Skammist ykkar svo.

 

Allir sem einn, allir sem þrír.

Skammist ykkur til að lesa þessa grein.

Ef þið skiljið hana, ekki skammist ykkar þá til að lesa hana aftur

Og aftur.

 

Munið svo að það er merki um þroska, og vit, að kunna að skammast sín.

En heimsku að lemja hausinn í stein.

 

Það má vissulega færa rök fyrir því að uppgjöf gegn ógnum og aðsteðjandi óvini, sé alltaf skynsamlega leiðin.

Leið ótta og þrældóms undir oki er kannski sú sem reynir síst á, og alltaf má finna sér þægilegan sess, hvort sem ógnin og dauðinn er kenndur við kommúnista, nasista eða kóvid.

Og lengi má lifa í voninni um að það séu aðrir sem þjást, aðrir sem deyja.

 

En yfir þá lífslygi má ekki breiða hjúp falsi og blekkinga.

Þessi veira er margfalt banvænni en flensa.

Ritstjóri Morgunblaðsins vitnaði í lygara í Reykjavíkurbréfi sínu sem staðhæfði að "Við vitum það núna að þótt 45.000 líf hafi verið skrifuð á opinberan reikning kórónuveirunnar slokknaði aðeins þriðjungur þeirra af hennar völdum! Hrært var í tölunum til að belgja upp kórónuveiruna til að réttlæta skipulagða eyðileggingu efnahags okkar og fjölda fyrirtækja og mannslífa. Við vitum og höfum vitað það lengi að árlega deyja 25 þúsund manneskjur af hefðbundinni flensu. ", og maður spyr sig hvað gengur ritstjóranum til að slá fram svona staðhæfingum án þess að ganga í skugga um á hvaða rökum þær eru byggðar.

 

Er það trúlegt að læknar, vísindamenn, sóttvarnaryfirvöld allrar heimsbyggðarinnar séu að ljúga til um alvarleik veirunnar??, og hvaða heimildir liggja að baki þeirri fullyrðingu??

Þær finnast ekki við netleit, en einföld leit upplýsti um dánartölur vegna flensu í Bretlandi segir hana vera síðustu 5 ár, 7.500. 15.000. 22.000, 4.000 og 8.000.

 

Hvaða blekking er það að ljúga til um fordæmalausa dánartölu, hækka hana úr 22.000 í 28.000 og fullyrða síðan að slíkt sé árlegt mannfall??

Hvað gengur þessu fólki til og hvað gengur þeim til sem vitnar í lygar þess og blekkingar.

 

Eða hvað gengur þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem rífur kjaft, kallar lækninn sem ber þungann af kóvid vörn Landsspítalans grillara, þegar viðkomandi fann sig knúinn til að vekja athygli á þekktum staðreyndum faraldursins.

Ef menn eru ósammála tölunum, telja sig vita betur, þá upplýsa þeir það, en svara ekki staðreyndum með skítkasti.

Ekki ef skítkastið er hugsað til að grafa undan sóttvörnum þjóðarinnar.

 

Kjósi menn uppgjöfina, kjósi menn leið dauðans, sænsku leiðina sem kennd er við hjarðónæmi, þá eiga menn að viðurkenna þann óhjákvæmilega kostnað sem því fylgir.

Alvarleg veikindi, dauði

 

Og orð og skítkast fá því ekki breytt, menn eru jafn dauðir þó einhver þingmaður eða ráðherra Sjálfstæðisflokksins segi að þeir séu það ekki heldur sprelllifandi.

Menn eru jafn veiklaðir, þó þeir skrimti, þó þeim sé sagt að þetta sé meinlaus flensa.

Því orð rífast aldrei við raunveruleikann.

 

Og þetta vita talsmenn dauðans.

Annars væri lygin og blekkingin ekki þeirra aðalvopn.

 

Ég ef að þeim dugi að skammast sín.

Kveðja að austan.


mbl.is „Ég var bara heppinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll gamli kommi Ómar

Ég ætlaði að hjóla í þig fyrir að skammast út í Sjálfstæðisflokkinn vegna þess sem Dabbinnn skrifar. En ég er hættur við það, ég er bandamáður þinní þessu veirumáli frá helvítis Kínverjunum sem Trump vill láta sæta ábyrgð vegna dreifingarinnar sem hann kennir þeim um.

Ég er mjög sammála Ólafi Jóhanni hvað varðar alvöruna og hvað við verðum að reyna að gera eins og þér líka. Þú ert búinn að standa þig vel og ég styð þín sjónarmið og Sóttólfs farsóttarlæknis. Við verðum að berjast við þessa veiru með' öllum tiltækmum ráðum og ekki hlusta á slökunarfíflin sem eru bara drifin af peningasjónarmiðum. 

Halldór Jónsson, 10.10.2020 kl. 14:09

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Get ekki ímyndað mér hvernig íslenska heilbrigðiskerfið gæti annast erlenda sjúka ferðamenn þótt aðeins væri örlítið brot af þeim 200 þúsund pr.mánuð (miðað við tvær milljónir ferðamanna á ári) væri draumur ferðaþjónustuaðila uppfylltur.  Nógu erfitt var álagið af slösuðum og látnum í umferðinni þegar hæst lét.

Heilbrigðisstarfsmenn, sem ekki eru þegar í einangrun/sóttkví, vinna tvöfaldar vaktir og eru að þrotum komnir, líkamlega og andlega.  Þó eru erlendir ferðalangar ekki orsök þess, enda sem betur fer ekki margir.


Kolbrún Hilmars, 10.10.2020 kl. 14:40

3 identicon

Ég held að það dyljist engum að það er

frjálshyggjudeild Sjálfstæðisflokksins 

sem rær undir.

Það ríkis júró búrkrata kommastóð

sem Halldór Jónsson kallar réttilega

"slökunarfíflin sem eru bara drifin af peningasjónarmiðum."

En þegar eitt kíló þorskígildis er afhent

örfáum fyrir 10 krónur,

en þeir geti leigt það út á allt að 200 krónur

þá má ljóst vera að gríðarlegt fé kemur þannig

í hlut 10 krónu liðsins.

Vertu því ekki hissa, Ómar minn, að Dabbi litli

sé reikull í sóttvarnabaráttunni.

Það eru fleiri en Palli Vill

sem fá ný jakkaföt eftir hentugleikum

frá 10 krónu liðinu.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 14:40

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Þú mátt samt ekki alveg hætta að skamma mig, veiruskrattinn snýr mörgu í daglegu lífi á hvolf, en það verður að halda samt dauðahaldinu í allavega minninguna um líf okkar fyrir veiru.

En mundu að vinur er sá sem til vamms segir, og þegar ég er að hjóla í þína menn, þá í þessu tilviki er ég að styðja formann þinn, sem þú veist að ég viðurkenni að vera sá öflugasti sem er í boði í íslenskum stjórnmálum í dag, alveg eins og Davíð var á sínum tíman, nema þá keppti hann við alvöru kalla, Ólaf Ragnar, Jón Baldvin, Steingrím að ekki sé minnst á Frú Ingibjörgu, risann í Samfylkingunni.

Og þess vegna er ég alltaf að skammast í þér, mér finnst þið eldri, sem eru öruggir um að vera í markhópi veirunnar ef henni er sleppt lausri, þegja of mikið.

Eins og þið skynjið ekki að það eru ykkar raddir sem gera Bjarna kleyft að stjórna flokknum og berja niður raddir dauðans.

Heldur þú að það sé eitthvað grín fyrir Bjarna að glíma við Frú Sigríði??, ekki vildi ég lenda í henni.

En það er ekki að fara gegn flokknum þegar maður ákveður að styðja formann sinn í innanflokksátökum, það kallast að styðja flokkinn.

Og í þessu tilviki, sjálfan sig.

Hlutirnir eru virkilega á hvolfi og núna þarf ný vinnubrögð, nýja nálgun, nálgun ófriðartíma þegar það er gert sem þarf að gera.

Ekki það Halldór að ég skilji ekki rökin um hvað harðar sóttvarnir gera samfélaginu, en ég tel það fullvíst að laus veira færi miklu verr með efnahagslífið, sem og að það myndi bresta einhver taug í þjóðarsálinni, ef manngildið væri ekki viðurkennt æðsta gildið, og mannhelgin helgust allra.

Sú brostna taug yrði líklegast það alvarlegasta meinið, því þetta er taugin sem heldur siðmenningunni saman.

Eins finnst mér að menn skilji ekki þá hugsun að lausnin á svo mörgu sem við glímum við vegna veirunnar og sóttvarna, eru þarna á tímalínunni, nú þegar hefur margt gott verið gert til að draga úr efnahagslegu tjóni, eða til einstaklingnum yfir mestu erfiðleikana. 

Meira þarf að gera, og það verður gert, það eina sem þýðir ekki er að láta eins og að vandinn sé ókleyft fjall, og benda svo á einhvern tindinn sem var ekki hægt að fara á sauðskinsskónum, en er löngu klifinn með nútímagræjum.

Því flest vandamálin sem við glímum við hafa áður verið leyst, á tímum þar sem fólk gat ekki valið friðinn.

Þetta snýst um að halda haus og gefast ekki upp.

Þá hefst þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 14:53

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hverjir eru það sem eiga að skammast sín, góurinn?

Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 14:57

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Kolbrún.

Þó menn hefðu haft landið opið fyrir túristum þá hefði það verið sjálfhætt í dag.

Ekki bara vegna þess að fólk er almennt hætt að ferðast á þessum tímum, eða við hefðu fyrr farið á rauða lista hjá nágrannalöndum okkar, heldur líka vegna þess að forsendurnar væru brostnar fyrir því að ferðafólk kæmi hingað, því hver vill heimsækja land þar sem allir eru með grímu, farsótt geisar, heilbrigðiskerfið jafnvel hrunið.

Forsendan var jú alltaf sú að vegna þess að við náðum að útrýma veirunni eftir fyrstu bylgju, þá værum við valkostur fyrir fólk sem væri orðið þreytt á veirunni heima fyrir og vildi koma til lands þar sem það var öruggt fyrir veiru og smiti, og að allt mannlíf gengi á sem eðlilegastan hátt.

Ekki svo galin viðskiptahugmynd en útópía að halda að það væri bæði hægt að hleypa inn smiti, en halda landinu um leið ósmituðu, þversögn sem ekki gekk upp.

Nema hugsanlega með tvöfaldri skimun og sóttkví, en það hefði samt alltaf eitthvað látið undan, allavega ef það hefði verið reynt við einhvern massatúrisma.

Menn verða að sætta sig við að ferðalög á tímum farsóttar er aldrei eitthvað sem hægt er að lifa af.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 15:31

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú góurinn, þessi var alveg sérstaklega skrifaður þér til heiðurs.

Já, og kannski einhverjir aðrir líka, samt ekki margir, sem betur fer.

Ennþá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 15:32

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Símon Pétur.

Ósammála, ég held að það sé langt um liðið síðan þú meigst í saltan sjó.

Kask gerði vissulega út á kvótaleigu enda með lélega ísfisktogara sem voru alltof dýrir í útgerð miðað við aflaverðmæti eftir kvóta, en það er undantekningin.

Flest fyrirtæki börðust fyrir tilverurétt byggða sinna en með vonlausan rekstur sökum kvótaskerðingarinnar.

Þá seldu menn, og þá hófst kvótahringekjan.

En sá kvóti sem skipti um hendur var aldrei gefinn.

Það sem í myrkrinu býr glottir þegar menn taka Samfylkinguna á þetta, gættu svo að því að myrkrið er ekki lókal, hefur aldrei verið þó vissulega sé töluð íslenska í himnaríki, þá gildir það ekki um allt hitt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 15:41

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar Svarti-dauði gekk yfir Evrópu var ekki óalgengt að hinir eldri fórnuðu sér til að verja börnin og yngri kynslóðirnar. Markmiðið var auðvitað að tryggja sem best framtíð samfélagsins.

Það er af sömu hvötum sem foreldrar leggja allt í sölurnar fyrir börn sín. Börnin fá síðasta matarbitann í hungursneyðinni.

Og í dýraríkinu sjáum við þessa sömu hvöt að verki.

En nú ganga viss gamalmenni, sum, en alls ekki öll, fram fyrir skjöldu, ekki til að verja framtíð barna sinna og barnabarna heldur til að fórna henni til að halda lífinu í sjálfum sér. Og jafnvel ekki einu sinni lífinu, því þau berjast sum af sömu hörku gegn öllum tilraunum til að takast á við faraldurinn af skynsemi, bara ef þær valda þeim sjálfum einhverjum smávægilegum tímabundnum óþægindum. Markmiðið virðist fremur að bæla hann niður, með þeim geigvænlegu afleiðingum sem það hefur fyrir yngstu kynslóðirnar, þangað til þau sjálf hrökkva upp af, bara af einhverju öðru. Og svo óska þau öllum sem hreyfa mótbárum fangelsi eða dauða.

Það er eitthvað ónáttúrlegt við þetta.

Mér finnst þetta vera óeðli.

Og ég hef áhyggjur af þessu óeðli.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 16:40

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þú ert ekki sá fyrsti sem slær því fram að það sé eitthvað óeðli bundið við kristnidóminn og kristinn sið, en án þess að ég neitt sérstaklega að afsaka hann, þá hefur kristinn siður skilað samfélögum sínum fram á við, þó hlykkjótt færi.  Og öllum hollt að hlusta á predikun um að þú eigir ekki mann deyða og að þú skulir gæta bróður þíns.

Þetta með síðasta matarbitann er nú svona svona, börn komu og fóru, en það fóru allir ef veiðimaðurinn eða sá sem aflaði matar, þvarr orka og þrek til að afla matar.  Og ég sé ekki alveg fyrir mér þetta með fórnir hinna eldri á dögum Svarta dauða, mig minnir að hinir eldri hafi átt, og þeir nýttu sér þá stöðu sína til að tryggja líf sitt og limi.  Það voru þeir sem settu hin ströngu lög um sóttvarnir, lokun borgarhliða og svo framvegis.

En þú átt kannski eftir að skrifa tímamótaritgerð í sagnfræði þar um, endurskrifa sjálfa söguna frá grunni, gangi þér vel með það.

En að öðru leiti er þetta hreinræktað bull sem þú skrifar Þorsteinn.

Yngra fólk er meðvitað um alvöruna og fer eftir reglum þegar þær eru á annað borð ákveðnar. 

Það fylgist með hag og líðan eldri ættingja sinna og vil allra síst vera sá sem ber ábyrgð á ótímabærum dauða afa og ömmu.

Það hefur tröllatrú á vísindunum og veit að það er lækning handan við hornið. 

Talsmenn dauðans njóta hins vegar fylgis hjá ungum karldýrum sem eru með punginn fullan af hormónum, á meðan er heimskan þeim eðlislæg.  Sjálfir eru þeir miðaldra karlmenn sem margir hverjir hafa farið illa út úr farsóttinni, og gripu það dauðahald að skjóta sendiboðann, það er sóttvarnaryfirvöld.  Sem og nokkrir anarkistar sem þola ekki ytri boð og reglur. 

Það fyndna er að þar sem þeim var strax sagt að halda kjafti, þar er engin farsótt og líf almennings í eðlilegum skorðum, svona eins og það getur verið í heimi þar sem óþekkt veira gengur laus og menn þurfa alltaf að hafa varann á sér.

En að baki búa öfl sem dvelja í myrkrinu, sækja kraft sinn í ótæmandi brunn illskunnar.

Og það er í eðli þess að fóðra sífellt atlögur að mennskunni.

Svona er að vera nytsamt verkfæri Þorsteinn minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 17:19

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er óeðli. Og þú ert illa haldinn af því. Því miður.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 17:24

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Usss og sei sei, ætli Þorsteinn viti af því að einhver stal auðkenni hans og mynd??

Ekki það að myndin er góð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 18:06

13 identicon

Af hverju þrasar fólk um "flensu?"

Margslungin, flókin, umfangsmikl, margendurtekin og ítrekuð leit að umsögn læknis sem kallar covid-19 flensu hefur engu skilað.

Læknar hafa lýst covid-19 sem bráðsmitandi öndunarfærasjúkdómi.

Ætli það hjálpi nokkuð að skilja af hverju brotinn fótleggur ber ekki manneskju uppi ef brotið er gipsað sem handleggsbrot?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 18:39

14 identicon

Sú spurning gerist nú áleitnari, af hverju er ekkert fjallað um að í Kína er faraldurinn löngu liðinn hjá og af næstum 1.500.000.000 íbúum þar smituðust innan við 90.000 manns, skv. opinberum gögnum WHO.

Af hverju fara ekki vestræn stjórnvöld kínversku leiðina, að því gefnu að treysta megi gögnum WHO?

Af hverju er farsóttin látin ríða yfir Vesturlönd, með tilheyrandi skaða, án þess að almenn umræða fari um þessar spurningar?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 19:04

15 identicon

Hvað skýrir þessa óhugnanlegu þögn

sem ríkir um þessar lykilspurningar?

Meðan engin almenn og heiðarleg

og opinská umræða fer fram um þær,

í vestrænum fjölmiðlum,

þá mun stríðið við veiruna verða erfiðara og erfiðara, með hverjum deginum, vikunni, mánuðinum og jafnvel árinu sem líður. Við sjáum merki þess nú þegar.

Meðan fyrrgreindum lykilspurningum er ekki svarað

og brugðist hratt og örugglega við,

Þá munu bræður berjast og vargöld renna upp. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 19:22

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vesturlöndum er ekki stjórnað af alræðisstjórn Símon. Því verðum við að beita öðrum aðferðum. En það þýðir ekki að við getum ekki beitt kínverskum vísdómi Sun Tzu. Við þurfum að beita hnitmiðuðum aðgerðum eins og ég útskýrði áðan. Þannig gætum við sigrast á þessu á þremur til fjórum mánuðum. Ef eitt, aðeins eitt land tæki upp skynsamlega stefnu og næði ónæmi gagnvart veirunni myndu hin fylgja í kjölfarið.

En meðan ringulreið, óskhyggja og stefnuleysi einkenna allar aðgerðir, meðan kröftunum er dreift í stað þess að beina þeim þangað sem þeirra er þörf, þá sitjum við uppi með þetta ástand árum saman með tilheyrandi afleiðingum. Og þær afleiðingar verða ógnvænlegar.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 20:16

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja.

Það var nú læknir þarna í biblíubeltinu, sem líka var þingmaður, hann talaði um flensu, og það var biðröð hjá áhangendum samsæriskenninga að fá að tollera karlinn, skipti engu að hann var svart íhald, en flestir sem vildu tollera hann voru anarkistar af ætt róttæklinga.

En svo tók heimska hægrið í Bandaríkjunum upp þessa flensukenningu, sem er líka sök sér, það er jú ekki heimska hægrið fyrir það að það sé svo gáfað eða þannig.

Svo fórum við í sumarfrí og alltí einu dúkkaði flensukenningin upp hjá lærisveinum Frú Thatcher í Bretlandi, og alltí einu flaug flensutalið um hraðar en fuglaflensan gerði á sínum tíma þegar mig minnir að menn hafi rætt í fullri alvöru að taka á  móti farfuglum með skyttum.

Flensulíkingin hefur líka fengið vægi með fjölda kóvid greininga hjá fólki, sérstaklega í yngri kantinum, sem sýnir lítil eða engin einkenni og aðeins veiruprófið segir að það hafi sýkst. 

Þannig þynna menn út dánarstuðulinn, þetta er svona svipað að tala niður lífshættulegt krabbamein með því að tala um hve margir hafa sýnt frumubreytingar fyrir fertugt, miðað við það sé illkynja æxli frekar sjaldgæft, og engin sérstök ástæða til að æsa sig yfir þó fólk haldi að það sé komið með krabbamein.

"Veistu ekki hvað margir eru  með þetta án þess að finna nokkur einkenni og lifa góðu lífi?? og svo ert þú að kvarta með þetta ristilkrabbamein þitt".

Auðvitað á umræðan að snúast um þann fjölda sem bregst illa við vírusnum, og alvarleika veikinda þess sem og lífslíkur ef það fær lungnapestina.

Síðan á fólk að hafa þá dómgreind, líka Davíð Oddsson, að læknar og hjúkrunarfólk klæðist ekki geimverubúningum þegar það meðhöndlar flensusjúklinga, og það stráfellur ekki þó það sleppi því.  Líkt og það gerir ef það sleppir geimverubúningnum og hlúir að kóvid sjúklingum.

Þetta er svo ótrúlega heimskt að tárum tekur, og jafnvel Þorsteinn vinur minn, þessi sem núna er í einhverju fýlukastinu, líkir kóvid ekki við flensu þegar hann kemur hingað í heimsókn, honum leiðist svo þegar ég spyr hann hvort hann sé virkilega svona heimskur, og fattar að eina vörnin er tungutak 6 ára barns sem hefur nýlært að rífa kjaft.

Ekki að það eru ekki sjónarmið í mörgu af því sem Þorsteinn heldur fram, en þú þarft að vera innan um þína líka til að geta bullað út í eitt, það er svo vont fyrir egóið að vita innst inni að margt af því sem þú segir gerir þig að algjöru fífli.

Já hann Benedikt, þar fór góður biti í hundskjaft.

En það er önnur saga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 20:26

18 identicon

Spurningum mínum er enn ósvarað Þorsteinn.

Við vitum vel að t.d. bandarísk stórfyrirtæki

hafa fjárfest gríðarlega í kínversku atvinnulífi.

Í landi þar sem "alræðisstjórn" ríkir.

Hvernig stendur á því að þau gera það?

Kannski mætti spyrja Ólaf Jóhann Ólafsson um það.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 20:32

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur, nýi besti vinur Þorsteins.

Það er mikil einföldun að tala um kínversku leiðina, þessa þrautprófuðu leið siðaðra samfélaga við að kljást við drepsóttir með því að loka og læsa.

Lokun kínverskra stjórnvalda á Wuhan var um margt líkt og þegar hverfum var lokað í stórborgum áður fyrr af árum til að hindra útbreiðslu á plágum eða það sem seinna var kallað smitsjúkdómar.

Og hver hefur ekki séð klassíkina Invasion of the Body Snatchers frá 1956 þar sem herinn kom og setti amerískan smábæ í sóttkví vegna dularfulls sjúkdóms sem reyndist vera geimvera.

Og þó ég hafi ekki lesið bókina enda ólæs á útlenskar tungur og bláfátækur í þokkabót þá má vísa í bók bandaríska smitsjúkdómafræðingsins Michael Osterholm; "Deadliest Enemy: Our War Against Killer Germs" og má fá keypta á Amazon, öllu lýst eða spáð, allt kom fram, og úrræðin tíunduð ítarlega.  Hugsanlega var drátturinn í Wuhan vegna að það þurfti að panta þessa bók á Amazon og þýða hana fyrir æðsta valdið svo það skyldi alvörun, og hinn algjöra skort á vali, því annað hvort er skorið á smitleiðirnar eða ekki.

Og það er ákkúrat það sem gert var á Norður Ítalíu, Spáni, og Stóra Bretlandi, smitið var það útbreitt að fátt ar í boði en að loka og læsa.  Í löndum eins og Íslandi, Danmörku, Noregi, Póllandi, Slóveníu og víðar þurfti ekki að grípa til svo harkalegra aðgerða, vegna þess að útbreiðsla var takmörkuð því það var brugðist svo snemma við smitinu.

Eini munurinn Símon Pétur er sá, að Kínverjar héldu þetta út, þeir kláruðu dæmið og héldu svo landamærum sínum lokuðum, það er gerðu kröfu um sóttkví á landamærum, og lifa eðlilegu lífi í dag.  Það staðfesta útlendingar sem eiga heima í Kína.

En þú þarft ekki að fara til Kína Símon minn, Taivan, Hong Kong, Nýja Sjáland, Singapúr, Suður Kórea að hluta, jafnvel Japan svona í heildina séð, allt lönd sem náðu árangri og lögðu áherslu að halda veirunni úti. 

Nú ef það kom upp smit, þá var bara tekið á við það; STRAX.

Spurningin þín er réttmæt; af hverju er þetta ekki rætt??

En ennþá nærtækara er að spyrja; Af hverjum héldu við þetta ekki út, af hverju héldu vestrænar þjóðir þetta ekki út??

Svarið er það sama, og er að leita hjá öflum sem í Myrkrinu búa.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þau vega að mennskunni, og ekki það síðasta á meðan þau ganga laus.

En auðvitað þarf að takast á við verkfæri þeirra á meðan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 20:55

20 identicon

Ekkert veit ég um Biblíubelti eða Thatcher eða heimska hægrið, jafnvel ekki þótt hægri væri vinstri og átta mig ekki á því hvað þetta gæti haft með flu eða influeza að gera.

Það sem ég sagði var að læknar, þessir sem skrifa og tala á íslensku,lýsa covid-19 ekki sem flensu heldur sem bráðsmitandi öndunarfærasjúkdómi.

Það er svo áhugavert sem bóndinn frá Hákoti segir hér um tölur WHO frá Kína. 91.278 staðfest smit og 4.746 dauðföll. Þetta er saga til næsta bæjar en ekki endilega saga sem þolir athugun https://covid19.who.int/

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 20:55

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Þess vegna kæri Esja minn var ég að upplýsa þig, og tók ekkert fyrir annað en ánægjuna.

Tölur kínverskra stjórnvalda eru hins vegar ekki merkilegri eða ómerkilegri, en aðrar tölur í þessu samhengi frá öðrum þjóðum, fer eftir því hvernig er talið.  Ítalir töldu til dæmis bara þá sem lágu dauðir í rúmum sínum í sjúkrahúsum, ekki sérstaklega áræðnilegt miðað við lýsinguna að læknar voru í fullri vinnu við að vísa veiku fólki frá sjúkrahúsum.  Síðan er náttúrlega ekkert smit ef þú mælir ekkert.

Kínverjarnir töldu það sem þeir vildu telja og héldu því samviskulega til haga að sögn WHO.  Verra var þegar Þórólfur tók mark á þeim tölum þegar hann talaði niður alvarleik veirunnar á fyrstu dögum hennar, en það leið hratt hjá, hraðar en fuglaflensan.

Eftir stendur að mannlíf gengur sinn eðlilega gang þar í dag, það er óhrekjanlegt.

Og er kjarni málsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 21:05

22 identicon

Takk Ómar fyrir ítarleg, og að mínu mati,

góð svör þín við öllum spurningum mínum.

Það er hins vegar oflof á mig að ég sé

"nýi besti vinur Þorsteins".

Ég spurði hann kurteislegra spurninga

í athugasemdum við fyrri pistil þinn

og fékk kurteisleg svör á móti.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 21:08

23 identicon

91.278/4.746 (alkínverskar tölur og kvittaðar af WHO) eru örugglega ómerkilegri en sannar og réttar tölur t.d. frá Íslandi og Færeyjum.

Vel má vera að mannlífið í Kína gangi sinn eðlilega gang en það skýrir ekki af hverju bóndinn frá Hákoti og ég ættum að trúa því að af 1,5 milljarði manna hafi rúmlega 91 þúsund smitast og næstum allir komist lífs af.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 21:16

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Það þarf nú ekki 2 til að verða nýji besti vinur Símon minn, það er bara svo.

En hér er bókardómur um drápssýklana eftir Mikka Osterholm.  Taktu eftir þessum orðum í lok dómsins, en smallpox er bólusótt.

""When the United States and Soviet Union agreed to eradicate smallpox, we were successful," said Osterholm. "In many ways we were better off fighting disease 50 years ago than today, when we have more failed states.""

Henni var útrýmt fyrir lok síðustu aldar, eftir að hafa verið landlæg í gegnum aldirnar.  Svo segja menn að ekkert sé hægt að gera annað en að leyfa veirunni að drepa að vild.  Þvílík vanþekking, þvílík firra.  Og allt útskýrt í bókinni.

Osterholm plays detective, general in 'Deadliest Enemy' book

Virus

frender / iStock

"I've grown increasingly frustrated by the lack of situational awareness, even from public health experts."

For decades, infectious disease expert Michael Osterholm, PhD, MPH, has been in the business of telling people what they don't necessarily want to hear: Pandemics are inevitable; outbreaks can be devastating; bioterrorism is a threat. Several real infectious disease threats exist that could stop the world in its tracks, and by and large government officials, industry professionals, and researchers are not acting together to stop them, he warns.

"I call Michael the Paul Revere of pandemics," said Michael Leavitt, former secretary of the Department of Health and Human Services under George W. Bush. Leavitt first worked with Osterholm during the avian influenza threat in the early 2000s and appointed him to the National Science Advisory Board on Biosecurity in 2005. "It's not if a pandemic will happen next, it's when, and Michael speaks to that biological reality."

Osterholm details the biological reality of pandemic threats, including MERS (Middle East respiratory syndrome), influenza, Zika, and Ebola in his new book, Deadliest Enemy: Our War Against Killer Germs. For Osterholm, director of the Center for Infectious Disease Research and Policy at the University of Minnesota, publisher of CIDRAP News, this is his first book since 2001's Living Terrors: What America Needs to Know to Survive the Coming Bioterrorist Catastrophe.

In his new book, which he coauthors with Mark Olshaker, Osterholm said he's trying to clearly sound the alarm on the real public health threats facing the world and explain the policy and research needed to tackle these threats head-on.

"I have the reputation as 'Bad News Mike,'" said Osterholm. "But it's not just bad news [in the book]. I'm also saying, 'Wake up, there's something you can do about it.' I guess I'm at the age where I'm looking at what kind of world I'm leaving for my kids and grandkids, and I want to make sure we do what we can to stop disease."

Learning to think about epidemiology

Part detective story, part military strategy, and part public health primer, "Deadliest Enemy," finds Osterholm looking both forward and backward in his 40-year career as a public health epidemiologist. He dedicates the book to Laverne Keetel Hull, the wife of his father's boss and a friend from his hometown of Waukon, Iowa. Hull gave a young Osterholm his first copies of The New Yorker, where he first read the "Annals of Medicine" column by Berton Roueche.

"Those articles were brilliant, and helped me think about disease in a new way," said Osterholm.

For Osterholm, choosing a career in epidemiology was choosing to be a medical detective, to look for the clues behind a story that would open a case wide open. By his late 20s, Osterholm had become a fixture at the Minnesota Department of Health and made a national name for himself at the Center for Disease Control (CDC, which would later become the Centers for Disease Control and Prevention) by investigating toxic shock syndrome and AIDS.

In telling those stories in the book, Osterholm both educates the reader on the basics of public health investigation and demonstrate his credibility. Again and again, Osterholm has exhibited the ability to predict public health crises before they appear. But he claims he's not clairvoyant, or even lucky.

"I predicted a MERS super-spreader would shut down a hospital outside of Saudi Arabia months before it happened in Seoul, I said Zika could be big, and in 1984 I said I wouldn't see an HIV vaccine in my lifetime," Osterholm. "All of these things can be seen by looking at the evidence."

And the evidence now, Osterholm said, is that the world is not prepared for an inevitable pandemic. Whether it be caused by influenza, MERS, SARS (severe acute respiratory syndrome), or a mosquito-borne disease, a pandemic is coming.

Leavitt agrees. "There have been three pandemics in the last 100 years, and 10 in the last 300," he said. "There will be another one, because pandemics are like natural disasters. Just like natural disasters, we can be prepared.

"We do have the resources to prepare for pandemics, we absolutely can do that and Michael sees this reality."

Preventing 'hurricanes' with policy

Osterholm said he started CIDRAP because science without policy is worthless. A new strategy explained in almost military terms makes up Deadliest Enemy's last chapter, called "Battle Plan for Survival." In the chapter, Osterholm describes how global alliances, the US government, and research institutions can combat some of the greatest public health threats.

"We can take influenza off the table with a game-changing vaccine," said Osterholm. Preventing a global flu pandemic is the first priority in the "Battle Plan for Survival." Osterholm calls for a Manhattan-like project to create a vaccine that would take care of both seasonal and pandemic influenza threats within a decade.

Osterholm also said that threats that strike terror at the heart of most people, like Ebola, are relatively easy to control. But governments and pharmaceutical companies have to want to invest in the solutions.

"Right now if Ebola blew up in Kinshasa [in the Democratic Republic of the Congo] we'd be unprepared and would face a global pandemic," said Osterholm. "But if we make a good vaccine, which we can do, and vaccinate medical response teams, burial teams, and others in West Africa, we can totally eliminate the risk of Ebola spreading globally. Why wouldn't we do that?"

Several Ebola vaccines have been developed, and one tested very well in people, but none has been approved by regulators or produced in large numbers.

Osterholm said that Ebola and pandemic flu are like hurricanes or storms. But unlike meteorologists, who can only predict bad weather, public health professionals have the ability to eliminate the risk.

"Why wouldn't we want to stop hurricanes before they happen?" Osterholm asked. "Why don't we take flu off the table? Take Ebola off the table? We can and we should."

"One of the things about Mike is that he's always about doing something," said John Barry, who wrote the definitive book on the 1918-19 pandemic, The Great Influenza. "I think everything he's done has been geared towards results or trying to get them. Both in the book and professionally." 

Osterholm said that many object to the idea of "doing something" because "something" will be done with government's involvement, namely the US government.

"It benefits America greatly to invest in fighting these diseases, because a pandemic will cost billions of dollars in lost revenue," Osterholm said. He added that history shows that when world powers work together to fight disease, everyone wins.

"When the United States and Soviet Union agreed to eradicate smallpox, we were successful," said Osterholm. "In many ways we were better off fighting disease 50 years ago than today, when we have more failed states."

For Osterholm, Deadliest Enemy is a blueprint and a battle cry, a book that he hopes will alert people to how and why a focus on public health should be one of the nation's top priorities.

"The threat of pandemic disease is not going away if we ignore it," he said.

See also:

Mar 13 University of Minnesota School Public Health Q&A with Osterholm

Book availability: Amazon, Barnes & Noble, IndieBound, Google Play

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 21:18

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Örugglega Esja.

En þó við kunnum að telja, þá kunna ekki allir að telja, og það er ekkert bundið við Kína.

Ítalskur borgarstjóri, skrifaði áamt lækni í borginni, að ítölsk stjórnvöld vanteldu fórnarlömb kóvid svo mikið að það mætti ætla að þau væru þrefalt fleiri á vissum svæðum en uppgefið væri. 

Sænsk heilbrigðisyfirvöld neituðu að taka við gamalmennum af hjúkrunarheimilum og þar sem þau voru ekki í sjúkrarúmi, eða testuð af veirunni, þá var ótímabært andlát þeirra kallað andlát sökum aldurs. 

