5.4.2021 | 15:49
Okkar verkefni er að stoppa faraldurinn.
Vegna þess að þjóðin krefst þess.
Fólk sættir sig ekki lengur við sífelldar samfélagslegar lokanir vegna þess að stjórnvöld heykjast á að þétta lekann á landamærunum.
Og ef það er ekki hægt með góðu, þá þarf að gera það með illu.
Það er ekkert óeðlilegt við það að til sé fólk sem hafi aðra skoðun.
Hvort sem það vill ekki dvelja á sóttvarnarhóteli, það afneiti staðreyndum eins og tilvist veira, eða að hættuleg farsótt geysi í heiminum.
Það er heldur ekkert að því þannig séð að til séu fjársterkir aðilar sem sjái sér hag í opnum landamærum svo þeir fái nýtingu á fjárfestingum sínum tengdum ferðaþjónustu, og það er ekkert að því, þannig séð, að þeir nýti sín fjárráð til að halda út lögfræðingaher sem djöflast á sóttvörnum þjóðarinnar.
Mörkin liggja hvort óeðlið, afneitunin nái inní raða valdsins, hvort sem það eru ráðherrar, þingmenn, dómarar, löggæsluyfirvöld.
Mörkin liggja að þessum fjársterkum hagsmunaaðilum sé ekki leyft að skaða heildarhagsmuni þjóðarinnar, ráðast að frelsi hennar til eðlilegs lífs innanlands, brjóti niður sóttvarnir hennar á landamærum með hjálp dindla í ríkisstjórninni eða í dómarastétt.
Við höfum séð dindlana í ríkisstjórninni, sem vinna beint gegn hagsmunum fjöldans, en það á eftir að koma í ljós hvort þeim hafi verið plantað í dómarastéttina.
Við höfum séð veikleika forsætisráðherra sem munnhöggvast við dindil í stað þess að reka hann með skömm úr ríkisstjórninni.
Við höfum séð hroka héraðsdóms sem vogar sér að skapa efa og ótta um sóttvarnir þjóðarinnar með drætti sínum á dómsuppkvaðningu, þó er ekki útilokað að í vændum sé vandaður vel rökstuddur dómur sem kæfir óeðlið í fæðingu.
Fyrst og síðast höfum við séð sóttvarnaryfirvöld sem sýna festu og styrk, læra af reynslunni, leggja sig fram um að vernda þjóðina og tryggja okkur eðlilegt mannlíf núna á tímum farsóttar sem heldur öllu mannlífi í heljargreipum víðsvegar um Evrópu, Ameríku og víðar.
Fyrri það ber að þakka.
Sem og að ríkisstjórnin sem heild virðist vera vandanum vaxinn, hún hefur verið varfærin, hefur viljað fullreyna hluti sem augljóslega ekki virka vegna eðli farsótta, en hún hefur ekki barið hausnum í stein raunveruleikans og sagt, reynum aftur, reynum aftur það sem fullreynt er að mislukkast.
Þess vegna á hún eftir að skikka alla sem voga sér í óþarfa ferðalög á tímum farsóttar, eru þar með tifandi tímasprengjur fyrir samborgara sína sem hafa þroska og vit til að sleppa öllu flandri.
Þessu fólki er engin vorkunn.
Það á að skammast sín, hundskast í farsóttarhús, og vera til friðs.
Þeir sem eiga brýn erindi, og þeir eru alltaf margir, þeir rífast ekki um svona sjálfsagðan hlut.
Við upplifum núna skrýtin dag.
Líklegast kom harðindaveður í veg fyrir að þúsundir hefðu verið á svæði þar sem eldsprungur opnast fyrirvaralaust.
Og það er beðið eftir héraðsdómara.
En ég trúi því ekki að það verði beðið eftir ríkisstjórninni ef samsærið nær inní dómarastéttina.
Viðrini á þingi töldu sig hafa meira vit en sóttvarnarsérfræðingar þjóðarinnar um hvernig lög um sóttvarnir eiga að vera, þess vegna eru jú viðkomandi viðrini, fikt þeirra er forsenda málareksturs málaliðanna, og ekki er hægt að útiloka að dómari telji fiktið æðra smitvörnum þjóðarinnar.
Þá á ríkisstjórnin að vera með Guðna í bandi, og fá undirrituð neyðarlög fyrir kveldið, til að eyða allri lagalegri óvissu, sé hún á annað borð til staðar.
Því slíkt gerir fullorðið fólk á dauðans alvöru tímum.
Ef ekki þá er Guðni vonandi tilbúinn með þingrof og nöfn í nýrri utanþingsstjórn.
Röksemd, viðrini stjórna aldrei frjálsri þjóð á neyðartímum.
Ef ekki, þá þarf þjóðin að losa sig við þetta lið.
Allt saman.
Því þá er ljóst að það þjónar öðrum herrum en henni.
Og ef einhver heldur að þetta sé skoðun, þá er það mikill misskilningur.
Þetta er bláköld staðreynd.
Frjáls þjóð líður aldrei valdarán sérhagsmuna á Ögurstundu.
Þess vegna mun héraðsdómur dæma með þjóðinni.
Þess vegna myndi ríkisstjórnin setja neyðarlög gerði hann það ekki.
Þess vegna myndi Guðni rjúfa þing og boða til kosninga, jafnframt því að skipa starfsstjórn, ef ekki annað væri í stöðunni.
Vegna þess að það er ekkert annað í boði.
Þjóðin líður ekkert annað.
Þess vegna mun ekkert gerast.
Jú, nema að sóttvarnir á landamærum verða hertar.
Því þar er heldur ekkert annað í boði.
Kveðja að austan.
Skilur að fólk hafi aðra skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 205
- Frá upphafi: 1412824
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 171
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir flottan pistil Ómar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 16:44
Það er undarlegt hvað þú ert æstur í að landslög og stjórnarskrá séu brotin til að bæla niður ótta þinn og hræðslu. Að réttarríkinu sé fórnað vegna þess að þú ert með steinsmugu af hræðslu. Sérstaklega þegar þér er frjálst að læsa að þér og slíta á öll samskipti við annað fólk, og yrðu flestir því fegnastir. Það væri jafnvel þess virði að opna landamærin alveg og leggja af alla sóttkví til þess.
Aðrir berjast fyrir frelsi og réttarríki og eru tilbúnir til að gefa líf sitt í þeirri baráttu. Það frelsi og réttaröryggi sem þú nýtur kostaði fjölda fólks líf sitt, blóð, svita og tár. Og þú villt afnema það af því þú ert hræddur við að veikjast. Er úrkynjun innræktunar á alveg sérstöku plani þarna í afdölum fyrir austan? Eða ert þú svo austarlega á jarðkringlunni að vestrænn hugsunarháttur hefur ekki náð þangað enn?
Þú ert sennilega fyrsti Íslendingurinn, ef þú ert Íslendingur, sem berst fyrir ólöglegum frelsissviptingum, nauðungarvistun, afnámi mannréttinda og hundsun laga og stjórnarskrár í einum ógeðfelldum pakka hugleysingja sem uppnefnir op formælir þeim sem ekki taka undir innleiðingu ógnarstjórnar.
Vagn (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 16:47
Blessaður Vagn minn.
Ég sé að sýndarbragðið hefur ekki hjálpað þér neitt í skappirring þínum.
Ég veit reyndar að það er auðvelt fyrir rafeind í sýndarheimi að rífa sig, þegar um mannanna sjúkdóma er að ræða, en ég hélt samt að ef rétt forritaður, þá gæti þú fundið til samkenndar.
Eru ekki vírusar líka plága í rafeindaheimum??
Áður en þú svarar að þú treystir á vörn kennda við vírusa, þá er það bara svo, að óprúttnir geta brotið niður þær varnir, líkt og þeir geta í mannheimum.
Fái þeir til þess næði og afskiptaleysi.
Svo ég mæli með annarri tilraun, annað sýndarpáskaegg, hugljúfri tónlist, bara ekki sýndarpopp., og sjá, það er ef þú hefur verið forritaður til þess, samkennd og eitthvað mennskt, er það ekki draumurinn??
En hvað veit ég svo sem um hvað rafeindir hugsa.
Kannski veist þú það ekki heldur.
Myndi samt prófa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2021 kl. 18:00
Takk Pétur Örn.
Þetta er annars að verða dubíus með dráttinn í Héraðsdómi, mætti halda að þeir hafi flúið í byrgi að ótta við nýja gossprungu.
Lögfræðin að baki dómi getur aldrei verið flókin, annað hvort styðjast sóttvarnaraðgerðir við lagastoð, eða ekki.
Það síðara er megaklúður Alþingis og ríkisstjórnar, það mætti halda að einhverjir puttar væru komnir í málið.
Puttar sem segja; dæmið rétt; ANNARS!!!
Varla hefur dómarinn dottið í það?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2021 kl. 18:04
Ertu ekki kominn út í móa og týndur þar?
Héraðsdómur er fallinn, dómurinn hefur samt ekki enn verið birtur á heimasíðu dómstólsins, dómurinn var ekki fjölskipaður þrátt fyrir að málið sé grafalvarlegt, víðtækt og varði alla þjóðina.
Samkvæmt fréttum af dóminum, sem enn hefur ekki verið birtur, þá vantar lagaheimild fyrir ákvæðum reglugerðarinnar. Þar er varla um að kenna samsæri heldur vanhæfni þingmanna.
Flest stefnir í að raðað verði og kosið inn á framboðslista á jafnóáyrgan hátt og oft áður og strax má sjá fólk suða í öðrum um að kjósa frænda sinn og frænku bara af því bara! Í því ljósi væri rangt að reikna með að fram undan sé betri tíð með vönduðum lögum sem styðja reglugerðir. Það stefnir í að þingið verði jafnvanhæft og nú.
Ekkert samsæri í gangi bara fólk á Alþingi sem kann ekki til verka.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 19:21
Esja. Reglugerðin með ólöglega ákvæðinu var sett af heilbrigðisráðherra, ekki Alþingi. Það er því ráðherra sem ber ábyrgð á þessum stórfelldu lögbrotum.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2021 kl. 19:39
Guðmundur, ætlaðu mér ekki þá heimsku að vita ekki að löggjafarsamkoman setur lög og ráðherrar reglugerðir innan ramma laga.
Þú getur verið sammála eða ósammála orðum mínum, en ætlaðu mér ekki að vita ekki um hvað ég skrifa!
Og snúðu ekki út úr orðum mínum, notaðu aðra leið langi þig til að mikla þig!
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 19:53
Esja. Talandi um að ætla öðrum eitthvað sem ekki er fótur fyrir. Þú skrifaðir "fólk á Alþingi sem kann ekki til verka". Ég benti þér því kurteislega á að úrskurður héraðsdómur snerist ekki um vinnubrögð Alþingis heldur ráðherra. Það hitti greinilega á einhvern viðkvæman blett hjá þér og ég get ekki annað gert við því en að biðjast velvirðingar.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2021 kl. 19:58
Guðmudur, þetta er það síðasta sem ég eyði tíma í að segja við þig vegna þess að af skrifum þínum hér og víðar má ráða að þú sækist eftir þrasi en ekki skoðanaskiptum um málefni alveg laus við skemmtilegheit.
Viljirðu að aðrir líti á þig sem vandaðan og marktækan gagnrýnanda þá þarftu að læra að slíta ekki í sundur orð annarra heldur að gæta að samhenginu. Fyrri hluti setningarinnar sem þú slítur í sundur skiptir máli. Svo má vel vera að þú stríðir við lestrarörðugleika.
Láttu innlegg mín á síðu Ómars framvegis vera. Þau eru ekki ætluð þér!
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 20:15
Blessaður Esja minn.
Hef ekki mikinn tíma, en vildi samt spyrja þig hvort ég hafi ekki beðið þig að passa þig á sítrónum.
Uppá skapið skilurðu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.4.2021 kl. 20:48
Sítrónur eru góðar, eins og Austfirðingurinn sagði.
Það er sjálfagt að svara ókurteisi eins og ég geri hér að framan og þú hefur kennt mér að árangursríkast er að tala skýrt.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 21:05
Blessaður Esja minn.
Ég verð nú seint talinn fyrirmynd í friðsamri umræðu, þekki þar mun betri eins og til dæmis Guðmund hér að ofan.
Og ég var búinn að ákveða að henda inn sítrónu athugasemdinni eftir að ég hefði hent inn síðasta pistli mínum, þessum sem ég var búinn að bíða svo lengi með, eftir hann skorti mig tímann til að eyða tíma í athugasemdarkerfið, en í anda guðanna í Erik the Viking, gat ég ekki stillt mig, fékk svo þessa fína umræðu sem passaði við athugasemdina.
Málið er samt Esja að það eru ekki margar reglur hér í athugasemdarkerfinu, sé einhver pirringur í gangi, til dæmis vegna þess að pistlar mínar hafa pirrað, eða athugasemdir, þá er það í góðu lagi að senda skvetturnar á mig, en ekki á aðra sem taka þátt í umræðunni.
Hún er öllum opin, frjáls.
Og okkar frelsi er að taka þátt í henni, beina athugasemdum þangað sem við viljum beina þeim, svara því sem við viljum svara, fara þegar við viljum fara.
Mitt hlutverk er að ég reyni að ræða við alla, vissulega með mínu nefi, en ég gef mér tímann þó ég sé ekki alltaf vinsælasti maðurinn á heimilinu þegar "ég er alveg að koma".
Bjargar mér að vitleysan vellur yfirleitt út úr mér og ég er fljótur að pikka, eins og ég er yfirleitt seinn af öllu öðru.
Þetta kerfi hefur virkað ágætlega, misjafn hiti í umræðunni, og misjafn áhugi á þeim málum sem ég einbeiti mér að, en umræðan er alltaf lifandi, þökk sé þeim sem taka þátt í henni.
Við erum það fá að okkur ætti frekar að þykja vænt um hvort annað en hitt.
Síðan færðu málefnalegt svar við athugasemd þinni hér að neðan, lofa því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.4.2021 kl. 08:54
Blessaður Esja.
Það er réttmæt ábending hjá þér með vöntun á fjölskipan dómsins, hélt ég hefði tekið undir það með jamm-inu mínu, eða kannski gleymdi ég að taka það fram, en það var allavega mín fyrsta hugsun.
Og það þarf ekki að ræða fúskið, og þó Guðmundi renni blóðið til skyldunnar að verja höfuðpaurana, þá er það aðeins skálkaskjól að benda á kjarkleysi heilbrigðisráðherra.
Það er ótrúlegt að Alþingi skuli hafa leyft sér að fikta svona í lögunum, segir líklegast flest sem segja þarf um úrkynjun samtímans gagnvart alvöru lífsins og forsendum þess að samfélög og þjóðir lifi af.
En það er ekkert kjarninn, kjarninn er neyðarréttur sóttvarna sem er ein og í öðrum neyðarlögum, æðri öðru ef aðstæður krefja. Það skiptir ekki máli hvort texti laganna hafi verið skrifaður af stamandi lesblindum manni með textafælni á táknmáli Inúíta, þannig að lögin sem slík séu óskiljanleg og ónothæf, þá verður dómur að vísa í eldri og skiljanlegri lög.
Neyðarréttur þjóða er öllum rétti æðri, og hópur fífla og fávita, sem ég í kurteisi minni kalla bara viðrini, þó þau hafi náð að glepja aðra til að kjósa sig á þing, geta aldrei svipt þjóð neyðarrétti sínum.
Þetta er sama umræðan og var í ICEsave, vissulega var forsenda bresku fjárkúgunarinnar ekki í texta reglugerðar ESB um ábyrgðarsjóði, en ef svo hefði verið, og hópur sauða á þingi hefði samþykkt þá reglugerð, eða ekki samþykkt, en EES samningurinn skuldbundið okkur sem þjóð að hlíta, að þá hefði neyðarrétturinn ógilt þá samþykkt, eða þessar skyldur EES samningsins.
Menn geta aldrei sett lög sem eyða sinni eigin þjóð, ógna henni, skaðar hana, til þess þarf erlent afl, þess vegna voru öll stríðin í gamla daga, menn vörðu þjóðir sínar og tilveru, hópur lögfræðinga og heimskra eða gjörspilltra stjórnmálamanna getur aldrei komið í stað innrásarliðs.
Þessi neyðarréttur er virkur í dag á tímum farsóttarinnar, það þarf aðeins eitt ofursmit sem setur allt mannlíf í uppnám, það veit enginn hvenær þetta smit sleppur inn fyrir varnirnar, lögin um dvöl á sóttkvíarhóteli var liður í að þétta þær varnir. Bara á þeim tímapunkti sem opnað var fyrir lekann, vegna inngripa dómara, og þar til hann verður stöðvaður aftur, getur smit sloppið sem veldur faraldri.
Getur en þarf ekki.
En það er eðli sóttvarna að reyna að stöðva þetta "getur", því menn vita aldrei neitt fyrirfram, þetta er eins og borgarmúrinn sem umlykur alla borgina, það má vera að það hafi verið til svo mikil fífl á öldum áður að þau hafi rifið múrinn með orðum að það sé alltaf bara ráðist á hliðið, og skilið hliðið eftir, en það er enginn til frásagnar, þeim var öllum slátrað næst þegar innrásarher átti leið framhjá.
Þessi hugsun er augljós öllu sæmilega gefnu fólki Esja, sem þú ert, spurningin er hvað mikið menn vilja rífast við raunveruleikann, á dauðans alvöru tímum er það vissulega réttur einstaklingsins að gera sig að fífli, en ekki ráðafólki þjóðarinnar, skylda þess er að verja þjóðina, sem og að stöðva þá sem ógna henni.
En samsærið Esja minn, það er kannski ekki eins augljóst, skil nú alveg að það vefjist eitthvað fyrir fólki, ótrúlegt samt hve margir koma aftur og aftur og lesa pistla mína, hvað þá að koma pissvondir inn og rífast yfir þeim. Hvort það sé yfirvarp hjá mér til að tengja saman óskylda hluti og tengja almennar skammir fjöldans við það sem ég vil líka að sé skammast út í, það skal ég ósagt látið. Segi eins og ég hef oft sagt áður, í kýrhaus í eigu Viðfirðinga er margt skrýtið.
Ég skal samt viðurkenna hér og nú, þegar tilgangi þessarar pistlaraðar minnar er náð, að mér þykir ólíklegt að einhver miðstýrður vilji sé að baki, nema náttúrlega þessi þarna sem rekur þræði sína til þess í neðra, og hefur ógnað siðmenningunni og mennskunni frá því í árdaga.
En það er ekki pointið, myglan sem smátt og smátt yfirtekur hús, er ekki hugsandi, en hún er þarna, og breiðir úr sér.
Og þá þarf að mygluhreinsa.
En svona er það nú Esja minn góður, betur get ég ekki gert fyrir þig.
Hafðu það sem best þar til við heyrumst næst. Ef það er í næsta þræði því ég hef ekki ennþá litið á lokapistil minn, þá er þetta næst frekar stutt, annars verður það örugglega einhvern tímann.
Þangað til er það sólarkveðja úr froststillunni hér fyrir austan.
Ómar Geirsson, 6.4.2021 kl. 09:26
Ágæti Ómar, ég las þessi orð þín af meiri athygli en þú hefur átt að venjast hingað til
Hafðu það sömuleiðis sem best.
Kveðjur af Kjalarnesinu.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 6.4.2021 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.