Wu­h­an veit­ir heim­in­um von

 

Er haft eftir framkvæmdarstjóra WHO.

Orð að sönnu og munum að kínversk stjórnvöld gerðu ekkert annað en það sem er viðurkennt í fræðunum, þau skáru á smitleiðir milli fólks.

Og það er þetta sem er verið að gera víðsvegar í heiminum, núna síðast í stórum borgum Bandaríkjanna.

 

Eina spurningin snýst um vilja stjórnvalda á hverjum stað.

Hvort þau ætli að drepa veiruna með öllum tiltækum ráðum,  eða hvort þau leyfi veirunni að drepa fólk.

Þetta snýst ekkert um hvers eðli stjórnarfar viðkomandi landa, aðeins þetta grunnviðhorf.

Að gefast ekki upp fyrir veirunni fyrr en hún er sigruðu.

 

Hjarðhegðun heimskunnar er meðal annars fóðruð á Íslandi með því að þetta sé tiltölulega meinlaus flensa fyrir flesta, nema fólkið sem það telur missa sig, fólk komið á aldur og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Það hefði gott af því að lesa þessa lýsingu manns á besta aldri, hreint út sagt, hann var hætt kominn;

"„Ég var mest með fjöru­tíu stiga hita. Ég var með þessi týpísku flensu­ein­kenni; bein­verki, höfuðverk og mik­inn hósta. Í fjór­ar næt­ur svitnaði ég út úr rúm­inu. Við þurft­um að skipta á rúm­inu; það var allt renn­andi blautt. Kær­ast­an mín fékk aðeins væg­ari hita, en hún er með viðkvæm­ari lungu og hef­ur verið með ofboðslega slæma vöðva­verki. Hún hljóðar und­an verkj­um. Hún hef­ur verið virki­lega kval­in,“ seg­ir Jón­as, sem seg­ir að kær­ast­an sé enn með hita af og til. ".

Munum bara, það eru ekki allir svo heppnir að veikjast bara illa.

Sumir koma ekki til baka.

 

Þetta er ekki flensa segir ítalskur læknir í miðri eldlínunni.

Þetta er drepsótt.

 

Þetta er drepsótt.

Feisum það.

Kveðja  að austan.


mbl.is Fjölgar í hópi þeirra sem snúa smitaðir heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 38
  • Sl. sólarhring: 446
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 1320590

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 646
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband