Er Sigmundur farinn að róa á mið lýðskrumsins??

 

Gera Miðflokkinn að regnhlífasamtökum kverúlanta og hægri öfga??

 

Eða hvernig á að túlka þessi orð hans og höfum hugfast að hann vel gefinn maðurinn hefur ekki heimsku sér til afsökunar.

"Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, sagði að það hefði gengið vel á Íslandi að fást við kór­ónu­veiruna miðað við mörg önn­ur lönd. „Nema hvað, nú seinniparts sum­ar, hef­ur óviss­an verið miklu meiri en í upp­hafi. Í upp­hafi var út­skýrt fyr­ir okk­ur hvað sótt­varn­ar­yf­ir­völd ætluðu sér, þau ætluðu að stýra þessu með þeim hætti að heil­brigðis­yf­ir­völd réðu við það, við feng­um að sjá mynd­ir af þess­ari kúrfu og farið yfir hvað það þýddi að fletja kúrf­una,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

Hann bætti við að nú væri það al­gjör­lega óljóst að sínu mati hvert mark­mið stjórn­valda í viður­eign­inni við þessa veiru væri. Hann væri sam­mála Katrínu í því að stjórn­völd hlytu að vilja vernda heilsu og efna­hag lands­manna eins og kost­ur er. „En með hvaða hætti? Hvaða tak­mörk­um ætla menn að stefna að til að ná því óljósa meg­in­mark­miði?“ spurði Sig­mund­ur Davíð. ".

 

Hvað óvissa hefur verið meiri núna seinnipart sumars miðað við í vor?? Og hvað er það sem er óljóst í stefnu stjórnvalda??

 

Í vor fengum við bylgju sem virtist geta orðið stjórnlaus miðað við reynslu annarra landa.

Íslensk sóttvarnaryfirvöld lögðust í upphafi gegn lokun landamæra og sögðust ætla að stjórna faraldrinum með smitrakningu og sóttkví.  Markmið var þá sagt vera að fletja út smitkúrfuna svo heilbrigðiskerfið réði við veikt fólk sem hefði dáið án meðhöndlunar.

Síðan lögðust allar flugsamkomur af um allan heim og ferðalög milli landa voru ekki leyfð án sóttkvíar, eitthvað sem var ekki bundið við Ísland.

Og þá náðum við loksins tökum á útbreiðslunni og náðum að útrýma veirunni úr íslensku samfélagi undir vorið. 

 

Þegar landamærin voru opnuð á ný þá var það gert á þann hátt að skimað var fyrir veirunni auk þess að nokkur lönd voru talin örugg og það þyrfti ekki að skima.

Þá var markmiðið að veiran fengi ekki aftur að breiðast út, reiknað var með staðbundnum sýkingum, en vonast til að smitrakning og sóttvarnir kringum smitið myndi duga til að nýr faraldur færi ekki á stað.

 

Þessi stefna mistókst, landamærin láku og smit dreifðist um samfélagið án þess að hægt væri að rekja uppruna þess.

Á sama tíma bentu óháðir hagfræðingar á að ávinningurinn af smitlausu samfélagi væri meiri en kostnaðurinn við að verja landið með sóttkví við landamærin.

Málamiðlun stjórnvalda var 5 daga sóttkví og seinni skimun, og fullur stuðningur við markmið sóttvarnaryfirvalda um að eyða veirunni svo almenningur gæti lifað eðlilegu lífi, án stöðugra sóttkvía, hafta á samkomum og viðburðum, hægt væri að stunda og keppa í íþróttum og skólarnir væru opnir án þess að þeir minntu á þriðja flokks öryggisfangelsi í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

 

Skýr stefna, skýr markmið, og svo spilar Sigmundur sig fífl og þykist ekkert sjá annað en óvissu, eða ekki skilja með hvaða hætti stjórnvöld ætluðu að vernda heilsu og efnahag þjóðarinnar??

Hvað er svo flókið við það markmið að almenningur geti lifað eðlilegu lífi og til að ná því markmiði að þá er tvær skimanir við landamærin og 5 daga sóttkví þar á milli??

Það er engin afsökun fyrir Sigmund að til eru fífl þarna úti, sum jafnvel skreyta sig með doktorsnafnbót í lýðheilsufræðum, sem benda á árangur sóttvarna og gagnálykta síðan að þar með séu þær óþarfar.

Hvað þá að hann skýli sig á bak við harðskeyttan áróður hagsmunaafla sem bæði ljúga til um hættuna við opin landamæri hvað varðar ferðafólk, og ýkja skaðann af 5 daga sóttkvínni.

 

Landið var að lokast hvort sem er vegna seinni bylgjunnar, það skýrir hluta afpantana sem og að stjórnlaus útbreiðsla veirunnar í Evrópu er mætt með hörðum sóttvörnum heima fyrir, í því ástandi er fólk lítið eða ekkert að ferðast.

Nema hugsanlega, hugsanlega til landa sem eru veirufrí og því lítil sem engin áhætta að ferðast til.

 

Munum síðan að ein birtingarmynd lygaáróðursins var sú fullyrðing að hér væri ekki gætt meðalhófs miðað við alvarleik hinnar nýju bylgju, og bent á vægari sóttvarnir í nágrannalöndum okkar.

Sem var rétt að hluta, en aðeins að hluta því menn báru ekki saman sömu tímalínur í útbreiðslu veirunnar.

Sem og að mörg lönd voru ofurseld stjórnmálamönnum sem tóku ekki hlutina nógu alvarlega, beittum frösum sem sóttvörn líkt og frjálshyggjudeildin í Bretlandi gerði.

 

Afleiðingin stjórnlaus útbreiðsla, miklu strangari sóttvarnir.

Því  menn rífast ekki við raunveruleikann, og ef hann er banvænn þá drepur hann.

Nema að fíflin deyja fyrst.

 

Það er gæfa okkar að lýðskrumarar og fífl stjórna ekki þjóðinni í dag.

Megi sú gæfa haldast.

Kveðja að austan.


mbl.is Sóttvarnaraðgerðir svo lengi sem faraldurinn geisar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvert er markmið stjórnvalda, Ómar? Og þá er ég að meina markmið, ekki aðferð.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.9.2020 kl. 21:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Eru lesgleraugun aftur að angra þig svo þú lest eins og þú sért með lesblinduna sem hann Kevin Hart hann var með í gamanmyndinni Night School??  Allt svona dansandi.

Og ég meir að segja feitletraði samdráttinn handa þér, ekkert að þakka fyrir þjónustuna, ég á ekki svo marga dygga lesendur að ég reyni ekki að koma til móts við þá.

En ókey, alltí góðu að skrifa það aftur, ekki mikið verk þökk sé peistinu og kópinu;

".. markmið að almenningur geti lifað eðlilegu lífi".

Ég skal segja þér í hvað það felst fyrir venjulegan mann Þorsteinn sem blöskrar afneitunina á alvarleikann, eða áróðurinn sem sá í neðra kyndir undir og byggist á rangfærslum, hálfsannleik og blekkingum, því ég er ekki það skyni skroppinn að ég viti ekki að það eru tvær hliðar á hverju máli hið minnsta, en ég veit líka að góður málstaður þarf ekki rangfærslur, hálfsannleik eða blekkingar, hvað þá rökræðu afneitunarinnar.

Fyrir utan að sleppa við bölvaðan handþvottinn, og að láta fólk sem lætur eins og það sé Bjarnabófarnir afgreiða mig í búðum, þá þýðir það að ég þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af því öldruð móðir mín geti ekki umgengist syni mína án þess að þeir beri þann kross að geta orðið ömmu sinni að aldurtila, ég þarf ekki lengur að spyrja bróður minn sem er stoð og stytta hvort hann hvort hann hafi ekki passað sig vel í vinnunni, það þýðir að nánir ættingjar eða tengdafólk sem er komið á aldur, þurfi ekki lengur að sæta lagi til að deyja milli smitbylgja, og það þýðir að einn daginn fær tengdamóðir mín aftur ljósgeislana, ungviðið sem er í raun eina markmið lífs okkar að koma á legg, í heimsókn á hjúkrunarheimlið sem hún dvelur á.

Síðasta innilokun var helvíti á jörð fyrir tengdaforeldra mína líkt og aðra aldraða sem þurftu að þrauka aldur sinn og einsemd án þess stuðnings sem er fólgin í reglulegum heimsóknum afkomendanna, ríkidæmisins sem þau skyldu eftir í lok ævistarfs síns.

Þetta snýr líka að sonum mínum og lífi þeirra en frá því að þeir voru 6 ára hefur lífið verið fótbolti, líkt og hjá svo mörgum vinum þeirra og bekkjarfélaga.  Það hefur verið æft, aldrei sleppt úr æfing nema vegna veikinda, sumarfrí litin hornauga, það miklu að þau hafa ekki verið tekin á sumarlagi síðustu árin.  Aldrei sleppt úr leik, alltaf mættir fullir af áhuga, og uppskeran eftir því.

Að spila til úrslita við bestu lið landsins þegar þeir hafa verið á eldri ári í hverjum flokki frá því í 5. flokki, fyrst með félögum sínum í Fjarðabyggð, svo kom Vopnafjörður og Egilsstaðir inní liðið. 

Alltaf færst nær því að sigra hina bestu, og núna er síðasta tækifæri til þess, úrslitakeppnin í þriðja flokk.

Eina ógnin er veikindi og meiðsli því það er ekki offramboð af leikmönnum í litlum byggðum sem hafa getu og burði til að keppa við þá bestu.

Svo kom kóvid, og krakkar í sömu sporum sem stunda handbolta, körfubolta eða aðrar íþróttir sem eru stundaðar yfir vetrartímann, upplifðu að það var klippt á keppnistímabilið, og þeir bestu gátu ekki skorið úr um hverjir væru bestir, en það er jú tilgangurinn með öllum æfingunum, með öllu brasinu, að berjast um titilinn á þeim forsendum að hafa reynt sitt besta.

Fyrir þá sem eru á eldri ári í þriðja flokki, kemur þetta tækifæri aldrei aftur, öll vinnan, allt erfiðið fékk ekki sína uppskeru.

Fyrst að veiran var jörðuð í vor, þá átti fótboltinn að sleppa, svo var ákveðið að hleypa inn veirunni viljandi því menn vissu að eins skimun við landamærin væri ekki örugg.

Þetta eðlilega líf var undir Þorsteinn, vegna einhver sem menn vissu innst inni að gat ekki gengið, veiran myndi koma, breiða úr sér, og ef sóttvarnir yrðu ekki hertar, þá mynd landið lenda á eldrauðum lista og öll ferðalög til landsins yrðu skilyrt sóttkví við heimkomuna, ekki 5 daga eins og hér, heldur 14 daga. 

Þetta slapp til vegna hinna skjótu viðbragða sem þú hefur af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hamast gegn frá fyrsta degi, því þú veist að það er óskhyggja að ætla að ferðamannaiðnaður dafni í landi þar sem veirusmit eru í veldisvexti, eða henni er haldið í skefjum með því að loka allri samfélagslegri starfsemi hjá innlendum.

Ég upplifði það í dag að örverpið mitt var í fyrsta skiptið í byrjunarliði 2. deildarfélags Fjarðabyggðar og spilaði allan leikinn, gott hjá 16 ára gömlum strák sem þurfti tvívegis að vinna sig uppúr fótbroti frá miðju sumri í fyrra, þar sem seinni tíminn í gifsi var þrefaldur miðað þann fyrri.  Bróðir hans var á Hornafirði með félögum sínum í þriðja flokki þar sem þeir unnu 2 síðustu leikina sína í riðlinum við ÍBV, fóru ósigraðir í gegnum keppnina í C2 riðli og báðir bræðurnir fara svo í úrslitakeppni C riðla um næstu helgi.

Báðir ómeiddir, hinn bróðirinn er búinn að ná sér nokkurn veginn eftir seinni tognunina á ökklanum (fyrst vinstri, svo hægri  2 mánuðum seinna).

Meiðslin eru sorgin, gleðin að vinna bug á þeim, innri styrkurinn er að gefast aldrei upp, koma alltaf til baka.

Þetta er eðlilegt líf fyrir 16 ára gamla fótboltastráka á landsbyggðinni, að hafa æft í 10 ár til að eiga möguleika í þá bestu.  Sigurinn er bónus því margir, og því miður aðeins sterkari, eru tilkallaðir, en þeir hafa aldrei áður mætt í úrslitakeppni með alla sína sterkustu leikmenn heila. 

Tíu ár og þetta vilt þú eyðileggja, eins og alla aðra drauma, vonir og þrár í samfélaginu sem byggist á eðlilegu lífi.  Að veirunni sé haldið frá okkur en sé ekki leyft að dreifa sér óhindrað um samfélagið.

Það eru ekki rök í málinu að vísa í áföll þeirra sem vinna við eða eiga og reka fyrirtæki í ferðaþjónustunni, þau áföll eru vegna veirunnar, ekki vegna sóttvarna.

Að trúa öðru er blekking.

Þér og þínum tókst ekki að eyðileggja draum strákanna minna, þó tæpt hafi staðið á tímabili.

En ykkur tókst að sundra ákallinum um að byrðum yrði dreift, og enginn yrði látinn sogast í hyldýpi kórónufaraldursins, með því að berjast fyrir því sem aldrei gat orðið, og meðan var ekki barist fyrir því sem þurfti að gera, og var hægt að gera.

Að þjóðin kæmist sameinuð í gegnum þennan háska.

Ég barðist þó fyrir draumi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.9.2020 kl. 23:53

3 identicon

Ég sé ekkert tilefni til að kalla Sigmund öfgamann. Það er að mestu leiti Sigmundi að þakka að þjóðin standi vel til að fást við efnahagsleg áföll. Sigmundu á ekki skilið dónaskap.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 08:33

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Svo "eðlilegt líf" almennings felst í hörmungum atvinnuleysis tugþúsunda og fordæmalausrar kreppu? Bara til að barnabarn þitt geti spilað fótbolta. Er yfirleitt fræðilega mögulegt að vera sjálfhverfari?

Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 10:41

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristinn.

Oft hollt að lesa áður en maður tjáir sig.

Fyrirsögnin er; "Er Sigmundur farinn að róa á mið lýðskrumsins??".

og síðan er spurt; Gera Miðflokkinn að regnhlífasamtökum kverúlanta og hægri öfga??"".

Síðan fjalla ég um á hvaða mið hann er að róa.

Sem eru mið hægri öfga og lýðskrums, og í raun Sigmundi til skammar.

En þó hann þurfi að skammast sín, því ekki hefur hann heimskuna sér til afsökunar, þá er það þín ályktun að það geri hann að hægri öfgamanni.

Sem ég fæ ekki skilið, hvorki út frá fyrri störfum Sigmunds, skrifum hans eða ræðum, málflutningi hans almennt, eða þó ég þrautlesi pistilinn sem er vörn fyrir það markmið að við getum lifað eðlilegu lífi í landi okkar.

Það er rétt að Sigmundur á ekki skilið dónaskap og ég vona að þú gefir það ekki aftur í skyn að hann sé hægri öfgamaður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.9.2020 kl. 10:48

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Alltaf gaman að leggja fyrir þig próf og sjá hvað þú lest.

Dæmið sem ég tek um drauma og eðlilegt líf, er dæmi þúsunda barna þessa lands um að fá að lifa eðlilegu lífi án ótta og stífra sóttvarna.

En ég viðurkenni að það þarf vissa rökhugsun að hugsa út frá einstaklingnum yfir í fjöldann, það er eitthvað sem þér er fyrirmunað þegar þú þjónar þínum þröngu sérhagsmunum.

Þessi síbylja þín; "í hörmungum atvinnuleysis tugþúsunda og fordæmalausrar kreppu?", er blekking, sjónhverfing og maður þarf að vera á háu kaupi sem áróðursmaður til að gera svona ítrekað lítið úr vitsmunum sínum.

Núna ætla ég aftur að peista til þín feitletrun úr athugasemd minni, það virkaði svo vel með markmið stjórnvalda, sá að þú gerðir enga athugasemd hér að ofan.

"Það eru ekki rök í málinu að vísa í áföll þeirra sem vinna við eða eiga og reka fyrirtæki í ferðaþjónustunni, þau áföll eru vegna veirunnar, ekki vegna sóttvarna.".

Ferðamannaiðnaðurinn um allan heim er að glíma við sama vandamál Þorsteinn, þó að það sé opið þá eru fáir eða engir ferðamenn, og þar sem var opið er verið að tilkynna hertar aðgerðir, jafnvel samfélagslegar lokanir.

Ef vandinn væri bundinn við Ísland þá héldu rök þín vatni og stæðust skoðun heilbrigðrar skynsemi.

En svo er ekki, og síbylja blekkinga þinna og rangfærslna er hins vegar dæmi um samfélagslegan glæp, " þetta vilt þú eyðileggja, eins og alla aðra drauma, vonir og þrár í samfélaginu sem byggist á eðlilegu lífi".

Og það eru menn eins og þú sem einmitt ýta undir örvæntingu fólks sem hefur orðið hart út í þessum faraldri;

"En ykkur tókst að sundra ákallinum um að byrðum yrði dreift, og enginn yrði látinn sogast í hyldýpi kórónufaraldursins, með því að berjast fyrir því sem aldrei gat orðið, og meðan var ekki barist fyrir því sem þurfti að gera, og var hægt að gera.".

Afsökunin þín er engin.

En það er rétt hjá þér að ég er sjálfhverfur, ef fótboltasumarið hefði ekki verið undir, þá hefði ég þagað, hvötin til að tjá mig hér á Moggablogginu er því sem næst orðin engin, og tilgangsleysi þeirra blasir við, á stundum hefði ég varla nennt þess ef ekki væri fyrir dygga lesendur athugasemdarkerfis míns.

En ég ítreka, ég berst fyrir draum, þú berst fyrir að eyðileggja.

Og það er öruggt að sjálfhverfa útskýrir það ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.9.2020 kl. 11:12

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eins og þú veist eru nýjustu ráðstafanir stjórnvalda beinlínis að valda atvinnuleysi þúsunda. Ástæðan er sú að það sem eftir var af ferðaþjónustunni hefur stöðvast. Þetta bætist við önnur áhrif. Þetta veistu, ef þú á annað borð gerir einhverja tilraun til að fylgjast með fréttum. Hvers vegna reynir þú þá sífellt að halda öðru fram? 

Hvaða þröngu sérhagsmunir eru það sem ég þjóna? Veist þú til þess að ég hafi einhverja hagsmuni í ferðaþjónustu? Nei, það veist þú ekki, enda hef ég það ekki. Samt heldur þú sífellt áfram með slíkar ásakanir. Er það vegna þess að þú trúir því að ef þú endurtekur lygina nógu oft verði hún að sannleika? 

Áhyggjur mínar af þessu máli eiga sér rót í því að ekki er gætt að heildarhagsmunum þegar ákvarðanir eru teknar, og að það leiðir af sér ótaldar hörmungar fyrir þúsundir fólks. Það er staðreynd, en hvorki blekking né sjónhverfing. Maður sem heldur öðru fram er annað hvort frámunalega heimskur eða sérlega óheiðarlegur.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 13:22

8 identicon

Þegar rætt er almennt um meginmarkmið, þá felst yfirleitt í því að spurt sé um framtíðarsýnina.

Því hvað er ferð án sýnar á, að hverju skuli stefnt?

Með það í huga, finnst alla vega mér spurning Sigmundar Davíðs eiga fullan rétt á sér.

Og í því samhengi algjör óþarfi að bendla hann við allt það sem þú foraktar hvað mest, "hægri öfga".

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 15:58

9 identicon

Hver er t.d. sýn núverandi ríkisstjórnar á því hvort og þá hverning ferðaþjónustu eigi að inna af hendi hér á landi? 

Keyra aftur í gang massatúrismann, sem drekkt hefur innviðum landsins?

Eða byggja á fleiri stoðum í atvinnuuppbyggingu?

Engu hefur núverandi ríkisstjórn svarað til um það.

Miðað við dug Sigmundar Davíðs á tímum Icesave baráttunnar og eins skuldaleiðréttingu heimimilanna, á sínum tíma, þá finnst mér þú Ómar ætla núna Sigmundi verra, en hann á skilið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 16:08

10 identicon

"Er Sigmundur farinn að róa á mið lýðskrumsins"

"Það er gæfa okkar að lýðskrumarar og fífl stjórni ekki þjóðinni í dag."

Finnst þér virkilega, Ómar, að Sigmundur eigi þessa sleggjudóma þína skilið.

Sem þú dæmir eingöngu út frá eðlilegri spurningu um hver meginmarkmið ríkisstjórnarinnar séu?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 16:23

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sigmundur spyr um markmið og forsætisráðherra á í miklum vandræðum með að svara þeirri spurningu. Enda hefur hún ekki hugmynd um það. Mann er jafnvel farið að gruna að réttara sé að skoða viðskiptaáætlanir lyfjarisans AmGen til að leita skýringa á aðgerðum íslenskra stjórnvalda. Enda er fulltrúi AmGen sá sem mælt hefur fyrir um stefnuna.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 16:41

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ elsku Þorsteinn minn, það er ekki að ástæðulausu sem mér þykir svona vænt um þig, og þér að segja að í minni sjálfhverfu, hefur þú verið mikið hreyfiafl fyrir nennu mína í sumar.

Þú hefur staðið þína vakt með sóma, hver sem hvatinn er, kannski deilir þú sama ótta og ég um hvað verður um allt fólkið sem fjárfesti í góðri trú, hvort sem það var í rekstri og uppbyggingu hans, eða kaus sér starfsvettvang í atvinnugrein sem skilaði góðum tekjum, og út frá því lagði út í fjárfestingu í húsnæði eða öðru sem nútímasamfélag krefur barnafjölskyldur um.

Kannski var ljótt af mér að gefa annað í skyn, en ég er nú eins og ég er og aðeins þú getur svarað því.

Sem ég er öruggur um að þú gerir ekki, því þú svarar ekki spurningum þegar ég hætti að fara út og suður, og sný mér konkret af fullyrðingum þínum og þeim rökum sem búa að baki.

Ef þú létir mig ekki alltaf fíflast í þér, þá átti ég kannski von á andsvari fyrr í ætt við þitt nýjasta, að Katrín haldi ekki alltaf rökhugsun, og svo síðan skeytt við nýjustu samsæriskenningunni um Bill Gates, eða er hann ekki að baki þessu AmGen??

Passlega út í hött til að þú sért að rífast við fréttina, eða þína upplifun á Katrínu, en ekki efni og efnistök pistil míns, sem er jú það sem ég ver og spinn út frá.

Mér finnst þetta samt skemmtilegri nálgun en að ráðast á drauma Þorsteinn.

Slíkt er aðeins efni í dark horor film.

Og hver gerir slíkt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.9.2020 kl. 17:51

13 identicon

Athugasemdir mínar hér að ofan miðast vitaskuld við það hver meginmarkmið og framtíðarýn núverandi ríkisstjórnar er, eftir að takast mun að vinna bug á bévítans veirunni. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 17:57

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon tíundi.

Ég var virkilega farinn að halda að eitthvað hefði staðið í þér, en hafi það svo verið, þá ætti ég kannski að þakka Þorsteini vini mínum að hafa slegið hart á bak þitt og þú hafir í kjölfarið náð andanum og penna þínum.

Þorsteinn átti athygli mína, sem gefur að skilja, eins dyggur og hann er, svo ég las fyrst seinustu athugasemd þína, og ákvað í kjölfarið að vinna mig afturábak, og svara þér efnislega eftir þeirri athugasemd sem ég les, án þess að ég hafi litið augu á þær sem á undan koma.

""Er Sigmundur farinn að róa á mið lýðskrumsins"

"Það er gæfa okkar að lýðskrumarar og fífl stjórni ekki þjóðinni í dag."

Finnst þér virkilega, Ómar, að Sigmundur eigi þessa sleggjudóma þína skilið.

Sem þú dæmir eingöngu út frá eðlilegri spurningu um hver meginmarkmið ríkisstjórnarinnar séu?".

Nú skal ég játa að ég hlustaði ekki á Sigmund og Katrínu, ég horfi helst ekki á sjónvarp nema einhver sé drepinn í því, eða talað sé við venjulegt fólk, ásamt myndum af landi og fólki.  Eina undantekningin í nokkur ár var debat Kára við kvensjúkdómalækninn, en það var bara vegna þess að ég reiknaði með að Kári myndi taka Egil Skalla á Jón Ívar.

En ég las fréttina, setti hana í samhengi við umræðu líðandi stundar, bæði hér og í öðrum löndum þar sem hægri öfgar frjálshyggjunnar hafa sótt að lýð, og út frá því samdi ég bæði pistil, sem og fyrirsögn sem lýsti efni pistilsins.

Að því gefnu Símon minn að þú sért ekki andsetinn eða að hakkarar hafi yfirtekið auðkenni þitt, þá skil ég ekki spurningu þína.

Ég veit ekki til þess að ég setji fram skoðanir án rökstuðnings, og því spyr ég þig hvaða reynslu hefur þú af pistlum mínum að þú teljir þig hafa rétt á þessari orðanotkun; "að Sigmundur eigi þessa sleggjudóma þína skilið".

En kannski eru rökin hjá Símoni níunda.

En á meðan er það kveðjan.

Ómar Geirsson, 14.9.2020 kl. 18:10

15 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

þó að Ómar Geirsson granni minn ágætur sé um margt lagin, þá er sjálf stýringin af gamalli gerð og því rétt að hafa auga á kompásnum þar sem hann er fullur af spritti.

En það er nokkuð sem Ómar granni minn sinnir lítt, að fylgjast með kompásnum, enda hamfara maður, og getur þá á stundum staðið af honum mannskaða rok. En haminn verður ekki klárinn fyr en taminn.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 14.9.2020 kl. 18:15

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon níundi.

Sá tíundi skyldi mig í lausu lofti, sleggjudómur var settur fram um skrif mín, og rökstuðningurinn var, "Sem þú dæmir eingöngu út frá eðlilegri spurningu um hver meginmarkmið ríkisstjórnarinnar séu?".

Víkjum þá að orðum Sigmundar samkvæmt fréttinni sem ég las;

"Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, sagði að það hefði gengið vel á Íslandi að fást við kór­ónu­veiruna miðað við mörg önn­ur lönd. „Nema hvað, nú seinniparts sum­ar, hef­ur óviss­an verið miklu meiri en í upp­hafi. Í upp­hafi var út­skýrt fyr­ir okk­ur hvað sótt­varn­ar­yf­ir­völd ætluðu sér, þau ætluðu að stýra þessu með þeim hætti að heil­brigðis­yf­ir­völd réðu við það, við feng­um að sjá mynd­ir af þess­ari kúrfu og farið yfir hvað það þýddi að fletja kúrf­una,“ sagði Sig­mund­ur Davíð. 

Hann bætti við að nú væri það al­gjör­lega óljóst að sínu mati hvert mark­mið stjórn­valda í viður­eign­inni við þessa veiru væri. Hann væri sam­mála Katrínu í því að stjórn­völd hlytu að vilja vernda heilsu og efna­hag lands­manna eins og kost­ur er. „En með hvaða hætti? Hvaða tak­mörk­um ætla menn að stefna að til að ná því óljósa meg­in­mark­miði?“ spurði Sig­mund­ur Davíð.".

Nú er það þannig Símon níundi að visst bandalag er um að efast um vitsmuni mína, hjá annars vegar Þorsteini vini mínu og hins vegar strákunum mínum, en ég hef alltaf talið mér í trú um að Þorsteinn sé að stríða mér og strákarnir á þeim aldri að það væri merki um vanþroska að efast ekki um vitið hjá gamla manninum, og kannski er það skýring þess, að ég sé enga brú á milli þessara orða, sem eru tilefni skrifa minna, og þeirra spurninga sem þú setur fram;

"Hver er t.d. sýn núverandi ríkisstjórnar á því hvort og þá hvernig ferðaþjónustu eigi að inna af hendi hér á landi? 

Keyra aftur í gang massatúrismann, sem drekkt hefur innviðum landsins?

Eða byggja á fleiri stoðum í atvinnuuppbyggingu?

Engu hefur núverandi ríkisstjórn svarað til um það.".

Meira svona gjá, og ekki finnst mér bambusinn sem þú settir á milli í anda brúarinnar sem hélt illa India Jones í Musteri Dómsins, ná að brúa þá gjá, það er milli orða Sigmundar og spurninga þinna;

"Miðað við dug Sigmundar Davíðs á tímum Icesave baráttunnar og eins skuldaleiðréttingu heimilanna, á sínum tíma, þá finnst mér þú Ómar ætla núna Sigmundi verra, en hann á skilið.".

Sé ekki alveg samhengið við fyrri störf Sigmundar, þakka þér samt fyrir að ætla hann ekki hægriöfga mann líkt og Kristinn gerði hér að ofan, samt Símon níundi, hvar er ég að ætla Sigmundi annað en hann sagði og í því samhengi sem orð hans eru sögð??

Ef ég á að koma af fjöllum til að skilja þá er það bara svo Símon minn góður að þó ég hafi nýlega sleppt hækjunum eftir rúmlega 2. mánaða þjónustu, þá er ég ekki farinn að ganga á fjöll fyrir því, en vissulega er ég farinn að bera út Moggann til Hrólfs á góðum degi, en orð þín erum mér samt óskiljanleg.

Svo ég varð þá að treysta á Símund áttunda mér til skilnings.

En á meðan er það kveðjan.

Ómar Geirsson, 14.9.2020 kl. 18:45

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon áttundi.

Ljóstýran sem ég taldi við enda ganganna, eða réttara sagt væri við upphaf þeirra og ætti að lýsa inní myrkur þess rökstuðnings sem ég las hjá tíunda og batnaði lítt hjá þeim níunda, var þá bara lampi sem ekkert lýsti, nema þá einhverju ljósi á bylgjulengd sem er fyrir ofan og neðan þann skilning sem heilabylgjur mínar fá numið.

"Þegar rætt er almennt um meginmarkmið, þá felst yfirleitt í því að spurt sé um framtíðarsýnina.

Því hvað er ferð án sýnar á, að hverju skuli stefnt?

Með það í huga, finnst alla vega mér spurning Sigmundar Davíðs eiga fullan rétt á sér.

Og í því samhengi algjör óþarfi að bendla hann við allt það sem þú foraktar hvað mest, "hægri öfga".".

Skil ekki Símon áttundi, mér er ofviða að skilja samhengið.

En kannski er ég bara svangur og konan búin að kalla í þrígang; matur.

Veit ekki.

Maður verður kannski að sætta sig við að sumt er manni hulið.

Ráðlegg þér samt að lesa andmæli mín við athugasemd Þorsteins, ásamt því að lesa pistilinn minn aftur, ef þú þá hefur lesið hann yfir höfuð.

Þú mátt samt alveg sleppa þessu með drauminn, það var bara lókal handa vini mínum Þorsteini.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.9.2020 kl. 18:54

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvers vegna reynir þú ekki bara að svara þeim spurningum sem til þín er beint? Það virðist þú alls ekki geta.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 19:18

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrólfur.

Ekki skal ég gera ágreining um að vara skal taka á kompásum fullum spritti, þeir áttu það allavega til að tæmast á árum áður þegar túrar lengdust, að mér skilst.

Og seint verður hamur taminn, enda lítt eftir þá sem minnir á ham.

Sem og ég reikna með að þú sért að spjalla við hinn nýja Miðflokksmann sem kemur formanni sínum til varnar þegar á hann er sótt, þó ég teldi að meiri vörn væri að hjálpa formanninum að skammast sín, í stað þess að þykjast ekki skilja að hann eigi að skammast sín, en þá er álit mitt ekki til umræðu hvað það varðar, enda ræðan á milli þín og Símonar.

En það er þetta með grannann, kannski tuð um keisarans skegg, en sem borin og fæddur útbæingur, Nesbæingur, sem neyddur var 5 metra inn fyrir læk, þá kannast ég aðeins við grannaskap við þig í æsku þegar þú bjóst í kjallaranum í húsinu sem Anna frænka mín Maggýjar átti heima á efri hæðinni, eða alveg þar til hún flutti út á Bakka.

Síðan þá hef ég stækkað á marga vegu og þú gránað, og báðir skipt ítrekað um íverustað og heimili. 

Ég get viðurkennt að þessir 5 metrar fyrir innan Konráðslækinn séu 5 metrar yfir landamæri út og innbæjar, en þetta er eiginlega miðbærinn, sem er alls ekki sami bær og innbærinn.

Sem í æsku var álíka skrýtinn og Kongó, og þá er ég ekki að vísa í Djúpavogsbúa.

En gamall granni tel ég mjög ásættanlegt, enda einu sinni Nesbæingur, ávallt Nesbæingur.

Sem og þið Sjálfstæðismenn verði alltaf Sjálfstæðismenn, þó það þykkni í ykkur annað slagið út í forystu flokksins, sem sannar annað að tvennu, hún er lifandi og þið eruð ekki dauðir í æðunum.  Jafnvel hvorutveggja.

Bjarni er sterkur á sinn hátt, tíðarandinn er ekki hans sök, sem og að mörgum ykkar eldri mislíkar hann, það er tíðarandann.

Eigum við ekki bara að vona að veiruskrattinn nái að fella þann anda líka, að grundvallargildi verði aftur hafin til vegs og virðingar??

Mér finnst það allavega góð von.

Kveðja að utan, úr Miðbænum, og þar með að austan.

Ómar Geirsson, 14.9.2020 kl. 19:43

20 identicon

Þar sem þér virðist ómögulegt að skilja hvað ég er að fjalla um, og veður bara á súðum eins og Bensi í Viðreisn um meinta lýðskrumara (að mati ykkar beggja) þá ætla ég að prófa að spyrja þig einfaldrar spurningar Ómar:

Hver er framtíðarsýn núverandi ríkisstjórnar  varðandi atvinnulíf landsins, að þínu mati, þegar tekist hefur að vinna bug á bévítans veirunni?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 20:24

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn minn.

Ég veit ekki annað en að spurningu þinni sé fullsvarað; "Hvert er markmið stjórnvalda, Ómar?" og ég meir að segja tvífeitletraði svar mitt; ".. markmið að almenningur geti lifað eðlilegu lífi".

Ef athugarsemdardálkurinn gerði mann kleyft að stækka letrið, þá hefði ég notað letur 14 í svari mínu og núna leturstærð 22 svo öruggt væri að þú skildir það sem þú læsir.

En líklegast ert þú að vísa í athugasemd 7 sem slapp framhjá radar mínum enda sá ég aðeins rununa frá Símoni í póstkerfi mínu sem lætur mig seint og illa vita um athugasemdir, þegar ég opnaði svo þráðinn, þá komst þú upp og mig skorti ímyndunarafl til að halda að þú væri líka ofar.

En mér er ljúft að svar henni.

"Hvers vegna reynir þú þá sífellt að halda öðru fram? ", spurning sem kom í framhaldi af þessari rökfærslu;

"Eins og þú veist eru nýjustu ráðstafanir stjórnvalda beinlínis að valda atvinnuleysi þúsunda. Ástæðan er sú að það sem eftir var af ferðaþjónustunni hefur stöðvast. Þetta bætist við önnur áhrif. Þetta veistu, ef þú á annað borð gerir einhverja tilraun til að fylgjast með fréttum. Hvers vegna reynir þú þá sífellt að halda öðru fram? ".

Það er ósönnuð fullyrðing að ráðstafanir stjórnvalda hafi valdið atvinnuleysi þúsunda. 

Af vef Vinnumálastofnunar; "Heildaratvinnuleysi mældist 9,5% í júní

Almennt atvinnuleysi var 7,5% í júní og hefur haldist svipað síðustu 3 mánuði, en það var 7,4% í maí og 7,5% í apríl. Gera má ráð fyrir að það verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7%, en hækki nokkuð í ágúst þegar áhrifa hópuppsagna á vormán­uðum fer að gæta í atvinnuleysistölum og verði þá á bilinu 8-9%.Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli hefur á hinn bóginn lækkað hraðar en ráð var fyrir gert og var komið niður í 2,1% í júní, samanborið við 5,6% í maí og 10,3% í apríl þegar það var hvað mest.".

Og þetta var sagt um júlí; "Heildaratvinnuleysi var 8,8% í júlí

Almennt atvinnuleysi var 7,9% í júlí. Er það nokkur aukning frá fyrri mánuðum, en það var 7,5% í júní og 7,4% í maí. Atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli hefur á hinn bóginn lækkað hratt og var komið niður í 0,9% í júlí, samanborið við 2,1% í júní og 10,3% í apríl þegar það var hvað mest. ".

Og þetta segja þeir um ágúst; "miðvikudagur, 2. september 2020 Hópuppsagnir í ágúst

Alls bárust 4 tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst, þar sem 284 starfsmönnum var sagt upp störfum.".

Þetta er frasi Þorsteinn hjá þér, ein megin ástæða stefnubreytingar ríkisstjórnarinnar um sóttvarnir á landamærunum var þegar óháðir hagfræðingar að fórnarkostnaðurinn við opin landamæri væri meiri en ávinningurinn, að sóttvarnir í kjölfar nýrrar bylgju heftu atvinnulífið, drægju úr eftirspurn og sköðuðu fjölmennar atvinnugreinar sem kenna má við afþreyingu ýmiskonar, þar á meðal bein áhrif á veitingahús og öldurhús.  Þú hefur litið að gera við ferðamenn ef þeir mega ekki borða hjá þér vegna sóttkvíar.

Þú hefur síðan ekkert í höndunum Þorsteinn, stafa það stórum stöfum EKKERT, sem sannar að hér hafi samdráttur í ferðaþjónustu verið hlutfallslega meiri en hjá öðrum ferðamannalöndum.

EKKERT.

Það var alls staðar samdráttur, og það líf sem þó er dugar engan veginn til að mæta breytilegum kostnaði hjá ferðaþjónustu, bæði hér og erlendis, sem gerir ráð fyrir að sinna miklum meiri fjölda en þó ferðaðist í sumar. 

Síðan var Ísland komið á rauða lista hjá mörgum löndum vegna þó þeirrar bylgju sem við fengum eitt smit sem slapp framhjá sóttvörnum, mörg önnur smit voru síðan stöðvuð við seinni skimun, og í dag er um 20% allra smita við landamærin greind í seinni skimun.

Þetta þýðir á mannamáli að þessi seinni bylgja hefði aðeins versnað og versnað, og Ísland hefði orðið eitt af fyrstu eldrauðu svæðum Evrópu. 

Og fyrir utan Svía Þorsteinn, hver leyfir ferðalög til slíkra landa??

Nefndu mér þau einu sinni, svaraðu einu sinni rökunum sem beint er til þín, ég hef ítrekað bent þér á þetta röksamhengi, að það þrífst ekki ferðamannaiðnaður í smituðu landi, aðrir loka á það.  Rök sem mig minnir að einhver Þorsteinn Sigurlaugsson hafi bent á í mars sem gagnrök gegn því að ekki mátti loka á smit því það skaðaði ferðaþjónustuna.

Varla heldur þú að það hafi verið sóttvarnir við íslensku landamærin sem hafi skýrt þá ákvörðun Breta að loka á ferðalög til Frakklands án sóttkvíar við heimkomuna??

Og hvað fær þig til að segja að restin af ferðamannaiðnaðinum hafi stöðvast??

Aðeins 12% af fyrirtækjum á Norðurlandi Eystra telja sig ekki lifa af þennan faraldur, þó hafa illa hannaðar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar ekki dugað nema um helming fyrirtækjanna.

Í blöðum og ljósvakamiðlum er síðan viðtöl við fólk sem kemur, og lætur ekki 5 daga sóttkví stöðva sig, ég hef hins vegar ekki lesið greiningu á hve mikið af afbókunum fyrir haustið sé vegna fólks frá löndum sem hafa sett Ísland á rauða listann, eða áætlun um hve þróunin hefði orðið ef smit hefði aukist, til dæmis miðað við kröfur um smitstuðul hjá löndum eins og Þýskalandi eða Bretlandi, hve mikið hefi smitið þurft að aukast til að þau lokuðu líka á okkur.

Hvað þá greiningu um ætlaðan fjölda ferðamanna í Evrópu í haust, núna eftir að ljóst er að seinni bylgja er skollin á í álfunni, ferðast fólk milli landa þegar stífar sóttvarnir eru heima fyrir??

Ekkert lesið annað en órökstuddar fullyrðingar, bull og blekkingu.

Þú segir annað, sýndu mér þá það.

Þú hefur aldrei vísað í neitt Þorsteinn frá því að þú vísaðir í eina staðbundna rannsókn um dánarhlutfallið í einni þýskri borg.

Ég ítreka Þorsteinn að "áföllin eru vegna veirunnar, ekki vegna sóttvarna", þau eru minni hér en ætla mætti miðað við umfang ferðamannaiðnaðarins og á því eru skýringar (sjá grein Gylfa í Vísbendingu).

Opnun landamæranna með einni skimun leiddi af sér faraldur þar sem varnaráðstöfunin var að taka upp 5 daga sóttkví og seinni skimun, reynslan hefur sannað að það var rétt ákvörðun, annars væri hér illviðráðanlegur faraldur (sbr. 20% smit við seinni skimun) og þó við hefðum haft þjóðfélagið lokað en opið fyrir ferðamönnum, þá væri ólíklegt að reyndin væri önnur en á Spáni þar sem varla sést til ferðamanna þessa dagana, enda mörg lönd með lokað á Spán vegna útbreiðslu veirunnar þar.

Þar sem ég er sanngjarn, þá máttu ráða hvort orð þín sem studdu spurningu þína séu bull eða blekking.

En þau lýsa ekki raunveruleikanum.

En langt mál, svo næsta spurning fær aðra athugasemd.

Á meðan er það kveðjan.

Ómar Geirsson, 14.9.2020 kl. 20:53

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei auðvitað getur þú ekki svarað þessu Símon Pétur því þú áttaðir þig á að þú varst í senn að rífast yfir öðru en ég var að pistla um eða fréttin fjallaði um.

Þú rökstyður ekki hugtakið sleggjudómur með því að spyrja spurninga sem eiga sér enga stoð í orðum Sigmundar og koma lýðskrumi hans ekkert við sem er í kjarna þessi orð ".. sagði að það hefði gengið vel á Íslandi að fást við kór­ónu­veiruna miðað við mörg önn­ur lönd. ";Nema hvað, nú seinniparts sum­ar, hef­ur óviss­an verið miklu meiri en í upp­hafi".".

Í pistli mínum færði ég rök fyrir því af hverju þetta væri lýðskrum, kannski hefði ég þurft að vitna líka í Kára þegar hann benti á að skýrari stefnu væri ekki hægt að hafa, það er að verjast veirunni við landamærin og það væri ekkert hægt að segja til um hvað yrði gert í framtíðinni því það vissi enginn um hvernig þessi faraldur myndi þróast, vitna í hann því mörgum virðist vera fyrirmunað að skilja það sem sagt er nema einhver þekktur sé borinn fyrir orðunum.

Ég fór ekki um víðan völl Símon, ég aðeins vitnaði í þín orð, þó ég hefði kannski getað sagt það í færri orðum að ég skildi þau ekki miðað við samhengi þess sem ég sagði, og þann dóm sem þú kvaðst upp um þau skrif.

En ég skal svara spurningu þinni; hef ekki hugmynd, efa að ríkisstjórnin viti það sjálf, enda engin spurt þeirrar spurningar, en margir hafa samt japlað á að allt muni fara í fyrra horf, en hvort það sé raunhæft er önnur saga.  Um rök þar um vísa ég í marga góða pistla eftir meistara Gunnar.

En á þessum tímum veit enginn neitt um framtíðina, og um það hef ég líkað pistlað, þó ekki nýlega.

Eina sem ég veit þó er að það sem er, mun ekki verða, en hvað verður hef ég ekki hugmynd.

Veit aðeins að umbrot eru framundan.

En það eru kannski sleggjudómar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.9.2020 kl. 21:09

23 identicon

"Ef menn hafa enga hugmynd um hvert markmið stjórnvalda er og að hverju þau stefna, þá geta þeir ekki gert ráðstafanir sjálfir, hvort sem þeir reka fyrirtæki eða bara fyrir sjálfa sig sem einstaklinga.  Ef menn hins vegar vita að hverju er stefnt, þá er hægt að laga sig að því og stjórnvöld geta líka lagað sig að því og veitt þeim aðilum stuðning sem verða helst fyrir barðinu á þeim reglum sem innleiddar eru."

Þetta er það sem Sigmundur er að tala um í þeirri frétt sem þú vitnar til.

Og mér finnst það vel mælt og tek undir þau orð.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 21:35

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Þorsteinn, þá er það seinni spurningahrina þín;

"Hvaða þröngu sérhagsmunir eru það sem ég þjóna? Veist þú til þess að ég hafi einhverja hagsmuni í ferðaþjónustu? Nei, það veist þú ekki, enda hef ég það ekki. Samt heldur þú sífellt áfram með slíkar ásakanir. Er það vegna þess að þú trúir því að ef þú endurtekur lygina nógu oft verði hún að sannleika? ".

Þröngu sérhagsmunirnir sem þú þjónar eru hagsmunir háværs minnihluta í ferðaþjónustunni sem stendur í herferð gagnvart stjórnvöldum vegna sóttvarna við landamærin.  Minnihluta segi ég vegna þess að ég hef heyrt viðtöl við venjulegt fólk í ferðaþjónustunni sem skilur ráðstafanirnar, það er það vill ekki bera ábyrgð á nýjum faraldri sem og það veit að þá yrði líka ekkert um ferðamenn, en það ákallar ríkisstjórnina um markvissari aðstoð, og það af gefnu tilefni.

Minnihluta segi ég því á móti eru alltaf sömu raddir lobbýista sem bendir til tenginga við fáa en fjársterka aðila.

Sérhagsmunir því almanna hagsmunir liggja í að fólk geti lifað eðlilegu lifi í landinu. 

Líf með ströngum sóttvörnum, samgöngutakmörkunum og stöðugum sóttkvíum er ekki eðlilegt á nokkurn hátt.  Þeir sem halda öðru fram hljóta að ljúga því ég fullyrði að enginn sé svo vitlaus að trúa slíkri vitleysu. 

Ég veit ekki til þess að þú hafir hagsmuni að ferðaþjónustu, hegðun þín líkist frekar manni sem er í vinnunni sinni, og sú vinna er að vera alltaf mættur á allar spjallsíður þar sem sóttvarnir eru ræddar, og spila sömu síbyljuna í bland við persónulegar svívirðingar.  Eiginlega uppfyllir þú öll skilyrði að vera rússneskur róbóti en þar sem ég þekki til þín frá fornu fari þá veit ég að svo er ekki.

Þess vegna fannst mér betra að þú hefðir einhverja hagsmuni sem brynnu á þér.

En áður en ég las þessa spurningu þína þá sló ég þessu fram af öðru tilefni "Þú hefur staðið þína vakt með sóma, hver sem hvatinn er, kannski deilir þú sama ótta og ég um hvað verður um allt fólkið sem fjárfesti í góðri trú, hvort sem það var í rekstri og uppbyggingu hans, eða kaus sér starfsvettvang í atvinnugrein sem skilaði góðum tekjum, og út frá því lagði út í fjárfestingu í húsnæði eða öðru sem nútímasamfélag krefur barnafjölskyldur um.".

En ég á að hafa þá rökhugsun að skilja að það geti ekki skýrt þrásetu þína í netheimum og baráttu þína við vindmyllurnar.  Það bregst eiginlega ekki að þegar ég fæ link á kóvid grein í gegnum feisbók, að þá dúkkar þú upp í athugasemdarkerfinu.  Málaliðar eða róbótar sverja líka yfirleitt af sér sakir með svipaðri framsetningu má lesa svo í lokaorðum þínum;

"Áhyggjur mínar af þessu máli eiga sér rót í því að ekki er gætt að heildarhagsmunum þegar ákvarðanir eru teknar, og að það leiðir af sér ótaldar hörmungar fyrir þúsundir fólks. Það er staðreynd, en hvorki blekking né sjónhverfing. Maður sem heldur öðru fram er annað hvort frámunalega heimskur eða sérlega óheiðarlegur.".

Svo það er nú eðlilegt að þetta hvarfli að manni og það ætti að svara seinni tveimur spurningum þínum.

Stjórnvöld gæta að heildarhagsmunum og stefna þeirra þar um er skýr.

Og það hefur tekist að koma mannlífinu aftur í eðlilegt horf.

Lokað samfélag vegna sóttvarna er ekki eðlilegt samfélag og það er blekking að halda því fram að bæði sé hægt að hleypa ferðafólki inní landið án sóttkvíar og seinni skimunar án þess að nýr faraldur blossi upp.

Það er blekking að kenna innlendum sóttvörnum um það högg sem varð vegna veirufaraldursins, það varð hvort sem var, en viðbrögð stjórnvalda hafa mildað það högg, það sýna hagtölur, samdrátturinn var minni en ætla mátti miðað við hvað ferðaþjónustan var stór hluti af hagkerfinu fyrir kóvid.  Og í þeim samdráttartölum verður líka að taka með í reikninginn lækkun á verði sjávarafurða og lækkun á álverði.  Sem er ekki innlendum sóttvörnum að kenna.

Þeir sem fullyrða að uppúr miðjum júlí hafi orðið eitthvað dramatískt hrun vegna strangari sóttvarna við landamærin, styðja það engum tölulegum rökum, aðeins síbylju endurtekninganna og taka engum rökum um hina fyrirséða þróun sem hefði orðið ef landi hefði lent á eldrauðum lista þeirra landa sem ferðamenn okkar koma frá.  Líkt og Frakkar og Spánverjar upplifðu á svipuðum tíma.

Þeir hafa ekki útskýrt af hverju það ætti að vera betra fyrir ferðamannaiðnaðinn að ferðafólk fari í 14 daga sóttkví við heimkomuna í stað þess að fara í 5 daga sóttkví hér í landi þar sem flestir koma til að njóta landsins og náttúru þess.

Eitthvað sem ég hef marg marg bent þér á Þorsteinn. 

En þú svarar aldrei, aðeins sama rullan í mismunandi búning.

Það er ekki von að manni verði hugsað til rússneskra róbóta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.9.2020 kl. 21:52

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Finnst þér þetta vel mælt í því samhengi sem það var sett fram Símon??

Mér finnst það ekki og um það pistlaði ég, ég spyr af hverju óvissan sé meiri núna en í í vor og fyrripart sumars??

"Hvað óvissa hefur verið meiri núna seinnipart sumars miðað við í vor?? Og hvað er það sem er óljóst í stefnu stjórnvalda??

 Í vor fengum við bylgju sem virtist geta orðið stjórnlaus miðað við reynslu annarra landa.

Íslensk sóttvarnaryfirvöld lögðust í upphafi gegn lokun landamæra og sögðust ætla að stjórna faraldrinum með smitrakningu og sóttkví.  Markmið var þá sagt vera að fletja út smitkúrfuna svo heilbrigðiskerfið réði við veikt fólk sem hefði dáið án meðhöndlunar.

Síðan lögðust allar flugsamkomur af um allan heim og ferðalög milli landa voru ekki leyfð án sóttkvíar, eitthvað sem var ekki bundið við Ísland.

Og þá náðum við loksins tökum á útbreiðslunni og náðum að útrýma veirunni úr íslensku samfélagi undir vorið. 

Þegar landamærin voru opnuð á ný þá var það gert á þann hátt að skimað var fyrir veirunni auk þess að nokkur lönd voru talin örugg og það þyrfti ekki að skima.

Þá var markmiðið að veiran fengi ekki aftur að breiðast út, reiknað var með staðbundnum sýkingum, en vonast til að smitrakning og sóttvarnir kringum smitið myndi duga til að nýr faraldur færi ekki á stað.

Þessi stefna mistókst, landamærin láku og smit dreifðist um samfélagið án þess að hægt væri að rekja uppruna þess."

Þetta er rétt lýsing í örfáum orðum á ástandinu sem var fyrir þennan seinnipart sem Sigmundur lætur svo vel af; "Nema hvað, nú seinniparts sum­ar, hef­ur óviss­an verið miklu meiri en í upp­hafi.".

Ávinningurinn í vor náðist með því að loka landinu fyrir ferðafólki, og með stífum sóttvörnum innanlands, og þegar landið var opnað, þá var gert út á glópavonina að hægt væri að fá ferðafólk án þess að það kæmi niður á samfélaginu. Sem gekk ekki eftir.

"Á sama tíma bentu óháðir hagfræðingar á að ávinningurinn af smitlausu samfélagi væri meiri en kostnaðurinn við að verja landið með sóttkví við landamærin.

Málamiðlun stjórnvalda var 5 daga sóttkví og seinni skimun, og fullur stuðningur við markmið sóttvarnaryfirvalda um að eyða veirunni svo almenningur gæti lifað eðlilegu lífi, án stöðugra sóttkvía, hafta á samkomum og viðburðum, hægt væri að stunda og keppa í íþróttum og skólarnir væru opnir án þess að þeir minntu á þriðja flokks öryggisfangelsi í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Skýr stefna, skýr markmið, og svo spilar Sigmundur sig fífl og þykist ekkert sjá annað en óvissu, eða ekki skilja með hvaða hætti stjórnvöld ætluðu að vernda heilsu og efnahag þjóðarinnar??

Hvað er svo flókið við það markmið að almenningur geti lifað eðlilegu lífi og til að ná því markmiði að þá er tvær skimanir við landamærin og 5 daga sóttkví þar á milli??"."

Þetta eru markmið stjórnvalda, þetta er stefnan sem unnið er eftir, og það stendur ekki til að breyta henni.

Þess vegna liggur það í hlutarins eðli að ferðamannaiðnaðurinn og aðrir þurfa að aðlaga sig að henni.

Framtíðin, um hana er ekki vitað, hvernig þróunin faraldursins verður í öðrum löndum, hvaða áhrif sóttvarnir þar hafa á íslenskan útflutning, eða hvort einhver yfir höfuð ferðist þegar líða tekur á haustið.

Það er ekki hægt að segja neitt um framtíðina nema að hún er ÓVISS.

Um hvaða stefnu er þá Sigmundur að tala sem fyrirtæki og stjórnvöld geta aðlagað sig að Símon, segðu mér það fyrst þú telur þetta vel mælt og tekur undir þau orð??

Tekur þú líka undir þau orð að núna seinni part sumars hafi óvissan verið miklu meiri en í upphafi??  Og í hverju er hún þá fólgin??  Er hún þá fólgin í þeirri stefnu að útrýma veirunni úr íslensku samfélagi svo hægt sé að ná markmiðinu um eðlilegt líf??

Er þá meiri vissa fólgin í því að lifa í stöðugum ótta við smit, og allt sé meir og minna lokað??

Í hreinskilni sagt Símon Pétur þá hélt ég að þú værir síðastur manna að falla fyrir svona skrumi, loksins þegar stjórnvöld ákváðu að gera eitthvað rétt.

Hinsvegar get ég sagt þér að ef Sigmundur hefði sleppt skruminu, hætt að tala um stefnuleysi þegar stefnan er skýr, eða ákalla um stefnu á tímum þar sem ekkert er vitað um framtíð á tímum heimsfaraldurs og orðað síðustu setningu sína svona; "og veitt þeim aðilum stuðning sem verða helst fyrir barðinu á heimsfaraldrinum.", þá hefði ég tekið undir með honum.

En hann lagðist svo lágt að kenna stjórnvöldum um; "veitt þeim aðilum stuðning sem verða helst fyrir barðinu á þeim reglum sem innleiddar eru."

Og hann hefur ekki heimsku sér til afsökunar, hann veit vel að hinar hertu reglur um skimun við landamærin lágmarka skaðann sem ella hefði orðið.  Skaða sem íslensk stjórnvöld bera enga ábyrgð á, ekki frekar en kínversk stjórnvöld eða Trump.

Skynsmat fólk hrósar því sem vel er gert, og kemur síðan með úrbætur um það sem betur má fara líkt og Sigmundur gerði strax í upphafi faraldursins, á þá líklegast bestu einstöku skrif íslenskra stjórnmálamanna þar um.

En núna notar hann vit sitt til að róa á mið lýðskrumsins, og þar er krosstré að bregðast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.9.2020 kl. 22:26

26 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Æi greyið mitt. Þvaðrið verður ekkert rökréttara og ósannindin ekkert sannari þótt vaðallinn lengist með hverri athugasemdinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 22:43

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Núna kannast ég við þig Þorsteinn.

Það er bæði gott að þú kunnir austfirsku og við séum orðnir dús.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.9.2020 kl. 22:54

28 identicon

Vissulega ætti öllum að vera ljós óvissan sem nú ríkir.  Þá er betra að sem víðtækust samstaða og sátt sé um þær aðgerðir.  Sú samstaða var almenn þegar faraldurinn geisaði sem harðast í mars og apríl.

En ríkisstjórnin getur haft stefnu og markmið hvað tekur við að óvissunni lokinni.

Hún hefur það ekki, a.m.k. ekki svo vitað sé.

Samstaðan er við það að rofna - ekki vegna "hægri öfga" og "lýðskrums" - heldur einmitt v.þ.a. ríkisstjórnin sem þú mærir svo mjög, hefur lítið gert til að skapa samstöðu og sátt um aðgeeðir.  Nú ríkir boðvaldið að ofan og það reyndar einnig með dassi af hringlanda og linkuhætti eins og boða nú 7 daga sóttkví, sem valkost.  Stefnuleysi boðvaldsins er því meira en þú vilt viðurkenna Ómar.    

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 23:15

29 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Allt þetta er rétt að skoða í samhengi við hagsmuni AmGen Símon, og hvernig fulltrúi þessa lyfjaframleiðanda, Kári Stefánsson, hefur verið gerður að yfirráðherra hér í þessum málaflokki. Næst verður væntanlega forstjóri Samherja fenginn til að ráða fram úr álitamálum varðandi kvótakerfið, og kannski úthluta líka kvótanum?

Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 23:52

30 identicon

@ Þorsteinn

Nú er það svo að ég er gallharður sóttvarnarmaður og hlynntur tvöfaldri skimun með 5 daga sóttkví á milli.

Það gagnrýni ég ekki, heldur það hversu litla áherslu stjórnvöld hafa lagt á samstöðu og sátt um þær ákvarðanir.  Og eins vingulsháttinn varðandi fjarlægðarviðmiðið (1,2 metra eða hvað, tjatjatja) og lengd hinnar valkvæðu sóttkvíar, 14 daga sem nú þykir abrakadabra vera næg 7 dagar.

En ég skil viðhorf þitt og leiði stundum hugann að því hvort svo fari sem iðulega þegar manngerðir faraldrar geisa, að þá tapi þeir ætíð mest sem verst standa, og stóðu.  En þeir sem best stóðu standa með pálmann í höndunum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.9.2020 kl. 00:15

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta þegar ég les þessi orð þín.

Sjö daga sóttkvíin lýtur sömu lógík og skimun á landamærum, og er rökrétt framhald af fækkun smita, sem einmitt komu til vegna hertra sóttvarna við landamærin, hún minnkar óvissu þeirra sem eru svo óheppnir að hafa verið nálægt smituðum einstaklingi og bætir þar með örlitlu við framlegðina í samfélaginu.

14 daga sóttkví er til komin þegar menn höfðu ekki önnur ráð til að skera úr um hvort menn voru smitaðir eður ei, ör þróun veiruprófa, bæði varðandi nákvæmni og hraða við greiningu, gerði fjöldaskimun mögulega, og hún er í dag okkar helsta vopn gegn veirunni, bæði hér og erlendis.

Vegna þess að nákvæmnin er ekki næg á nýsmiti, þá þarf að skima eftir 5 daga  og ef einhver hringlandi er hjá sóttvarnaryfirvöldum þá eru það rökin fyrir 7 dögunum en hef ekki hugmynd því ég hef ekki sett mig inní þau.  Reikna samt með að þau viti sínu viti.

Stefna stjórnvalda er jafn skýr fyrir það, þau fylgja ráðleggjum sérfræðinga, og það hefur ekkert breyst. 

Sérfræðingarnir eru að þróa sig áfram með nýjustu tækni til að minnka sem mest óþægindi almennings, og það er líka skýr stefna.

Og hvaða samstaða er síðan að rofna fyrir utan þau áhrif sem grímulaus fjármagnaður áróður sérhagsmunaafla hefur haft á afstöðu almennings??

Áróður sem hægri öfgar hafa reyndar kauplaust tekið uppá sína arma, og reglulega nýtt fjölmiðla undir áhrifavaldi sínu til að afvegleiða staðreyndir, beita markvissum blekkingum eða gert lítið úr alvarleik veirunnar??

Og er ég eitthvað að mæra ríkisstjórnina þegar ég bendi á einfaldar staðreyndir??

Hún er að gera rétt í sóttvörnum þjóðarinnar, kommon Símon, nýsmit í gegnum landamæri hafa verið stöðvuð og allt mannlíf er að komast í eðlilegar skorður.  Hvað viltu meira varðandi sóttvarnir??

Eða er þér alltí einu orðið illa við eðlilegt mannlíf??

Hins vegar má gagnrýna ríkisstjórnina fyrir aðgerðir sínar, og um það hef ég ítrekað fjallað, en ég man ekki eftir því að einhver í stjórnarandstöðunni hafi opnað munninn á þann hátt að maður hafi umræðu til að vitna í eða fréttir til að pistla um.  En án þess eru öll skrif þar um tilgangslaus hjá okkur smáfuglunum.

Síðasta vitiborna viðtalið sem ég gat vitnað í var viðtalið við ungu konuna sem er hagfræðingur Kviku banka, hagfræðingur banka af öllum stöðum og starfsheitum hér í þjóðfélaginu.

Og mundu Símon að sömu öfl og berjast gegn sóttvörnum á landamærum berjast líka gegn almennum peningaaðgerðum þó lægra fari.

En það sem þessi ríkisstjórn þó gerir er meira en víðast hvar annars staðar hér á jarðríki, og nálgun hennar á sviði peningamála er rétt.  Og sú nálgun er í raun bylting miðað við hugmyndafræði Friedmanista sem hafa stjórnað peningastefnu Vesturlanda í um 30 ár, þó viss stefnubreyting var hér á landi með samningunum við AGS.

En það má slá í klárinn og breyta bikkjunni í ungan frísandi fola, það á að lækka tryggingargjald, það á að setja fjármuni í að efla hið smá og fagra í hagkerfi okkar, hætta að hugsa endalaust í einhverju stórframkvæmdum sem flest enda hjá erlendum undirverktökum, og það á að íhuga orð Helga í Góu um tímabundna lækkun á mótframlagi í lífeyrissjóði.

Og strax á morgun á að lækka raforku til innlendrar matvælaframleiðslu, selja hana á stóriðjutaxta.

Einfaldar aðgerðir og það mun gróa á ný, því eina sem jarðvegur hagsældarinnar þarfnast er næring og vökvun.

En Símon minn, maður þakkar bæði fyrir það sem vel er gert, og sérstaklega þakkar maður fyrir að fíflin sem gerðu ekkert nema illt af sér í nafni frjálshyggjunnar og hins frjálsa flæðis, fái ekki til þess tækifæri.

Og mér þykir leitt að Sigmundur ætli að róa á mið skrumsins þegar hann einmitt átti að benda á þetta með bikkjuna, því það er borin von að allir hinir sem eru í stjórnarandstöðunni geri slíkt.

Það er bara svo Símon minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2020 kl. 00:17

32 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já Símon. Menn geta haft misjafnar skoðanir á þessu. Það sem ég geri athugasemd við er það hversu illa ákvarðanir stjórnvalda eru undirbyggðar. Ef það hefði verið niðurstaða heildræns mats að illskást væri að stöðva ferðaþjónustuna væri í sjálfu sér lítið við því að segja. En á þessu var ekkert mat gert. Ekkert tillit tekið til afleiðinganna. Engin tilraun gerð til að leggja mat á hversu mörgum dauðsföllum atvinnuleysið sem með þessu er beinlínis framkallað veldur, svo dæmi sé nefnt. Ef einhver rökstuðningur lægi að baki vingulshætti með fjarlægðarmörk og lengd sóttkvíar væri lítið við því að segja. En því er ekki að heilsa að neinar röksemdir séu lagðar fram. Og engum blaðamanni dettur vitanlega í hug að spyrja.

Og sér í lagi þykir mér það ámælisvert að fulltrúa lyfjarisa sé falið að stýra þessum málum. Það þarf ótrúlega einfeldni til að ímynda sér að slíkur aðili vinni ekki fyrst og fremst að sínum hagsmunum og vinnuveitenda sinna. Eins og þessi aðili hefur raunar ávallt gert, allt frá því að hann plataði spariféð og ríflega það út úr þúsundum hér í kringum aldamótin til að fjármagna eigin spilaborg.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.9.2020 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 471
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4314
  • Frá upphafi: 1329845

Annað

  • Innlit í dag: 381
  • Innlit sl. viku: 3750
  • Gestir í dag: 346
  • IP-tölur í dag: 338

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband