20.4.2020 | 18:46
Bjánar leiða ekki þjóð á ögurstund.
Og með ummælum sínum í dag er ljóst að tími Bjarna Ben sem formanns Sjálfstæðisflokksins er liðinn.
Þjóðin er að fara í gegnum fordæmalausa tíma þar sem aðeins eitt getur bjargað henni.
Að heimili og fyrirtæki landsins séu heil þegar heimsfaraldrinum linnir.
Enginn gjaldmiðill heldur verðgildi sínu þegar hátt í 40% af útflutningstekjum þjóðarinnar hverfa á örfáum vikum.
Að halda öðru fram er ekki lýðskrum, það er heimska af áður óþekktri stærðargráðu.
Hvorki laun eða verðtrygging geta haldið í þetta fyrirsjáanlega fall krónunnar.
Ef það er reynt, þá er hrun efnahagslífsins og gjaldþrot þjóðarinnar öruggt.
Þetta er það sem leiðtogi borgarlegs íhaldsflokks bendir á.
Og hafi hann styrk, þá nær hann samstöðu um þessi einföldu sannindi.
Ef ekki þá verður hann að víkja.
Þá er hann ekki hæfur, þá er hans tími liðinn.
Og ef hræðslan við kórónuveiruna hefur gert eitthvað gamalmennið svo veruleikafirrt að það taki undir þessi orð Bjarna; "Það er einhver viðtakandi á hinum endanum og það vill þannig til að þar eru lífeyrisþegar í landinu sem fara þar fremstir í flokki,", þá er það þannig að núverandi og verðandi lífeyrisréttindi eru aðeins ávísun á hlutdeild í verðmætasköpun þjóðarinnar.
Og þau þurrkast út á einni nóttu líkt og ferðamannaiðnaðurinn ef verðtryggingin fær að brenna upp heimili og fyrirtæki landsins.
Það býr enginn í rjúkandi rústum, sem og þjóðfélag í rjúkandi rúst skilar engum verðmætum í sjóði, velferðarkerfið, eða samneyslu.
Það brauðfæðir ekki einu sinni þegna sína.
Við erum ennþá svo heppin að lifa Ögurstund.
Það er ennþá von, það er ennþá möguleiki að við sem þjóð sleppum heil og lítt sködduð úr þessu fári sem gengur yfir heimsbyggðina.
Ögurstund er hins vegar skammvinn.
Hennar tími líður hratt, og kemur ekki aftur.
Það er oft hægt að bjarga sökkvandi skipi, en sokkið skip er sokkið.
Ekkert flókið við það.
Þetta er ekki tími barna eða bjána.
Þetta er tími fullorðins fólks.
Tími leiðtoga.
Kveðja að austan.
Eitt prósent verðbólga og 15 stiga hiti að jafnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 203
- Frá upphafi: 1412822
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 169
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Röksemd Guðmundar virðist mér vera sú að það sé verðtryggingin tekin úr sambandi hafi það engin áhrif vegna þess að óverðtryggðir vextir hreyfist líka með verðbólgu, en það sé nauðsynlegt að taka verðtrygginguna úr sambandi til að fólk óttist ekki verðbólguskot. Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki að það sé heil brú í þessu. Sé vandamálið ekki áhrif verðtryggingar, heldur aðeins ótti fólks við eitthvað sem skiptir ekki máli, þá hlýtur lausnin að vera sú að upplýsa fólkið, ekki að fjarlægja vandamál sem er ekki vandamál.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.4.2020 kl. 19:03
Sæll Ómar, gott að fá eldmessu frá þér kominn tími til.
Sennilega veit B B-jáninn það manna best að ef lífeyrissjóðirnir þurrkast upp þá verður engu úr þeim að lengur stela. Og því er henni nú viðbrugðið umhyggju Engeyingsins fyrir krónu á móti krónu fólkinu, og ekki bara umhyggju hans heldur fjármálaöflum allrar heimsbyggðarinnar, sem lögðu hinn heilaga hagvöxt undir þegar komið skildi öldruðum og heilsutæpum til bjargar á þessum kóvítis tímum.
Það sagði mér það glöggur maður, þegar ég var enn ungur og blautur á bak við eyrun, að sá sjóður væri ekki til á Íslandi sem ekki væri ætlaður til þess að stela. Síðan þá hef ég séð dæmin hrannast upp, bótasjóður Sjóvá er dæmi um það sælla minninga, og hvernig Gunnarstaða móri bjargaði þar málum með smá hnupli úr ríkissjóð á sínum tíma og huldi svo allt saman með hundrað ára leyndarhjúp.
Bótasjóðasmálið endaði svo allt saman með dramatískum tárum í beinni og viðurkenningu á að aflandsaurinn hefði tapast og allt féll í ljúfa löð, það töpuðu semsagt fleiri en almúginn sem var neyddur til að greiða í sjóðinn. Við sitjum ekki lengur uppi með bjálfa, það lærðum við þó af hruninu, við erum bjálfar.
Með kveðju úr efra.
Magnús Sigurðsson, 20.4.2020 kl. 19:24
Blessaður Magnús.
Ætli þetta sé ekki samkrull af þessu og mörgu öðru, en málið er að núna þarf að vernda sem menn eiga, jafnt heimili, fyrirtæki og sjóði.
Slíðra þarf sverð og leggja deilur til hliðar, mismunandi sjónarmið um hvernig menn vilja skipta kökunni, hvaða kerfi menn vilja hafa og svo framvegis, fer allt í frystinn líkt efnahagslífið á tímum kórónuveirunnar.
Það þarf að halda skipinu á floti, þar er ekkert val, og ekkert svigrúm fyrir deilur.
Og fyrir þá sem geta ekki sofnað rótt að kveldi nema vitandi af sjóð sem þeir geta laumað krumlu í, þá er það bara svo að ef menn fatta ekki þessi sannindi, þá verður engin sjóður eftir þegar allt annað er í rúst.
Þeir verða láta tilhlökkunina duga, það birtir til, þá þiðnar efnahagslífið og öll fyrri iðja ætti að bíða fólks.
Þetta vita allir þeir sem lífróður hafa róið og skilað bát og áhöfn í höfn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.4.2020 kl. 20:22
Blessaður Þorsteinn.
Eiginlega held ég að Guðmundur sé jafn mikið út á túni og Bjarni, en munurinn er sá, að hann heldur ekki um stjórnvölinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.4.2020 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.