25.11.2020 | 13:33
Kári segir.
"Það er margt sem við höfum lært sem bendir til þess að þeir sem velji að fara í tveggja vikna sóttkví meini það ekki vegna þess að ekki er þessi skimun sársaukafull, þannig að af hverju ættirðu að vilja vera frekar í tvær vikur í sóttkví heldur en fimm daga? Það vekur grunsemdir þegar fólk velur þá leið og reynslan hefur sýnt okkur að allt of oft þá meinar fólk þetta ekki og það hefur komið af stað hópsmitum í okkar samfélagi.".
Tilefnið var þegar hann var spurður hvort hann væri sammála þeim tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að leggja til að tvöföld skimun á landamærunum verði skylda, þ.e. að ekki verði boðið upp á val um 14 daga sóttkví við komuna til landsins.
Ríkisstjórnin kaus að hundsa þessar tillögur Þórólfs, einhverjir annarlegir hagsmunir vógu þyngra en að loka fyrir þennan leka.
Þá sagði Þórólfur; "Það megi alls ekki gerast að litlar hópsýkingar sem greinist við landamærin verði að stórum hópsýkingum", í stað þess að fordæma ákvörðun stjórnmálamanna sem ennþá eru með blóði drifnar hendur eftir að hafa dregið lappirnar að loka landamærunum í sumar með seinni skimun og sóttkví á milli.
Kári sagði hins vegar;
"Kári segist vera ósamþykkur þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið á landamærunum. Landamærin séu sá staður þar sem hvað mesta varkárni þurfi að sýna. "Það er að verða ljóst að við erum viðkvæm fyrir á landamærunum. Þar fáum við inn ný smit hingað til lands. Frá mínum bæjardyrum séð er óskynsamlegt að veita fólki val um að fara í sóttkví við komuna til landsins eða í skimun. Þeir sem hafa valið að fara í sóttkví hafa gjarnan valið svo vegna þess að þeir ætluðu einmitt að virða hana ekki."
Kári heldur áfram. "Það að halda að það að stinga pinna upp í nefið á einhverjum sé meiri frelsisskerðing en að skikka hann í sóttkví er hlægilegt"."
Af hverju er ég að rifja þetta upp??
Jú þetta sagði Þórólfur í dag; "Undanfarnar vikur er töluvert um að smit greinist á landamærunum þrátt fyrir að afar fá flug séu að koma til landsins. Að sögn Þórólfs eru allt að 10-20% farþega að greinast með virk smit í sumum þeirra flugvéla sem hingað koma til lands".
Og Þórólfur segir líka; "þetta sýna að það er ekki bara fólk í sóttkví sem er að greinast með Covid-19 heldur er þetta fólk sem er úti í samfélaginu sem er ekki með nein augljós tengsl við smitaða einstaklinga.".
Þýtt á mannamál þá eru landamærin tifandi tímasprengja.
Þórólfur er trúnaðarmaður almennings.
Honum var falið það hlutverk að vernda okkur fyrir farsóttum, embætti hans er ævagamalt, til komið af þeim bitra lærdómi áa okkar að farsóttir drápu fengju þær að ganga lausar.
Og leki á landamærunum er dæmi um slíkan lausagang.
Þórólfur er ekki bundinn trúnaði heimskum stjórnmálamönnum sem skilja ekki alvarleik málsins eða er kannski slétt sama um lífi og limi náungans á meðan það telur sig sjálft öruggt í einhverju kastalavíginu.
Leki landamærin þá á hann að leggja til að stoppað sé í lekann.
Hann er skyldugur til þess.
Samþykki ekki heilbrigðisyfirvöld tillögur hans, leyfi lekann áfram, þá ber honum skylda til að leggja aftur til sömu tillögur eða aðrar sem skila sömu niðurstöðu.
Og aftur, og svo aftur.
Jafnframt á hann að upplýsa almenning um alvarleik mála, og að kjaftæði þvælist í vegi sóttvarna.
Þar bregst Þórólfur.
Þess vegna heitir þessi pistill Kári segir.
Nema að Kári er ekki trúnaðarmaður almennings, hann er almenningur eins og við öll hin.
Þórólfur á að segja.
Halda sig við staðreyndir.
Verja þjóðina.
Á alvöru tímum rísa menn upp.
Alvaran leyfir ekkert annað.
Kveðja að austan.
Ekki með augljós tengsl við smitaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 53
- Sl. sólarhring: 615
- Sl. viku: 5637
- Frá upphafi: 1399576
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 4808
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér, Ómar, að vitaskuld á Þórólfur sem sóttvarnalæknir landsins einungis að tala út frá því hlutverki sínu, og standa fast á þeirri kröfu að hver sá sem til landsins komi, algjörlega undantekningalaust, sé gert skylt að fara í tvöfalda skimun með 5 daga sóttkví á milli skimana.
Það á hann, sem sóttvarnalæknir landsins, að ítreka núna, og enn og aftur.
Ef við hefðum ekki Kára, þá er næsta víst að Þórólfur hefði verið sem Andreas Tegnell, og valið, vegna linku sinnar, hjarðónæmisleið Sigríðar Andersen og félaga, með skelfilegum afleiðingum.
Mér er það ljóslifandi í minni, hvernig hann fimbulfambaði í byrjun faraldursins, marsbyrjun, um hjarðónæmið.
Það er alveg undarlegt hvaða tök valdaöfl sérhagsmunanna hafa á manninn, sóttvarnalækni landsins, sem einungis á að þjóna almannahagsmunum er varðar, já halló halló er einhver heima, sóttvarnir landsins.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 14:06
En vegna vingulsháttar Þórólfs, og hvað hann blandar og sullar iðulega þjóðhagfræði inn í sóttvarnatalið,
þá væri þarft að hann léti það alfarið vera,
enda Gylfi Zoega miklu betur til þess hæfur, eins og Gylfi sýndi fram á, í frábæru erindi, á ráðstefnu HÍ þar um í sumarbyrjun.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 14:15
Verð bara að bæta þessu við:
Nú ber Þórólfi, sóttvarnalækni landsins,
að standa í lappirnar.
Við erum í kjörstöðu sem þjóð, búandi á eyju
út í Ballarhafi, að ná þessari veiru niður
hér innanlands,
en aðeins ef veirunni er ekki dreift yfir okkur
jafnharðan, vegna lekra landamæra.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 14:35
Amen Símon, hef engu við að bæta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2020 kl. 15:49
Sæll Ómar, Sátstu Brynjar Níelsson í kastljósinu í gærkveldi?
það var hörmulegt að horfa upp á mannhrúgaldið muldra eintómt samhengislaust bull.
kv hrossabrestur.
Hrossabrestur, 25.11.2020 kl. 17:17
COVID mun um áramótin vera fyrsta plága í sögu Íslands sem olli því að færri dóu. Dánartölur eru lægri heldur en í fyrra og meðalaldur þeirra sem deyja af Covid er hærri en meðalaldur Íslendinga.
Sóttvarnir eru samt settar á ungt fólk sem er í 0.003% hættu ef það smitast. Áhættan er það lítil hjá þeim sem eru undir 50 ára aldri að einungis 1 íbúi Íslands, Danmerkur og Noregs hefur látist sem þýðir að dánarlíkur þeirra sem eru undir 50 ára aldri mælast ekki.
Þrátt fyrir það er búið að taka atvinnu-, ferða og menntafrelsi af öllum íslendingum í 10 mánuði.
Það var ekki mikið mál fyrir sósíalískan ráðherra og farsóttarfræðing frá HÍ að taka allt frelsi af íslendingum og valda stærsta efnahagsáfalli í sögu landsins vegna hræðslu.
Kalli (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 18:18
Sæll Ómar.
Brynjar var skýr í sínum málflutningi sem jafnað áður í kastljósinu
og svæsin hrossasótt að halda öðru fram.
Hlýtur hver maður að sjá að ef ekki væri fyrir
sterkar vonir um bóluefni á næstu grösum þá yrði
farið að þeim tillögum sem hann virðist standa fyrir
eða aðhyllast.
Veruleikinn nú og með síðustu aðgerðum sem grípa þarf til
er að lögfesta skimun á landamærum þar til bóluetningu er lokið.
Húsari. (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 19:03
Blessaður Hrossabrestur.
Nei, ég sá ekki Brynjar, tel mig ekki hafa misst af miklu og það sem ég las á vef Ruv bendir til þess að hann sé út að aka kallanginn.
Hann nennir því allavega.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2020 kl. 20:02
Blessaður Kalli.
Það er ekki öll vitleysa eins.
Ef ég hefði póstfangið hjá þeim mikla misskilda fyrrum yfirmanni BP sem sá ekki alveg tilganginn í að reka varaöryggiskerfi á borpöllum félagsins, og sparið félaginu nokkra milljóna dala á ári, í reyndar fá ár, en lenti svo alveg óvart í því að kosta félagið nokkra milljarða dollara, yfir 20 milljarða minnir mig, þá hefði ég sent honum póst þinn.
Það er óþarfi að eyða peningum í varnir, því þá reynir aldrei á tjónið, og hvaða tjón þá??
Ókey, það reyndi á tjónið hjá BP, en það var ekki alveg vitað, bara bad luck, svo kannski er þessi heimska ekki sambærileg.
Kannski betra að taka dæmi um fjáraustrið í öll þessi tvöföldu eða þreföldu öryggiskerfi í kjarnorkuverum, ég meina, hvar hefur sprungið kjarnorkuver?? Jú í Chernobyl en sannar það bara ekki að allar varnir séu óþarfar?? Og er það ekki bara lygi, samsæriskenning að þessi óheyrilega íþyngjandi kostnaður á rekstraraðila kjarnorkuvera hafi forðað stórslysum??
Og ef þau springa, er það ekki bara hræðsluáróður i græningjum og vinstrisinnuðum sósíalistum að þau valdi einhverju tjóni??
Og ef þau springa, er ekki meiri mengun vegna koluorkuvera, sem einmitt kommúnistarnir í Kína dæla yfir heimsbyggðina, enginn að tala um það.
Já Kalli, það er bara ekki öll vitleysan eins.
Svei mér þá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2020 kl. 20:14
Höfundur dettur kylliflatur í söguhluta þessa pistils. Emætti sóttvarnalæknis "ævafornt." Sóttvarnalæknir starfar við Landlæknisembættið og ber ábyrgð á sóttvörnum en það er Landlæknisembættið sem ber ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn ráðherra (lög nr. 19/1997). Fyrsti landlæknirinn var skipaður árið 1760. Er það austfirskur siður að segja seinni hluta 18. aldar vera ævaforna?
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 20:26
Já þú meinar það Húsari minn góður, tókst honum sem sagt að gera sig að algjör fífli, eða afhjúpaði hann fádæma siðblindu og siðleysi??
Það fyrra ef Ruv-vefur greindi rétt frá um algjöra vanþekkingu hans á eðli farsótta, og gagnályktunarinnar að fyrst sóttvarnir hafa virkað, þá sé veiran hættulítil, það seinna að hann hafi farið rétt með, en verið alveg sama.
En ég fullyrði að þú hefur algjörlega rangt fyrir þér í ályktunum þínum, fyrst að einræðisstjórn kommúnista hafði ekki ístaðið í að drepa sína eigin borgara í þágu hagkerfisins, þá hafa lýðræðisþjóðir Vesturlanda það ekki.
Það er vanvit að láta sér detta það í hug Húsari minn góður.
Síðan er það vonin um bóluefnið sem hefur ruglað fólk, og gefið heimskunni svigrúm til að leyfa veirunni að ganga lausri.
Sem slíkt er ekki flóknara að útrýma þessari drepsótt en fyrri farsóttum, við höfum öll tæki til að þefa hana uppi og skera á allar smitleiðir hennar.
Ekkert flókið við þetta, aðeins einföld handavinna.
Svona eins og bródering.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2020 kl. 20:27
Ja Esja, það kom eitthvað til tals á heimilinu áðan, og þar sagði ég að þetta hefði verið svona á mínum yngri árum, fyrir hálfri öld eða svo. Sem er líklegast skýring þess að synir mínir saka mig um að tala forníslensku þegar ég gæti ekki að mér.
Miðað við þetta er eitthvað á þar síðustu öld, að ekki sé minnst á þar þar síðustu öld ævafornt.
Hins vegar notaði ég orðið ævagamalt og var þá aðeins að hugsa um slaginn þegar Ólafur verkalýðsleiðtogi vildi hindra að ungi rússneski pilturinn yrði sendur úr landi, þá var hann að glíma við sóttvarnaryfirvöld.
En það verður nú að hugsa líka um stílinn Esja minn góður, hann verður að fá að flæða í átt til hughrifa, jafnvel svo mikilla að menn fari að raula um Gula kafbátinn, eða jafnvel demanta í skýjum.
Það held ég nú.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2020 kl. 20:38
Það varpar skýru ljósi að vita að þið Snorri getið orðabókarlaust talað saman.
En hér er blaðagrein, grískættuð autan úr fornöld um sóttvarnir á 21. öld. Trúi ég því að þú kunnir að meta: Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnalæknis https://www.visir.is/g/20202041909d/sisyfos-nokkrar-spurningar-til-sottvarnarlaeknis
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 20:54
Sælir Ómar,
Ef sóttvarnaryfirvöld og ríki hefði einungis notað lítinn hluta af þeim mörg hundruðum milljarða sem hefur verið eytt til að vernda hjúkrunarheimili og öldrunardeildir þá hefði einungis brot af dauðsföllunum orðið. 300 milljónir til þessara stofnanna hefðu varið þær.
Sóttvarnir þurfti ekki á yngri hópa vegna þess að þau eru ekki í áhættu. Þetta er svipað því og að setja alla í sóttkví næst þegar ungbarnarsjúkdómur herjar á landið.
Kalli (IP-tala skráð) 25.11.2020 kl. 21:20
Sæll Ómar.
Mig grunar að þú hafir fengið snert af bráðkveddu eða
um er að ræða heiftarleg ofnæmisviðbrögð sem því miður
eru oft fylgifiskur hrossasóttar.
Fyrst þú fórst nú í þennan gírinn þá hafa hákristileg
blöð varað mjög við andsetningu en vil ekki hugsa þá hugsun til enda
að slíkt geti hent yfirleitt í Austfirðingafjórðungi öllum!
Kv.
Húsari. (IP-tala skráð) 26.11.2020 kl. 00:32
Heldur sá sem veldur Esja minn en í mínu ungdæmi, fyrir um hálfri öld síðan, var ævagamalt fólk enn þá á lífi.
Er reyndar allt dautt í dag, en það er önnur saga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.11.2020 kl. 07:29
Það er nú bara svo Húsari minn góður að þegar fólki er orða vant á mínum heimaslóðum, þá fer það alltaf að tala um veðrið.
Virkaði vel í fermingarveislum hér á árum áður, langt fram á síðustu öld á meðan þær voru ennþá haldnar í heimahúsum.
En mig rekur hins vegar ekki minni í að menn hafi talað um bráðkveddu.
Sem sannar, því lengur sem maður lifir, jafnvel svo að brátt í öld er talið, og hafi lifað á tveimur, þá lærir maður alltaf eitthvað nýtt.
Það er nú bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.11.2020 kl. 07:35
Blessaður Kalli.
Meinloka þín er svipuð eðlis ef kýrskýr fjárfestir í kjarnorkuverum hefði bent á að í stað þess að íþyngja rekstur allra kjarnorkuvera með óþörfum öryggiskröfum, þá hefði mátt eyða hluta þeirra fjármuni í að útbúa Chernobyl betur og málið dautt.
Þetta kallast eftiráspeki þar sem afleiðingar varna eru færðar yfir á ástandið fyrir varnir, og sagt að þær séu óþarfar.
Ég veit ekki hvað fóðrar þessa fáfræði þína en ekki eru það fréttir af raunveruleikanum sem yfirfylltu fréttamiðla síðla vetrar og í vor, og svo aftur núna í haust.
Áhættuhópur veirunnar er eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, hér áætlar land og sóttvarnarlæknir að um 20% þjóðarinnar séu í hættu, víða úti er það hærra hlutfall vegna þess að við Íslendingar eru tiltölulega ung þjóð miðað við margar aðrar. Það er því mjög þröng nálgun að tala um lítinn hluta þessa hóps sem hægt sé að vernda með því að starfsfólk klæðist geimverubúningum í vinnu sinni, og haldi sér sjálft í sjálfskipaðri einangrun í 3-6 mánuði, umgangist hvorki börnin sín eða nokkra aðra.
Fyrir utan að vanmeta fjöldann í áhættuhópi þá er þessi nálgun Barringtons hópsins algjörlega óraunhæf að öllu leiti varðandi alla þætti og á það hafa læknar og vísindamenn bent.
Síðan er stóri áhættuhópurinn úti í samfélaginu, það var hann sem dró sig fyrst í hlé þegar fréttist af veirunni því fólk er skynsamt, og einangrun hans hélst fyrstu vikurnar en eins og sýndi sig á Ítalíu þá fór fólk að smitast þegar smitið breiddist út í samfélaginu.
Annað sem sýndi sig, og er greinileg skýring þess að kínversk stjórnvöld gripu til samfélagslokana, er að veiran verður illskeyttari eftir því sem hún grefur um sig í samfélaginu, fólk getur verið að fá smit frá fleiri en einum, smitið er öflugra og það er þá sem sprengingin verður. Ástand sem samfélagslegar lokanir tókust á við í vor, og eru að gera aftur í tíma núna.
Alvarleikinn sést í veldisaukningu dauðsfalla í vor frá því að gripið var til lokana og þar til kúrfan fór að vaxa línulega(úr veldisvexti)vegna þeirra. Í fyrri pistli tók ég saman tölur frá nokkrum löndum og þar sem þú virðist lesa athugasemdir sem að þér er beint Kalli, þá ætla ég að peista þær hér;
"Þegar það var lokað á Spáni, 14. mars höfðu 202 látist, mánuði seinna þegar veldisvöxturinn fór loksins að verða línulegur, þá höfðu 19.000 látist, mánuði seinna í línulegum vexti, rúm 28.000.
Á Ítalíu var lokað 9. mars, 464 látnir, mánuði seinna 18.334, þá verður kúrfan meira línulega, 9. mai eru 30.473 látnir.
Bretar lokuðu 23. mars, þá höfðu 331 látist, 21.731 mánuði seinna, kúrfan byrjar að verða línuleg sirka 02. mai, þá höfðu 27.910 látist, mánuði seinna rúmlega 38.000.".
Það er öruggt að hefði ekki komið til þessi reynsla frá Whuan þá hefðu menn ekki lokað á þessum tímapunkti, með innan við 500 dauðsföll, hefði það til dæmis verið gert 2 vikum seinna þá er líklegt að hátt í hundrað þúsund hefði látist í sérhverju af þessum stóru löndum, því hver dagur í veldisaukningu vegur svo þungt.
Að baki þessum tölum er síðan fólkið, yfirleitt yngri hluti sjúklingahópsins, sem nútímalæknavísindi björguðu, ekki bara öndunarvélar, heldur líka súrefnisgjöf á krítískum augnablikum, lyfjagjöf og svo framvegis. Hefði hennar ekki notið við þá má margfalda dánartölur með 5 til 10, 30.000 verður þá að 150.000 til 300.000 svo dæmi sé tekið. 464 þegar lokað var á Ítalíu.
Ég veit að þér hefur þótt dæmi þitt um ungbarnasjúkdóma brilljant, og þá líklegast sem fyndni, en í raun er það ekki fjarri lagi því ungbarnasjúkdómar felldu víða 4 hvert barn, og sum staðar eins og í Vestmannaeyjum gátu allt að 80% fallið í vondum árum. Það er ekki svo í dag, þökk sé fræðigrein sem við kennum við farsótt og sóttvarnir. Eitthvað sem þú virðist kenna við sósíalisma.
Á gjörgæsluna var ekki að koma fólk af hjúkrunarheimilum, í mörgu löndum var það lítt talið með, um það fjallar til dæmis umkvörtun Belga þegar þeir útskýrðu af hverju dánartölur þeirra væru mun hærri en annarra vestrænna þjóða, "við teljum alla".
Og eftir því sem pestin gróf um sig, þá var yngra fólk að koma inn alvarlega veikt.
Hliðaráhrifin voru síðan þau að kóvid yfirtók spítalana á mestu hamfarasvæðunum, öðru var ekki sinnt, og þar með fór fólk að deyja úr öðrum sjúkdómum sem hefði verið hægt að lækna. Átakanleg er frásögn ítalskrar konu um hvernig pabbi hennar dó heima hjá sér. Hann hafði farið strax í einangrun heima hjá sér, fékk ekki kóvid en þegar hann hafði samband við heimasjúkrahúsið vegna óþæginda í hjarta, þá var honum vísað að tala við heimilislækninn. Sem var bara ekki tilbúinn að koma í vitjun, hann var um sextugt og vildi sjálfur lifa lengur, fór því ekki í vitjanir. Faðir hennar dó svo vegna sjúkdóms sem hefði auðveldlega verið hægt að lækna.
Ef farsóttin hefði verið óheft þá hefðu svona dæmum fjölgað í veldisvexti alveg eins og veiran, síðan hefði læknar og hjúkrunarfólk tekið að falla, bæði vegna veirunnar en ekki hvað síst vegna ómannlegs álags.
Þá Kalli, þá Kalli hefði fólk fyrst farið að deyja.
Og eins og þetta séu ekki næg rök gegn fáfræðinni, þá vita farsóttarfræðingar líka að farsótt sem virkar hættulítil ákveðnum hópum, getur farið að herja á þá í næstu bylgju. Þetta sést til dæmis í grafreitum í Mississippidalnum þar sem eldra fólk ásamt börnum féll í fyrstu bylgju mislingafaraldursins, svo fór fólkið á besta aldrinum að deyja, og þá var hin þéttbýla landbúnaðarbyggð innfæddra yfirgefin.
Og þetta gerðist í spænsku veikinni, það var seinni bylgjan sem lagðist á unga karlmenn, líklegast hópinn sem þú tilheyrir og telur því þig öruggan, en þarft ekki að vera, ekki miðað við þekkt dæmi fortíðar.
Það er ekkert sem stendur eftir hjá þeim Kalli sem þú hlustar á en tær illmennska, það er ekki gott fólk sem berst gegn sóttvörnum.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.11.2020 kl. 09:18
Sælir Ómar,
Líkurnar á því að verða fyrir skaða af völdum Covid undir 30 ára aldri eru það litlar að þær mælast varla. Á öllum Norðurlöndum (Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi)hefur til dæmis ekki einn einasti einstaklingur látist, 10 til 19 ára, þrátt fyrir líklega yfir hundrað þúsund smit í þeim aldursflokki. Þeir sem hafa látist undir á öllum Norðurlöndunum undir 40 ára aldri eru sárfáir. Þetta fólk er ekki að koma í súrefnisvélar eða innlagnir, þau finna annaðhvort ekki fyrir einkennum eða taka þessu eins og flensu. Samt mega þau ekki stunda nein samskipti án grímu, eiga að vera heima hjá sér helst án þess að hreyfa sig.
Hverjir eru kostir þess að setja þetta fólk í harðar sóttvarnir? Engar fyrir heilsu þeirra og ausýnilega engar fyrir heilsu hinna eldri heldur því það finnst varla það hjúkrunarheimili á Íslandi sem vírusinn hefur ekki heimsótt þrátt fyrir að yngra fólkið sé bundið heima hjá sér.
Hverjar eru afleiðingarnar? Hrikalegar. Atvinnuleysi, einangrun, heilsufarsvandamál, þunglyndi og rústað skólastarf. Til hvers? Til að vernda Landakot!
Sama fólk og hefur týnt allri rökrænni hugsun vegna þess að vírussmit hefur tekið líf yfir 20 aldraðs fólks (að meðaltali yfir 80 ára gamalt og fárveikt). Þetta sama fólk verður að útskýra afhverju þjóðin var ekki sett í sóttkví fyrir 3 árum þegar 20 eldri borgarar létus úr vírussmiti í inflúensufaraldri. Eða helmingi fleiri létust árið 1988. Hver verða viðbrögðin þegar inflúensan kemur næst. Læsa öllu eins og trylltar kindur?
Hvað með RSV vírusinn sem herjar á Ísland um það bil einu sinni á ári og er hættulegur ungabörnum, dregur að meðaltali 40-50000 þeirra til dauða á hverju ári. Eigum við að loka öllu Íslandi til að verja litlu börnin. Það hlýtur að vera.
Elífðarlokanir svo að engin geti mögulega dáið.
Með kveðju úr höfuðborginni
Kalli (IP-tala skráð) 26.11.2020 kl. 19:32
Blessaður Kalli.
Síbylja vitleysunnar verður ekkert skárri þó hún sé endurtekinn.
Hvað er það sem þú skilur ekki??
Faraldurinn var óheftur í nokkrum löndum í lok vetrar, Kína, Ítalíu, Spáni, Bretlandi, líklegast Belgíu þó yfirvöld þar sögðust hafa gripið snemma inní.
Það veit enginn raunveruleikann í Kína, það er vitað að veiran var búin að grassera þar í nokkra mánuði, í fyrstu reyndu kínversk stjórnvöld að afneita alvarleik hennar en á ákveðnum tímapunkti gáfust þau upp, og gripu til einu leiðarinnar sem virkar til að ná tökum á farsótt sem engin lækning er til við, þau skáru á smitleiðir hennar með allsherjar útgöngubanni.
Slíkt gerir ekkert einræðisríki nema vandinn sé mjög alvarlegur, þetta gat riðið efnahag þjóðarinnar að fullu, og trúir þú því virkilega að þessi ákvörðun hafi verið tekin vegna fólks sem er 80+ og þar að auki fárveikt fyrir??
Jafnvel þó þú hafir vottorð uppá að vera einfeldningur og segðist trúa þessu, þá tryði ég þér samt ekki ef þú segðist trúa því.
Það sem vitað er með vissu er hvernig veiran hagaði sér þegar hún kom til Evrópu, það tók hana smá tíma að grafa um sig en þegar hún sprakk út, þá sýktist fólk illa og þau slæmu veikindi virtust fara niður aldursskalann. Ef Evrópa hefði ekki haft upplýsingar frá Kína, þá hefðu Ítalir ekki gripið til útgöngubanns eftir 464 dauðsföll eða Bretar eftir 331, segjum að það hefði verið gert 2-3 vikuum seinna, þá segir veldisvöxtur farsóttarinnar okkur að á annað hundruð þúsund hefðu getað fallið í þessum löndum, það veit það enginn því inní þekktum veldisvexti er ekki sú aukning sem hefði orðið ef heilbrigðiskerfi viðkomandi þjóða hefði hrunið.
Því sú veldisaukning er ekki þekkt, vegna þess að það var gripið tímanlega inní.
Heilbrigðiskerfið lét undan í Whuan en Kína er það fjölmennt og býr yfir það mikilli framleiðslugetu, að það gat flutt inn heilbrigðisstarfsfólk og sjúkragögn frá öðrum landshlutum.
Hefði ekki verið gripið til sóttvarna í Evrópu þá má fullyrða að milljónir hefðu dáið, jafnvel þó ekki sé reiknað með X faktornum hvað hefði gerist eftir hrun heilbrigðiskerfa, en þá falla þeir líka sem læknavísindin bjarga.
Auðvitað gerist það ekki því það er alltaf gripið inní, farsóttir mega þó eiga að heimskan er sú sem fellur. Spítalar eru verndaðir með því að sýktum er haldið í einangrun, það er skorið á smitleiðir og svo framvegis.
Á meðan það ferli gengur yfir þá er allt mannlíf í lágmarki, fólk forðast smit með því að halda sig heima hjá sér og svo framvegis. Hugsanlegur möguleiki er að þjónusta sem ungt fólk heldur gangandi lifi af, annað er steindautt, veitingahús, afþreyingariðnaður, ferðaþjónusta og eiginlega allt sem ekki má telja til lífsnauðsynlegra þjónustu.
Spurningin er hvað þetta stendur lengi yfir, en öruggt er að sá tími er langur því lífshvöt fólks er þannig að ef það telur sig í hættu, þá forðast það hættuna svo það tekur langan tíma að ná hjarðónæmi, svo veit enginn hve fljótt farsóttin blossar upp aftur.
Fyrir utan mannfall, þá er efnahagslegur skaði öruggur, sérstaklega í þeim hagkerfum sem treysta á ferðamannaiðnað og afþreyingarþjónustu.
Reynslan kennir líka að ungt fólk er ekki öruggt, það veit engin um seinni bylgju, eða hvað gerist þegar farsóttin grefur um sig og umhverfið er hlaðið smiti.
Ég reyndi að segja þér þetta en þú virðist ekki skilja þetta, og það er bara svo, þeir sem taka ákvörðunina skilja þetta.
En vísan þín í tölfræði Norðurlanda sem fengu veikluð veirusmit sem lítill kraftur var í, þegar búið var að loka á flestar smitleiðir, er ekki sambærilegt við hvað gerist ef farsótt fær að flæða óáreitt. Þetta er svona Chernobyl dæmi sem ég reyndi að útskýra fyrir þér, fyrst að öryggiskerfi virkuðu nema í undantekningu Chernobylar, þá voru þau þar með óþörf og brot af kostnaði þeirra hefði verið hægt að setja í að hindra slysið í Chernobyl.
Ef þetta væri raunin þá væri ekki verið að loka í Evrópu í dag, og því miður þá héldu margir stjórnmálamenn að svona væri þetta, og því var gripið of seint til lokana í mörgum löndum. Með þeim afleiðingum að heilbrigðiskerfi víða eru komin að þanmörkum, og mjög margir dóu að óþörfum.
Hins vegar hafði enginn lýðræðislegur kjörinn stjórnmálamaður kjarkinn til að láta reyna á veiruna, ekki frekar en kínverska einræðisstjórnin.
Það ætti að segja þér að eitthvað er af forsendum þínum, einhver vanþekking eða dómgreindarleysi.
Og Kalli, trúðu mér, komdu aldrei með þetta RSV vírusar dæmi aftur í þessu samhengi. Sá sem setti það fram var að reyna á þolmörk heimsku fólks, og því miður gripu nokkrir frjálshyggjumenn það upp.
Þetta kallast að gera sig að fífl.
Og það er ekki illa meint að ég bendi þér á það.
Kveðja að austan.
PS. Ungt fólk smitar, þess vegna getur það ekki verið undanþegið sóttvörnum.
Ómar Geirsson, 26.11.2020 kl. 23:31
Sælir Ómar,
Ef Ísland hefði gripið til sértækra sóttvarnaraðgerða, þ.e.a.s. að verja viðkvæma hópa þá sérstaklega öldrunardeildir og hjúkrunarheimili þá hefðu færri látist en hafa látist nú og afleiðingarnar hefðu verið hverfandi.
Það þarf ekki nema að bera saman ríki í USA þar sem harðar aðgerðir eru útfærðar eins og t.d. Oregon við ríki með mildar kvaðir eins og Georgía til að sjá að sértækar aðgerðir virka miklu betur. Dauðsföll aukast þar sem harðar kvaðir eru en eru stöðugar með sértækum aðgerðum.
Þannig er það nú bara. Tölfræðin lýgur ekki.
Kveðjur frá höfuðborginni
Kalli (IP-tala skráð) 27.11.2020 kl. 12:35
Blessaður Kalli.
Eiginlega er ég farinn að efast um læsi þitt, og þó, þú ert virðingarverður í málflutning þínum.
Þetta snýst um óhefta farsótt, versus sóttvarnir.
Kjarni málsins er þessi.
".. í fyrstu reyndu kínversk stjórnvöld að afneita alvarleik hennar en á ákveðnum tímapunkti gáfust þau upp, og gripu til einu leiðarinnar sem virkar til að ná tökum á farsótt sem engin lækning er til við, þau skáru á smitleiðir hennar með allsherjar útgöngubanni.
Slíkt gerir ekkert einræðisríki nema vandinn sé mjög alvarlegur, þetta gat riðið efnahag þjóðarinnar að fullu, og trúir þú því virkilega að þessi ákvörðun hafi verið tekin vegna fólks sem er 80+ og þar að auki fárveikt fyrir??".
Þetta er skýring sóttvarna, þetta er skýring þess að milljónir hafa ekki dáið nú þegar í Evrópu.
Hins vegar veit enginn hve margir dóu í Kína, en myndir úr földum myndavélum sýna að ástandið þar var mjög alvarlegt.
Rökfærslan sem þú klikkar á að þó þú sért fullorðin í dag, og þurfir ekki lengur á að halda bleyju eða umhyggju foreldra þinna, þá komstu ekki á þann stað sem þú ert í dag, nema vegna þess að þú fékkst bleyjuna, og umhyggjuna.
Ef þú skilur ekki þessa gagnályktun, þá er hula fyrir sjónum þínum, sú hula er ekki af ætt lífsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2020 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.