Gréta kallar á pólitískar aðgerðir

 

En hvað er það í raun sem hún kallar á??

 

Að allir eignist milljarðamæringa að vinum svo þeir geti ferðast um á seglskútum þeirra??

Að fólk sé knúið til að hætta nota jarðeldsneyti, en hvað svo??

Steinöld er það lausnin??, ekki má fara á hestöld því það víst að drepa húsdýrin líka vegna loftslagstrúarbragðanna.

 

Það blasir við að eitthvað þarf að gera, en er félagsskapur Grétu, hinir últraríku og öll auðfyrirtækin í kringum þá, með lausnina?

Sem virðist vera sótt í smiðju frjálshyggjunnar, að skattleggja meðaljónin svo hann hætti að nýta sér gæði og þjónustu. 

Labbi í vinnuna eða nýti sér almenningsfarartæki, hætti að ferðast, taki sér sumarfríin út í garði, eða út á svölum ef hann á ekki garð, og ef það er hvorki garður eða svalir, þá inní stofu.

 

Hverju breytir það í raun??

Og hverju breytir það í raun að íþyngja atvinnulífi Vesturlanda, sem og að drepa niður alla innlenda eftirspurn, þegar auðfyrirtækin, vinir Grétu, flytja framleiðsluna til þriðja heimsins þar sem engar eru mengunarvarnirnar, þar sem kolaorkuver knýja áfram framleiðsluna og hagvöxtinn??

Í þriðja heiminum er fjöldinn, þar er massinn sem vill njóta sömu lífsgæða og við á Vesturlöndum.

Þegar tæknivædda framleiðsla okkar er úr leik, þá er ekkert eftir nema mengunarframleiðslan, og hún er ekki svo glatt stöðvuð.

Allavega ekki af vestrænum krökkum á mála hjá auðmönnum.

 

Það er nefnilega til gjörólík nálgun á baráttunni við hlýnun jarðar.

Það er sjálfbærni, að efla framleiðslu heima fyrir og gera til hennar kröfu um útblástur og annað.

 

Í stað þess að skattleggja fyrirtæki svo þau missi allan mátt, þá er hægt að hvetja þau til breytinga á framleiðslu og framleiðsluferlum, með skattaívilnunum, með því að stórauka allar rannsóknir og þróun, og annað sem hjálpar okkur að þróa þá tækni sem þarf til að mannkynið nái tökum á þeim ferlum sem ýta undir lofslagsbreytingar.

Það er ekki gert með skattlagningu, það er ekki gert með sýndarbókhaldi upprunavottorða eða mengunarkvóta.  Hverjum datt í hug að það drægi úr mengun að sá sem mengar geti keypt kvóta af þeim sem mengar ekki sbr. að núna er íslensk orka framleidd í kjarnorkuverum og með kolum.

Þetta er ekkert annað en blekking auðsins til að ná endanlega heljartökum á framleiðslu og samfélögum Vesturlanda.

Blekking sem eyðir mengunarminni framleiðslu og færir hana til landa þar sem er Mengað með stóru Emmi.

 

Gréta er nefnilega verkfæri sem gerir illt verra.

Henni er hampað af fjölmiðlum auðsins, ímynd hennar er tengd við aðgerðir sem litlu skila ef þá einhverju, og á meðan eru raunverulegar lausnir ekki ræddar.

Hún er til tjóns, ekki til góðs.

 

Því miður.

Kveðja að austan.


mbl.is „Hvernig er það mögulegt?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við íslendingar höfum hingað til verið sæmilega skynsamir gegn falsspámönnum sbr. t.d. "Hverju reiddust goðin er hraunið brann, sem nú stöndum við á." 

en því miður stefnir allt í að lagður verði á prumpuskattur (gróðurhúsalofttegund) og skata og rúgbrauð BANNAÐ - því að BANNA er lausnarorð á öllum vanda í dag og svo að sjálfsögðu hærri skattar á almenning meðan hinir flytja til Tortóla

Grímur (IP-tala skráð) 22.12.2019 kl. 17:20

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar,

ætli blessað barnið sé ekki orðið sturlað af sjónvarpsglápi, því ef það liti út um gluggann heima hjá sér þá væri sennilega fátt sem sæist horfa til hamfara annað en "eldspýturnar" þú bendir á í pistli þínum sem ekki eru barnameðfæri.

Með jólakveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 22.12.2019 kl. 18:16

3 identicon

Gréta er á móti glóbalismanum eins og þú. Hún bara velur ekki og hafnar eftir hentugleik það sem snýr að hennar þægindum. Hún hafnar öllum þeim þægindum glóbalismans sem þú umfaðmar og elskar. Sannfæring hennar er bæði í orði sem á borði. Þú lætur hugsunarlítinn bloggpistil nægja.

Vagn (IP-tala skráð) 22.12.2019 kl. 21:40

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Já, það liggur við að maður hafi með sér poka þegar maður fer í skötuveisluna á morgun, annars mun samviskubitið standa í manni.

En hvað get ég sagt?? Jú bara endurbirt þessi orð þín, og þá feitletruð; "BANNA er lausnarorð á öllum vanda í dag og svo að sjálfsögðu hærri skattar á almenning meðan hinir flytja til Tortóla".

Það er ekki von þó VinstriGrænir séu svona happy í félagsskap búrókratanna í Brussel, svo að samkeppni er komin við Samfylkinguna um hvor flokkurinn elskar Brussel meir.

Prumpupakk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.12.2019 kl. 22:32

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ég ætla ekki að loka augum fyrir að eitthvað garúgt á sér stað í veðurfarinu, og ætli besta orðið sem lýsir því sé ekki ÓJAFNVÆGI.  Ein birtingarmynd þessa ójafnvægis er að kuldapollurinn á skautinu hoppar út og suður í allar áttir því þó hitni þá hverfur kuldinn ekki.

Og ekki ætla ég að fara að rífast við mólekúlfræðin, læt vísindafólkið um það en þó slæ ég alltaf varhug við þeim sem enda alla sína rökfærslu á að andstæðingurinn sé sósíalisti, minnugur svipaðar rökfærslu í andófinu við hættuna sem stafar af reykingum, jafnt beinum sem óbeinum.

En taki menn þetta alvarlega, þá eiga menn að taka þetta alvarlega.

Tökum sem dæmi, frá því ég man eftir mér hef ég lesið það sem heilagan sannleik að regnskógar séu lungu jarðar, og að baki búa rök.

Þykistumennirnir í Brussel settu í lög um íblöndun lífefniseldsneytis í bílaeldsneyti, með tvennum afleiðingum.  Sú fyrri var aukin mengun vegna verri bruna, sú síðari og mun alvarlegri, þá fyrst fóru menn að höggva regnskóga til að ryðja land fyrir ræktun á þessa blessaða lífeldsneyti, hvort sem það kemur úr pálmaolíu eða einhverju öðru.

Tilgangurinn shóv og sýnd.

Sama gildir um skattlagninguna sem dregur úr þrótti bæði almennings og fyrirtækja til að skipa yfir í nýrri tæki og tól.  Gamall bílafloti verður bara enn eldri ef fólk hefur ekki efni á að endurnýja yfir í nýrri og sparneytnari bíla svo dæmi sé tekið.  Fyrirtæki nota ekki sama peninginn í að borga skatt, og þróa nýja tækni og framleiðsluaðferðir, eða endurnýja í mengunarminni tækni sem þegar er þekkt.

Allt er þetta í raun girðingar og hindranir sem ýta undir tilflutning á framleiðslu til mengunarþrælakista.  Hafa menn ekki séð reykinn yfir Kína og Indlandi þar sem allt er knúið á kolum??

Í þessu samhengi stend ég við orð mín að Donald Trump hefur lagt meir að mörkum til að draga úr útblæstri með stefnu sinni um að færa framleiðsluna heim, heldur en allt skrifræði Brussel til samans.

Það er nefnilega þannig með hagfræði andskotans, að hún kemur öllu til andskotans.

Skattlagning á allt og alla er ein leiðin til þess,.

Taki menn þessu hins vegar alvarlega, hafi virkilega áhyggjur af framtíð barna sinna, þá gera menn eitthvað raunhæft.  Varðandi plastmengun þá er tekist á við hana þar sem hún er, en ekki þar sem hún er ekki.  Að skemma mat vegna plastskorts eða stórauka álagið á náttúruna með ræktun á efnum sem eiga að koma í staðinn fyrir plastið, er ekki lausnin í löndum þar sem sorphirða er í góðu lagi.   Ekki að það er í góðu lagi að draga úr umbúðanotkun, en þetta tekst ekki á nokkurn hátt á við vandann, sem og að margnota pokarnir hafa miklu hærra kolefnisfótspor eins og framkvæmdarstjóri Sorpu benti á.

Talsmaður Bláa hersins benti á endurnýtingu og markvissa sorphirðu í þágu hennar, en VG liðið talar bara um kolefniskatta, hvor skyld nú hafa réttara fyrir sér??

Og fljótvirkasta leiðin er að láta heildsalana sem mæta auknum kostnaði innlendrar framleiðslu, með innflutningi frá mengunarbúum, borga mismuninn á kolefnisporinu, hvort sem það er úr eigin vasa, eða með því að leggja á vöruna sína.

Því samkeppnin þarf ekki bara að vera á jafnréttisgrunni, það gildir einu þó þróaðar hafi verið leiðir til að draga úr mengun við framleiðslu, ef enginn kaupir vöru frá viðkomandi framleiðandi, þegar hægt er að fá aðra mun ódýrari, og mengaðri í yfirfærðri merkingu, frá mengunarbúum alþjóðvæðingarinnar.

Þetta er allt svo galið, að augljóst mál að annað býr undir en umhyggja fyrir komandi kynslóðum, eða vilji til að slást við lofslagsbreytingar.

Það sem er undirliggjandi er gróðafíkn og valdafíkn.

Og saklausum krökkum er beitt fyrir þann vagn.

Það er meinið og við eigum að feisa það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.12.2019 kl. 23:05

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Ussum og sei Vagn minn, eitthvað virðast rafmagnstruflanirnar hrjá þig ennþá.

En svo fór að ég að spá í vinganginum í iðrum þínum, svona í yfirfærðri merkingu, og fattaði að líkt og Termenatorinn mátti ekki skaða strákinn í mynd númer 2, að þá er það innbyggt í þig að koma alþjóðlegu þrælahaldi til varnar.

Sem aftur vekur upp spurningar því þú byrjaðir að termineita eftir að Vinnandi menn voru afhjúpaðir, hvort lög um hagsmunaárekstra gilda ekki líka um rafeindir??

Hef svona ýjað að þessu áður en tel allt í lagi að spyrja núna beint því óneitanlega ert þú líklegri til að vita svarið en ég.

Smá forvitni bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.12.2019 kl. 23:11

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir kjarnyrt svar Ómar, og að standa vaktina.

Sammála þér að hverjum og einum er hollast að horfa á sitt nærumhverfi og gefa hitamælinum á glugganum heima hjá sér gaum. Það sama á við hryðjuverkin sem allt er fullt af í sjónvarpinu en fáir hafa séð út um gluggann sinn.

Það er stutt síðan hryðjuverkalög voru sett á Ísland og ekki lengra en síðan í gær að umhverfisráðherra landsins birtist á mynd með frétt, um plastmengun, sorpflokkun og hnattræna hlýnun, klæddur samkvæmt tíðarandans toga í 66°N plastjakka sem framleiddum í Asíu.

Spakmæli Asíubúans Gandhi á við um hryðjuverkin, glóbalinn og plastið; "Ef þú vilt breyta heiminum, breyttu þá sjálfum þér".

Með kveðju úr efra.

Magnús Sigurðsson, 22.12.2019 kl. 23:39

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Sér enginn atgervisskort í asbergeraugnsvip barnsins?

Halldór Jónsson, 23.12.2019 kl. 03:53

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er skýr stelpa Halldór, láttu ekki svona.

Hennar er ekki sökin sú árátta innihaldsleysisins að búa til stjörnur úr leir sem má móta.  Eða úr ekki neinu ef út í það er farið.

En jörðin er að hlýna og ekkert að því að feisa það.

Þá þarf að taka slaginn, en þetta fólk sem hampar Grétu er ekki að gera það.

Það er bara að smíða efni í hlekki á okkur hin.

Meðaljón sem þess eina sök er að vera til, og vill fá að lifa í þokkalegri sátt við náungann, og í friði fyrir ofríki og kúgun.

Það sagði allavega, eða eitthvað af þessu, frændi minn frá Sumarhúsum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.12.2019 kl. 09:33

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ekki kemst maður alveg hjá því að hugsa global, stríðið endar alltaf á að banka uppá í húsgarðinum hjá þér sögðu gáfaðir álfar og vitkar í Hringadróttarsögu.

En það þarf lokal til að það sé global.

Eitthvað sem alþjóðavæðingin vinnur markvisst að því að útrýma.

Við þurfum ekki bara að hugsa um okkar lokal, næra það og styrkja, við þurfum líka að verja það.

Svo hvar er ICExit??

Núna þegar okkar lokal er undir.

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.12.2019 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 77
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 1636
  • Frá upphafi: 1321528

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 1394
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband