1.10.2020 | 10:04
Það er engin eyland.
Og smit dreifast hægt og hljótt á um alla Evrópu í dag.
Land sem setti önnur lönd á rauðan lista í gær, er sjálft sett á hinn sama lista af öðrum löndum í dag.
Þetta var líklegast stærsta blekkingin við körfuna um opin landamæri, að halda að það hefði engar afleiðingar að smitberar fengju að ferðast milli landa án undangenginna sóttkvíar.
Sóttvarnarlæknir upplýsti í útvarpinu í morgun að við værum að glíma við 2 afbrigði veirunnar, en um 110 afbrigði hefðu verið stöðvuð við landamæraskimun.
Og spurði síðna hvernig ástandið væri í dag ef landamærin hefðu ekki verið skimuð??
Svarið er einfalt.
Verra.
Fyrr.
Samt var grafið undan skimun við landamærin frá fyrsta degi, og sá skurðgröftur magnaðist um allan helming þegar seinni skimun eftir 5 daga sóttkví var tekin upp.
Þá var ljóst að ein skimun við landamæri næði ekki öllum smitum, og með auknum smitum í Evrópu þá myndi þeim tilvikum fjölga þar sem veiran slyppi inní landið.
Aðgerðin var varnarviðbrögð svo þó yrði hægt að hafa landið lengur opið fyrir ferðalöngum því ákvörðun um opin landamæri er ekki einhliða, það er til lítils að hafa landamærin opin líkt og Svíar höfðu, þegar enginn mátti ferðast þangað án þess að fara í sóttkví við heimkomuna.
Samt var látið eins og að stjórnvöld væru að skemma fyrir eða jafnvel eyðileggja innlenda ferðaþjónustu.
Málaliðarnir sem hæst gjömmuðu skautuðu í áróðri sínum algjörlega framhjá þeirri staðreynd að smituð lönd eru sett á rauðan lista hjá löndum sem telja sig öruggari og ferðamennskan þar með sjálfdauð.
Sem og þeir þögðu yfir að samdrátturinn í ferðalögum til Íslands var á pari við samdráttinn hjá öðrum ferðamannalöndum Evrópu.
Og þarna úti er fullt af trúgjörnu fólki sem lét glepjast.
En raunveruleikinn á alltaf lokaorðið.
Þrátt fyrir hinar ströngu sóttvarnir á landamærunum er landið komið á rauða lista hjá helstu nágrannalöndum okkar.
Ferðalög hingað eru talin áhættusöm.
Hvort sú staðreynd slái á skurðgröftinn gagnvart sóttvörnum þjóðarinnar er hins vegar ólíklegt.
Öðru verður bara logið, annað verður spunnið upp.
Það eru svartar sálir þarna úti með mikil fjárráð sem munu ekki linna látum fyrr en líkin fara að hrannast upp.
Gegn þeim stendur sannleikurinn og Þórólfur.
Í vörn sem verður að nauðvörn ef ekki tekst að stöðva útbreiðslu veirunnar með skimun og smitrakningu.
Hvað það varðar hefur siðað fólk ekkert val.
Sannleikurinn og Þórólfur þarfnast stuðnings þess.
Líkkestir eru aldrei val í siðuðu samfélagi.
Kveðja að austan.
Þjóðverjar setja Ísland á rauðan lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 36
- Sl. sólarhring: 774
- Sl. viku: 5575
- Frá upphafi: 1400332
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 4789
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.