Stríðshanskanum kastað.

 

En hvernig getur þjóðin brugðist við??

Tryggt öryggi sitt, tryggt að neyðarlög, sem lög um sóttvarnir sannarlega eru, virki þegar til þeirra þarf að grípa, og tryggt að gjörspillingaröfl ráðskist ekki með þing, ríkisstjórn og dómsstóla.

 

Höfum það hugfast að ennþá hefur mannkynið notið þeirrar náðar að þó stökkbreytingar kóvid veirunnar hafi gert hana meira smitandi en áður, og að tíðni alvarlegra veikina hjá yngra fólki hefur aukist, þá hefur ekki komið fram stökkbreytt afbrigði sem er til muna banvænna en þau afbrigði sem þegar eru.

En að því kemur, það kennir saga farsótta okkar að nýjar veirur geta útrýmt allt að 60% mannfjölda áður en jafnvægi næst og arfgengt ónæmi hefur myndast.

Þess vegna getum við sem þjóð hvenær sem er þurft að skikkja heilu hópana í farsóttarhús, sett á útgöngubann, og annað sem getur hindrað fjöldadráp bráðsmitandi veira.

 

Áður en lengra er haldið er hollt og gott að rifja upp sögu úr samtímanum, sögu Medellín borgar i Kólumbíu, borg sem var á tíma talin hættulegast borg í heimi, þar náðu lög og regla ekki yfir eiturlyfjabaróna sem stunduðu starfsemi sína næstum því fyrir opnum tjöldum, áttu hallir, héldu um sig hirðir, voru ósnertanlegir.  Það voru alltaf einhverjar keyptu smugurnar sem þeir sluppu í gegn.

Árið 1998 gerðu Bandaríkjamenn samning við þáverandi forseta Kólumbíu um mikla efnahagsaðstoð, og ekki hvað síst um nána samvinnu her og löggæslustofnana landanna í stríðinu við eiturlyfjabarónana. Eitt lykilatriðið í því stríði var að grunaðir eiturlyfjasalar voru fluttir í öryggisfangelsi í Bandaríkjunum og dæmdir þar.

Hið gjörspillta kólumbíska réttarkerfi gat ekki sleppt þeim, það var ekki lengur hægt að kveða upp sýknudóma vegna skorts á sönnunum eða það hafi vantað lagastoð fyrir þær aðgerðir sem stuðluðu að handtöku glæpamannanna.

Í dag er Medellín friðsöm borg, mannlíf blómstrar, hún er örugg á Suður Ameríkan mælikvarða, hinir ósnertanlegu glæpamenn annaðhvort handteknir eða farnir í felur, dollarar þeirra náðu ekki í vasa bandarískra dómara.

 

Í langan tíma höfum við Íslendingar mátt horfa uppá að hérlendir stórglæpamenn geta stundað iðju sina fyrir opnu tjöldum, þeir kalla sig athafnamenn, lifa hátt, á meðan eiturlyfin flæða, og núna á dögunum var jafnvel upplýst að samstarf væri á milli þeirra og lögreglunnar um að halda utanaðkomandi samkeppni frá markaðnum, löggan sýnir meintan árangur og hinir selja dóp sitt i friði.

Við höfum horft uppá meðlimi í glæpagengjum ógna lífi lögreglumanna, sleppt vegna þess að íslenskir dómsstólar taldi engan sekan, fyrst að lögreglumennirnir sem ráðist var á, gátu ekki sannað hver hefði veitt hættulegustu höggin.

Við sáum þekktan handrukkara sýknaðan eftir manndráp, handbendi hans sem sagðist hafa greitt höggið, var hins vegar dæmdur, eins og ekki sé nóg til af handbendum.

Núna síðast upplýsir lögreglan að a.m.k. 15 skipulagaðir glæpahópar starfi í skjóli laga og reglna, óáreittir.

Ef þetta væru sögur frá Kólumbíu eða Mexíkó, þá værum fljót að kveða upp þann dóm, að svona er nú spillingin og réttarkerfið þar.

 

En þetta samtryggingarkerfi gekk of langt í dag.

Grafalvarlegt ástand ríkir í hinum vestræna heimi, Evrópa er meira og minna lokuð, ef við værum með svipað mannfall og þar sem meðalhóf hefur stjórnað sóttvörnum þjóða, en ekki aðgerðir sem duga, þá væru 500-1.000 samlanda okkar fallnir úr þessum skelfilega sjúkdómi.

Og meðan faraldurinn er stjórnlaus víða, þá er stöðug ógn af nýjum stökkbreytingum, sem bæði geta sýkt þegar sýkt fólk aftur, sýkt bólusetta, verið banvænni en þegar er.

Aðeins snögg viðbrögð sóttvarnaryfirvalda, bæði við að loka landamærunum, eða bregðast við innanlands með aðferðum sem duga, getað bjargað þjóðinni frá miklum harmleik eða hamförum.

 

Um það snúast sóttvarnarlög, réttinn til að bregðast við, þó slíkt sé skerðing á réttindum borgaranna og gangi jafnvel gegn öðrum lagabálkum.

Sóttvarnalög geta aldrei náð yfir allt sem gera þarf, eða þær aðstæður sem geta komið upp, og þegar svo er, þá verður andi þeirra að duga, skyldan til að verja þjóðina.

Með öllum ráðum, hvað sem það kostar.

 

Þetta veit dómari Héraðsdóms.

Hann kýs samt að gera sig gildandi, hnýtir í fúsk viðrina á Alþingi, munum að aðeins viðrini þykjast vita betur en sérfræðingar þjóðarinnar í sóttvörnum, fellur mikilvæga sóttvörn úr gildi vegna þessa fúsks, í stað þess að benda á vankanta lagasetningarinnar og biðja Alþingi að bæta snarlega úr.

Slíkt er ekki gert nema á neyðartímum, hið eðlilega er að fella úr gildi reglugerð sem ekki styðst við skýr lög, en ekki á tímum farsóttar.

Smit sem dreifir úr sér og verður að óviðráðanlegri bylgju, getur sloppið inní landið á meðan Alþingi greiðir úr fúski sínu.

Þetta veit dómarinn, hann hefur ekki rétt á að leika guð yfir lífi og limum þegna þessa lands, reyndar hafa guðirnir ekki heldur þann rétt.

 

Auðvitað skyldi maður ætla að ríkisstjórnin væri tilbúin með neyðarlög, slíkt gerir fullorðið fólk, sem gætir hagsmuna þjóðarinnar, en eigum við ekki að segja að sporin hræða.

Og þessi spor þurfum við sem þjóð að fara íhuga, það er ef við ætlum ekki til eilífðar að vera leiksoppi gírugra sérhagsmuna, sættandi okkur við að lifa í þjófélagi gjörspillingarinnar.

 

Það er ekki einleikið að landamærin voru opnuð í sumarbyrjun í fyrra, eftir að við höfðum verið meira og minna lokuð inni í um 2 mánuði þar á undan, upplifðum þann árangur að ná að útrýma veirunni, ein af örfáum þjóðum sem það gerðu, samt náðu sérhagsmunirnir að láta stjórnmálamenn okkar opna landið, þvert gegn heildarhagsmunum þjóðarinnar, þrátt fyrir aðvaranir þar um.

Það er heldur ekki einleikið hvað það tók langan tíma að taka upp tvöfalda skimun á landamærunum með sóttkví á milli, þegar löngu var ljóst að landamærin láku þrátt fyrir einfalda skimun.

Síður er það ekki einleikið hve langan tíma það tók að bregðast við þekktum leka á landamærunum, sem hleypti smiti ítrekað inní landið svo engan enda virtist taka á hinum hörðu sóttvörnum sem fylgdu okkur langt inná nýja árið.

Alltaf tregða, alltaf hægðargangur, alltaf eitthvað.

 

Víkjum þá að hinum nýsamþykktu sóttvarnalögum.

Hvernig datt meirihluta þingheims að breyta sér í hóp viðrina sem gæti þynnt út nauðsynlegar lagaheimildir sóttvarnalæknis og sóttvarnayfirvalda að bregðast við hættulegum faraldri smitsjúkdóma.

Og hvernig datt ríkisstjórn Íslands að samþykkja hið útvatnaða frumvarp, af hverju lét hún ekki sverfa til stáls við forystufólk viðrinanna?

 

Einleikið??

Hvað með herferðina síðastliðna sumar sem augljóslega var stýrð af færum almannatengli, sem ætlað var að hindra eða tefja tvöfalda skimun á landamærunum?

Og í kjölfarið hið stöðuga nag og undirróður gegn sóttvarnaryfirvöldum ásamt því að hampa stöðugt fólki sem gerir annað hvort lítið úr faraldrinum eða afneitar tilvist hans með  öllu.

 

Einleikið?

Af hverju spruttu upp sjálfskipaðir frelsisunnendur í stétt lögfræðinga sem auglýstu eftir því að þeir tækju að sér málsókn gegn sóttvarnaryfirvöldum vegna skyldunnar um að fólk frá eldrauðum svæðum, sem yfir höfuð ætti að banna fólki að ferðast til, og alls ekki að hleypa því til baka ef það er svo heimskt að fara, ætti að taka út sóttkví sína á farsóttarhótelum þar sem hægt væri að hafa eftirlit með því?

Aðgerð sem var gerð af gefnu tilefni til að stöðva þekktan leka á landamærunum.

 

Einleikið??

Af hverju eru ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar sem vinna opinberlega gegn sóttvörnum þjóðarinnar og komast upp með það??

Jafnvel þó hin opinbera andstaða væri ekki um jafn alvarlegt mál og varnir þjóðar á tímum drepsóttar, þá væri slíkt ekki liðið í vestrænum lýðræðisríkjum.

 

Einleikið??

Er þetta allt einleikið, eða er það hönd sem stýrir??

Sem hefur beinan aðgang af þingmönnum, ráðherrum, dómurum.

 

Á vissan hátt getur ríkisstjórnin svarað þessari spurningu ef hún er tilbúin með neyðarlög, sem lagar þann meinta galla á sóttvarnarlögum sem héraðsdómari vogaði sér að nýta til að ógna lífi og limum samlanda sinna.

Tala ekki um ef hún rekur ráðherrana sem vinna gegn þjóðinni úr ríkisstjórn, og fyrirskipar opinbera rannsókn á tengslum sérhagsmuna við valdastoðir þjóðarinnar.

 

Geri hún ekkert þá er það ekki einleikið heldur.

Ljóst að eitthvað illvíg, djúpstætt mein hefur grafið um sig í valdakerfi þjóðarinnar.

Og þá þurfum við sem þjóð að svara þessum spurningum.

 

Ástæða þess að ég minntist á hina friðsælu borg Medellín, áður eitt illræmdasta eiturlyfjabæli heimsins er að íbúar Kólumbíu fengu svona spurningar og þeir svöruðu þeim.

Þeir töldu þetta ekki einleikið og að bæði stjórnmálakerfið og dómskerfið væri hluti af vandanum.

Og fengu utanaðkomandi hjálp við að leysa þann vanda.

 

Ekki að ég reikna með að Bandaríkjamenn séu í dag tilbúnir að lána okkur löggur, dómara og fangelsi, en það mætti samt spyrja.

Allavega er það ekki líðandi að allt þetta sé einleikið.

Þegar líf okkar er undir, því það eina sem við vitum er að við höfum ekki séð allt ennþá varðandi þessa farsótt.

 

Stríðshanska var kastað.

Svörum honum.

 

Hvernig sem við förum að því.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Skyldudvöl dæmd ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill, Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 21:45

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Héraðsdómara er óheimilt að skipta sér af beitingu Alþingis á lagasetningarvaldi þar sem myndi fela í sér brot á 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrigreiningu ríkisvaldsins.

Stjóarnarskrárbundið vald dómstóla nær (í þessu tilviki) aðeins til þess að skera úr um hvort hinar umdeildu aðgerðir stjórnvalda hafi átt sér stoð í gildandi lögum eða ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2021 kl. 23:36

3 identicon

Þú getur svarað með því að loka þig af uppi á háalofti.
Varla annað í boði fyrir mann sem er búið að spóla upp í ofurhræðslu.
Mundu, þetta er þín ofurhræðsla, ekki annarra.
Það er alveg sama hvaða tilfinningavaðal þú bíður uppá, þetta verður áfram þín ofurhræðsla.

Ölfreð (IP-tala skráð) 6.4.2021 kl. 01:59

4 identicon

Guðmundur: Vald dómstóla nær líka til þess að skera úr um hvort sett lög stangist á við ákvæði stjórnarskrárinnar t.d. gr. 67

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.4.2021 kl. 09:35

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Að sjálfsögðu Pétur.

Það var meiningin, búinn að þreifa á mörgum hliðum fílsins, lýsa þeim með mismunandi orðalagi, nýtt þær lýsingar til að ydda blýantinn, það er koma þessum örfáum heilasellum sem eftir eru í gang, og síðan fékk ég tímapuntkunn til að láta vaða úr báðum hlaupum míns gamla framhlaðnings.

Þar með er ekki meir um málið að segja.  Umræða dagsins snýst um heimsku örfárra vitleysinga sem tefla fram mannréttindum fárra gegn ógn við fjöldann.

Eins og barátta við veiru hafi eitthvað með slíkt að gera, annað hvort vilja menn hafa hana, með þekktum afleiðingum, eða ekki.

Ef ekki þá rífast menn ekki við eðli þeirra og hvernig þær smitast, það er bara svo, jafn heimskulegt eins og að ef þú dettur í sjóinn, að þá rífir þú uppúr brjóstvasa þínum mannréttindasáttmála og lesir yfir öldunni að það sé réttur þinn að lifa, og því megi hún ekki drekkja þér. Svona í stað þess að synda í land eins og sjálfsbjargarhvötin segir.

Það er þetta; "ef ekki" sem er málið í dag, og fjöldinn þarf að gera upp við sig hvort hann láti örfá fífl og viðrini stöðva sig í að vernda sig, sína, eðlilegt líf sitt, samfélagið.

Það er bara svo Pétur og ég ætla ekki að blanda mér frekar í þá umræðu, hef sagt það sem þarf að segja.

Takk fyrir innlitið, við heyrumst síðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2021 kl. 09:38

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Á neyðartímum víkja pappírar fyrir neyð.

Hvað heldur þú að mörg ákvæði bresku stjórnarskráarinnar hafi verið brotin þegar hermönnum bandamanna var bjargað af ströndinni við Dunkirk??  Og heldur þú að það hafi fundist það viðrini sem hafi mótmælt því??

Nei, fólk vissi þá betur um alvöru lífsins, og hvað þurfti til að lifa af, það segir allt um firringu samtímans hvað stór hópur veit það ekki í dag.

Héraðsdómur, sem hluti af valdastoð þjóðarinnar, hefur ekki þann rétt, að vera fífl.

Hafi hópur viðrina á þingi eyðilagt sóttvarnarlöggjöfina, þá bar honum skylda að víkja í eldri lög, jafnvel þó hann hefði þurft að fara aftur til Gráskinnu.

Og Guðmundur, grunnhugmynd stjórnarskráarinnar er að tryggja tilveru þjóðarinnar, velsæld hennar og viðgang. Hún er ekki andhverfan, eitthvað plagg sem gírugir lögfræðingar geta nýtt sér til að eyðileggja varnir þjóðarinnar á hættutímum.

Það var reynt eftir setningu neyðarlaganna, það var jafnvel reynt eftir ICEsave þjóðaratkvæðið, að það skerti eignarétt einhverja sem átti að vera heilagri en líf og tilvera þjóðarinnar.

Þá stóðust dómsstólar atlögu hinna fjársterku sérhagsmuna, standist þeir hana ekki í dag, þá þýðir það aðeins eitt.

Að þeir hafa sagt sig úr lögum við þjóð sína.

Og þeim stríðshanska verður svarað, hvernig sem farvegur þess svars verður.

Það veit tíminn, ekki við eða aðrir dauðlegir.

Hins vegar þykir mér sorglegt að sjá hvaða stöðu þú tekur í dag Guðmundur.

En það er svo sem margt sem mér þykir sorglegt, svo sem fátt meir um það að segja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2021 kl. 09:51

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ölver.

Ef þú hefur eitthvað misskilið þá er þetta vettvangur fyrir fullorðið fólk.

Komdu aftur þegar þú ert eldri.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2021 kl. 09:52

8 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar!

Frábær pistill. Bestu kveðjur.smile

Ragna Birgisdóttir, 6.4.2021 kl. 11:43

9 identicon

"Úrskurðurinn

er mikil vonbrigði

fyrir íslenska þjóð."

"Meiri hagsmunum 

var fórnað

fyrir minni."

(Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir)

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.4.2021 kl. 12:45

10 identicon

Við Íslendingar vitum að sóttvarnarlög eru engin neyðarlög. Það er hægt að setja neyðarlög um sóttvarnir en sóttvarnarlögin sjálf eru almenn venjuleg lög. Ég veit ekki hvernig þessu er háttað þarna hjá ykkur útlendingunum í útlöndum austursins þar sem óttinn ríkir og réttarríkið er falt fyrir smá öryggi, en þannig er það hér.

Vagn (IP-tala skráð) 6.4.2021 kl. 12:45

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Segir sá sem lifir í öryggi netheima, forritaður til að rífa sig í mannheimum.

Passion, passion, vantar það í forritun þína rafeind mín kæra?

Fyrst að þú gast sofnað, svo jarðaði við Þyrnirósarsvefn, í þínum elektrónuískum draumi, þá gætir þú reynt sjálfsnám, renndu nokkrum sinnum yfir Passion of the Christ, þá eðalmynd, komdu svo aftur eindin mín góð, og ég skal tékka á og jafnvel gefa þér einkunn fyrir nám þitt.

Það er nefnilega ekkert gaman að vera apaköttur, jafnvel þó maður sé rafeind.

Á meðan er það samúðarkveðja, að sjálfsögðu að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2021 kl. 13:30

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Minni á orð mín hér að ofan í spjalli mínu við Skáld lífsins;  "Eins og barátta við veiru hafi eitthvað með slíkt að gera, annað hvort vilja menn hafa hana, með þekktum afleiðingum, eða ekki. ...Það er þetta; "ef ekki" sem er málið í dag, og fjöldinn þarf að gera upp við sig hvort hann láti örfá fífl og viðrini stöðva sig í að vernda sig, sína, eðlilegt líf sitt, samfélagið.".

Það er okkar að ákveða hvernig lífi við viljum lifa í sumar.

Viljum við lifa frjáls frá veirunni, þá stöðvum við þetta óeðli í fæðingu, ríkisstjórnin bregst okkur með því að vera ekki tilbúin með neyðarlög gegn óeðlinu, og við bregðumst okkur sjálfum með því láta kverúlanta heimskunnar yfirtaka umræðuna.

Frelsi!!, ég má ferðast til hættusvæða, þarf ekkert að taka tilliti til náungans, og ég má hafa það frelsi að ákveða sóttvörn mína þegar ég kem heim.

Frelsi örfárra til að halda fjöldanum í herkví sóttvarna, nema að við kusum að vera heima, og eigum ekkert val, þau kusu að ferðast, það var þeirra val.

Þetta er óeðli, og það er aumingjaskapur að líða þetta.  Hins vegar er öllum mannvitsbrekkum frjálst að gera sig að fífli með því að fárast yfir þessari meintu frelsisskerðingu, það eina sem er ljóst, að með því skjóta þær trúverðugleik sinn í kaf, sá sem bullar um dauðans alvöru, hefur yfir höfuð ekki dómgreind til eins eða neins sem viðkemur þjóðfélagsmálum á þeim tímum sem við lifum í dag.

Svei mér þá, ég held að meir að segja Logi fatti þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2021 kl. 13:46

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Ragna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2021 kl. 13:46

14 identicon

Ég er líklega eldri en þú Ómar, en það er líklega ekki aðalatriðið.
Aðalatriðið er að þú ert hræddur, ofurhræddur.
Það eru nánast engar líkur á því að deyja úr Covid, þó svo að eldri en 80 ára séu í meiri áhættu en aðrir.
Og þar sem búið er að bólusetja þá, þá er hættan ekki til staðar.
Hún er bara í kollinum á þér, þar sem henni var plantað.
En við getum haldið áfram að ræða aldur, fyrst þú treystir þér ekki til að horfast í augu við STAÐFESTAR tölfræðistaðreyndir.

Ölfreð (IP-tala skráð) 6.4.2021 kl. 18:16

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Samt ekki fullorðinn.

Alltaf kemur lífið manni á óvart.

Það er ekki von þó David Attenborough sé svona unglegur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2021 kl. 18:20

16 identicon

Dómarinn var ekki beðinn um að leggja mat á reglugerðina og ekki heldur um að leiðbeina Alþingi, sbr. "[Dómarinn] kýs samt að gera sig gildandi, hnýtir í fúsk viðrina á Alþingi [...] fellur mikilvæga sóttvörn úr gildi vegna þessa fúsks, í stað þess að benda á vankanta lagasetningarinnar og biðja Alþingi að bæta snarlega úr" (ÓG). Nafngreindir einstaklingar leituðu til réttarins og dómaranum bar að bregðast við erindi þeirra, en ekki einhverju allt öðru þótt tengt væri.

Tek undir þessi orð þín: "Smit sem dreifir úr sér og verður að óviðráðanlegri bylgju, getur sloppið inní landið á meðan Alþingi greiðir úr fúski sínu."

Vek athygli þína á að formaður Læknafélags Íslands dregur fram það sem hefði átt að gera í Héraðsdómi: "[Athygli vekur] að dómari skuli ekki hafa talið ástæðu til að hafa dóminn fjölskipaðan með a.m.k. einn sérfræðing á sviði sóttvarna" (Reynir Arngrímsson).

Sjá nánar á https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/laeknafelagid-kallar-eftir-logum-sem-halda

Svar við sumum spurninga þinna er að þjóðin situr uppi með Alþingi stútfullt af fólki sem á þangað ekkert erindi!

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 6.4.2021 kl. 18:34

17 identicon

Ekki bara hræddur við saklausa veiru, heldur tölfræði líka.
Ertu með einhverjar fleiri fóbíur sem gera þér lífið leitt?

Ölfreð (IP-tala skráð) 6.4.2021 kl. 18:42

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Samt kanntu að limra.

En ekki stuðla eða höfuðstafi.

Þýðir það ekki svona mitt á milli??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2021 kl. 19:46

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja minn.

Þú ert á réttri leið, vissulega, og eigi er hægt að mæla gjörðum viðrina Alþingis bót.

En eyðilegging á fyrri lögum, réttlætir samt aldrei að dómur leggi þjóð sína í hættu, jafnvel þó dómurinn hafi verið svo fjölmennur að allt dómarafélag Íslands hefði skipað hann.

Lög verða aldrei til úr tómarúmi, lög dagsins í dag eiga sér rætur í fyrri lögum, og alræðisvald sóttvarnaryfirvalda yfir daglegu lífi var skýr í fyrri lögum, og þau byggðu á eldri lögum, lögum sem eiga sér rætur langt aftur í aldur, allt frá því að maðurinn sá að sjúkdómar voru ekki annars heims, heldur þessa heims, og við þeim var hægt að bregðast.

Að lepja upp eitthvað lagakjaftæði á dauðans alvöru tímum tjáir fyrst og síðast aðeins heimsku þess sem það gerir Esja minn.

Þetta er ekki fótspor sem þarf að elta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2021 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband