Samherjafarsinn.

 

Endar með þessu áframhaldi á fjölum Þjóðleikhússins því jafnvel meistari ærslaleiksins, Dario Fo hefði ekki getað látið sér detta í hug sumar leikfléttur sem skemmta landsmönnum þessa dagana.

"Passaðu þig helv., ég tek þig fyrir næst", voru efnisleg skilaboð fyrrum löggu til blaðamanns, hélt að hann væri þegar kominn í vinnu hjá mafíunni.

Og fólk einhvern veginn svo dómgreindarskert að þetta var ekki síðasta verk viðkomandi fyrir fyrirtæki sem berst við að heimta úr mútum æru sína og orðstýr.

Eins og einhver hefði verið búinn að gleyma Gulu Guggunni í sjávarbyggðum landsins.

 

Þrasið um 8 ára gamla frétt er í þessum dúr, allt gæti örugglega verið rétt hjá Samherja, það þurfti ekki mikla vitglóru til að sjá á sínum tíma að skipulagða aðför var að ræða þar sem Helgi Selja var verkfæri eins og oft áður, en kommon, af hverju var ekki gripið til varna þá.

Vissu menn ekki einu sinni sjálfir hvaða skip þeir áttu miðað við þessi orð Þorsteins Má; "Hann bend­ir m.a. á að Sam­herji eigi ekki þrjú af þeim skip­um sem fjallað er um í skjal­inu.".

Það hefði verið nær að leiðrétta þá á meðan holskeflurnar gengu yfir fyrirtækið eða er þetta eitthvað betra; "Auk þess hafi komið í ljós við lest­ur skjals­ins að Rík­is­út­varpið hafi slitið upp­lýs­ing­ar úr því úr sam­hengi á mjög gróf­an hátt."

Hver vissi betur um hið slitna samhengi en fyrirtækið sem varð fyrir barðinu á vinnubrögðunum??

 

Hvað þetta snertir núverandi skítamál Samherja eða þögnina sem fyrirtækið hefur notað til að verja sig, er ekki gott að segja.

Líklegast mun einhver ungur afleysingarmaður sem veit ekki að hann á vera dauðhræddur við sjeffann, missa út úr sér, "égg held að þetta sé ekki að virka", og þá mega Sunnlendingar fara að passa sig og ég held að það sé út um Skagfirðinga.

Í Eyjafirði muna menn ennþá ósigurinn við Örlygsstaði og ennþá er beðið hefnda.

 

Miðað við sagnfræði þeirra myndbanda sem dælt er á veraldarvefinn í nafni Samherja og miðað við aulaháttinn hjá ráðgjöfum Þorsteins, þá gæti vont alveg versnað.

Svo mikið að loksins verði Sturlunga hefnt og hernámið á Grund verði endurtekið í öðrum héruðum.

 

Hinn möguleikinn er að menn fái sér bara róandi og íhugi að hollt sé að hlusta á skynsamt fólk en hundsa óráð töffarabjána.

Þau reyndust ekki vel í Namibíu miðað við nýjustu játningu Samherjamanna að þeim hafi láðst að verja dótturfyrirtækin sín fyrir slíkum töffurum.

 

Þá kannski hætta menn að hóta fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, og taka upp varnir þess í stað.

Halda sér til dæmis við staðreyndir og láta þær vinna fyrir sig.

Sýna jafnvel smá iðrun og eftirsjá, játa smá sekt hér og þar.

Þá virkar kannski kenningin um að allt hefði verið gert í góðri trú og reksturinn þarna suður frá hefði verið samfélaginu þar til góðs.

 

En að taka Nixon á þetta, þegar hann opnaði munninn í stað þess að fá sér róandi.

Það er ekki leiðin til að vinna áróðursstríð.

Eða nokkurt stríð yfir höfuð.

 

Því svona handabakavinnubrögð eru í raun yfirlýsing, skrifuð stóru letri á kínversku tákni og er fest framan á meinta sakborninga niðri á torgi, og segir; "Ég er sekur".

Nema það vissu allir að í kínversku menningarbyltingunni þá lugu stjórnvöld og þvinguðu saklaust fólk til að bera slík spjöld.

Samherjamenn hafa bara eitthvað misskilið þetta því það þvingaði þá enginn til að setja slíkt spjald framan á sig, þeir gerðu það sjálfviljugir og þá dettur ekki nokkrum manni í hug að rangt sé sagt til um sektina.

 

Ótrúlegt að fylgjast með þessu.

Peningar geta greinilega ekki keypt allt.

Allavega ekki heilbrigða skynsemi og dómgreind hins venjulega manns.

 

Vonum að ungi maðurinn opni bráðum munninn.

Vonum svo að ný Sturlungavíg fylgi ekki í kjölfarið.

 

En miðað við farsann nú þegar er því ekki að treysta.

Kveðja að austan.


mbl.is Þorsteinn sakar RÚV um óheiðarleg vinnubrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miskunnsami Samherjinn og þeir sem hann er með í vasanum, Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn, eru fyrir löngu búnir að tapa þessu máli. cool

Þorsteinn Briem, 28.8.2020 kl. 14:16

2 identicon

"Már Guðmundsson er að fara í fangelsi"

"Þú hefur enga sómakennd"

(nú skal ég kýla þig í beinni).

Þeir eru undarlega klaufskir í mannlegum samskiptum samherjaeimskipa feðgarnir.

Takk fyrir stórgóðan pistil Ómar

um nakta menn í (tja, ég veit ekki í hverju).

Já, þetta er algjör farsi.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.8.2020 kl. 14:17

3 identicon

Mesti brandarinn er hins vegar að 

"konungur moggabloggsins", Palli Vill

segir Þorstein Má hafa veitt RÚV,

hvorki meira né minna, rothögg.

Sjálft náðarhöggið. 

Hversu staurblindur er eiginlega 

"konungur moggabloggsins"?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.8.2020 kl. 16:09

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Þú veist að það er bjargföst skoðun mín að Már gekk erinda Evrópuklíkunnar, og Helgi Seljan er aðeins verkfæri.

En burtséð frá því,þá held ég, og ég tek það fram, ég held það, að þetta sé satíra af áður óþekktri gráðu í vestrænum leikbókmenntum, eða allt frá því að grískar satírur voru skrifaðar.

En Símon minn góður, það sem ég held, er bara það sem ég held, og örugglega hægt að orða á annan hátt, mér óviðkomandi. 

Og ekki ræðst ég á kónginn, enda veit alveg hvað drottningin í Undralandi gerði, svo það er eins og það er, og mín skrif eins og þau eru.

Þetta var reyndar dagurinn sem ég ætlaði að þegja, aðeins að bíða eftir smá vitglóru sem ég get hrósað, og svo er það bara sept, með vonandi meiri hreyfigetu og fótbolta Símon, fótbolta, segi menn svo að andóf sé til einskis, það er ef menn upplifa sig sem söngfugl meðala söngfugla, skilja og skynja þær raddir, og hvað einn tónn meðal hópsins skilar.

Palli er samt flottur fyrir það, og höfum það á hreinu.

Og þó það hafi ekki verið tilgangurinn, hann var aldrei annar en sá að skrifa um arftaka meistara Fo, þá hugsa ég þegar ég las þetta yfir áðan, og þá ekki til að leiðrétta ambögur, að kannski var þetta líka óður til afmælisbarn dagsins, sem þannig séð reyndi að sigla fleyinu í höfn, á meðan sheffinn var í taugaleyfi.

Ruglið eða satíran byrjaði þegar sheffinn kom til baka, ekki vopnaður pilluboxi, heldur framhleyping sem bjánar hlóðu.

Óður er kannski ekki rétta orðið, en svona ákveðin skilaboð um að hlutirnir fóru ekki á verri veginn fyrr en honum var ýtt til hliðar.

Skil samt ekki í hvað ég er að segja Símon minn, veit samt að það er leikur á eftir, og drengirnir óðum að koma úr meiðslum.

Ég þekki þó gleðina sem þetta lið hefur fyrir löngu týnt, og veit því ekki lengur hvað það er vitlaust.

Lífið er nefnilega ekki gróði, lífið er gleði.

Kveðja úr sólinni að austan.

Ómar Geirsson, 28.8.2020 kl. 16:41

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini.

Enn og aftur hrós fyrir að tjá þig um skrif mín en ekki spama.

Held reyndar að hlutirnir séu aðeins flóknari en þetta, en hef reyndar ekki hugmynd um það.

Eiginlega er mér alveg sama, finnst þetta bara fyndið.

Kveðja að austan.,

Ómar Geirsson, 28.8.2020 kl. 16:43

6 identicon

Ég er sammála þér um Má og Helga, hverra erinda þeir ganga.

Það eykur reyndar aðeins farsann og hringavitleysuna, því nú er Bjarni búinn að setja Má yfir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á Covid (hrun) tímum.

Maður getur því ekki verið í liði með einum né neinum á þessum 110 ára leyndarskýrslu tímum.

Þetta er algjör farsi sem okkur er boðið uppá.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.8.2020 kl. 18:04

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Við höldum bara með okkur sjálfum Símon Pétur.

Það er alfarsælast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2020 kl. 10:04

8 identicon

Skjalið var aldrei lagt fram, því var aldrei hægt að gagnrýna það.  Eintómir froðuhausar í seðlabankanum að fara í þetta mál.  Skjalið sýnir svo að samherji borgaði mun hærra verð en fékkst á markaði.  Það á að setja stjórn RUV, Helga Seljan og stjórn seðlabankans í fallbyssu og skjóta út á Faxaflóa.

asdf (IP-tala skráð) 31.8.2020 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 52
  • Sl. sólarhring: 615
  • Sl. viku: 5636
  • Frá upphafi: 1399575

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 4807
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband