Trump er ákærður.

 

Svo vitnað sé í einn af ákærendum hans; "fyr­ir að hafa mis­beitt valdi sínu með því að reyna að fá er­lenda rík­is­stjórn til þess að hafa áhrif á for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um á næsta ári. Hins veg­ar er hann ákærður fyr­ir að hafa hafi hindrað full­trúa­deild­ina í að afla upp­lýs­inga um málið".

Og það eina sem maður hugsar, er maðurinn engill??, hefur honum virkilega ekkert orðið á í þessi þrjú ár sem hann hefur gegnt forsetaembættinu.

Eins sjálfhverfur og hvatvís hann annars er.

 

Hvernig getur gjörspilling fyrrverandi varaforseta Obama haft áhrif á komandi forsetakosningar??

Ef það væri tilgangurinn væri nær að láta manninn bjóða sig fram og spyrja hann, var stuðningur USA við valdarán þjóðernissinna í Kiev háð því að sonur þinn fékk feitt embætti fyrir það eitt að vera sonur þinn??  Fékkst þú borgað??, hver eru tengsl sonar þíns við austur evrópsku mafíuna?? og svo framvegis.

Nema að varaforsetinn fyrrverandi hefði aldrei verið í framboði fyrir demókrata, hans eigin flokksmenn hefðu löngu áður slátrað honum í forvali flokksins með þessum spurningum.

Hins vegar væri núverandi forseti ekki bara sjálfhverfur og hvatvís, heldur algjörlega óhæfur ef hann þegði þegar spillingaröfl í Úkraínu svæfðu rannsókn varðandi tengsl Hvíta hússins við austur evrópska spillingu.

 

Og hver hindraði hvað??, og hver var fyrstur til að birta afrit af samtalinu sem átti að réttlæta þessa fordæmalausu aðför að lýðræðinu sem á sér aðeins eitt eitrað fordæmi, sem er svipuð aðför repúblikana að Clinton vegna meintra kvennamála hans.

Þar var nefnilega hið eitraða fordæmi mallað í pólitískum gjörningapotti þar sem refskákarar hræðu skítamall sitt af miklum móð og úr varð farsi sem gengisfelldi bæði þá og bandarískt lýðræði.

Því það er gengisfelling að svona er liðið.

Bæði þá sem og nú.

 

Við Íslendingar breytum engu.

En við getum gefið verndarþjóð okkar ákveðið fordæmi með því að biðja þá sem stóðu að aðförinni að Geir Harde  að stíga fram, og tjá iðrun sína. 

Iðrun sem eiginlega allir, líka næstum því öll ráðuneyti ráðherra, hafa tjáð. Með þeirri undantekningu að Jóhanna Sigurðardóttir getur ekki tekið eitt mál út og sagt, afsakið, svona í ljósi þess að hún sveik allt.  

Og er það skiljanlegt.

 

Eitrað fordæmi er nefnilega eitur sem hægdrepur lýðræðið.

Með því að grafa undan því, með því að upphefja lágkúru og lýðskrum.

Slík fordæmi þarf að afeitra, og þó við smá séum, þá snýst afeitrun um þekkingu, ekki stærð.

 

Afsökun vegna Landsdóms er afsökun til heimsbyggðarinnar.

Lýsir iðrun og yfirbót í heimi sem hefur næstum gleymt fyrir hvað slík gildi standa.

Hreinsar okkur og gæti hreinsað aðra.

 

Því við erum öll eitt.

Hluti af heimsins harmi.

Og lýðræðið er sammannlegt, er okkar allra.

 

Að verja það er skylda okkar.

Jafnt hér sem og annars staðar.

 

Auðurinn sækir á.

Á Íslandi í gær, í Bandaríkjunum í dag.

 

Leppar hans og þjónar brýna kuta og stinga holt og bolt.

Nýta fjölmiðla sína og keypta álitsgjafa.

 

Fórnarlömbin eru ekki bara Geir Harde í gær eða Donald Trump í dag.

Fórnarlömbin eru við, við öll.

 

Höfum það í huga þegar við fáum fréttir af þessum skrípaleik.

Kveðja að austan.


mbl.is „Eitrað fordæmi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 603
  • Sl. sólarhring: 639
  • Sl. viku: 6334
  • Frá upphafi: 1399502

Annað

  • Innlit í dag: 517
  • Innlit sl. viku: 5372
  • Gestir í dag: 473
  • IP-tölur í dag: 467

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband