17.3.2020 | 16:03
Rödd skynseminnar.
Er orðræða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
"Umhverfi bankanna verði að vera þannig að ekki verði teknar afdrifaríkar ákvarðanir á meðan það versta gengur yfir. Að það sé gengið að veðum vegna þess að menn séu í vanskilum og svo framvegis. Nei, við þurfum að skapa alveg nýtt svigrúm fyrir bankana til að bregðast við þessari stöðu og skapa réttu hvatana. Þannig held ég að við björgum flestum störfum og höldum starfsemi gangandi, sagði Bjarni. Mikilvægt sé að gera meira heldur en minna og takast á við afleiðingarnar þegar faraldurinn er yfirstaðinn. ".
Það er eins og blessað barnalánið hafi horfið á einni nóttu.
Að maðurinn sem sætti sig við börn í ráðherraliði sínu, sem samþykkti markaðsvæðingu orkuauðlinda okkar undir styrkri stjórn skrifræðisins i Brussel, að hann sé það sem hann á að vera.
Leiðtogi.
Að loksins hafi maður risið upp yfir börnin.
Það kemur í ljós.
Allavega er þetta í fyrsta skipti sem ráðherra tjáir sig um alvarleika mála, og um það sem þarf að gera, og færir skynsemisrök fyrir máli sínu.
Og hann virkar ekki eins og fífl, eða einhver sem hefur ekki þroska til að takast á við ábyrgð embættis síns.
Það er eins og Bjarni sé kominn heim.
Prófsteinninn er samt eftir.
Frysting verðtryggingarinnar og lögreglurannsókn á þeim sem nýttu sér löggjöf Evrópusambandsins um innflutning á sýklum sem ógna bæði lýðheilsu fólks, og heilbrigði búfjárstofna.
Skynlausar skepnur eiga ekki að ganga lausar, og reglugerð Evrópusambandsins er engin réttlæting fyrir glæpi þeirra.
Sem gerast ekki alvarlegri, ekki nema þeir játa að hafa vísvitandi dreift kórónuveirusmiti um samfélagið.
Frysting verðtryggingarinnar er síðan svo augljóst að ef fjármálaráðherra dregur lappir þar um, þá er eitt ljóst.
Að tilvitnuð skynsemisorð hér að ofan, eru ekki hans.
Heldur ráðgjafa eða almannatengla sem forrita orð ráðherrans.
Sem ég trúi ekki.
Það er tíðinda að vænta úr stjórnarráðinu.
Það á að gera það sem þarf að gera.
Slíkur er máttur veirunnar.
Hún bjó til fólk úr börnum.
Og það er þakkarvert.
Kveðja að austan.
Ekki verði gengið að veðum í ástandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 136
- Sl. sólarhring: 616
- Sl. viku: 5720
- Frá upphafi: 1399659
Annað
- Innlit í dag: 116
- Innlit sl. viku: 4880
- Gestir í dag: 115
- IP-tölur í dag: 115
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.