Sumir koma ofanaf fjöllum.

 

Allar spurningar Miðflokksmanna eru góðar og gildar.

Vantar kannski eina, til Guðna forseta hvort hann hefði einhverja glóru hvað markaðsvæðing orkukerfisins þýddi þegar hann skrifaði undir orkupakka 3?? 

Guðni var nefnilega að leika góða, svakalega hissa gæjann í kvöldfréttum sjónvarps í gær, sem hann kannski mætti ef hann hefði ekki notað tækifærið og hæðst að landvarnarfólki þegar hann skrifaði undir markaðsvæðingu orkukerfisins, og það stjórnarskráarbrot að afhenda ESB yfirráð orkunnar, svo öruggt væri að allar sértækar aðgerðir í þágu landsbyggðarinnar yrðu dæmdar ólögleg markaðsinngrip.

 

En ég spyr Miðflokksmenn á móti.

Í hvað landi hafið þið dvalið síðustu 17 árin eða svo, eða frá því ESB reglugerðin var innleidd í íslensk lög, sem hvað á um skiptingu Landsvirkjunar uppí gróðafyrirtækið Landsvirkjun, sem vissi ekkert hvað það ætti að gera við peninga sína, og hið bláfátæka fyrirtæki Landsnet, sem situr uppi með allan kostnaðinn af dreifkerfinu.

Og hvernig gat það farið framhjá ykkur að hið bláfátæka fyrirtæki gerði ekki neitt, sem er einmitt einkenni þeirra sem eiga ekki bót fyrir boruna á sér.

 

Og hvernig fór markaðsvæðing fjarskiptakerfisins framhjá ykkur??

Engin skylda, engin ábyrgð, önnur en sú að græða og græða og græða.

Sama hvað orðið græða er skrifað oft, hvergi birtist orðið ábyrgð, sú ábyrgð að halda landinu öllu í sambandi.

 

Eða voruð þið ekki fæddir þegar frjálshyggja síðustu tveggja, þriggja áratuga ákvað að skera niður alla opinbera þjónustu á landsbyggðinni??

Þannig að víða er hún álíka auðn og var á þjóðveldisöld þegar aðeins var einn opinber embættismaður á landinu, lögsögumaður.  Og hann fékk ekki laun.

 

Hví ekki að axla ábyrgðina og segja fyrstir flokka.

Við skömmumst okkur.

Og við biðjumst afsökunar.

 

Biðjumst afsökunar á Vigdísi Hauksdóttur og öllum öðrum niðurskurðarhnífum sem hafa tengst Miðflokknum, jafnt hjá honum eða þegar við vorum í Framsóknarflokknum.

Við biðjumst afsökunar á rænuleysi okkar og hjárænuleysi.

Að við skulum hafa talað um dægurmál á þingi á meðan innviðir landsins voru látnir grotna niður.

Hvort sem ábyrgðin var bein vegna niðurskurðarhnífanna, eða óbein vegna markaðsvæðingu frjálshyggjunnar.

 

Og fyrst Miðflokkurinn væri byrjaður, þá gæti hann í leiðinni beðist afsökunar á þeirri aðför að lífskjörum og afkomu sjávarbyggða sem Gunnar Bragi Sveinsson stóð fyrir á sínum tíma með heimsku sinni að setja viðskiptabann á Rússa.

Einna þjóða sem tók mark á sýndarleiknum.

 

Aðeins þá, aðeins þá, verða spurningar Miðflokksins trúverðugar.

Jafnvel svo trúverðugar að flokkurinn eignast á einhvern hátt þann trúverðugleika, að honum væri trúandi til að sýna aðra breytni í ríkisstjórn en þeir flokkar sem þar sitja.

Jafnvel tekið upp á þeim Undrum, margfalt undarlegri en Fróðárundrum, að standa við kosningaloforð.

Og það jafnvel fleiri en eitt.

 

Orð kosta nefnilega ekkert.

En trúverðugleiki er dýr.

 

Og það þarf að vinna fyrir honum.

Kveðja að austan.


mbl.is Óska eftir svörum og gagnrýna RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan þarfa pistil.

Var að skrifa á feisbókina um það hvernig bæjar- og sveitarfélög, hvert um sig, hefðu á sínum tíma byggt upp og rekið rafveitur um landið.  Nú væru tímarnir hins vegar orðnir aðrir og verri út um land allt.

Fékk þar þessa mjög svo greinargóðu athugasemd við þau skrif mín:

"Skv. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og Orkupökkum 1, 2 og 3 frá Evrópusambandinu, sem íslensk stjórnvöld hafa fullgilt, er óheimilt að ríki eða sveitarfélög eigi orkuframleiðslu- og orkudreifingarfyrirtæki, Veittur var frestur og undanþága til ákveðins tíma við staðfestingu Orkupakka 2 fyrir um það bil fimmtán árum, en þegar hann rennur út, þurfa aðildarlönd að sjá til þess að slík fyrirtæki verði seld einkaaðilum."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.12.2019 kl. 15:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, hvað skyldi gleðipinninn á Bessastöðum segja við þessu.

Önnur birtingarmynd þessa að kunna ekki að skammast sín má lesa í þessari klausu sem ég stal af vef Jarðstrengja;

"Silfrið á RÚV í dag fjallaði um óveðrið og afleiðingar þess. Einkar áhugaverðar umræður sem komu m.a. inn á flutningskerfi raforku.
Í máli iðnaðarráðherra og forstjóra Landsnets kom fram að framkvæmdir stoppi ekki á fjármagni heldur leyfisveitingum.
Í framhaldi af því má spyrja:
Af hverju hefur Sauðárkrókslína, 66kV jarðstrengur frá tengivirkinu í Varmahlíð til Sauðárkróks, verið á áætlunum Landsnets frá 2010 án þess að vera sett í framkvæmd?
Af hverju er endurnýjun Dalvíkurlínu, byggð 1982, hvar a.m.k. 20 staurastæður brotnuðu nú, ekki á neinum birtum áætlunum Landsnets?
Af hverju fékkst Kópaskerslína ekki lögð í jörð, að beiðni heimafólks, eftir stórtækar skemmdir í óveðri 2012?
".

Ef það er ekki spilling að ljúga öllu, segja helst ekki ótilneyddur satt, svíkja allt það sem var lofað fyrir kosningar, þá veit ég ekki hvað spilling er.

Æ jú, það er þetta með Samherja, það er allt þeim að kenna, sérstaklega sú ósvinna að setja ekki kvótann á markað svo hægt sé að flytja fiskinn illa unninn eða lítt unninn út, heldur að reisa hátæknivinnsluhús hjá þessum mútuþiggjendum á Dalvík, því illa þefjandi landsbyggðarpakki.

Eða eins og einn góður samfylkingarmaður sagði, og fullt af góðu fólki dreifði, það er arðráni Samherja að kenna að innviðir okkar eru komnir í þrot.  Rökin, múturnar í Namibíu.

Á meðan geta stjórnmálamennirnir okkar hagað sér eins og þeir vilja.

Jafnvel á svörtustu dögum ICEsave stríðsins var von, en ég held að heimskan hafi tekið hana í gíslingu, og engin sé eftir sem gangi laus þessa dagana.

En það er alltaf gaman að blogga á meðan við höfum snillinga eins og Guðna forseta til að skemmta okkur.

Miðflokksmenn eiga þakkir skyldar að færa mér fréttina uppí hendurnar.

Mér leiðist ekki á meðan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2019 kl. 16:50

3 identicon

Það er alveg rétt Ómar, að engin er ástæðan til að láta sér leiðast, enda nægu að sinna þessa dagana þar sem vitleysan ríður ekki við einteyming og haltir leiða blinda í orkumálum þjóðarinnar, með ráðherra og forseta í fararbroddi eigin heimsku, eða eigum við að segja, aðfarar að eigin þjóð ?

Bæti hér við færslu minni, og nú í heilu lagi, af feisinu:

"Veit ekki hvort fólk átti sig lengur almennt á því að það voru bæjar- og sveitarfélög, hvert um sig, sem stóðu að gerð, uppbyggingu og rekstri rafveitna um allt landið.  Það var önnur og betri hugsun sem þá var við lýði og betri yfirsýn ef rafmagnstruflanir urðu, menn þekktu sitt nærsvæði og vissu hvar bilunar væri helst að leita og heimamenn voru því fljótir að finna og lagfæra og það varð ljós aftur innan örfárra tíma.  Og það var bara einn reikningur sem hvert heimili fékk fyrir rafmagnsnotkun og hann var ekki hár.  Svo einfalt var það.  Nú finnst mér að hver ofurlaunuð silkihúfan þvælist hins vegar fyrir hverri annarri og beri enga ábyrgð, nú á tímum þar sem eitthvert furðulegt pilsfaldakerfi skammtar helst sjálfu sér til sífellt hærri launa, belgist og tútnar út, meðan rafmagnsleysi getur varað heilu dagana og það valdið umframtjóni notenda.  Það er algerlega ólíðandi bilun í stjórnkerfinu.

 

Vil hér vekja athygli á undirliggjandi orsök þessa, sem ég sá að Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson hefur orðað svo á afar skýran hátt:

 

"Skv. samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og Orkupökkum 1, 2 og 3 

frá Evrópusambandinu, 

sem íslensk stjórnvöld hafa fullgilt, 

er óheimilt að ríki eða sveitarfélög eigi orkuframleiðslu- og orkudreifingarfyrirtæki.

Veittur var frestur og undanþága til ákveðins tíma við staðfestingu Orkupakka 2 fyrir um það bil fimmtán árum, en þegar hann rennur út, þurfa aðildarlönd að sjá til þess að slík fyrirtæki verði seld einkaaðilum."

 

Það er svo sannarlega tími til kominn að þessi baráttuhópur girði sig í brók og virkji krafta okkar til að verja sjálfstæði okkar í orkumálum, jafnvel þó það kosti það að segja upp EES samningnum við ESB, enda er sem barátta gegn aðild landsins að þeim samningi sé beinlínis orðin samofin baráttu okkar fyrir sjálfstæði okkar í eigin orkumálum."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.12.2019 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 546
  • Sl. sólarhring: 806
  • Sl. viku: 3931
  • Frá upphafi: 1331246

Annað

  • Innlit í dag: 480
  • Innlit sl. viku: 3347
  • Gestir í dag: 459
  • IP-tölur í dag: 451

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband