20.3.2020 | 07:09
Hver er munurinn á Bergamo og Íslandi??
Jú íbúafjöldinn, það búa aðeins 122 þúsund í þessum litla ítalska bæ.
Og fjöldi látinna af kórónuveirunni.
Gefum bæjarstjóra Bergamo orðið;
"Giorgio Gori, borgarstjóri Bergamo, skorar á ráðamenn alls staðar að sofna ekki á verðinum og nýta tímann vel til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og lenda ekki í sömu hremmingum og íbúar Bergamo".
Af hverju er hann svona dramatískur, miðað við sviðsmynd færustu íslenskra vísindamanna og sóttvarnaryfirvalda þá ættu ekki nema um 300 mann smitast í bænum, og vel innan við 10 deyja.
Meinið er að kórónaveiran hefur ekki frétt af þessari sviðsmynd, og í vanþekkingu sinni fer hún sínu fram;
"Hátt í fjögur hundruð manns hafa látið lífið í Bergamo í Langbarðalandi. Þar vantar grímur, öndunarvélar, lækna og hjúkrunarfólk og súrefni er af skornum skammti. Herinn hefur sent tuttugu herlækna á vettvang til að aðstoða. Á miðvikudag hafði fjöldi smitaðra næstum tvöfaldast á fjórum dögum og fjöldi látinna þrefaldast.".
Mikil er hjarðhegðun heimskunnar að láta bjóða sér þetta kjaftæði.
Hví átt menn sig ekki á hinni dauðans alvöru??
Og hætta að rífast við raunveruleikann.
Mér er spurn.
Kveðja að austan.
![]() |
Líklegt að 1.000 smitist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.2.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 1416834
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.