Þar rumskuðu einhverjir þegar upplýst var að því herrans ári 2020 höfðu ekki fleiri fallið en frá því í hungursneyðinni miklu á 19. öldinni sem næstum tæmdi sænskar sveitir til Ameríku og gaf okkur seinna meir þá ágætu bíómynd Fargo, sem og skemmtilega reifara sem gerast við eitthvað af stóru vötnunum.

Svona er þetta og menn vitna samt í þessar tölur.

En Esja minn, breytir ekki kjarnanum, að Kína var veirulaust, Ísland var veirulaust, Færeyjar voru veirulausar.

Og Kína er veirulaust í dag, ekki Ísland og Færeyjar þó síðarnefndu löndin kunni að telja kóvid sjúklinga.

Það er kjarninn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 21:28

26 identicon

Góð niðurlagsorð ritdómsins um bók Osterholms.

Þetta snýst nefnilega allt um að verja fullveldi og sjálfstæði hvers þjóðríkis.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 21:59

27 identicon

Kína er "veirulaust" í dag af því að stjórnvöld þar kunna ekki að segja satt :)

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 22:05

28 identicon

@ Esja

Ef við göngum út frá því að svo sé,

að kínversk stjórnvöld ljúgi,

hvar standa þá önnur stjórnvöld, t.d. vestræn,

að fjalla ekkert um það innan WHO og UN? 

Eina undantekningin er reyndar Trömparinn

en allir megin fjölmiðlar (og allir hérlendis)

reyna að þagga niður í kallinum.

Því get ég svo sem enn spurt,

af hverju stafar þögn vestrænna megin fjölmiðla um uppruna veirunnar?

Hefur það með eignarhald þeirra að gera og þjónkun við hagsmuni eigenda þeirra?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 22:25

29 identicon

Símon Pétur þú spyrð réttu spurninganna, en ég kann ekki að svara þeim.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 23:32

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja.

Þetta er röng fullyrðing, þarf sjálfsblekkingu til að trúa.

Og það er ironía þess harmleiks sem Símon lýsti svo vel í spurningu sinni hér að ofan; "þá mun stríðið við veiruna verða erfiðara og erfiðara, með hverjum deginum, vikunni, mánuðinum og jafnvel árinu sem líður", fólk er svo vant lygum og blekkingum kommúnísku keisarastjórnarinnar, að loksins þegar hún segir satt, þá lýgur fólk af sjálfu sér til að viðhalda heimsmynd sinni.

Þar með ertu kominn með vítahring sem verður ekki rofinn, fólk vill trúa að það sé einhver ómöguleiki að ráða við farsóttir, svo það afneitar staðreyndum, og ræðst að þeim sem benda á staðreyndir, halda sig við þekkta þekkingu, segja hvernig hægt er að tækla farsóttir.

Bill Gates hélt fyrirlestur fyrir nokkrum árum þar sem hann fjallaði um möguleikann á farsótt, sbr þrjár á síðustu 100 árum, 10 á síðustu 300, hvaða þekkingu við hefðum og hvernig nútíma ríki yrðu að vera viðbúin, auka miðstýrt vald WHO og svo framvegis, og þegar þessi fyrirlestur var rifjaður upp í byrjun Kóvid, þá svaraði samsæriskenningin um hæl að hann hlyti að hafa átt þátt í að breiða út kóvid veiruna, annars hefði hann ekki getað spáð svona vel fyrir um faraldurinn, og hvernig fyrstu viðbrögð heimsbyggðarinnar yrðu. 

Fauci situr undir stanslausu skítkast, sakaður um að vera í samkrulli í leynilegu samsæri með Gates og félögum, svona er látið við sóttvarnaryfirvöld í Bretlandi og svo koll af kolli.

Þekkjum umræðuna hér á Íslandi, og svo af öllum mönnum kemur þú hérna Esja, og tekur þátt í fárinu.

Ekki von þó ég tengi þetta við Myrkrið, því eins og sagði í góðri bók, það tók tíma fyrir frjálsar þjóðir að átta sig á að sama aflið stóð að baki öllum árásunum, atlögunum, eða sáði tortryggni og efa hjá þeim sem þurftu að standa saman.

Það er ekki einleikið hvernig allt ber að sama brunni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 23:48

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Esja, hann spurði réttu spurninganna, en svo tókst þér að afvegleiða hann.

Þó var hann ekki á leið til Dýrafjarðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 23:49

32 identicon

Las orð þín með bæði augu opin, Ómar.

Hákotsbóndinn skilar sér örugglega.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 11.10.2020 kl. 00:54

33 identicon

Ég er nú bara í Hákoti.  Það þarf að ganga hér til hversdags verkanna alla daga og nú nær nóttu að leggjast þreyttur undir feld, vel sprittaður. 

Með kveðju úr Hákoti.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.10.2020 kl. 02:10

34 Smámynd: Ómar Geirsson

He, he félagar, ég greinilega fyrstur að skila mér í bólið, og síðan í heimsókn til mömmu í morgun.

Við skilum okkur svo vonandi allir í hádegismatinn.

Kveðja úr súldinni fyrir austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2020 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband