Mogginn á batavegi.

 

Ár og dagar síðan hann flutti skrumskælda frétt (bein útsending Andersen með Tegnel) um alvarleik farsóttarinnar, enn lengra síðan að beinlínis hallað var máli í fréttaflutning (engin smit við tvöfalda skimun), ófréttir varla á stangli.

 

Ef ekki hefur verið fenginn andasæringarmaður frá kaþólsku kirkjunni til að skvetta vígðu vatni á hægri öfgann, þá hljóta eigendur blaðsins að hafa fattað að ekki er gáfulegt að vera bendlaður við blað þar sem hluti ritstjórnar vinnur markvisst að því að fækka stórum hluta lesenda blaðsins, ekki með leiðinlegu efni því Mogginn er ferskur sem fyrr, heldur með því að berjast fyrir ótímabæru andláti þeirra undir yfirskininu, "Förum sænsku leiðina".

Morgunblaðið hefur nefnilega verið hluti af óvæginni áróðursherferð sem á sér rætur í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, þar sem jafnt hefur verið vegið að Bjarna formanni sem og kjarnafylgi flokksins, eldra fólki.

 

Það er mál að linni sagði Þórarinn Guðnason hjartalæknir á feisbókarsíðu sinni, og frjáls blaðamaður fékk að gera frétt um og fékk áberandi pláss á Mbl.is.

"Mik­il er ábyrgð þeirra sem leggja til óheft­ari smit í land­inu og tala gegn okk­ar bestu sér­fræðing­um í smit­vörn­um, sem nú eiga und­ir högg að sækja í þjóðfé­lagsum­ræðu og hjá ákveðnum hóp­um".

Orð hans ættu að vera skyldulesning öllum þeim sem taka mark á niðurrifsfólkinu, það þarf nefnilega tvo til svo sóttvarnaryfirvöld eiga undir högg að sækja í umræðunni, illviljann sem grefur undan og fólkið sem er nógu vitgrannt til að trúa honum.

Kannski hafa eigendur Morgunblaðsins skynjað, að þó þau séu nógu efnuð til að byggja upp múra og kastalaveggi í kringum sig, að þá er utan þeirra fólk, lifandi fólk; "get­um við verið að tala um að það sé afi þinn, amma, faðir eða móðir eða jafn­vel lang­veiki litli bróðir þinn eða frændi sem verður snúið við á bíla­plani Land­spít­ala í Foss­vogi", og múrar verða ekki byggðir um allt þetta fólk.

 

Vatnaskilin í fréttamennsku Morgunblaðsins urðu síðan í gær þegar frjáls fréttamaður fékk að vekja athygli á sönnu, raunsönnu bréfi Ólafs Jóhanns Ólafssonar rithöfundar til þjóðarinnar sem hann birti í Morgunblaðinu, en var í kjölfarið birt í heild sinni á Mbl.is.

Eftir það bréf ætti öllum að vera ljóst hvaða viðrinisháttur það er að tala niður alvarleik veirunnar, eða hampa fólki sem beinlínis lýgur og blekkir í þágu myrkurs og dauða líkt og skrifara Reykjavikurbréfsins varð á núna nýlega.

Allavega veit viðkomandi að sá viðrinishátturinn verður ekki falinn bak við orðskrúð, slepju eða aulahúmor, nakinn á berangri blasir sannleikurinn við, jafnt sjáandi sem blindum.

 

Gefum Ólafi orðið áður en vikið er að orðum Kára í viðtengdri frétt;

"Nú erum við stödd í nýrri bylgju og ólíkt því sem áður var erum við ekki sam­stiga leng­ur. Það er stutt í þræt­urn­ar sem við get­um verið svo dug­leg við. Sótt­varna­lækn­ir er tal­inn ganga of langt. Þríeykið þarf að tönnlast á sömu leiðbein­ing­un­um við okk­ur eins og ung­ling á mótþróa­skeiði.

Það spyrst út að óein­ing sé í rík­is­stjórn. Og spek­úlönt­um og sum­um stjórn­mála­mönn­um þykir þetta heppi­leg­ur tími, nú þegar far­ald­ur­inn geis­ar og sjúkra­hús eru byrjuð að fyll­ast, að viðra kenn­ing­ar sín­ar um frelsi ein­stak­lings­ins sem þeir lásu kannski um þegar þeir voru ung­ir og mót­tæki­leg­ir en eiga lítið er­indi í því stríði sem nú er háð – við óvin sem kann ekki einu sinni þá kurt­eisi að klæðast ein­kenn­is­bún­ingi svo við sjá­um hann á færi.".

Bad timing, það er bara svo.

 

Hafi maður samt efast um batann, þá sannfærðist ég þegar ég las þessa frétt um smittölur dagsins, blaðamaðurinn þurfti þess ekki, hann hefði til dæmis alveg getað vitnað í Sjakalann, en hann vitnað í orð Kára okkar klára á Bylgjunni í morgun.

Sumir, lesist frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins, vilja að sögn Kára kljást við faraldurinn með því að hundsa hann.

"Það er hægt að rök­styðja á ýms­an máta þá leið en mér finnst hún ansi óaðlaðandi vegna þess að þú ert raun­veru­lega með því að fórna þeim sem eiga und­ir högg að sækja, gömlu fólki, því sem er með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Ef þú ætl­ar að fara þá leið að reyna að hemja þessi smit er al­veg nauðsyn­legt á landa­mær­um að hafa tvö­falda skimun,“ sagði Kári.

Nokk­ur umræða hef­ur verið í þriðju bylgju far­ald­urs­ins um að fara ekki í eins harðar sótt­varnaaðgerðir vegna áhrifa þess á aðra þætti í sam­fé­lag­inu en Kári ef­ast um að til sé milli­leið. Annaðhvort hemji maður út­breiðsluna eða leyfi veirunni að flakka: „Ég held að milli­leiðin sem menn eru að tala um sé bara ósköp ein­fald­lega ekki til".

 

Millileiðin er ekki til, það liggur í raunheimi veirunnar, að annað hvort er skorið á smitleiðir hennar, eða hún smitar.

Vatn rennur ekki uppá móti þó þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins segi að það geri það ef því er sagt að gera það, rigning verður ekki þurr þó við viljum ekki blotna, orð eða vilji breyta engu án aðgerða í þá átt.

 

Það eru sóttvarnir sem halda veirunni í skefjum, áður en gripið var til þeirra, þá drap hún og þau dráp voru í veldisvexti.

Vilji menn ekki sóttvarnir, þá eiga menn að viðurkenna alvarleik hennar og hætta að vitna í meint dánarhlutfall sem voru afleiðing af ströngum sóttvörnum.

Geri menn það ekki þá ljúga menn og blekkja í annarlegum tilgangi.

Og þegar dauðinn er undir þá lýsir slíkt alltaf botnlausri mannvonsku eða illsku.

 

Alvarleikinn getur verið sá að það séu ekki neinir góðir kostir í stöðunni, ef veiran grefur um sig og blossar alltaf upp á ný.

Það er ekkert að því að ræða þá stöðu, en sú umræða þarf að byggjast á staðreyndum, ekki falsi, eða blekkingum.

 

Það er staðreynd að veiran hefur komið mishart niður á þjóðum, en gagnályktunin, að fyrst sumar þjóðir hafi sloppið betur en aðrar án sýnilegra skýringa, að þá hljóti allar þjóðir að gera það, er röng.

Það er staðreynd að þessi farsótt er margfalt skæðari en venjuleg flensa og þó hún virðist helst drepa eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma, þá er ekkert vitað um langtímaáhrif hennar á ungt fólk.  Nema að þau geta verið alvarleg.

 

Og það er staðreynd að það er hægt að útrýma smitsjúkdómum, þeir sem halda því fram að veiran sé komin til að vera, og að það sé ekkert hægt að gera en að láta hana veikla og drepa, hafa því rangt fyrir sér, í versta falli ljúga vísvitandi þar um.

Það er ekkert dularfullt við veirur, þær þurfa smitleiðir og með nýjustu tækni eru þær hvergi óhultar, geta hvergi falist.

Að útrýma þeim er aðeins spurning um vilja.

 

Eins verða menn að hafa í huga að hver dagur sem líður án þess að veirunni er leyft að drepa, er dagur sem færir okkur nær lækningu.

Ekki bara bólusetningu heldur líka lækningu.

Af hverju þá asinn við að fella niður varnir á meðan veiran er ennþá svona mannskæð, ef menn hafa þá ekki viljann til að útrýma veirunni??

 

Þeirri spurningu sem og margri annarri getur venjulegur maður ekki svarað.

Vegir drottins eru vissulega órannsakanlegir en botnlaust díki illskunnar er og verður alltaf venjulegu fólki óskiljanlegt.

 

Þess vegna eigum við að standa ístaðið.

Vernda okkar fólk í umræðunni fyrir falsi og blekkingum áróðursins.

Leyfa samt öðrum röddum að heyrast og mismunandi sjónarmiðum að ræðast.

Gera bara kröfuna um að menn haldi sig við staðreyndir.

 

Þannig hefst þetta.

Á þann hátt að við minnumst þessa tíma með stolti.

 

Við gerðum okkar besta.

Við héldum haus.

Kveðja að austan.


mbl.is 60 innanlandssmit í gær: 36 innan sóttkvíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú er ég í eitt af fáum skiptum algerlega sammála gamla kommanum að austan

Halldór Jónsson, 11.10.2020 kl. 14:34

2 identicon

Þetta er mjög góð samantekt Ómar.

Tek svo algerlega undir hrós Halldórs til þín.

Nú reynir á að þjóðin standi saman, en berist ekki á banaspjótum um hugtök og hugmyndafræði,

slíkt er bilun, nú, á tímum fjandans veirunnar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.10.2020 kl. 15:09

3 identicon

Mikið hefur borið á því að fólk beri saman svínaflensuna 2009, og covid19, þá hafi lítið verið gert til að koma í veg fyrir smit af völdum svínaflensunnar,  öfugt á við hvað við erum að gera í dag. Sóttvarnayfirvöld voru þá líka á tánum, og ýmsar ráðstafanir voru gerðar.

Í mínum huga er þetta einsog að bera saman epli og appelsínu. Það var margt gert 2009, í skólum td.var lögð rík áhersla á handþvott, sprittnokun og almenn þrif, ásamt ýmsu innan heilbriðgisstofnana.

Ég vinn í heilbrigðisgeiranum og við töluðum þá, um hvað lítið bar á öðrum umgangspestum. Oftast var þetta kvefeinkenni sem fólk fékk en verstu tilfellum lagðist Svínaflensan á lungun og þau fylltust af slími. Það voru til lyf (Tamiflu) við þessum vírus sem gefin var ef fólk veiktist. Sumir veiktust illa og voru veikir í langan tíma.

Covid19 leggst hinsvegar á öll kerfi líkamans meltingarveg, nýrun og lungun sem fyllast af bjúg, og það er verið að meðhöndla fólk einsog það sé með háfjallaveiki. það eru ekki til ákveðin lyf til að drepa þennan vírus þó svo að það sé til lyfjablanda sem hjálpar. 

Ég er sammála sóttvarnalækni um að við verðum að taka hart á þessu núna, til að kveða þetta niður, þó svo að þjófélagið sé í hægagangi í nokkra mánuði þá er það ekki mikið af heilli mannsævi. 

Guðrún (IP-tala skráð) 11.10.2020 kl. 18:07

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Guðrún.

Takk kærlega fyrir þetta fróðlega innlegg þitt.

Ég fékk minn fyrsta fróðleik með því að fylgjast með hvað læknar og hjúkrunarfólk á Ítalíu sagði, og þá kom Gúgli þýðandi að miklu gagni.

Í svona máli verður að hlusta á fagfólk og ef það segir að þetta sé alvarleg pest, þá er það bara svo.

Vonandi hefst þetta með aukinni þekkingu, og ef merki eru um að veiran sé að veikjast og að það fjari undan faraldrinum, þá er það frábært, en fagfólkið verður að vega það og meta.

Ekki stjórnmálamenn eða þeir sem ganga erinda annarlegra hagsmuna.

Því þá erum við fyrst í djúpum skít.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2020 kl. 18:21

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Halldór, ég skal meir að segja sleppa því núna að benda þér á að ég er Hriflingur kominn af rótgrónum framsóknarættum í báða ættleggi.

Við skulum bara að njóta þess að vera samstíga, ég, þú og Bjarni Ben.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2020 kl. 18:22

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Þetta var hugsað svo, mitt framlag til hjálpar þeim sem eiga undir högg að sækja í umræðunni.

Á meðan ekkert sérstakt kemur uppá, þá er það bara friðurinn, og landsleikurinn.

Og vonandi fær ég að sjá síðasta heimaleikinn hjá örverpinu í 2. deildinni.

Boltakveðjur.

Að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2020 kl. 18:24

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Já stundum heyrði maður hugtakið sveitakommi notað í gamla daga.

Halldór Jónsson, 14.10.2020 kl. 01:18

8 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Maður getur ekki verið annað en sammála um að fólk eigi að vera aðgætið í þessum málum, Ómar. Þessi mikli kraftur mótmælenda sem fer í að mótmæla frelsisskerðingu út af svona heimsfaraldri mætti fara í að mótmæla allskonar skaðlegri vitleysu sem kemur frá alþingi, eins og að vilja leggja niður nafnahefðina okkar og margt annað. 

Lífið er heilagt, en þjóðfélagið er gjörspillt. Það er alveg sama hvort viðbrögðin við drepsóttinni eru mikil eða lítil hjá þjóðunum, hún leiðir alltaf af sér breytingar og endurskoðun. Þetta eru stórir atburðir af því taginu í heimssögunni. Menn verða að gera sér grein fyrir því. Ef menn fara yfir þá línu að hætta að bera virðingu fyrir lífinu og vernda það, þá fyrst er þjóðfélagið í vondum málum.

Ingólfur Sigurðsson, 15.10.2020 kl. 15:18

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Líklegast áhrif frá Mentornum; Jónasi frá Hriflu.

Við mætumst svo á miðri leið, ég er kommatittur, og þú ert bara það sem þú ert.

Þú sjálfur.

Í því tilviki er allavega gæfa þjóðarinnar ekki afturábak.

Þó ég efi ekki að þú klæðist ekki litfögrum klæðum dagsdaglega.

Ég var ekki alveg á vaktinni Halldór, í millitíðinni er búið að afhjúpa vísunina í hina meintu sænsku leið sem fals, Svíarnir eru jafn næmir og aðrar þjóðir, þó þeir hefðu notið góðs af þeirri staðreynd, að ekkert siðað fólk, fyrir jú utan Brynjar, Sigríði og börnin, sem og Gulla sem fer ekki gegn konu sinni, að siðað fólk fór ekki til Svíþjóðar til að breiða út veiruna, þá  stendur eftir krafan um sænsku/íslensku fjöldamorðingjaleiðina.

Og þar standa spjótin á þig Halldór,.

Ég er jú sveitakommi, afkomandi Hriflunga.

Og þannig séð í sveitinni minni öruggur.

Ég er ekki beint svag fyrir að vera hrópandinn í eyðimörkinni, ef þú hefur ekki kjark til að mæta meintum fjöldamorðingjum í þínum flokki, þá er það bara svo.

Vonum að berangur Þórólfs haldi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2020 kl. 16:43

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Líklegast held ég að þú sért að vísa í Kill Bill heimskunnar sem tröllríður vestræn lönd í dag, fólk sem nærist úr brunni áróðurs sem afskræmir staðreyndir til að mótmæla sóttvörnum, og lifir þá tíma, þar sem úrkynjun forðar því frá því að vera fjarlægt, hvort sem það er með handtöku, líflátið á staðnum, eða annað sem hinn blákaldi raunveruleiki leyfði því ekki að grafa undan vörnum samfélagsins.

Kraftur segir þú.

Skil hvað þú átt við, en sá kraftur er ekki til staðar hér á landi, forsendan, heimskan á bara ekki sinn jarðveg hér.

Eftir stendur illskan Ingólfur, og hún mótmælir ekki kárínum sem beinast af venjulegu fólki.

Hún grefur undan.

Vitrænn tilgangur enginn.

Svo hvað stendur eftir??

Nema goðsagnir um baráttu góðs og ills.

Þar sem illskan náði að virkja heimskuna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2020 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 356
  • Sl. sólarhring: 415
  • Sl. viku: 1559
  • Frá upphafi: 1321442

Annað

  • Innlit í dag: 302
  • Innlit sl. viku: 1328
  • Gestir í dag: 275
  • IP-tölur í dag: 271

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband