Veiran dreifist út í samfélagið.

 

Æ fleiri eru í sóttkví, æ fleiri fyrirtæki tilkynna skerta starfsemi vegna sóttkvíar starfsmanna eða smita á meðal þeirra.

Villuljósið um að Reykvískir skólar væru að vinna sig út úr vandanum reynist tálsýn ein, fyrir einn skóla sem nær að klára sóttkví, bætast tveir við.

Nú þegar er eitt hjúkrunarheimili smitað, aðeins dagaspursmál hvenær fleiri bætast við.

Vandinn eykst með hverjum deginum.

 

Og í stað þess að viðurkenna vandann, og kalla á aðgerðir sóttvarnaryfirvalda, þá bregst forstjóri Landsspítalans við líkt og hann vilji vera næsta sögupersónan í Pollýönnu 2.

Hann ræður við vandann að því gefnu að veiran sé vitsmunavera og ákveði af góðmennsku sinni að sýkja ekki starfsfólk Landspítalans.

Sem hefur ekki verið reyndin það sem af er.

 

Hvaða afneitun er þetta??

Af hverju geta menn ekki feisað staðreyndir og brugðist við þeim??

Hættuleg veira gengur laus, það er ekki gerð tilraun til að setja hana í bönd, og þar með smitar hún fólk, líka starfsfólk Landspítalans.

 

Að ekki sé minnst á að spurningin snýst ekki um hvort Landsspítalinn ráði við fjölgun kóvid sjúklinga.

Sá sem veikist illa er engu bættari með það.

Sá sem lendir í öndunarvél er engu bættari með það.

Sá sem deyr er engu bættari með það.

 

Hvað gerðist??

Af hverju tóku menn alltí einu þá ákvörðun að hætta að verja þjóðina??

Af hverju varð sænska leiðin ofaná??

Að leyfa veirunni að sýkja og drepa undir stjórn.

 

Þetta hefur ekki verið útskýrt fyrir þjóðinni.

Kveðja að austan.


mbl.is Ný innlögn á 12 klukkustunda fresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 1537
  • Frá upphafi: 1321545

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1310
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband