haldin dauðahvöt, að þá býr ekkert annað að baki en það sem peningar geta kostað.

 

Hvernig hélt þetta blessaða fólk að íslenska þjóðin hefði lifað af fyrir utan hinn byggilega heim, ef kverúlantarnir hefðu ekki verið þeir fyrstu til að deyja í venjubundnum harðindaköflum þjóðarinnar?

Að ef menn vildu auglýsa fáviskuna, þá væri Ísland lítt til þess fallin.

Því þannig séð er leitun að færri kverúlöntum í heiminum en hér, ef þeir dóu ekki út, þá fluttu þeir allir til Ameríku fyrir um öld síðan.

 

Sem afhjúpar eitt, það er ekki óttinn við atkvæði sem skýrir að ríkisstjórn Íslands hætti að verja landamærin.

Gegn lýðheilsu, gegn þráar okkar sem köllumst almenningur, um að fá að lifa eðlilegu lífi, tefli ríkisstjórnin fjárstreymi sérhagsmunanna í vasa hennar.

 

Óeðli gegn heilbrigði.

Sérhagsmunum fjársterkra aðila gegn almannaheill.

 

Ekkert annað skýrir uppgjöfina gegn glæpsamlegum dómi eins dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Dómara sem taldi rétt fólks sem gat valið um að ferðast eður ei, mikilvægari en rétt okkar hinna að lifa frjáls við ótta við veirusmit, eða að vera kippt út úr daglegu lífi vegna hugsanlegs smits, það er sóttkví, að ekki sé minnst á sjálfa sýkinguna, alvarleik hennar, sem getur veiklað, eða ef varnir líkamans halda ekki, leitt til dauða.

Eitthvað sem er svo augljóst og það þarf gífurlega hagsmuni til að hundsa.

Eða óttann við fjölda kverúlantana á Austurvöll.

 

Þeir gætu sagt Búúúuuuu.

Og þar með væri stjórnin fallin.

 

Á meðan verst þjóðin ekki á landamærunum.

Leki sem er líkt og tifandi tímasprengja þar sem krossað er fingur og vonast er til að tímakveikjan sem á að ræsa sprengjuna, klikki, að hún virki ekki.

Eins og lekinn undanfarna vikna og mánaða sé algjör undantekning, að jafnvel veiran líka flýi þennan óttalega samsöfnuð kverúlanta þjóðarinnar.

Að hin eina sanna sóttvörn þjóðarinnar sé hræðslan við þetta Búúúúuuuu.

 

Mikil er trúin.

En því miður ekki reist á rökum eða raunveruleik.

 

Kverúlantarnir ógna engu nema sínum eigin trúverðugleika.

Veiran nýtur sér glufur á sóttvörnum þjóðarinnar.

 

Fórnarlambið, þjóðin var aldrei spurð.

Hún situr í súpunni.

 

Hún fær tilkynningu um framlengingu sóttvarna sem kenndar eru við samfélagslegar lokanir.

Nái hún að drepa eina bylgju.

Þá sjá sérhagsmunirnir að önnur sé flutt inn.

 

Sagan endalausa.

Nema í raunheimi er enginn góður endir á henni.

 

Og þar er við enga kverúlanta að sakast.

Eins mikla fáráði þeir virðast.

 

Þeir hafa engin völd, ekkert vægi.

En eins skrýtið og það er, þá kaupir fjölmiðlafólk að þeir séu scapegoat.

 

Fólkið sem stjórnvöld óttast svo mjög.

Að þau verja ekki þjóð sína.

 

Búúúúuuuu.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sóttvarnaaðgerðum mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sefur þú yfirleitt á nóttunni góði minn, fyrir kvefhræðslu?

Þorsteinn Siglaugsson, 10.4.2021 kl. 20:37

2 identicon

Rannsóknir munu hafa sýnt að neikvæðu fólki og kverúlöntum líður verr en öðrum. Heilsa þess er lakari og lífslíkur verri heldur en annars fólks.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.4.2021 kl. 21:52

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú ert vonandi vel byrgur af salernispappír?
Svona ef þér skyldi verða brátt í brók við næstu fregnir af brezka afbrigðinu af brezka afbrigðinu af Kína-kvefinu, og hve margir greindust á landamærum?

Eða hvað?

Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2021 kl. 22:02

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Held hann sé fluttur á klóið barasta greyið.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.4.2021 kl. 22:14

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir drengir.

Góður punktur Hörður, þess vegna reyni ég eftir bestu getu að hýrga sóttvarnakverúlanta upp, blása þeim eldmóð í hjarta og vinna bug á neikvæðni þeirra, og veistu, það tekst oft vel, eins og dæmin sanna, móðurinn vellur oft úr brjósti þeirra, orðin brjótast fram, og allir léttari á eftir. 

Þeir fyrir útrásina, ég fyrir lúmska gamanið.

En mínu kæru félagar hér á Moggablogginu, Þorsteinn og Ásgrímur, fyrirgefið ef þið hafið tekið orð af þessari færslu inná ykkur, ég sá aðeins mynd af nokkrum skeggjuðum furðufuglum af ætt anarkista, efa jafnvel að þeir eigi sér hljómgrunn regnhlífasamtökum Pírata, og það var ekki á nokkurn hátt meining mín að vega að ykkur, enda engin líkindi á milli myndar og ykkar, háæruverða íhaldsmanna.

Síðan sjá allir góðviljaðir menn að ég nýtti mér aðeins frétt og mynd til að smíða fyrirsögn, sem vissulega varð stef í gegnum pistilinn, en stefið var aðeins undirspil í gagnrýni minni á stjórnvöld.

Skiljið þið ekki??; Búúúuuuu, og ríkisstjórnin gerði í brók.

Kommon, ég hélt þræði, á milli fyrirsagnar og hins dramatíska endis.

Ykkur væri nær að hrósa mér í stað þess að taka þetta inn á ykkur, haldið þið að þetta sé auðvelt??

Það mætti halda að þið ættuð í erfiðleikum með streituhormón ykkar, samt voru þessir glimrandi skemmtilegu leikir í dag, sýning Chelsea, Poolararnir komu til baka, samt spilaði Villa vel, og City tapaði 3 stigum, ha ha ha ha.

Hvernig er hægt að finna fyrir streitu eftir svona góðan dag??

Það er nú meiri andsk. kverúlantahátturinn.

Segi það nú bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.4.2021 kl. 23:33

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Breiðdælska afbrigðið er á leiðinni heim til þín Ómar, á puttanum. Þú munt vakna við það í nótt, slepjulegt og kalt viðkomu.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.4.2021 kl. 23:56

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Þorsteinn.

Gott að sjá að þú sért góður, horfðu svo á leikinn í dag, og sjáðu,Búmmmm, öll streita á way.

Eigðu góðan dag Þorsteinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.4.2021 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband