Þegar siðleysingjar stjórna þjóð.

 

Þá fáum við frétt eins og þessa.

Að það sé varað við ferðalög til landa þar sem seinni bylgja veirunnar hefur ekki náð sér á strik.

"Aft­ur á móti tel­ur sænska rík­is­stjórn­in ekki óhætt að ferðast til Finn­lands og Eystra­salts­ríkj­anna þrátt fyr­ir að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu séu það þau ríki þar sem fæst smit eru á hverja 100 þúsund íbúa.".

Það á víst að hefna sín á löndunum sem tóku hart á sænska smitinu.

 

Ófréttin er sú að það er flestum löndum sama hvort sænsk stjórnvöld hafi aflétt ferðatakmörkunum, þau glíma við sinn vanda og flytja ekki inn smit ef þau ætla að láta innlendar sóttvarnir virka.

Telji þau smit útbreitt í Svíþjóð, þá loka þau.

 

Sænsk stjórnvöld hins vegar sjá ekkert athugavert við að ferðamenn geti borið smit inní landið.

Líklegasta skýringin er að það tókst ekki að drepa nógu marga í síðustu smitbylgju.

 

Hægri öfginn sem peningar plöntuðu inná ritstjórn Morgunblaðsins og hefur samviskusamlega týnt til allar örfréttir sem geta nýst til að grafa undan sóttvörnum þjóðarinnar, hann telur það frétt að Svíar og Breta séu með gagnkvæmar reglur um ferðir án sóttkvíar milli landanna.

Sem var vissulega ekki órökrétt þar sem stífar ferðatakmarkanir til Svíþjóðar, úrkasts Evrópu, hafa hægt á seinni smitbylgjunni í landinu.

Svíar smita ekki í augnablikinu, gamla veiran dó sökum aldurs, smitvarnir Evrópu hafa hindrað nýja útbreiðslu í landinu.

 

En það sem hinn heimski hægri öfgi fær ekki skilið, og er fréttin í þessari frétt, er að Svíar launa Bretum greiðann með því að leyfa innflutning á smit frá Bretlandi.

Þetta er fimm daga frétt frá Bretlandi;

"Smitum hefur fjölgað á ógnarhraða í Bretlandi síðustu daga og á mánudag taka gildi hertar samkomutakmarkanir þar í landi. Þá mega aðeins 6 koma saman, hvort sem það er innandyra eða úti. Hingað til hafa 30 mátt koma saman. Breska ríkisútvarpið greinir frá en Boris Johnson forsætisráðherra gefur út sérstaka tilkynningu um nýjar takmarkanir seinna í dag".

Bresk stjórnvöld herða mjög sóttvarnir, og í kjölfar þess leyfa sænsk stjórnvöld óhindraðar ferðir til og frá Bretlandi.

Síðan er einhver brennivínssali borinn fyrir því að veiran smitist ekki á breskum krám, sem líklegast á þá að vera ástæðan fyrir afléttingu Svía á ferðatakmörkunum til Bretlands, það vita allir hvort sem er að ofurskattlagningin á áfengi í Svíþjóð þýðir að Svíar gera aðeins eitt í ferðalögum sínum til útlanda, þeir kaupa og neyta áfengis.

 

Ef ég er heimskur segir hægri öfginn, þá hljóta lesendur blaðsins að vera það líka.

Eftir stendur spurningin, af hverju gengur restin af ritstjórninni ekki út og fær sér vinnu þar sem vitsmunum þeirra er ekki ógnað á hverjum degi??

 

En við því er einfalt svar, flugið tók við, jafnt óánægðum blaðamönnum, kennurum eða hjúkrunarfræðingum, kórónaveiran stoppaði víst þá flóttaleið.

Skömm sé henni.

 

Við erum samt heppin sem þjóð að siðleysingjar hægri öfganna stjórna ekki okkur.

Og sem lesendur Morgunblaðsins getum við alltaf þó beðið.

Fyrir Mogganum og starfsmönnum hans.

 

Það hefur oft verið beðið að minna tilefni.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Svíar aflétta ferðatakmörkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Sæll Ómar

Það er óþarfi að ráðast að mogganum þó hann segi okkur fréttir. Sama hversu vel eða illa okkur er við eigendur hans.

kveðja af Skaganum

Gunnar Heiðarsson, 14.9.2020 kl. 23:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Mogginn er aldrei of oft skammaður þessa dagana, ekki eftir að hluti ritstjórnarinnar fór að skekkja allan fréttaflutning um heimsfaraldurinn og grafa þannig undan innlendum sóttvörnum.

Ef þeir hefðu sleppt því að vitna í brennisvínssalan þá hefði þetta gengið, plúsinn var jú að segja frá Finnunum.

En af öllum röddum sem heyrast frá Bretlandi í dag, þá var brennivínssali valinn til að tjá andstöðu sína við sóttvarnir þarlendra yfirvalda, og það innslag kom út úr skrýtnari kú en henni Búköllu, þó átti hún hala sem gat búið til heilu fjöllin og fjallgarðana.

Þess vegna er þetta ekki frétt Gunnar, heldur áróður.

Sem og að fréttin í fréttinni, það er sú skrýtna ráðstöfun að opna fyrir ferðalög til lands þar sem þarlend yfirvöld hamast við að herða og loka vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar, en hafa á sama tíma lokað til landa þar sem smit eru ennþá mjög lítil eða í minni kantinum, fær enga athygli.

Pólitík í sóttvörnum, og ef enginn fannst í Svíþjóð sem hafði tjáð sig þar um, þá gátu menn alveg látið það vera að vitna í brennivínssalann í staðinn, Boris Johnson les hvort sem er ekki Moggann.

Hins vegar er það mikill misskilningur hjá þér Gunnar að mér sé eitthvað illa við eigendur Morgunblaðsins, þvert á móti, fólk sem borgar með rótgrónum borgarlegum fjölmiðli, og líður honum visst frjálslyndi, það á allan heiður skilinn.

Hvernig væri lífið án Moggans??, ég bara spyr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2020 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 1412824

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 171
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband