Valdaflokkurinn stærstur.

 

Af hverju??

 

Eru kjósendur hans búnir að gleyma svikum hans í Orkupakkamálinu, eða skandalnum að ráðherra flokksins gat ekki einu sinni farið eftir lögum þegar skipað var í Landsrétt, og í stað þess að gangast í að leiðrétta þann skandal, þá þurfti dóm að utan til að rétt yrði breitt, það er farið að lögum.

Er kjósendur hans sáttir við opnun landamæranna í sumar sem kom af stað kóvid bylgju með gífurlegu tjóni fyrir allt hagkerfið, en efnahagslegur ávinningur ferðaþjónustunnar enginn.

Eru þeir sáttir við að nokkrir fjársterkir einstaklingar hafi það gífurleg ítök innan flokksins að almannahagur er látinn víkja þegar hagsmunir þeirra eru annars vegar??

Eru þeir sáttir við mannavalið í ráðherraliði flokksins, svona í ljósi þess að þeir eru flestir í  eldri kantinum, og eru komnir með þann þroska og það vit, að þekkja fólk sem ekki er komið með vit og þroska svo hægt sé að telja það til fullorðna??

 

Svarið er einfalt.

Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, ber af öðrum stjórnmálaleiðtogum þjóðarinnar, hann er traustur, staðfastur, málefnalegur.

Er kjölfesta á tímum þar sem veltingur virðist alltaf vera að fleyta öllu á hvolf.

 

Það er bara svo, um þetta þarf ekki að rífast.

Þeir flokkar sem eru ósáttir, ættu að íhuga sín innri mál, og hvað það er sem fær hinn almenna kjósenda ekki til að treysta þeim.

Það er til dæmis þannig að það virðist ekki hafa verið nothæfur leiðtogi í Samfylkingunni frá því að Ingibjörg Sólrún var og hét, skrumið byrjaði eftir brotthvarf hennar.

Bara svona svo dæmi sé tekið.

 

Það er gífurleg óánægja í þjóðfélaginu með svo margt.

Samt er svo margt sem er gott.

 

Eina skýring þess eru stjórnmál sem hafa ekki náð að fanga eftirmál Hrunsins eða bjóða fólki uppá framtíðarsýn.

Á meðan er þó þekktur stöðugleiki illskástur.

 

Vilji menn breyta því.

Þá byrja menn á að breyta sjálfum sér.

Kveðja að austan.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég tek treglega þátt í könnunum og trúi þeim mátulega enda sýndu forsetakosningar í USA 2016 hversu fallvalltar þær eru.

Fólk virðist alltaf óánægt og fyrrum kjósendur VG virðast sérlega ósáttir en hvenær gátum við síðast kosið það sem við vildum en ekki bara það sem var illskásti kosturinn sem stóð til boða?

Heimurinn er svo langt því frá að vera svartur og hvítur einsog hann birtist í svarthvíta Kanasjónvarpinu í Keflavík í gamla daga. Þegar hetjur voru hetjur og skúrkar voru skúrkar.

Ríkistjórnin setti takmarkanir á arðgreiðslum sem skilyrði fyrir ríkisaðstoð, Obama gat ekki stöðvað bónusgreiðslur til toppana á Waal street þrátt fyrir að í vöggu kaptíalismans hafi ríkissjóður verið að dæla lífblóði í fyrirtækin á þessu stræti. Ef fjármálafyrirtækin fengu ekki fyrirgreiðslu þá bitnaði það að lokum á venjulegu fólki ef bónusgreiðslunar væru stöðvaðar þá voru verðandi handhafar bónusgreiðslana með öruggt skaðabótamál upp á þrefalda upphæðina í höndunum. 

Líka má hafa í huga að til þess að mál lendi á borðinu hjá æðstu embættismönnum þá þarf það að hafa farið í gengum alla stjórnsýsluna án þess að hafa verið afgreitt - því "verkefnið" er ekki eins auðleyst og t.d. sagan af bónusgreiðslunum sýnir

Grímur Kjartansson, 3.12.2020 kl. 10:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Grímur.

Skemmtilegar pælingar út frá efni pistilsins.

Þetta er alltaf skrýtið þegar fólk kýs illskásta eða gegn, í stað þess að finna einhvern sem það telur sig geta stutt af heilindum.

Munum samt að skoðanakannanir eru það sem þær segjast vera, könnun sem kannar skoðun fólks á ákveðnum tímapunkti, þær eru ekki kosningar eða niðurstaða þeirra.  Stundum finnst mér stjórnmálaskýrendur gleyma þeirri staðreynd.

Kannski er fólk farið að blöffa í skoðanakönnunum því það er orðið svo þreytt á hvernig skoðanakannafyrirtæki og álitsgjafar eru farnir að yfirtaka kosningar, svo mikið að það skín í gegn að það sé óþarfi að kjósa.

Skoðanakönnunin er bara með þetta.

Þess er það gott og heilbrigt fyrir lýðræðið að þær klikki illilega endrum og eins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2020 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 624
  • Sl. sólarhring: 624
  • Sl. viku: 6355
  • Frá upphafi: 1399523

Annað

  • Innlit í dag: 535
  • Innlit sl. viku: 5390
  • Gestir í dag: 489
  • IP-tölur í dag: 483

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband