Ég er víst guð.

 

Sagði Kristinn Hrafnsson í opnu bréfi til Bubba reddingarforstjóra Samherja, og útskýrði af hverju hann hefði handvalið pósta til birtingar.

 

Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að Kristinn Hrafnsson játaði að Wikileka lá á að birta hvellinn fyrir fyrirhugaðar kosningar í Namibíu, svo hægt væri að hafa áhrif á þær.

Eitthvað sem aðeins menn með mikilmennskubrjálæði gera, þeir sem telja sig umkomna að ráðskast með líf og örlög fólks í framandi löndum, þá sökum eigin yfirburða.

Í tilvika Kristins líklegast vegna þess að hann er hvítur, menntaður, og hefur í sig og á.

Fór þar í þekkt fótspor sem Afríka geymir ásamt steingerðum sporum hálfmennskra og mennskra áa okkar, þau fótspor að hvíti maðurinn taldi sig æðri.

Þá vegna kynþáttalítilsvirðingar, í dag líklegast vegna guða komplexa.

 

Svo fólk rugli ekki eitthvað í hausnum á sér, þá er ekkert sem segir að þeir sem skora núverandi stjórnarflokk á hólm, séu á nokkurn hátt óspilltari en þeir sem ráða í dag.

Um það eru mýmörg dæmi frá Afríku, en ekki mörg um hið gagnstæða.

Eiginlega engin ef útí það er farið.

 

Þannig að ef menn ætla sér að hafa áhrif á kosningar, og þjást ekki af guðakomplexum, þá er ljóst að ætlunin er að hygla einum á kostnað annars.

Enda hefur æ betur komið í ljós að Samherjamálið er hluti af gagnsókn Suðurafrísks stórfyrirtækis sem var sett útí kuldann af fyrrum skæruliðum sem voru ekki að berjast við nýlendu kúgun og arðrán hvítra nágranna sinna í Suður Afríku, til að fá þá bakdyramegin inní landið gegnum innlend gervifélög.

 

Kristinn Hrafnsson hefur hvorki náð að sverja af sér guðakomplexinn eða tengingu sína við þessa gagnsókn þessa fyrrum arðræningja namibísku þjóðarinnar.

Það er miður því Wikileki hefur margt þarft verkið unnið með uppljóstrunum sínum og birtingu gagna sem ekki voru ætluð almanna sjónum.

 

Wikilega var treyst vegna þess að hann var aðeins milliliður, milli gagna og almennings.

Hann handvaldi ekki, hann lét ekki stjórnast af öðru gildismati en að birta gögn, og þá var metið hvort gögnin væru þess eðlis að þau ættu erindi í dagsljósið.

Wikileki var ekki gerandi í þeirri merkingu að hann taldi sig umkominn að ráðskast með örlög þjóða, eða vera þátttakandi í pólitískri valdabaráttu.

 

Ef Wikileki er samkvæmur sjálfu sér, þá viðurkennir hann afglöp sín, og knýr Kristinn Hrafnsson til að segja af sér öllum trúnaðarstörfum, því trúverðugleikinn er fokinn ef hann kemst upp með þessi vinnubrögð sín.

Vissulega leiðinlegur endir á ferli annars ágæts hugsjónamanns. 

En guð er á himnum, en ekki meðal manna.

Rugli menn þessu saman þá verða þeir að víkja sem dvelja hér á jörðu.

 

Bubbi reddari er með kjarnann.

Kristinn hefur játað handvömm, að hann hafi handvalið, til að geta matreitt frétt, til að geta sniðið upplýsingar að fyrirfram saminni sögu.

Það þarf ekki að ræða málið frekar hvað Kristinn varðar, hagsmunir Wikileka og trúverðugleiki hljóta að vera í forgangi.

 

Eftir stendur trúverðugleiki Ruv og Stundarinnar.

Miðlar sem láta staðreyndir víkja ef þær draga úr höggþunga atlögu þeirra.

Ekki að niðurstaðan geti verið sú sama, en af hverju þolir hún þá ekki allar staðreyndir??

 

Af hverju er verið að ljúga því til að Samherji hafi tekið þátt í að arðræna namibísku þjóðina þegar samskiptin við Samherja eru til komin vegna þess að ráðamenn vildu losna við fyrrum arðræningja úr lögsögu sinni??

Af hverju er ekki hægt að segja satt í þessu máli, segja frá viðskiptahefðinni, þar sem þóknun til ráðamanna virðist vera hluti af viðskiptakostnaði.  Og að Samherji var með heimamenn í vinnu og gerði vel við þá á þeirra mælikvarða.  Það var engin landvinnsla þarna sem var rústuð, en heldur engin sem var byggð upp.

En hvers er þá sökin??  Heimamanna sem stjórna, eða fyrirtækinu sem kom í viðskipti við þá eftir þeim reglum sem þar giltu??

Var eitthvað óeðlilegt í gangi?? Eitthvað skemmt sem var fyrir, kvóti fenginn á lægra verði en aðrir höfðu borgað, var Samherji til dæmis að yfirbjóða mútur annarra??  Og er það trúlegt??, suður afríska fyrirtækið er milljarða fyrirtæki í dollurum, í samanburði við það er Samherji eins og léttibátur um borð í stórum úthafstogara.

 

Þetta er umfjöllunin sem ég átti von á eftir fyrsta Kveik þáttinn.

En hún kom ekki, aðeins bullið og upphrópanir.

Og réttmætum ábendingum Samherja aðeins svarað með skætingi.

Sem er aldrei hlutverk fréttamanna þó virðulegir stjórnmálamenn og rebellar verkalýðshreyfingarinnar finni hjá sér hvöt að stunda slíkan götustrákaleik.

 

Það er miður því þjóðin þarf svo virkilega á því að halda að hér sé hlutlaus aðili sem segi satt og rétt frá eftir sinni bestu sannfæringu, út frá fyrirliggjandi gögnum.

Í því felst að menn leiðrétta sig ef þeir fá ábendingar þar um.

Það er svo margt sem er dulið og þolir lítt dagsljósið.

 

Hagsmunasamtök heimilanna kalla á rannsóknarskýrslu af hverju þjóðin var svikin í hendurnar á hrægömmum eftir Hrun. 

Það má ekki upplýsa hverjir fengu íbúðir Íbúðalánssjóðs á silfurfati, og á hvaða kjörum.

Og mikið mega fjölmiðlar vera tengdir auðmönnum og hrægömmum, ef þeir spyrja ekki hinnar æpandi spurningar, af hverju lækkaði stöðugleikaframlag hrægammanna úr boðuðum 950 milljörðum í um 330-350 milljarða, sem er nokkurn veginn sú upphæð sem fannst ekki gjaldeyri fyrir að flytja úr landi.  Í kjölfar þeirrar spurningar má spyrja, af hverju voru þrotabú gömlu bankanna ekki látin borga skaðabætur til fórnarlamba Hrunsins, til fólksins sem var blekkt til að fjárfesta í einskis nýtum pappírum, eða skaðabætur til samfélagsins sem þeir léku svo grátt??

Þetta var gert í Bandaríkjunum, háborg fjármálakapítalistana, af hverju þá ekki hérna??

 

Því miður segi ég, því þetta er ekki gert.

Hvað sem veldur.

 

Kveikur kveikti loga.

En í þágu hvers??

Ekki sannleikans, það er orðið ljóst.

 

Hvort loginn er svo mýrarljós á eftir að koma í ljós.

Fyrri spor Rúv hræða í þeim efnum.

Kveðja að austan.,


mbl.is „Kæri Kristinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Kæri  Ómar!

Er það réttlætanlegt að einn samherjamanna sé sjávarútvegsráðherra?

Kv

Óskar Kristinsson, 19.12.2019 kl. 21:57

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hafdu thakkir fyrir stórgódan Pistil Ómar. 

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.12.2019 kl. 22:06

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ, láttu ekki svona Óskar.

Þú veist betur en þetta.

Fyrir utan að ég var ekkert að velta mér uppúr innihaldi Samherjamálsins, heldur að benda á hvað hefur komið í ljós um málsmeðferðina, og á hvaða forsendum málið er matreitt og rekið, eins og slíkt sé hlutverk fréttamanna, þá ætla ég að trúa þér fyrir að eins og þingið er skipað í dag, þá eru ákaflega fáir þar sem eiga nokkurt erindi í embættið, sökum vanþekkingar.

Það gildir ekki um Kristján Þór.

Síðan þegar menn tala um meint tengsl hans, þá má spyrja á móti, hvað er það í dag í stöðu Samherja sem má rekja til Kristjáns Þórs og ákvarðana hans??

Kvótakerfið kom á níunda áratugnum, framsalið fljótlega í kjölfarið, hlutabréfamarkaðurinn sem gerði Samherja kleyft að eignast kvóta án þess að borga krónu fyrir hann, var líka til löngu áður en Kristján kom til sögunnar.

Ef þú ert að vísa til þeirrar umræðu að ofurskatturinn eigi að vera hærri vegna þess að Samherji græðir svo mikið, þá trúi ég því ekki uppá þig Óskar að þú viljir koma banahöggi á stóran hluta fyrirtækja í greininni, út frá þeim rökum.  Svona í ljósi þeirrar afleiðingar að kvótahringekjan fer þá af stað af fullum þunga  með tilheyrandi áhrifum á atvinnu fjölda fólks sem og búsetu þess.

Íhugaðu þá að fólkið sem rær undir þessa umræðu er það sem hefur hagsmuni af öðru að tvennu, að skaða atvinnulíf þjóðarinnar til að hún leiti aum og örbjarga í náðarfaðm ESB, eða hefur hagsmuni af því að fiskur sé fluttur lítt unnin eða óunnin úr landi.

Atvinnugrein án stórfyrirtækja er álíka fáránleg og atvinnugrein þar sem bara eru örfá stórfyrirtæki.  Í sjávarútveginum hafa stórfyrirtæki staðið fyrir nauðsynlegri tækniþróun vinnslunnar svo hún er samkeppnishæf við það sem best gerist.  Hún var það ekki fyrir um 20 árum síðan, og hafði aldrei verið fram að því. 

Það er jafnmikilvægt að hindra þessa aðför að stóru fyrirtækjunum í greininni eins og að hindra að þau gleypi allt.  Sú tilhneiging var byrjuð þegar Guðmundur vinalausi fékk lánað fyrir Granda, manninn sem nýbúið var að afskrifa hjá milljarða vegna kvótabrasks.  Hann byrjaði strax að sameina kvóta á skip, þar með að leggja skipi og segja upp áhöfn.  Kallast hagræðing á máli frjálshyggjunnar, ég kalla það millifærslu frá launum yfir í vexti af lánsfé.

Hrunið gaf okkur tæplega 10 ára frí frá þessari frjálshyggju samþjöppunarinnar, núna er róið.

Og hver heldur það sé rær undir??

Allavega ekki þeir sem munu missa vinnuna, það eitt er víst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.12.2019 kl. 22:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Halldór.

Kveðja að ausan.

Ómar Geirsson, 19.12.2019 kl. 22:35

5 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Skiptir máli hvað margir póstar hafa verið birtir? Skiptir máli hvort Kristinn Hrafnsson sé með guðakomplex? Fram eru komin gögn sem benda til þess að Samherji hafi stundað mútustarfsemi og skattaundanskot í Namibíu. Er ekki rétt að halda striki?

Tryggvi L. Skjaldarson, 20.12.2019 kl. 08:16

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Tryggvi, varðandi síðustu tvær setningar þínar, þá er það ljóst að gögn hafa komið fram sem benda til að Samherji hafi stundað mútustarfsemi, veit ekki með skattaundanskotin.  Og það er rétt að halda sínu striki.

Hins vegar skiptir máli að Wikileki handvelji ekki pósta eða önnur gögn, eða taki þátt í að matreiða fréttir til að koma höggi á einhvern.

Gögnin sem slík eiga að gera það, séu þau þess eðlis.

Að leika guð í framandi landi er ein birtingarmynd kynþáttafyrirlitningar og kynþáttahroka, og ég sé ekkert sniðugt við það.

Trúverðugleiki er undir að menn haldi sig við staðreyndir, það hefur ekki verið gert.

Ítreka síðan meginefni hugleiðinga minna;

"Það er miður því þjóðin þarf svo virkilega á því að halda að hér sé hlutlaus aðili sem segi satt og rétt frá eftir sinni bestu sannfæringu, út frá fyrirliggjandi gögnum.

Í því felst að menn leiðrétta sig ef þeir fá ábendingar þar um.

Það er svo margt sem er dulið og þolir lítt dagsljósið.

 

Hagsmunasamtök heimilanna kalla á rannsóknarskýrslu af hverju þjóðin var svikin í hendurnar á hrægömmum eftir Hrun. 

Það má ekki upplýsa hverjir fengu íbúðir Íbúðalánssjóðs á silfurfati, og á hvaða kjörum.

Og mikið mega fjölmiðlar vera tengdir auðmönnum og hrægömmum, ef þeir spyrja ekki hinnar æpandi spurningar, af hverju lækkaði stöðugleikaframlag hrægammanna úr boðuðum 950 milljörðum í um 330-350 milljarða, sem er nokkurn veginn sú upphæð sem fannst ekki gjaldeyri fyrir að flytja úr landi.  Í kjölfar þeirrar spurningar má spyrja, af hverju voru þrotabú gömlu bankanna ekki látin borga skaðabætur til fórnarlamba Hrunsins, til fólksins sem var blekkt til að fjárfesta í einskis nýtum pappírum, eða skaðabætur til samfélagsins sem þeir léku svo grátt??

Þetta var gert í Bandaríkjunum, háborg fjármálakapítalistana, af hverju þá ekki hérna??".

Persónulega finnst mér að það sé verið að spila með okkur, okkur útvegað leikar svo við ræðum ekki það sem máli skiptir, RÁNIÐ.

Rúv hefur aldrei lyft litla fingri ef það gengur gegn hagsmunum hrægamma, og virðist núna vera í miðjum hráskinsleik þar sem auðhópar og auðhringir takast á.

Það þjónar öðrum en þjóðinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.12.2019 kl. 08:26

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú hefur sennuilega lesið þennan mjög svo góða pistil Ómars heldur hratt Tryggvi.

Gunnar Heiðarsson, 20.12.2019 kl. 08:38

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Orð að sönnu Ómar. 

Ég tel samt að Kristinn Hrafnsson og Helgi Seljan séu bara vel meinandi bjánar í þessu máli öllu. Gætir þú kannski tekið undir það líka ?

Guðmundur Jónsson, 20.12.2019 kl. 09:46

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Eiginlega já Guðmundur, en ekki hafa það eftir mér.

Takk fyrir innlitið Gunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.12.2019 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 488
  • Sl. sólarhring: 592
  • Sl. viku: 653
  • Frá upphafi: 1320496

Annað

  • Innlit í dag: 427
  • Innlit sl. viku: 569
  • Gestir í dag: 399
  • IP-tölur í dag: 396

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband