Alþjóðavæðingin, globalisminn.

 

Sem jarðar við að vera trúarbrögð nútíma vinstrimanna og er trúarbrögð svokallaðra frjálslyndra hægrimanna, byggist á þrælkun vinnandi fólks.

Og í raun er enginn munur á nauðung vinnuaflsins, hvort það sé í vinnubúðum harðstjóra, eða þeirri nauðung að eiga ekki annarra kosta völ um framfærslu.

Á Englandi urðu konur reiðar á 19. öldinni þegar lög voru sett um að þeim var bannað að vinna 18 tíma á dag, 6 daga vikunnar í kolanámum, eins og þeir sem lögin settu héldu að þær væru að þræla þar að gamni sínu.

Það var annað hvort þetta eða hungrið.

 

Þetta kallast samnefnari hins lægsta, að borga aðeins það lágmark sem verkamaðurinn þarf til að skrimta. 

Og verkamaðurinn treystir á að þegar heilsan bilar, þá eigi hann börn sem taki við framfærslu hans.

Eitthvað sem var svo algengt á 19. öldinni en löng og ströng barátta samtaka verkafólks batt enda á í lok 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20.

Við tók velferðarþjóðfélagið þar sem laun dugðu fyrir mannsæmandi framfærslu, vinnutími var skikkanlegur og samfélagið kom á öryggisneti handa sjúkum og öldruðum.

 

Eða þar til alþjóðavæðingin tók yfir skipan heimsmála á tíunda áratug síðustu aldar.

Framleiðslan var markvisst flutt út til fátækra landa þar sem kjör og aðbúnaður var í flugulíki miðað við velferðarþjóðfélög Vesturlanda, og sígræðgin það mikil að alltaf var leitað leiða til að ná niður launakostnaðinum.

Þá fóru að berast fréttir af vinnuafli fanga, í til dæmis Kína og Víetnam, þá bárust fréttir af barnaþrælkun í spunaiðnaði í löndum eins og Pakistan og Bangladess, og þá bárust meira að segja fréttir um að Kínverjarnir væru að verða of dýrir, og þá var leitað til ennþá landa þar sem mátti finna ennþá fátækara fólk til að þrælka, í löndum eins og Haíti eða Eþíópíu.

 

Fréttir segi ég því það kannast enginn við að nýta sér slíka nauðung, eða keyra laun niður fyrir sultarmörk.

HM keðjan stærir sig af umhverfisvitund sinni, nýta meir að segja appelsínubörk í spuna sinn.  Allar verksmiðjur teknar út, ekkert misjafnt þar að finna.  Sem aftur vekur spurningar um hvað var gert við börnin þegar eftirlitsmennirnir komu, og voru þeir svo drukknir að þeir sáu ekki allan sóðaskapinn og skítinn sem vellur út í ár og fljót, uppí himinn og andrúmsloft, eða var þeim bara alveg sama.

Er hið svokallaða öryggistékk aðeins Exel skjal sem samviskulega er fyllt út.  Óháð raunveruleika, óháð kjörum verkafólks, óháð þrælkun barna og kvenna í skítaverksmiðjunum sem þetta fólk skiptir við. 

Og gleymum aldrei hvað einn eigandi slíkrar verksmiðju sagði þegar hann var spurður út í aðbúnað og öryggiskröfur, "jú, það eru gerðar kröfur, en við missum viðskiptin ef við látum kostnaðinn við þær út í vöruverðið". 

 

Tesco var afhjúpað í gær.

Fyrirtækið á sér enga afsökun, upplýsingar um vinnuafl fanga í Kína liggja fyrir.

Iðrun þeirra er sýndariðrun, en lokaorðið er hjá neytandanum, hvað samkennd hefur hann gagnvart náunganum.

 

Vinstrimenn hafa líka verið afhjúpaðir.

Þeir standa vörðinn með frjálshyggjunni að vernda þrælahald alþjóðavæðingarinnar.

Berjast hatrammlega gegn þeim stjórnmálamönnum sem vilja framleiðsluna heim.

Sem vilja skorður á félagsleg undirboð og samkeppnina við framleiðslu þrælafyrirtækjanna.

 

Þetta er að gerast í Bandaríkjunum.

Það er ekki að ástæðulausu sem Donald Trump er í ólgusjó nornaveiða.

 

Hér á Íslandi sjáum við þetta í markaðsvæðingu orkuauðlindarinnar, þar er okkur skylt að opna fyrir globalfjármagninu sem rekur sig frá skattaskjólum. 

Eða í stuðninginn við evrópska regluverkið sem á núna að ganga að innlendum landbúnaði dauðum.

 

Það eru ekki bara heildsalar og Viðreisn sem vill slíkt náðarhögg.

Samfylkingin stendur þar heilshugar að baki.

Stuðningurinn við glóbalið er leifarnar af alþjóðahyggju jafnaðarmanna.

Núna syngja þeir Nallann hinu sígráðuga fjármagni til heiðurs.

 

Slík er arfleið þeirra sem börðust fyrir velferðarkerfinu og höfðu sigur.

Kveðja að austan.


mbl.is Skilaboð frá föngum í jólakorti frá Tesco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir fangar vinna fyrir 400 kr á tímann og njóta engra réttinda. Þeir hljóta að vera illa haldnir af glóbalismanum þínum. En ef ekki væri fyrir glóbalismann þá hefðir þú ekkert val. Það væri hestakerra en ekki Toyota og Vals því Heinz væri hvergi í verslunum. Sauðskinnsskór því gúmmí í sóla væri útlend glóbalista bannvara. Og sauðkindin sæi þér fyrir fötum en ekki láglauna baðmullartínslufólk í útlöndum. Bensín, dísill og smurolíur glóbalistanna væru hvergi að sjá, lýsi sem unnið væri úr fiski veiddum í fjöru kæmi í staðinn. Rafmagn unnið með rafstöðum framleiddum af glóbalistum þekktust ekki, sjálfsagt til mikillar gleði fyrir Japanska verkamenn túrbínuverksmiðja. Og járn frá þeim sem þræla í námum kæmi ekki inn í landið. Bækur væru skrifaðar með blóði á skinn því ekki stæði til boða hinn hræðilegi pappír glóbalistanna og blek frá framandi löndum. Fréttir af slæmum aðbúnaði í útlöndum bærist þér heldur ekki nema þú hittir einhvern sem hefði ferðast um heiminn á heimasmíðuðu seglskipi úr viði úr Hallormsstað. Og þú værir sæll og glaður með það að engar fréttir bentu til þess að ekkert væri að, að hinn hræðilegi glóbalismi hefði ekki sigrað skynsemi og mannúð.

Vagn (IP-tala skráð) 22.12.2019 kl. 21:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ elsku Vagn minn, eitthvað hefur rafmangsleysið og rafmagnstruflanirnar farið illa með annað hvort rafeindir þínar eða þann gagnabanka sem þú ert tengdur við.

Vörur streymdu milli samfélaga manna þegar á nýsteinöld, og hafa bara aukist síðan þá.

Hvernig dettur þér í hug að rugla viðskiptum saman við alþjóðavæðinguna??

Þú ert að verða eins og kallinn sem sagði að það eru engar nýlendur, þá eru engin viðskipti.

Og ekki var hann rafeind.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.12.2019 kl. 22:25

3 identicon

Þó vörur hafi streymt þá hefur það venjulega verið með takmörkunum. Stjórnvöld hafa viljað vernda innlenda framleiðslu. Sem hefur skilað sér í minni gæðum og hærra verði fyrir neitendur. Hagræðing og vöruvöndun er nær óþekkt undir skilyrðislausri vernd stjórnvalda.

Viðskipti eru einn af stóru þáttunum í alþjóðavæðingunni. Frjálst flæði upplýsinga, hugmynda, fjármagns og fólks yfir landamæri eru hinir stóru póstarnir. Allt atriði sem harðstjórar, einræðisherrar, ógnarstjórnir og einangrunarsinnar eru mótfallnir. 

Vagn (IP-tala skráð) 23.12.2019 kl. 12:42

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Vagn, nú bregst gagnabankinn hjá þér algjörlega.

Vörur sem stóðu undir flutningskostnaði flæddu, enda erfitt að hugsa sér margt undir lok nýsteinaldar án til dæmis tins frá Cornwall.

Hugmyndir flæddu líka, og það hratt, svona miðað við aðstæður.

Munurinn var sá að menn versluðu með það sem þeim vantaði eða var of óhagkvæmt að framleiða heima fyrir.

Glóbalisminn, að eyðileggja framleiðslu frjálsra manna með framleiðslu þræla er aðeins örskot í heimssögunni, núna vart mælanlegur á hjóli tímans, síðan í 2-3 aldir í ákveðnum radíus út frá Róm á sínum tíma.

Annars hafa hin blómlegu alþjóðaviðskipti byggst á öflugri heimaframleiðslu, enda slíkt forsenda þess kaupmáttar að geta keypt vörur að.

Þessi gagnabanki hefði ekki þótt öflugur í Star Trek.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.12.2019 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband