Alþingi brást.

 

Það er ekkert flókið.

 

Fyrst að þingmenn á annað borð töldu sig hæfa til að greiða atkvæði um skipan dómara í hinn nýja dómsstól þjóðarinnar, Landsrétt, þá var lágmarkið að þeir kynntu sér lögin sem Ólöf Nordal þáverandi dómsmálaráðherra af skörungsskap sínum náði breiðri samstöðu um á Alþingi og voru hugsuð til að koma í veg fyrir pólitísk afskipti stjórnmálamanna af skipan dómara.

Þar var staðfesting ráðherra á niðurstöðu hæfnisnefndar fyrst og síðast hugsuð sem eftirlit á að hæfnisnefnd færi eftir lögum og reglum um starfsemi sína, að hún mæti hæfni en ekki til dæmis vinskap eða fjölskyldutengsl.

Staðfesting Alþingis gaf síðan dómurum hins nýja dóms þá vigt  að þeir sætu í umboði þjóðarinnar.

 

Hefðu þingmenn kynnt sér lögin og umræðuna þá hefðu þeir í hið minnsta aldrei viðurkennt þau glöp og þá aðför að lögum landsins sem lesa má um í frétt Mbl.is frá því feb 2018 undir fyrirsögnini; "Viðreisn stöðvaði lista dómnefndar."

"„Það vor­um við sem rák­um hana til baka vegna þess að við hefðum ekki hleypt fyrri list­an­um í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriks­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, á opn­um fundi þing­flokks­ins 7. júní á síðasta ári. Vísaði hún þar til lista dóm­nefnd­ar yfir þá sem nefnd­in taldi hæf­asta til þess að gegna embætt­um dóm­ara við Lands­rétt.

Rætt var einnig við Bene­dikt Jó­hann­es­son, þáver­andi formann Viðreisn­ar og fjár­málaráðherra, sem seg­ist hafa gert at­huga­semd­ir við lista dóm­nefnd­ar­inn­ar þegar Sig­ríður hafi borið list­ann und­ir hann. „Við sögðum ein­fald­lega að listi sem að upp­fyllti ekki jafn­rétt­is­sjón­ar­mið, að við gæt­um ekki samþykkt hann.“".

 

Tækifæri þeirra til að setja inn svokölluðu jafnréttissjónarmið inní lögin, það er að kyn en ekki hæfni ætti að ráða vali á dómurum, og hæfnisnefnd myndi þá hafa heitið "hæfnis og kynjanefnd", rann út þegar lögin voru endurskoðuð 2017. 

Sú tillaga kom vissulega fram þá en þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen var snögg að afgreiða hana út af borðinu með þeim orðum að konur væru líka fólk, og þyrftu ekki að óttast að hæfni þeirra væri metin til jafns við karla.

 

Lögin hins vegar voru skýr um það að geðþótti einstakra stjórnmálamanna eða stjórnmálaflokka, "um að ég vil hafa þetta svona en ekki hinsegin, þetta er æskilegur maður en þessi óæskilegur og svo framvegis", væri ekki lengur inní dæminu þegar dómarar við Landsrétt yrðu skipaðir.

Að láta sér detta annað í hug eins og kemur fram í tilvitnuðum orðum Hönnu og Benedikts er því annað hvort dæmi um óendanlega heimsku eða algjöra fyrirlitningu á leikreglum lýðræðisins.

 

Í því ljósi eiga menn að skoða þessi orð réttlætingar Hönnu Katrínar í frétt á Ruv.is í gær;

"Þingið hafi lagt áherslu á að fá úr því skorið hvort ákvörðun dómsmálaráðherra væri í samræmi við ráðleggingar fagfólks. „En það er erfitt þegar samstarfsfólk og ráðherra fara fram með ósannindi og blekkingar,“ segir hún. Þótt þingið hafi vitað að tillaga ráðherra væri ekki sú sama og hæfnisnefndarinnar hafi þingið ekki haft forsendur til að vita að ákvörðun ráðherra væri þvert á allar ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar".

Kallast þetta ekki að stinga rýting í bakið í mesta bróðerni til að fría sjálfan sig sök??

 

En aldrei þessu vant þá lét fréttamaður Ruv ekki gæluþingmenn sína komast upp með slík ómerkilegheit og kattaþvott, á eftir þessum orðum og öðrum þar sem áfram voru dregnir fram rýtingar til að stinga í bak Sigríðar, kom kafli þar sem falsið og yfirdrepskapurinn var afhjúpaður.

Algjörlega ljóst öllum sem lesa að Alþingi brást algjörlega og getur ekki kennt Sigríði um;

"En hörð gagnrýni lá fyrir.

Áður en þingið samþykkti tillöguna höfðu lögspekingar varað opinberlega við framgöngu ráðherra. Í umsögn um tillöguna varaði Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður til dæmis við því að í uppsiglingu væri hneyksli sem yrði samfélaginu dýrt og myndi valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu. Hann minnti á að ráðherra væri bundinn af því að velja þá hæfustu: „Og samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar þarf hann að geta rökstutt að dómnefnd hafi í einstökum tilvikum farið villur vegar,“ sagði í umsögninni. Rökstuðningur ráðherra hafi engan veginn uppfyllt lágmarkskröfur stjórnsýslu um rökstuðning og ekki staðist efnislega skoðun. Þar hafi ekki verið minnst á jafnréttissjónarmið.".

 

Í sjálfu sér þarf ekki að hafa fleiri orð um þetta.

Þetta fólk á bara að skammast sín.

Það virti ekki lög þjóðarinnar í einhverjum pólitískum hrossakaupum.

 

Réttlætingin á óhæfunni, að reyna að verja hið óverjanlega er síðan önnur saga.

Er fyrst og síðast heiðarleg tilraun mætra manna að gera lítið úr vitsmunum sínum og trúverðugleik.

 

Það getur öllum orðið á mistök en það er sorglegt að það skuli þurfa dóm að utan til að þau mistök sé viðurkennd, og það með hangandi hendi svo jafnvel Ragga Bjarna hefði þótt nóg um og haft áhyggjur hvort viðkomandi væri ekki í hættu að fá sinaskeiðabólgu í úlnliðina.

Ennþá sorglegra er að menn skuli rífast við þann dóm, og þær staðreyndir sem hann byggir á.

Að það hafi ekki verið farið að lögum þegar skipað var í Landsrétt og að geðþótti hafi ráðið skipan hluta dómaranna.

Því það er ekki bara réttarfarið sem er undir, heldur líka æra þjóðarinnar, jafnt út við sem og hjá okkur sjálfum.

 

Ef við getum ekki gert þetta rétt, hvað getum við þá gert rétt??

Af hverju lítillækkum við okkur svona??

Sem þjóð sem og þeir einstaklingar sem reyna að verja þetta.

Svo hlæjum við að trúðnum í Hvíta Rússlandi.

 

Sem er eiginlega alveg sjálfsagt.

Hann er hlægilegur.

Verra er að aðrir skuli hlæja af okkur á svipuðum forsendum.

Að við séum svona brandaraþjóð.

 

Þetta er nefnilega ekki einkamál þeirra sem klúðruðu eða brugðust.

Þetta snertir okkur öll.

Sem og landið sem við unnum.

 

Það er hið alvarlega eða hið alvarlegasta í öllu þessu máli.

Og það sér allt skynsamt fólk.

 

Hinir?

Hinir eiga bara bágt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Alþingi fékk pillu frá MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér heyrðist Steingrímur hafa æi gær komið með lausnina ef Alþingi lendir aftur í sömu sporum

Greiða atkvæði í heild um þá 11 sem andlitslausa nefndin valdi og svo um hvern og einn af þeim sem ráðherra tilnefnir þar til allir 15 jólasveinarnir eru komnir til byggða

Grímur Kjartansson, 3.12.2020 kl. 18:19

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að greiða atkvæði í heild um 11 í einu lagi er ekki heldur heimilt. Lögin eru alveg skýr um að það átti að greiða atkvæði um einn í einu.

Engu breytir um það þó Steingrímur láti sér í léttu rúmi liggja að fara eftir lögum, sem er reyndar alls ekkert nýmæli.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2020 kl. 18:46

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er málið Guðmundur líkt og þú hefur staðfastlega haldið fram alla tíð.

Þetta er eitt af þeim atriðum sem MDE gerði athugasemd við, og taldi út af fyrir sig nægjanlega til að hægt væri að fullyrða að dómararnir sem heild væru ekki löglega skipaðir.

Lög eru víst til að fara eftir sagði MDE.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2020 kl. 19:28

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit ekki alveg Grímur, en ég hygg að Alþingi láti ekki í bráð reyna á hjáleið í málum sem varða dómsstóla landsins.

Svona í ljósi fenginnar reynslu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2020 kl. 19:29

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

MDE gerði ekki athugasemd við skipun þeirra 11 sem nefndin tilnefndi bara hina 4

sem Hæstarétti fannst að dómsmálráherra hefði átt að kanna betur án þess að tiltaka hvað hefði átt að skoað betur

Grímur Kjartansson, 3.12.2020 kl. 21:57

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Annað las ég bæði í DV og Fréttablaðinu, en er með það seifað á annarri tölvu, nenni ekki að biðja Gúgla frænda að leita að því aftur.

Skiptir svo sem engu í stærra samhenginu, það sem skiptir máli kemur allt fram hér að ofan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2020 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband