Fór eitthvað úrskeiðis í uppeldi þessa manns??

 

Vond og á köflum ill meðferð farandverkafólks í skjóli hins frjálsa flæðis Evrópusambandsins er illkynja æxli á evrópskum vinnumarkaði.

Fyrir utan siðleysi, hina taumlausu græðgi og algjöra mannfyrirlitningu sem knýr óhæfuna, þá skekkir þetta samkeppnisstöðu ærlegs fólks og ærlegra fyrirtækja, í kerfi sem hefur bundið það í lög að ætíð skuli taka lægsta tilboði.

Eflingardæmið á sér margar bræður um alla Evrópu, tugþúsundir svona málaferla eru í gangi á hverju ári, íslensku úrþvættin eiga einnig stóran frændgarð um allan hinn vestræna heim.

 

Þeir sem mannsal stunda og græða fúlgur á illri  meðferð fátæka náunga okkar, hafa fyrir löngu komist að því að í stað þess að reyna að eltast við að SÝNAST gera rétt, þá er ódýrara að kaupa sér lögfræðinga til að fara yfir starfsemi þeirra frá fyrsta degi til að passa uppá formið og vera síðan með þá tilbúna í réttarsölum, gráa fyrir járnum, gegn því fátæka fólki sem þó reynir að leita réttar síns.

Því einhver hefur logið því að því að vestræn ríki séu réttarríki þar sem allir eru jafnir fyrir lögum.

 

Þó Eflingardæmið vísi í þekkta sögu og aðstæður mannsals, sem er skjalfest í lögreglustöðvum um alla Evrópu, og hið fátæka farandverkafólk segir satt og skilmerkilega frá, sögu sem við vitum að á sér ótal hliðstæð dæmi hér innanlands, við höfum séð myndir, hlustað á viðtöl við fórnarlömb hinnar siðblindu græðgi, þá er það ekki nóg fyrir héraðsdómara.

Í yfirlætistón sem allir þekkja sem hafa séð bísperrta laganema í Vöku, útskýrir hann fyrir hinu fátæka misnotaða farandverkafólki að því hafi láðst að fá sér lögfræðing frá fyrsta degi til að gæta að formi málssóknar sinnar, fá sönnunargögn skjalfest og svo framvegis.

Og síðan, öðrum til viðvörunar, dæmir hann hina fátæku, sem voguðu sér að kvarta og kæra, til þungra sektar, öðrum til viðvörunar í sömu stöðu.

Svo er fólk hissa á því að mansal, hvort sem það er í byggingariðnaði, vændisiðnaði svo dæmi séu nefnd, grasseri og sé samfélagsleg meinsemd og ljótur blettur á samvisku Evrópu, skinhelgi hennar er að verða skrum um algjöran ljótleika.

 

Svona eru lögin segja margir og yppta öxlum, telja þá axlarypptingu rúmast innan þess að vera ærleg og heiðarleg manneskja.

En þá vil ég vitna í skrautlega sögu hins meinta glæpakóngs Íslands sem núna situr í gæsluvarðhaldi því aftakan í Rauðagerði braut niður skjaldborg hans innan lögreglunnar.

Eitt sinn þegar hann var að byggja upp það sem meðvirkir kalla athafnaferil sinn, þá var hann sóttur til saka fyrir kannabisræktun, þar sem hann leigði íbúðina sem hún var í á 600 þúsund á mánuði, þó engar voru tekjurnar á skattskýrslunni, heima hjá honum fannst teikning af kannabisrækt í heimahúsum auk margra annarrar sönnunargagna.

En að sjálfsögðu var hann sýknaður af einhverjum bísperrtum, ekki hafði hann hugmynd um af hverju þessi teikning væri heima hjá honum, þó hann leigði íbúðina þá vissi hann nákvæmlega ekkert hvað fór fram í henni og ekki er það glæpur hjá tekjulausum manni að leigja íbúð á 600 þúsund.

Kommon sagði héraðsdómarinn og ekki veit ég hvort í þetta skiptið hefði hinn blásaklausi athafnamaður sem varð ríkur af því að anda að sér loftinu fengið dæmdar bætur vegna lögregluofsókna, en flest mál á hendur honum enduðu þannig.

 

Málið er nefnilega að þjóðfélag gegnsýrt af skipulagðri glæpastarfsemi, hvort sem það er á svið hvítglæpa eða þeirra hefðbundnu, er aldrei án forsenda og það er löngu liðin tíð að leigumorðingi sé mikilvægast vinnumaður mafíustarfseminnar, heldur er það stétt sem kennd er við lögfræði.

Með einokun sinni á réttarkerfinu selur hún þjónustu sína dýrt, svo það er löngu liðin tíð að venjulegt fólk getur vænst nokkurs réttlætis ef það tekst á við peninga.

En það er ekki tilefni þessa greinar eða ég sé á nokkurn hátt að velta fyrir mér uppeldi héraðsdómarans.

Þetta er svona og við látum þetta viðgangast.

 

Það er maðurinn sem hæðist að Eflingu eftir niðurstöðu héraðsdóms og talar um sneypuför.

Vinnandi fyrir samtök sem hafa lengi barist gegn svörtum vinnumarkaði, mannsali og öðru óeðli sem hefur viðgengst á vinnumarkaði í skjóli óljósra laga og því sem virðist vera algjört viljaleysi framkvæmdarvaldsins að framfylgja þó þeim lögum sem eru í gildi.

Vegna þess að Samtök atvinnulífsins byggja á heiðarleika og að leikreglur markaðarins séu gegnsæjar, að það sé farið eftir þeim, og frávik eins og mannsal sem skekkja samkeppnisforsendur fyrirtækja, milli heiðarlegra versus hinna, séu ekki liðin.

Og um það er framkvæmdarstjóra Samtaka atvinnulífsins fullkunnugt, enda tekið fullan þátt í þeirri vinnu, og oft á tíðum verið andlit hennar út á við.

 

Samt klappar hann og blístrar eins og hver annar ótýndur götustrákur.

Hvert vitið er þar að baki, í ljósi þess sem ég útskýrði hér að ofan, og hver trúverðugleiki baráttu Samtaka atvinnulífsins er á eftir, gerir hann upp við sína vinnuveitendur.

Allavega eru það svona mál sem sker úr um hvað býr að baki hinu fögru orðum, hvort um fagurgala sé að ræða þar sem engin alvara býr að baki.

 

En það er innrætið.

Gleymum ekki um hvað málið fjallar.

Um níðingsskap sem er þekkt samfélagslegt mein, bæði hér og í öðrum Evrópulöndum.

Þar sem er níðst á fátæku fólki og komið fram við það sem skít.

 

Það er ekki bara að maður gerir ekki svona.

Heldur samþykkir maður ekki að aðrir geri svona.

Hvað þá að lög okkar og reglur leyfi mönnum slíka hegðun.

Því það eru svona má sem dæma manns innri mann.

Um það hafa allar íslenskar ömmur verið sammála í gegnum tíðina.

 

Okkur getur öllum orðið á og gert eitthvað miður fallegt, en að hlakka yfir níðingsskap, er það ekki einhver mörk sem við förum treg yfir??

Það sem þú gerir mínum minnsta bróðir, það gerir þú og mér, var einu sinni sagt.

Og á að segjast meðan siðmenningin lifir, og er sagt á meðan einhver amma kennir og hlúir.

 

En það var ekki sagt í þessari frétt.

Langt í frá.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segja Eflingu hafa farið sneypuför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar.

When the rich rob the poor it is called buisness.

When the poor fight back it is called violence.

Mark Twain.

Staðreynd í lífinu.

Flestir lögfræðingar ætla sér að verja skjólstæðinga sína fyrir ranglæti .Því miður fá þeir meira út úr því að leita leiða framhjá lögum en að framfylgja þeim. Ísland er spillingarhít.Þurfum ekki annað en að sjá framgöngu fyrrum dómsmálaráðherra og hennar axarsköft sem handhafi ráðherravalds.Og svo rífur hún bara kjaft.Góðar stundir. :)

Ragna Birgisdóttir, 25.2.2021 kl. 11:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragna.

Mikið rétt, mikið rétt, en ég tók nú aðeins dæmið um lögfræðingana til að útskýra af hverju siðað fólk gæti ekki byggt neitt á þessum dómi.  Svona eins og þegar forsprakkar danskra glæpamannasamtaka þar sem meðlimir komast ekki í innsta hring nema með morði, það er drepa einhvern fyrir samtökin, að þegar þeir eru sýknaðir vegna meintra skorta á sönnunum, þá segir slík sýkna ekkert um sakleysi þeirra, heldur vekur uppi spurningar um gangverðið á "réttum" dómi.

En ég var hins vegar að spá í meint uppeldi framkvæmdarstjóra Samtaka atvinnulífsins og var jafnvel að vonast til að einhverjar ömmur kæmu inn á þráðinn og segðu mér hvað þær teldu að hafi farið úrskeiðis en þær sjálfsagt lesa ekki svona bloggpistla, og ekki hef ég þekkingu á þessu sviði.

Spurning hvort ég ætti að fletta uppá hvað amma Nonna litla sagði við hann áður en hann hélt út í hinn stóra heim til að syngja fyrir hann, gæti trúað að Halldór hafi verið að vitna í þá visku sem hann fékk í faðmi ömmu sinnar.

Sjáum til með það en það er tími til kominn að fólk setji hlutina í samhengi, af hverju heimurinn aftur versnandi fer, og af hverju illþýði kemst upp með óhæfuverk sín.

Því þetta er eins og krabbameinsæxli, illskan breiðir úr sér, og læsir fyrr eða síðar klóm sínum í það umhverfi sem við ölum börnin okkar upp í, það er betra að spyrna við fótum fyrr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2021 kl. 13:33

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini minn, klippari í hjáverkum.

Ef þú getur ekki sýnt mér þá virðingu að reyna á einhvern hátt að tengja klipp klipp við efni pistla minna þá fyndist mér allavega að þú ættir að sýna brjóstviti þínu þá virðingu, enda er það bæði glöggt og skemmtilegt.  Mundu svo það sem ég sagði þér, að svona klipp og spam er ekki flóknara en það að hver meðalgreindur simpansi gæti framkvæmt slíkt eftir svona hálftíma þjálfun ef gómsætur banani sé undir.

Ég veit ekki hvort ég get stytt athugasemd þína, það er klippt hana til, og látið það standa sem á einhvern hátt tengist frétt eða pistli, en þá eyði ég henni og læt útdráttinn koma inn undir mínu auðkenni.

Sorrý Steini, ég er löngu búinn að segja þér að ég er leiður á þessu, og þú getur svo miklu betra.

Og hana nú.

Kveðja úr sólinni að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2021 kl. 13:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Svona, þetta er miklu betra, bara fín athugasemd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2021 kl. 13:44

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég efast um að eitthvað hafi farið úrskeiðis í uppeldinu, en er ekki í vafa um að eitthvað hefur farið úrskeiðis á milli eyrnanna.

Það vill reyndar fara svo hjá mörgu fólki í vinnunni að haga sér gagnvart náunganum á þann hátt sem það myndu aldrei gera heima hjá sér. Enda fólk yfirleitt vel upp alið þar á bæ.

Með alveg skínandi kveðju úr efra

Magnús Sigurðsson, 25.2.2021 kl. 13:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vegna stóraukinnar ferðaþjónustu, "fjallagrasatínslunnar", hefur verið hægt að auka hér kaupmátt um tugi prósenta en áður fyrr var oft engin innistæða fyrir launahækkunum, þannig að þeim fylgdi aukin verðbólga. cool

Laun eru hins vegar ekki hækkuð almennt nema vegna verkfalla eða hótana um þau og þar kemur öflug verkalýðshreyfing til sögunnar.

En lífeyrir hefur hækkað mikið að raungildi vegna stóraukinnar ferðaþjónustu hér á Klakanum, sem mörlenskir hægrimenn, einangrunarsinnar og gamalmenni hafa fundið allt til foráttu, eins og mýmörg dæmi sanna hér á Moggablogginu allt frá árinu 2007. cool

24.2.2021 (í gær):

Kaupmáttur launa hér á Íslandi aldrei meiri en nú

Þorsteinn Briem, 25.2.2021 kl. 14:07

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Steini, núna ertu minn maður.

Ég fjarlægði útdráttinn, hann var reyndar miklu betri en þetta hér að ofan, en fannst svona leiðinlegt að mitt nafn stæði undir.

Hélt samt að þú hefðir haft þetta með svindlið og fyrri störf þín hjá Dagsbrúni, þú hendir því kannski inn fyrir mig.

Mér fannst það bara vera ágætis punktur hjá þér.

Sólarkveðjur að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2021 kl. 14:23

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Já ég veit það ekki, örugglega ágætis maður.

En viðbrögð hans í þessari frétt, sem hann áréttaði síðan í hádegisfréttum, benda til þess að baráttan gegn mannsali og öðrum níðingshætti sé aðeins fagurgali þegar á reynir.

Sem er miður, virkilega miður.

Kveðja að neðan.

Ómar Geirsson, 25.2.2021 kl. 14:26

9 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er árátta margra að það sé hægt að búa til fullkomið samfélag bara með því að búa til nógu mikið af lögum og reglum

Hugarfar fólks er það sem skiptir máli. Ég man að það var víða hér áður fyrr var boðið upp á hlaðborð, en svo komu þýzkir ferðamenn sem höfðu lifað af stríðshörmungar og nurlað fyrir þessari Íslandsferð meðan þeir lásu íslendingasögur upp til agna þannig að flestir ísledingar stóðu á gati við spurningar þeirra. Það er alþekkt að þeir komu að morgunverðarborðinu og útbjuggu nesti fyrir daginn ásamt því að tæma sykurkörin og allt annað sem "húsfreyjan" hafði lagt fram áður en þeir fór út í sína eigin fararskjóta til að skoða landið.

Við eigum að taka vel á móti farandverkafólki og flóttamönnum en við erum bara 350 þ svo við getum ekki tekið við öllum og ömurlegt ástand í heimalandinu eykur flæðið hingað auðveldlega uppfyrir þolmörk

Grímur Kjartansson, 25.2.2021 kl. 18:52

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Allt rétt og satt sem þú segir, en ég er að fjalla um viðbrögð áhrifamanns við miklu samfélagslegu meini sem er félagsleg undirboð og níðingsskapur í skjóli hins frjálsa flæðis hins evrópska efnahagssvæðis.

Þegar svona kemur upp, þá afhjúpa menn sig.

Réttarríkið stóðst ekkert frekar prófraunina en þegar leiðtogi Hell Angels glæpasamtakanna var sýknaður af morðákærum í Danmörku, en Danir hafa reyndar lært af því falli réttarríkisins.

Hér, stæra menn sig að því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2021 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband