Mette Fredrisen rís upp sem leiðtogi.

 

Í stríði við vágest sem engu eirir fái hann að ganga laus.

Hún talar tæpitungulaust við þjóð sína;

".. sagði rík­is­stjórn­ina hafa ákveðið að frek­ar skyldi gengið of hart fram en of skammt. „Við erum á ókunn­um slóðum. Ég hef spurt mig hvort við mun­um gera ein­hver mis­tök, og svarið er klár­lega já. En ég vil frek­ar að við göng­um of harka­lega fram en öf­ugt.".

Og bætti við, "við verðum öll að hjálpast að við að rjúfa smitkeðjuna"."

 

Við Íslendingar værum ekki með flest smit í heiminum miðað við höfðatölu, ef einhver hefði risið upp sem leiðtogi og fordæmt innflutning sóttvarnaryfirvalda á smiti frá Ítalíu og skíðasvæðum Austurríkis.

Ef einhver hefði sagt, "ég vil frekar ganga of harkalega fram en öfugt".

 

Þess í stað áttum við leiðtoga sem kóuðu með innflutningnum.

Sem studdu þá ákvörðun að rjúfa ekki smitkeðjuna strax á landamærum okkar.

 

Eins og það er einfalt, einn millilandaflugvöllur.

Þau sögðu að við ættum að brosa og styðja hina röngu ákvörðun.

Þá ákvörðun að smita þjóðina vísvitandi.

 

Það dó 21 gamall fótboltaþjálfari á Spáni í dag.

Hann hafði áður fengið hvítblæði, ónæmiskerfið réði ekki við drápsveiruna.

Hvað þekkjum við marga sem hafa fengið krabbamein??, unglinga, ungar mæður, fólk sem á lífið framundan, hefur sigrast á vágesti en er núna á dauðalista kórónuveirunnar?

 

Af hverju var þetta leyft, og af hverju sagði enginn eitthvað?

Af hverju er forystufólk okkar fígúrur sem kann fátt annað en að brosa, og setja inn statusa á feisbók?

 

Margrét Danadrottning ávarpar þjóð sína í kvöld.

Alvörumanneskja, sem hefur eitthvað að segja.

Mette Fredrisen segir það sem þarf að segja.

 

Hér??

Hér??

 

Hér er bara beðið eftir fyrsta dauðsfallinu.

Og það réttlætt með aldri eða undirliggjandi sjúkdómi.

 

Ungi maðurinn í Madríd var með undirliggjandi sjúkdóm.

Hann átt samt rétt á að fá að lifa og verða gamall, eiga börn, sjá þau vaxa, og í fyllingu tímans, færa honum barnabörn.

 

Hann dó vegna þess að enginn hafði kjark að rjúfa smitkeðjuna.

Vegna þess að land hans var leiðtogalaust.

Smitið fékk að dreifa sér samkvæmt hinu frjálsa flæði hins evrópska regluverks.

Eitthvað svipað og hér.

 

"Ég geri mistök" sagði Mette.

Það er rétt.

 

En hún gerði eitthvað.

Þar liggur diffinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Strangt samkomubann tekur gildi í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig sem er litið á þetta þá er það almenningur sem ræður hvort hann stöðvar útbreiðsluna og það gerist einungis með ábyrgri hegðun líkt og hún Þórhildur hvatti sína þegna til fara að tilmælum og fór ekki í grafgötur um hvað henni fannst um þá sem gera það ekki

"Det synes jeg ikke, man kan være bekendt"

Grímur (IP-tala skráð) 17.3.2020 kl. 20:23

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Já Ómar og svo mikið rétt sem þú segir.

En ef ekki væri fyrir þennan ESB sleikjuskap og Schengen dýrkun, væri

staðan allt öðruvísi.

Meðan svo er, er ekki að búast við miklu.

Meira og minna er þetta allt í boði ESB og þeir sem hafa haldið því á lofti

hversu miklivægt er að halda í þetta furðu fyrirbæri sem ESB og Schengen er

eru ábyrgir.

Við stjórnum ekki okkar sóttvörnum og okkar landamærum í þessu drullu samstarafi.

Út með ESS samningin og Schengen sem fyrst.

Í dag er þetta samstarf búið að sanna sig hversu ömurlegt það er og stórhættulegt

Íslensku þjóðinni.

Svo einfallt er það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.3.2020 kl. 20:32

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Það væri þá í fyrsta skiptið í veraldarsögunni sem almenningur, það er safn einstaklinga, nái að stöðva drepsótt.

Á annan hátt en að deyja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2020 kl. 22:41

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Stundum er erfitt að meta hvort kom á undan, hænan eða eggið.

Schengen var notað sem skálkaskjól vegna þess að menn annað hvort vildu ekki stöðva veiruna, eða höfðu enga trú á að það væri hægt.

Það seinna er viðhorf til dæmis íslenskra sóttvarnaryfirvalda.

Ég fæ ekki betur séð en að þau hafi ráðið, en það afsakar ekki forystufólk þjóðarinnar á neinn hátt.

Gleymum ekki að þegar Ítalíusmitið kom upp, 28. febrúar, voru ríki Austur Asíu búin að ná eftirtektarverðum árangri í að hindra útbreiðslu veirunnar með því að slíta sundur smitleiðir frá sýktum svæðum.

Þess vegna er það óafsakanlegt að það skyldi ekki vera gert hérna.

Menn stöðvuðu útbreiðslu mæðuveikinnar á árum áður með því að setja upp sóttvarnargirðingar, ennþá er landsbyggðin lítt smituð eða ósmituð.

Hvar eru sóttvarnargirðingarnar sem halda veirunni frá henni??

Æ já, það má víst ekki trufla daglegt líf fólks, ekki fyrr en obbinn af því er smitaður, svo er veiran víst sauðmeinlaus, nema fyrir þá sem hún drepur.

Og það eru allt saman hinir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2020 kl. 22:48

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Í þessum faraldri er nauðsynlegt að eggið sé á undan hænunni. Punktur.

Það má alltaf seinna meir finna út úr því, hvernig í andskotanum það er nú hægt;-) Þá er nú ekki leiðinlegt að eiga menn eins og Kára Stefánsson.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.3.2020 kl. 23:23

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Í upphafi var ??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2020 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband