Við eigum í stríði

 

Sagði ungur hagfræðingur Kvikubanka fyrr í sumar.

Útlistaði nákvæmlega í hvaða stöðu þjóðin væri.

 

Vísan hennar var í að benda á að hagfræðingar frjálshyggjunnar skitu á sig þegar þeir lögðust gegn hækkun atvinnuleysisbóta, og fordæmdi um leið hægri öflin í Sjálfstæðisflokknum að leggjast gegn slíkum bótum.

Allt rétt og satt.

 

En þessi unga kona náði um leið að afhjúpa ráðaleysi stjórnvalda, sem vissu ekki í hvorn fótinn þau ættu að stíga.

Sem í kjarna er að þetta sé annars vegar eins og hver önnur flensa, sem of mikið hefur verið gert úr, eða að þetta sé ógn sem ræðst að lífi og heilsu þjóðarinnar, sem og efnahag hennar.

 

Engin slík orðræða hefur komið frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Hálfvelgja hefur alla tíð einkennt stuðning hennar við nauðsynlegar sóttvarnir, sem skýrir ekki aðeins hikið við að loka á smitleiðir skíðakappa frá Ölpunum, hik sem kostað líf samborgara okkar, heldur líka landamærin voru opnuð fyrir smiti, og þegar loksins var gripið til hertra aðgerða, þá var ekki styrkur til að loka á smitleiðir innanlands í tíma.

Þegar mannslíf á samviskunni, en guð og gæfa vonandi sér til þess að í þann syndakvóta sé ekki bætt.

 

Síst betra er að byrðum af sóttvörnum hefur ekki verið deilt jafnt á þjóðina, þær atvinnugreinar sem verst urðu úti vegna farsóttarinnar, hafa um margt upplifað sig óbættar frá garði.

Hinar meintu aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir hafa oft borið einkenni sýndarmennsku almannatengilsins, það hefur dugað að þær gangi uppí Exel og þar með ekki spurt um raunveruleikann.

 

Á þetta benti hin unga kona sem Kviku banki treysti fyrir hagfræði sinni.

En stjórnarandstaðan ekki.

 

Það er því með ólíkindum að þurfa að hlusta á frétt í hádegisfréttum Ruv að Þorgerður Katrín krefji ríkisstjórnina um stefnu í sóttvörnum sem hægt er að byggja næstu 10-12 mánuðina.

Þó heimskan eigi sér þá skýringu að hún sé í kapphlaupi við Sigmund Davíð að ná til hægri öfganna innan Sjálfstæðisflokksins, í þeirri einbeittu viðleitni að reyna að sá sundrungu innan ríkisstjórnarinnar á Ögurstund þjóðarinnar.

Þá er heimskan af slíku level að þjóð í stríð má og getur ekki liðið hana.

Það er ekki hægt að vinna stríð með 5. herdeild innanborðs.

Staðreynd sem bæði minnihlutinn á Alþingi sem og aðrir í þjóðfélaginu þurfa að feisa.

 

Sem betur fer þá lokaði Þórólfur ekki tímum hjá Kírópraktora mínum, lokunin í vor endaði með fót í hækjum, sumar og haust sem aldrei varð.

En í tímanum í dag þá las ég gamalt blað á meðan ég beið, grein í Sögunni okkar um fyrsta sigur Churchil og breskra stjórnvalda á ógnvaldi Myrkursins sem hafði lagt undir sig alla Vestur Evrópu.

Það náðist að stöðva 5. herdeildina í Bretlandi.

Valkosturinn var samvinna og falskar upplýsingar til höfuðstöðva Myrkursins, eða gálginn ella.

 

Þjóð í stríði mætti hafa þann lærdóm í huga.

Útburðarvæl stjórnarandstöðunnar er ekki einleikið.

Hegðun ákveðinna fjölmiðla er forkastanleg.

Í den var fólk hengt af minna tilefni.

 

Dauðans alvara er nógu alvarleg þó Myrkrið fái ekki að grafa undan vörnum gegn henni.

Að stuðla að útbreiðslu farsóttarinnar og ótímabærum dauða samborgara okkar.

 

Ríkisstjórnin talar ekki mannamál.

Hún er föst í hálfvelgju þess að verjast eða láta undan Myrkrinu.

 

Tónn hennar er falskur.

Þess vegna gengur veiran laus.

Og þess vegna er byrðum ekki dreift, þess vegna bera sumir skaða á meðan fjöldinn sleppur.

 

Það er mál að linni.

Stríð vinnast ekki án forystu.

 

Þetta stríð er ekki að vinnast.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir einingu í ríkisstjórn um aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 4191
  • Frá upphafi: 1338890

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3753
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband