Áramótaávarp Katrínar.

 

Var vel mælt.

Á pari við það besta sem ég hef skálað fyrir núna í um 40 ár.

 

Uppúr stendur hjá mér, búandi á Neskaupstað, ávarp Davíðs Oddssonar í árslok hamfaraársins 1995, þá skáru snjóflóðin fyrir vestan í sál og vitund.

Þá sýndi Davíð á sér áður óþekkta hlið, talaði sem landsfaðir, óháð þeim kreddum stjórnmálanna sem hann hafði ungur svarið fóstbræðralag við.

Man kannski ekki orðin, en man talandann, hrynjandann, fyrirheitin um að við sem þjóð myndum snúast til varnar, verja byggðir, við værum öll ein þjóð.

 

Katrín hafði aðeins ekki styrk til að minnast á eitt.

Fyrirheitið um greiðsluskjól handa öllum þeim sem sjá fram á að missa heimili sín vegna fordæmalausra áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Eins og hún hefur vaxið á þessu ári í embætti sínu, þá er hún ekki ennþá orðin nógu stór til að segja, "svona gerum við ekki, við bjóðum ekki upp fólk vegna afleiðinga hamfara".

 

Henni til afsökunar má þó segja að enginn annar stjórnmálamaður hefur mælt þessi orð.

Allra síst þeir sem mynda vitleysingabandalag stjórnarandstöðunnar, fólkið sem hneykslast og fordæmir á torgum, en hefur sjálft ekkert til mála að leggja.

 

Katrín átti samt að heitstrengja þetta.

Því slíkt er hlutverk leiðtoga.

 

Að segja það sem þarf að segja á Ögurstundum.

 

En ég veit að hún mun segja það.

Allavega inní sér.

 

Annars er það áramótakveðjan.

Takk kæru lesendur, við erum öll eitt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ár hamfara að baki, ár viðspyrnu fram undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar: og megir þú og þitt fólk njóta velfarnaðar, á komandi árum og sælir, aðrir gestir þínir !

Nei Ómar minn - við erum ekki öll, sem eitt / sje mið tekið af arðránum og yfirgangi fólks:: eins og Katrínar Jakobsdóttur (hver: alin var upp á hnjám Steingríms J. Sigfússonar og Svavars Gestssonar , sem öllu skynugu fólki er hvað kunnugast) sem og Davíðs Oddssonar: manns, sem bar / og ber enn stóran hluta ábyrgðar á hörmulegum örlögum stórs hluta samlanda okkar, svo jeg rifji upp skelfingarárin 2008 - 2009 (ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni - Halldóri Ásgrímssyni og Steingrími J. Sigfússyni), t.d.

Jú jú: Ómar, að öðru leyti, eiga þau Katrín og Davíð HRÆSNINA og yfirdrepsskap sinn, algjörlega út af fyrir sig, ásamt þeim Mjel- ráfum, sem fylgt hafa þeim að málum, í gegnum tíðina, Austfirðingur mæti.

Með - hinum beztu kveðjum austur í fjörðu af Suðurlandi, engu að síður /

e.s. Taki Miðflokkurinn ekki að braggast senn, skulum við vona, að Íslenzku þjóðfylkingunni og Frelsisflokknum auðnist, að bjóða fram sitt þekkilegasta og vörpulegasta fólk, í næstu kosningum - jú, Miðflokks fólk, ásamt þeim Ásmundi Benzínfræðingi Friðrikssyni og Jóni Þór Ólafssyni Malbikunarfræðingi og Flokki fólksins (muni jeg rjett)tókst þó, að standa í sína fætur í Orkupakka III refilstigu Evrópusambands heimtu frekjunnar í Brussel og Berlín Haustið 2019/ þá Engeyinga selskapur Bjarna Benediktssonar, og morkinnar EES/ESB sinnaðrar hirðar hans, sem nærazt hvað bezt, á eitur blöndum Evrópusambandsins og NATÓ reyndu að koma tiltekinni Raforkuframleiðzlu samtíðar okkar - sem og komandi tíma, í kámugar lúkur Brussel  og Berlínar blýanta nagaranna, ekki síður.  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.12.2020 kl. 22:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir Óskar minn.

Og gleðilegt ár til þín og þinna.

Í sjálfu sér er það þannig að í öruggu skjóli getum við haft margt á hornum okkar, láttu mig vita það, andstaða og óbeit á frjálshyggju mótaði mig mjög á yngri árum, og svo eltist ég, og óbeitin minnkaði lítt, og hefur eiginlega ekki minnkað mikið síðan þá.

Kannski þess vegna fyrirlít ég svo mikið vitleysingabandalagið, eða er kannski svona mikið bitur yfir svikum fólksins sem ég treysti, og jafnvel trúði á.

Og þér að segja Óskar, því ég get alveg verið hreinskilinn á seinni dögum þessa pistla minna, þá átti ég samherja á yngri árum, sem höfðu sömu trúna á réttlátan heim, og sömu andstyggð á það sem Davíð Oddsson féll fyrir á yngri árum.

Davíð náði mér með góðu áramótaávarpi,krakkarnir sem ég átti samleið með, og við vorum samherjar, þau fengu upphefð, urðu jafnvel ráðherrar eða þau svik sem voru líklegast verst, hagfræðingar hjá ASÍ, og mæltu með ICEsave og evru þegar það var bein ávísun á skuldaþrælkun fólks, fólks sem allavega áður var kennt við alþýðu.

Þannig séð Óskar er ég bitur gagnvart svikum og kjaftæði, og þú skalt ekki í eina mínútu halda að ég þekki ekki kjaftæði.

Spáðu í það, spáðu í svikin, spáðu í úr hvaða ranni ég er runninn.

Veittu allavega mér þá virðingu að spá í af hverju ég skrifaði þennan pistil minn.

Ég bið ekki um samþykki, en mér þannig séð, og það er alls ekki beint að þér Óskar, þú ert alltaf gullmoli, leiðist fólk sem samsinnar sig við stuðninginn, en spáir ekki í rökin á bak við það sem það er ósammála.

Það er eins og það haldi að upphrópun sé stefna, að sá sem bendir með fordæmingarputta líkt og prestar lútherskunnar forðum, að hann sé á eitthvað hátt betri en sá sem hann fordæmir.

Og að betri heimur liggi í gegnum putta fordæmingarinnar.

Óskar, ég er ekki slíkur maður.

Ég þekki óvininn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.1.2021 kl. 02:29

3 identicon

Sæll á ný Ómar: og þakka þjer fyrir drengilegt, sem einarðlegt svarið !

Á meðan - þetta ósiðaða lið og skefjalaus græðgi þesss - sem sjerhagsmunapot þess fær að grassjera í landinu, eru ekki minnstu líkindi til, að við:: sem afkomendur okkar og aðrar komandi kynslóðir nái að rjetta sinn kúrs, í viðureigninni við þessi ófjeti, Ómar minn.

Þar: þarf eitthvað mikið að koma til, svo breyting megi á verða / minni þig á baráttu Hvíta hersins Rússneska við Lenín Skrattakoll og fylgjendur hans, 1917 - 1922 en Hvítliðar náðu ekki að snúa Bolchevíkkana niður, þar sem ýmis Vestræn stjórnmálaöfl stóðu að baki þeim Lenín, en til varð hið Djöfullega Sovjezka veldi (1922 - 1991), sem kunnugt er.

En - sjáum hverju fram vindur:: hjerlendis, sem víðar um grundir, Austfirðingur góður.

Mbkv., sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2021 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 283
  • Sl. sólarhring: 548
  • Sl. viku: 4731
  • Frá upphafi: 1329293

Annað

  • Innlit í dag: 238
  • Innlit sl. viku: 4165
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband