15.12.2019 | 09:40
Saklaus dregur ekki í efa.
Hann lýsir yfir sakleysi sínu.
Og ef hann er undir hjá dómstól almennings og hann á undir að sá dómsstóll dæmi rétt, þá sannar hann sakleysi sitt.
Eitthvað sem Samherji hefur heykst á.
Björgólfur er skynsamur maður og veit þetta.
Því annað er svo foráttuvitlaust.
Hann hefur lýst því yfir að varlega verði stigið til jarðar, og ekki snúist til varnar fyrr en öll kurl eru komin til grafar.
Sem er svona svipað eins og málfarið í setningunni hér að ofan, heiðarleg tilraun til að svæfa fólk.
Það má vera að það sé taktískt gagnvart norsku fjölmiðlum að draga í efa, og gefa í skyn að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað í Namibíuviðskiptunum.
En það er alls ekki taktíkst gagnvart íslenskum almenningi.
Hann hefur séð gögn, á móti fær hann orð og fullyrðingar.
Og jú, það hefur tekist að sýna fram á að sannleiksatriði eru aukaatriði hjá Helga krossfestara, tilgangurinn sé að krossfesta, en það breytir samt ekki staðreyndum málsins hvernig sá hugsar sem sýnir þær.
Áróðursstríð Samherja er það illa rekið að það bendir óneitanlega til þess að þar sé fátt til varnar.
Þú segir til dæmis ekki að sóknaraðilar þínir hafi handvalið tölvupóst án þess birta þó væri ekki nema einn sem gæti hugsanlega varpað öðru ljósi á málið og skotið þar með stoðum undir fullyrðingar þínar.
Jafnvel orðið örvænting nær ekki að lýsa svona vörn.
Um margt er staða Samherja farin að minna á stöðu stráksins sem var ásakaður um að hafa gert honum Lúkasi meint, og fyrir utan hús hans var kominn múgur með nagla og spýtur.
Ekkert gat bjargað honum nema eitt.
Það að Lúkas skyldi á síðustu stundu koma skoppandi að múgnum, geltandi, dillandi rófunni.
Þá var nöglunum og spýtunum skilað í Byko, og DV fann sér nýtt fórnarlamb.
Það er spurning hvort þetta sé varnartaktík Samherja.
Að þegar múgæsingin sé í hámarki, að koma þá með gögn sem varpa öðru ljósi á málið og gætu stutt þá fullyrðingu að æðstu stjórnendur hafi verið í góðri trú.
Og þá sé vonast eftir að múgurinn lyppist niður og skammist sín.
Veit ekki.
Ég held samt að það sé enginn Lúkas í þessu máli.
Það kemur samt í ljós.
Kveðja að austan.
Dregur mútugreiðslur í efa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 18
- Sl. sólarhring: 627
- Sl. viku: 5602
- Frá upphafi: 1399541
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 4775
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hingað til hefur Samherji ekki mikið verið að láta dómstól götunnar stjórna sínum málflutningi. Hvort sem ákærendurnir eru fyrrverandi starfsmaður, Sérstakur saksóknari, RÚV, eða Seðlabankinn. Samherji hefur látið alvöru dómstóla vinna fyrir sig og frekar heimtað sannanir á sekt en að sanna sitt sakleysi. Það angrar margan Íslendinginn sem þvert á reglur réttarríkisins telur að ásakanir eigi að nægja til sakfellinga ef ákærði sannar ekki sakleysi sitt, að menn séu sekir uns sakleysi er sannað.
Vagn (IP-tala skráð) 15.12.2019 kl. 16:53
Er Lúkas fundinn - það voru engin mótmæli á Austurvelli i gær er það?
Gátu þau ef til vill ekki fundið grunnskólabörn sem hægt var að lokka þarna niður eftir með loforði um að fá koma fram í fréttum Stöðvar 2
Grímur (IP-tala skráð) 15.12.2019 kl. 17:37
Blessaður Grímur.
Ég held að Lúkas sé ennþá týndur, og eitthvað gengur erfiðlega að finna grunnskólabörnin líka.
En er bara ekki kominn jólafílingur í liðið??
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 15.12.2019 kl. 19:46
Blessaður Vagn.
Ég skynja einhvern efatón í athugasemd þinni, jafnvel svo mikinn að þú efist líka um þá staðhæfingu Samfylkingarliða hér í netheimum að rafmagnsleysið fyrir norðan megi til þess glæps að Samherji saug pening úr kerfinu.
Alltí góðu mín vegna á meðan þú ferð ekki að efast um tilvist guðdómsins,.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.12.2019 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.