Hvers eigum við sem þjóð að gjalda??

 

Að vitið í ráðherrastól, og þá er barnavæðing Sjálfstæðisflokksins ekki afsökun, sé ekki meira en það að fyrstu viðbrögð innanríkisráðherra sé að segja; "Grundvallaratriðið að það sé varaafl!!".

Þessi orð eru sögð á því herrans ári 2019, en ekki uppúr miðri síðustu öld, þegar bláfátæk þjóð réðst í það stórvirki að koma upp díselrafstöðum víða um land sem varaafl.

Varaafl sem bjargaði því sem bjargað varð í rafmagnsleysinu sem fylgdi í kjölfar ósköp venjulegs vetraróveðurs, þó þau vissulega hafa verið sjaldgæfari á þessari öld eftir að það fór að hlýna í heiminum.

 

Af hverju hvarf þessi grundvallarþekking og hugsun úr úr orðaforða ráðamanna okkar, af hverju þurfti þetta óveður til að þeir uppgötvuðu þessi sannindi??

Eigum við kannski von á því að næsti krakki komi í viðtal og segi, "óveður sýndi okkur fram á hvað rafmagn er mikilvægt í nútíma þjóðfélagi", eða jafnvel að það sé tekið viðtal við ráðherra við kertaljós, og hann dásemi þá uppfinningu sem kallast eldur, að það hafi verið merkur maður, eða mannapi sem lærði að temja hann?

 

Viti borið fólk, fullorðið fólk, fólk með ábyrgð, spyr einnar grundvallarspurningar; af hverju var ekki varafl víðar??

Síðan spyr hann sig, hvað er að kerfi okkar síðustu 2 áratugi að ekkert, og þá segi ég ekkert, hefur verið gert til að tryggja raforkuöryggi á landsbyggðinni heldur það sem fyrir var látið drabbast.

Og hann axlar ábyrgð, viðurkennir að sökin sé hans, og allra þeirra flokka sem hafa komið að landsstjórninni síðustu 2 áratugi, sem og þeirra flokka sem ekki hafa komist í ríkisstjórn, en hafa enga tillögu lagt fram á Alþingi um tafarlausar aðgerðir og úrbætur.

 

Allt annað er að leika skoffín.

Allt annað er háð og spott gagnvart fórnarlömbunum.

Okkur, fólkinu í hinum dreifðu byggðum landsins.

 

Vissulega má kenna regluverki Evrópusambandsins um þegar það krafðist að Landsvirkjun væri skipt upp, og tekjulaust brandarafyrirtæki sem kallað er Landsnet var klofið út úr Landsvirkjun, og látið bera ábyrgð á dreifikerfinu og uppbyggingu þess.

En það voru stjórnmálamenn sem samþykktu regluverkið, og það eru stjórnmálamenn sem síðan hafa  ekki sagt orð um aðgerðarleysi Landsnets á sama tíma sem allt þjóðfélagið er algjörlega orði háð tölvutækni og rafmagni, og fer því sem næst á hestaöld þegar rafmagnið fer.

Það er vegna þess í hjarta sínu eru þeir sammála hugmyndafræði Evrópusambandsins að íbúar hinna dreifðu byggða eigi sjálfir að standa undir kostnaðinum af uppbyggingu dreifkerfisins, en ekki njóta hagnaðarins af orkusölunni til stórnotenda.  Þó verður raforkan sem seld er, ekki til í höfuðborginni, heldur í hinum dreifðu byggðum, í landinu okkar sem við búum öll í.

 

Og þessi hugmyndafræði mannvonskunnar, þessi frjálshyggja um markaðinn og þeir einir eigi að njóta orkunnar sem borga best fyrir hana, var geirnegld með samþykkt orkupakka 3 með stuðningi allra flokka nema Miðflokks og Flokki fólksins.

Markaðsvæðing þýðir að enginn ber ábyrgð á sínum minni bróður eða hinum dreifðu byggðum, markmið regluverksins er einn sameiginlegur evrópskur orkumarkaður, og orkan fer þangað þar sem best er boðið.

Þess vegna rjúka kamínur núna út í orkuríkum löndum eins og Noregi og Svíþjóð, hinn venjulegi maður hefur ekki lengur efni á að kynda húsin sín af neinu viti þegar kuldaköst ganga yfir löndin.

Vissulega eru hinar dreifðu byggðir ennþá tengdar, en það er ekki markaðnum að þakka, heldur búa menn að tengingum sem var komið á þegar kerfið var rekið á samfélagslegum forsendum, þar sem aðgangur að orku var talinn grundvallarréttur.

 

Sú hugsun var innbyggð í kerfið alla síðustu öld, eða frá því í árdaga rafvæðingarinnar. 

Elliðaá var virkjuð og hitaveita lögð í Reykjavík til þess að allir hefðu aðgang að rafmagni og hita, jafnt kaupmaðurinn sem og þvottakonan, svo ég vitni nokkurn veginn orðrétt í Jón Þorláksson, fyrsta formann Sjálfstæðisflokksins.

Það var þverpólitísk sátt um hið samfélagslega hlutverk orkukerfisins, og það sem við eigum í dag, er þeirri hugsun áa okkar að þakka. 

Þeim datt ekki í hug að markaðsvæða orkuauðlindir þjóðarinnar, þó einhverjir hefðu getað orðið moldríkir á að selja okkur hinum orkuna. 

Til þess er orkan of mikilvæg samfélaginu, og hún átti að vera á viðráðanlegu verði svo hún væri allra, og hún átti flæða um landið, jafnt til sjávar og sveita, í þéttbýli sem og dreifbýli.

 

Varaaflið er þeim að þakka.

Dreifikerfið er þeim að þakka.

 

Ekki stjórnmálamönnum dagsins í dag.

Þeirra eina verk, hefur verið að eyðileggja samfélagssáttina.

Og innleiða regluverk sem kveður á markaðsvæðingu orkuauðlindarinnar, þar sem regluverkið frábiður öll ríkisafskipti, frábiður hina samfélagslegu sátt að orkan sé þjóðarinnar.

Að orkan sé allra.

 

Látum samt þennan illvilja vera.

Horfum jafnvel framhjá  að ráðherrar okkar og ríkisstjórn tóku "hagsmuni braskara og fjárglæframanna fram yfir hagsmuni þjóðarinnar ".

En svona hræsni, nýbúin að innleiða regluverk Evrópusambandsins, og svona fávisku, eins og þetta fólki hafi búið á tunglinu alla sína ævi, og viti ekkert, nákvæmlega ekkert um hvernig lífið gengur fyrir sig á landsbyggðinni, eða hvernig hinn stanslausi niðurskurður hefur leikið innviði þar, þar eru mörk sem á ekki að hleypa þessu ógæfufólki yfir.

Það er ekki veðrið sem í raun skyldi eftir slóð eyðileggingarinnar, það er það sjálft, verk þess og flokka þeirra í núna hátt í 2 áratugi.

Það er ekki flóðinu að kenna þegar flóðgarði sem er ekki haldið við, brestur.

 

Öll hin jákvæðu orð ráðherrana í dag eru örugglega vel meint.

Og vitið er örugglega ekki meira en guð gaf, og þekkingin eftir því.

En þetta eru bara ekki neinir vitleysingar, þeim er bara nákvæmlega sama.

Og það má jafnvel fá atkvæði út á hina fölsku samúð.

 

Mér er minnisstætt að eftir að snjóflóðin féllu fyrir vestan, þá hvað þáverandi forsætisráðherra það vera harmleik sem ekki mætti endurtaka sig.

Og hann lofaði að þorpin yrðu endurreist, og hann lofaði að fjármagn yrði sett í sérstakan sjóð sem sæi um uppbyggingu snjóflóðamannvirkja.

Hann stóð svo við orð sín, þá vissi maður að samúð hans og harmur var ekta.

Mannvirkin hafa þegar bjargað, og ekki hvað síst, veita mörgum byggð vörn sem áður var ekki til staðar, þar á meðal í minni heimabyggð.

 

Hann grét ekki krókódílatárum, hann vottaði ekki falska samúð, eða tjáði yfirgengilega vanþekkingu og heimsku.

Hann tjáði harm sinn og þjóðarinnar, og sagði síðan hvað þyrfti að gera, og að það yrði gert.

Hann var ekki með blóðugar axlir, nýbúinn að skera niður kerfið sem átti að vernda innviði, sem átti að tryggja öryggi til frambúðar.

Það var einfaldlega engin vörn til, engin opinber sjóður sem fékk öruggt fjármagn til að kosta varnarmannvirki, það var ekkert sem hægt var að skemma með því að markaðsvæða í þágu alþjóðlegra fjárfesta og braskara.

 

Þann dag var ég stoltur af ríkisstjórn minni og stjórnvöldum.

Ég finn ekki fyrir því stolti i dag.

Og því miður þá skammast ég mín ekki einu sinni fyrir þetta fólk.

 

Það er ekki þess virði.

Kveðja að austan.


mbl.is „Grundvallaratriði að það sé varaafl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður 'Omar!

Takk fyrir þennan kingimagnaða pistil.AMEN

Óskar Kristinsson, 13.12.2019 kl. 23:41

2 Smámynd: Snorri Gestsson

Takk fyrir pistilinn,ég fòr hjá mér að horfa á hræsnina og leikaraskapinn

Snorri Gestsson, 13.12.2019 kl. 23:46

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er sannleikur í þessu

Halldór Jónsson, 14.12.2019 kl. 00:31

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið herramenn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2019 kl. 11:50

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Farðu að hætta þessaum stöðuga rógburði um frjálshyggjuna sem grímulausum málsvara kúgunar og arðráns þar sem allt sé tekið með gróðasjónarmið ein að leiðarljósi. Frjálshyggjan gengur ekkert út á þetta. Við viljum samhjálp og siðað þjóðfélag frjálshyggjumenn en við viljum athafnafrelsi einstaklinga sem þó endar þegar það rekst á frelsi nágrannans. Það er frjálshyggjan en ekki þessi viðbjóður serm þú tönnlast stöðugt á í vanvisku þinni.

"Það var þverpólitísk sátt um hið samfélagslega hlutverk orkukerfisins, og það sem við eigum í dag, er þeirri hugsun áa okkar að þakka.  "

Það er þverpólitísk sátt um að við eigum heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæsluna,  vegakerfið, hafnirnar, flugvellina og innviðina .

Ekkert frjálshyggju eða samherjakjaftæði á að blandast þar inn í af gömlum kommatittakomplexum sem því miður byrgja þér enn sýn þó að þú hafir um margt snarlagast á síðustu árum. Reyndu að skilja að frjálshyggja hefur ekkert að gera með orkupakkasamþykktina heldur ógeðsleg gróðahyggja einokunar-og kúgunarsinna. Einokun er ekki frjálshyggja heldur alger andstæða  hennar. Reyndu að koma því inn í hausinn á þér hver munurin er á viðskiptafrelsi og einokun, það er munurinn á frjálshyggju og einræði, kúgun og frelsi.

Halldór Jónsson, 14.12.2019 kl. 13:31

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blelssaður Halldór.

Það er ekki mér að kenna að á gamals aldri rugli þú saman borgarlegum kapítalisma og frjálshyggju.  Ég hef peistað til þín link um lazy fer og get alveg peistað til þínum linkum um Friedman og Hayek.

En inntakið er lágmark ríkisafskipti.

Frjálshyggjan réði hinum engilsaxneska heimi á 19. öld.  Kúgun verkafólk í Englandi á sér engar hliðstæður nema á þrælabúum Rómverja hinna fornu.  Það var sú frjálshyggjan sem flutti út mat frá hungruðu fólki á Írlandi, með þeim rökum að það kæmi landeigendum ekkert við þó leiguliðar syltu til bana.  Þegar þeir sáu fram á uppreisn eftirlifanda, sem hafði í för með sér kostnað að berja niður hinn sveltandi múg, þá samþykktu frjálshyggjumennirnir (liberal) tillögu íhaldsmanna (conservative) um atvinnubótavinnu á lúsarlaunum sem komu í veg fyrir bráðan hungurdauð, líkt og matarskammturinn sem var útdeilur í Dachau, og síðan var sett fjármagn í verkefni þar sem eftirlifendur gátu fengið farmiða aðra leiðina til Ameríku.  Þar í landi er ennþá til Írar sem hafa ekki fyrirgefið Bretum framkomu þeirra í hungursneyðinni, og fjármögnuðu IRA að hluta.  Þú getur líka lesið um írsku hungursneyðina á netinu.

Djöfullegast sem gerir þessa hagtrú, því hún kemur hagfræði ekkert við, að helstefnu ekki síðri en kommúnismann, en meiri en nasismann, er framkoma Breta á Indlandi í hungursneyðinni miklu í Indlandi undir lok 19. aldar. Frá því á dögum Aríanna þá hafði sú skylda hvílt á furstanum að safna korni í geymslur til að mæta þeim hörmungum sem yrði þegar monsúnvindurinn brygðist.  Meir að segja múslímski soldáninn í Dehli, en innrás múslima frá Afganistan var blóði drifin slátrun, virti þessa skyldu.  En í anda lazy fer þá taldi breski landstjórinn það trufla heilbrigð markaðsviðskipti með korn, og geymslurnar voru tæmdar.  Svo klikkaði rigningin og milljónir dóu, líklegast mestu manngerðu fjöldamorð sögunnar þangað til að Maó reyndi að gera betur, en það var rétt, það var góður bisness að selja hungruðum korn, og kornkaupmenn víluðu sér ekki að flytja það sem þó var til á hungursvæðunum, í borgirnar þar sem kaupmáttur var meiri.

Slíkt gera aðeins illmenni, siðlaus illmenni en þetta var rétt samkvæmt kenningunni. 

Frjálshyggjan hin seinni ber ábyrgð að aðförinni að samfélagssáttinni sem batt enda á stéttastríð 19. aldar og í byrjun 20. aldar, sáttar sem íhaldsmenn komu á við sósíaldemókrata.  Upplausnin í Vestur Evrópu má beint rekja til þess, útvistun vinnunnar, gjöreyðing heilla iðnaðarsamfélaga, markaðsvæðing velferðarþjónustunnar, sala ríkiseigna til vildarvina, stjórnlaust fjármálakerfi sem fékk veiðileyfi á borgarleg samfélög, og svo framvegis, Evrópa er í dag á barmi borgarstyrjaldar líkt og var fyrir um 100 árum síðan. 

Enda eru það aðeins hálfvitar sem trúa því að það sé hægt að reka samfélög án ríkisafskipta, enda einu samfélögin sem eru án ríkisvalds finnur þú djúpt inní frumskógum Nýju Guineu og Amazone.  Stjórnleysið verður alltaf undir gagnvart öflugu ríkisvaldi.  En það er gósentíð fyrir þá fjársterku á meðan upplausnin varir.

Þetta vissu borgarlegir íhaldsmenn, þess vegna lögðu þeir alltaf ríka áherslu á öflugt ríkisvald, og það voru þeir, svo ég segi þér það einn einu sinni Halldór, sem lögðu skrímslið að velli í upphafi 20 aldar.  Á Íslandi til dæmis var Frjálslyndi flokkurinn innlimaður sem skúffa í Íhaldsflokkinn, mig minnir að vilyrði hafi verið gefið fyrir að leifarnar máttu fá einn þingmann í Reykjavík.

Og í dag eru það borgarlegir íhaldsmenn sem eru að taka slaginn.

Við globalið, við upplausnina, og það eru þeir sem eru að lofa velferð á ný, núna síðast Boris Johnsson. 

Og Halldór, ef þú hefðir minnst á orðið samhjálp á fundi Friedmanista eða Hayekista sem voru ennþá róttækari, á svona sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þá hefðir þú verið grýttur, hent út sem bölvuðum kommúnista.

Þetta er siðlaus skepna, feisaðu það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2019 kl. 14:05

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Og Halldór, ef þú hefðir minnst á orðið samhjálp á fundi Friedmanista eða Hayekista sem voru ennþá róttækari, á svona sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þá hefðir þú verið grýttur, hent út sem bölvuðum kommúnista.

Friedmann kvað StefánÓlafsson í kútinn á frægum fundi hér með það að minna hann á að það væri enginn frír hádegisverður. Ef hann þyrfti ekki að bora aðgang yrði einhver annar að borga fyrir hann. Jafnvel Friedmann vissi að ekkert kemur af engu.

En þú ert  andsetinn af því að allur skepnuskapur og fantaskapur miskunnarlausra mannhunda í heiminum sé frjálshyggja. Maó er greinilega frjálshyggjumaður í þinum augum þar sem hann lét drepa alla þá sem voru fyrir honum og hugsjónum hans.

 "Það var sú frjálshyggjan sem flutti út mat frá hungruðu fólki á Írlandi, með þeim rökum að það kæmi landeigendum ekkert við þó leiguliðar syltu til bana. "

Þetta er ekki tenging við frjálshyggju heldur við illskuna eina, samviskuleysi glæpamanna sem enga mannlega tilfinningu hafa. Fáránlegt að tengja þetta við hugsjónina um frjálshyggju mannsandans og heimspekinnar í sinni tæru mynd.

"Þegar þeir sáu fram á uppreisn eftirlifanda, sem hafði í för með sér kostnað að berja niður hinn sveltandi múg, þá samþykktu frjálshyggjumennirnir (liberal) tillögu íhaldsmanna (conservative) um atvinnubótavinnu á lúsarlaunum sem komu í veg fyrir bráðan hungurdauða,"

Manstu eftir Síberíuvinnunni í flóanum þegar fátækir fengu atvinnubótavinnu  við skurðagröft? Var það frjálshyggja? Eða voru menn að reyna að gefa fólki kost á einhverri vinnu? Auðvitað má deila u það hvort átti yfir leitt að grafa eða gefa fólkinu mat milliliðalaust? En deilur um það koma ekki frjálshyggju við. Þetta var pólitík dauðlegra manna.

Hver er afstaða þin til borgaralauna?

Viltu greiða þau beint til atvinnulausra?

Telurðu slíkt vera baráttu gegn frjálshyggjunni?

En fjálshyggjan vill gefa fólki kost á að selja sín verðmæti, sem er oft aðeins vinnuframlag þess fyrir sanngjarnt verð. Þaðan er verkalýðshreyfingin sprottinn. Úr garði frjálshyggjunnar.

Frjálshyggjan vill ekki ræna fólk heldur boðar hún að verður sé verkamaður launa sinna. Viðskipti eigi að vera aðeins með samþykki tveggja en annar aðilinn megi ekki vera upp á náð og miskunn hins kominn. Það gerðu verkalýðsfélögin fyrir fólkið í árdaga.

Hvernig farið var með Íra, Armena, Rohingja eða Búskmenn hefur ekkert með frjálshyggju að gera. Bara illmennsku og glæpaeðli .

Pablo Escobar er ekki dæmi um frjálshyggjumann heldur glæpamann.

AlCapone var miklu áhugasamari um samfélagsmál og hvatti samborgara sína í Chicago á kjördag með þessum orðum: Samborgarar gerum skyldu lýðræðislega  skyldu okkar . Kjósum snemma og kjósum oft.

Hann færði samborgurum sínum það sem þeir sóttust eftir, brennivín og bjór.

Escobar dreifði líka einhverju af auð sínum til samborgaranna og var ekki hataður af öllum. En frjálshyggjumenn og lærisveinar John Stuarts voru þeir samt hvorugir.

Sjálfstæðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur að uppruna og hugsjón. En kvótakerfið er ekki endilega í samræmi við grunnstefnuna og samrímist ekki stefnunni um ffrjálst markaðshagkerfi frekar en einkaleyfi og klíkuskapur.

Enda er flokkurinn sífellt að fjarlægjast sinn uppruna sem fylgiskannanir sýna í seinni tíð þar sem sífellt sígur á ógæfuhliðina. En það virðist vera algilt í pólitíkinni að allt er orðið til sölu og engin prinsíp lengur. Nú á að að fara að dæla peningum í alsskyns skríbenta með sérvirtingslegar skoðanir og Wkileaka

Hættu Ómar að setja samamsem merki milli glæpamennsku og illmennsku og frjálshyggju því þetta er alls óskylt.Ég tel mig frjálshyggjumanna en en ekki glæpamann og er meira að segja oft sammmála þér um grundvallarmál. En ekki kommatitteríið sem þjakar þig í þessum  frjálsþráhyggjumisskilningi.

Halldór Jónsson, 14.12.2019 kl. 17:33

8 identicon

@ Halldór Jónsson 

Nei, Sjálfstæðisflokkurinn var alls ekki að uppruna og hugsjón frjálshyggjuflokkur, ekki nema að mjög litlu leyti. 

Sjálfstæðisflokkurinn var að uppruna og hugsjón fyrst og fremst íhaldsflokkur, conservatívur flokkur, sem barðist fyrir sjálfstæði og fullveldi lands og þjóðar, öllum landsmönnum til heilla og hagsbóta.  Flokkur sem naut þá 44% fylgis.  Flokkur sem hefði aldrei samþykkt afsal valds til ESB.  Flokkur sem hefði aldrei unnið gegn almannahagsmunum, því frelsi eins skyldi aldrei vera á kostnað náungans.  Flokkur sem hefði aldrei brotið stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.

Því miður Halldór, forysta Sjálfstæðisflokksins hefur nítt allar hugsjónir og gildi íhaldsstefnunnar í svaðið.  Það er þér jafn augljóst og mér.  Einmitt þess vegna er fylgi okkar gamla flokks að hrynja.  Við þjóðlegir íhaldsmenn, burðarásar sjálfstæðis- og fullveldisstefnunnar, getum ekki stutt forystu flokksins og heldur ekki þingmenn hans og ráðherra.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.12.2019 kl. 20:16

9 identicon

Við Ómar Geirsson segi ég hins vegar:

Takk fyrir þarfa ádrepu þína og góða gagnrýni.   

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.12.2019 kl. 20:21

10 identicon

Og minnumst þess drengir góðir, að það var hin liberal kratíska samfylkingartuðra, forsætisráðherra ESB umsóknar og helferðarstjórnarinnar, sem ætíð sagði "helvítis íhaldið" enda var það einmitt hið þjóðlega íhald sem barðist harðast gegn Icesave I, II og III, en aldrei bölvaði hún frjálshyggjuliðinu, enda gerðist hún dyggasti stuðningsmaður þess og endurreisti, ásamt Steingrími Joð, allt í anda þess og frjálshyggjunnar, þ.m.t. markaðsvæðingar orkunnar (sbr. t.d. Ross Beatty og HS Orka, áður Hitaveita Suðurnesja). 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.12.2019 kl. 21:18

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Símon Pétur

ég las nú sjálfstæðisstefnuna á minn hátt. En flokkurinn hefur verið herleiddur til Egyptalands sósíalismans  frá upprunanum og það er ekki furða þó að við tveir séum áttavilltir. því látum við þessu nýja liði eftir að finna áttirnar án okkar.

Halldór Jónsson, 14.12.2019 kl. 21:29

12 identicon

Já Halldór, því miður hefur flokkur okkar verið herleiddur.  En við munum andskotast í þeirri forystu sem afvegaleiddi hann, því gamlir hermenn berjast til eilífðar og af þeirri staðfestu sem einkennir þá sem berjast fyrir sitt föðurland, sjálfstæði þess og fullveldi lands og þjóðar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.12.2019 kl. 21:46

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Símon Pétur.

Það er þarft verk að minna Halldór á af hvaða rótum flokkur hans sé sprottinn, og fyrir hvað hann stóð áður en hann gekk í björg frjálshyggjunnar.

Halldór veit þetta alveg, hann kýs bara að lesa frjálshyggjuna með sínu nefi, sem væri allt í lagi ef sú skaðræðisskepna væri ekki ættuð úr neðra, og skaðar sálarheill allra sem við handa daðra.

Já, og það er rétt, það hefur margt gott fólk gengið í þessi björg.  Sem minnir á þá skoðun mína að ég tel að við mennirnir höfum minnst um atburði síðustu ára, jafnvel nokkurra áratuga að segja, heldur séum við leiksoppur guðanna.

Í stríði góðs og ills sem mest er háð handan okkar skilnings.

En það er önnur saga.

Kveðja að austan.

Ps. Halldór minn, hef ekki haft tíma að pikka niður svar mitt, en það kemur.

Ómar Geirsson, 15.12.2019 kl. 09:46

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Orðræða þín minnir um margt á spjall sem ég tók við ungan sósíalista sem taldi sig vita lausnina á meinunum sem hrjá samfélag okkar þennan áratuginn,  og þegar ég benti honum á að hans leið hefði verið fullreynt með ógnarstjórninni í Phnom Penh þá svaraði hann mér með að þar hefðu ekki kommúnistar verið á ferð, ekki frekar en í ógnarstjórnunum í Moskvu eða Peking.  Vísað svo í kenningarnar.

En munurinn á honum og þér, er sá að hann vísaði í útópíu kommúnismans en þú reynir ekki einu sinni að réttlæta viðbjóðinn með því að vísa í útópíu frjálshyggjunnar, heldur býrðu þér bara til þína eigin skilgreiningu, þína eigin útópíu sem hefur ekkert með frjálshyggjuna að gera. 

Líkleg skýring er sú sem fer ákaflega í taugarnar á alvöru frjálshyggjumönnum sem kunna kenninguna uppá tíu, og létu aldrei út úr sér vitleysu eins og þú tókst undir á þræði þínum að frjálshyggja væri borgarlegur kapítalismi, eða að afneita hugmyndagrunni Lazy fer (nenni ekki að skrifa uppá frönsku, þarf alltaf að fletta upp rithættinum) líkt og þú gerir.

Vitna í íslensku Wikipedíuna, skrifaða af sanntrúuðum; " Smám saman tóku ýmsir að nota orðið „liberalism“, sem áður hafði verið heiti á frjálshyggju, um stjórnmálastefnu, sem gekk miklu lengra í átt til ríkisafskipta.".  Hjá kommúnistum hét þetta að vera endurskoðunarsinni sem þótti vera hið mesta skammaryrði. 

Hugum þá að þessari fullyrðingu þinni í fyrsta þræðinum; "Það er þverpólitísk sátt um að við eigum heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæsluna,  vegakerfið, hafnirnar, flugvellina og innviðina .", þarna ert þú að vísa í það sem ég orða sem samfélagslega sátt, sem frjálshyggjan hin nýrri braut niður.  En svona lýsa íslensku frjálshyggjumennirnir þessari sátt og afleiðingum hennar; "Sigurganga frjálshyggjunnar á 19. öld stöðvaðist í Þýskalandi, þar sem Otto von Bismarck kanslari takmarkaði frjáls viðskipti við önnur lönd með tollmúrum og hóf víðtæk ríkisafskipti til að afla fylgis verkamanna. Þar liggja rætur velferðarríkisins, sem náði fullum þroska á tuttugustu öld.".

Þeir stilla velferðarkerfinu upp sem andstæðu, og það er skýring þess að ég segði að þú hefðir verið grýttur á fundi Friedmanista.

En áður en ég svara þér efnislega, þá vil ég benda þér á að þú tókst undir hvert orð í lýsingu minni, og bætti reyndar um betur þegar þú skrifar þetta andsvar við viðbjóðnum sem frjálshyggja 19. aldar ber ábyrgð á; ".. heldur við illskuna eina, samviskuleysi glæpamanna sem enga mannlega tilfinningu hafa. ".

Málið er Halldór að ég tengdi ekki frjálshyggjuna við þessa glæpi nema ég gæti sannað það, það er sýnt fram á að þeir sem ábyrgðina báru vitnuðu í kenningar frjálshyggjunnar til að réttlæta aðgerðarleysi sitt, eða það að matur var tekinn frá sveltandi fólki og fluttur þangað þar sem hæsta verð fékkst fyrir hann.  Auk margs annars þá kemur þetta fram í þingræðum þegar kristnir íhaldsmenn, conservative, sóttu að liberistum sem stjórnuðu landinu.  Í þessu samhengi verður þú að skilja Halldór að þú getur ekki réttlætt glæpi frjálshyggjunnar með því að segja að þeir stjórnmálamenn sem ábyrgðina báru, og réttlættu gjörðir sínar með kennisetningum hennar, að þeir hafi ekki kunnað fræðin. 

Sú afsökun er þurrausin hjá kommum sem reyndu að réttlæta ógnarverk kommúnistanna í Moskvu eða Peking, þeim varð orðvant eftir hryllinginn í Kambódíu.

Ef þú hins vegar ætlar að vefengja orð mín, og ætlast til að ég taki strimil úr höfði mínu til að sýna þér þessar tilvitnanir, þá er það svo að ég er ekki rafeind líkt og Vagn vinur minn, og þarf því að hafa fyrir að finna sönnunina, líklegast best fyrir mig að fletta uppá bók sem til er í bókasafninu.

En ef þú neyðir mig til þess, þá legg ég til að þú sendir mér koníaksflösku fyrir fyrirhöfnina, það er í raun ódýrt endurgjald fyrir að bjarga þér frá þeirri lífslygi að þú sért frjálshyggjumaður, kristilegt íhald eins og þú ert.  Og já, fólk þarf ekkert að vera sérstaklega kristið til að vera kristilegt íhald, tilvísunin er í þann vestræna hugmyndheim sem mótaði borgarlegan kapítalisma og bar svo ríkulegan ávöxt í flokkum eins og Sjálfstæðisflokknum, breska íhaldsflokknum fyrir yfirtöku svarta páfans, og kristilegum demókrötum í Þýskalandi undir stjórn Adenauer.

En völin og kvölin er þín Halldór, en á meðan er það kveðjan.

Að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2019 kl. 11:13

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Halldór.

Núna ætla ég að taka athugasemd þína fyrir lið fyrir lið, ja vegna þess að þér væri frjálshyggja mín ekki svo tíðræð ef hún vekti ekki uppi vissar efasemdir hjá þér, þarna djúpt bak við eyrað, og þú hefðir áhuga að ræða málin.

Veit ekki um flóafriðinn, þarf fljótlega að fara skutla strákunum mínum á Reyðarfjörð í fótboltaleik, en sjáum til hvað ég kemst áleiðis, hendi því inn sem er komið og klára þá dæmið þegar friðurinn kemst á aftur; sem er seint og síðir því svo er leikur í sjónvarpinu og Völlurinn þegar ég kem heim.

1. "Og Halldór, ef þú hefðir minnst á orðið samhjálp á fundi Friedmanista eða Hayekista sem voru ennþá róttækari, á svona sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, þá hefðir þú verið grýttur, hent út sem bölvuðum kommúnista.

Friedmann kvað StefánÓlafsson í kútinn á frægum fundi hér með það að minna hann á að það væri enginn frír hádegisverður. Ef hann þyrfti ekki að bora aðgang yrði einhver annar að borga fyrir hann. Jafnvel Friedmann vissi að ekkert kemur af engu.".

Hér að ofan er ég búinn að vísa í beinan texta um hvernig frjálshyggjumenn, þessir alvöru, líta á velferðina sem andstæðu, og að hún hafi bundið endi á frjálshyggjuna hina fyrri.  Enda snýr vörn þín ekki í neinu að því sem ég benti þér, á heldur vitnar þú í frægan sjónvarpaðan hitting, þar sem félagsfræðingurinn Stefán Ólafsson, blindaður af hagtrú sem kennd er við kommúnisma, og hagfræðingurinn Milton Friedman mættust.  Hvað viltu að ég segi, að ég taki það líka að mér að útskýra af hverju kommúnisminn er hagtrú en ekki hagfræði, og að vinnumarkaðskenning Marx, sem Stefán kenndi á þessum árum, sé bull, svona álíka og kenning Smith um hina ósýnilegu hönd markaðarins??

En ég get sagt þér það um Friedman að hann var mjög hæfur hagfræðingur, ótrúlega skarpur maður og það var ekki að ástæðulausu sem hann fékk Nóbelinn.  Og reyndar þó hann sé fyrsta nafnið sem er nefnt þegar talað er um nýfrjálshyggju, þá líta Hayeksinnar á hann sem hálfgerðan sósíalista, og þegar peningamagnskenning hans hafði leitt fjármálakerfið í þær ógöngur sem við kennum við Hrunið 2008, þá sögðu Hayekssinnar að hún væri bara eitt form af Keyneisma og það faðirvor andskotans hef ég meir að segja séð koma fyrir í skrifum Davíðs Oddssonar.  En peningamagnskenningunni var stefnt gegn Keynisma sem Friedman fordæmdi að mestu, en ekki öllu, sökum óhjákvæmilegra ríkisafskipta.  En ég sagði ekki að öllu, hann viðurkenndi að í djúpum kreppum gæti slíkt verið nauðsynlegt, sem er argasta endurskoðunarstefna og sósíalismi hjá Hayekssinnum.

Þess má geta að þeir lentu strax uppá kant í túlkun sinni á viðbrögðum við Kreppunni miklu, Hayek vildi ekkert gera, og í þræði sem ég átti við Helga frjálshyggjumann, peistað ég orð Friedmans þar sem hann kvað slíka hugsun tjá hreina mannvonsku. 

En Friedman talaði gegn ríkisvelferð, en kvað hana góða og gilda ef auðmenn stæðu fyrir slíku.  Og hjáguðadýrkendur Mammons vitna oft í að síðustu ár sín hefði hann nýtt bæði mikinn tíma og mikla fjármuni í samfélagshjálp í einhverju fátækrahverfi svartra í Chicago minnir mig.  En hjáguðadýrkendur eru hjáguðadýrkendur að þeir skilja ekki að almættið sagði að þú skyldir ekki hjáguði hafa heldur virða sið, og mig grunar að Friedman hafi þarna verið farinn að skynja guðdóminn og góðverk hans hafi verið varnarviðbrögð til að stytta dvölina í hreinsunareldinum, ekki vegna hans eigin illverka, veit ekki annað en að hann hafi verið mætur maður, heldur vegna siðleysi kenninga hans, og afleiðinganna sem hann getur ekki frýjað sig ábyrgð. 

Hann vissi nefnilega betur, hann þekkti alveg afleiðingarnar af frjálshyggju 19. aldar.

En þá núna styttist í grautinn, hendi þessu inn, og sé til hvort ég nái að koma lið 2 í netheima.

Á meðan er það kveðjan.

Ómar Geirsson, 15.12.2019 kl. 11:55

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Halldór.

Annríkið og ellin sá til þess að þú varðst af þeirri ánægju að fá lesa annan lið athugasemdar minnar, sem og þá sem á eftir komu.  En hér er liður 2.

2. ""Þegar þeir sáu fram á uppreisn eftirlifanda, sem hafði í för með sér kostnað að berja niður hinn sveltandi múg, þá samþykktu frjálshyggjumennirnir (liberal) tillögu íhaldsmanna (conservative) um atvinnubótavinnu á lúsarlaunum sem komu í veg fyrir bráðan hungurdauða,"

Manstu eftir Síberíuvinnunni í flóanum þegar fátækir fengu atvinnubótavinnu  við skurðagröft? Var það frjálshyggja? Eða voru menn að reyna að gefa fólki kost á einhverri vinnu? Auðvitað má deila u það hvort átti yfir leitt að grafa eða gefa fólkinu mat milliliðalaust? En deilur um það koma ekki frjálshyggju við. Þetta var pólitík dauðlegra manna.

Hver er afstaða þin til borgaralauna?

Viltu greiða þau beint til atvinnulausra?

Telurðu slíkt vera baráttu gegn frjálshyggjunni?".

Ég var smá hugsi yfir hvernig þér hefði getað tekist að snúa merkingu athugasemdar minnar á hvolf, ég er búinn að vitna í lazy fer sem kveður á um lágamarks ríkisafskipti, hreinir frjálshyggjumenn segja að ríkisvaldið var stofnað um að vernda eignarréttinn ( tilvísun í Loche) og megi í mesta lagi skattleggja fólk til að halda upp lögum og reglu, og þar sem hún mótaðist á 19. öld þar sem menn eins og David Friedman sem vill ekkert ríkisvald, voru álitnir geðveikir og settir í spennitreyju, því samkeppni þjóðanna gerði kröfu til öflugra landvarna, og jafnvel árásarherja líkt og breska flotann, til að tryggja sér nýja markaði.  En þeir svöruðu aldrei þeim spurningum hvernig hægt væri að halda uppi öflugum herjum, ef markaðurinn lagði áherslu á framleiðslu lúxusvarnings handa aðlinum líkt og var í Póllandi á 18. öld en meintur andstæðingur á að framleiða byssur líkt og Prússar gerðu á sama tíma.  Eiginlega svaraði raunveruleikinn því með því að Prússar innlimuðu Pólland með góðri hjálp Rússa og Austurríkismanna og þar með var afhjúpað að markaðurinn væri heimsk skepna sem ætti engu að ráða.  Í nútímanum sáum við hinn markaðsvædda lyfjaiðnað leggja áherslu á megrunartöflur í stað þess að þróa sýklalyf, og afhjúpar þar með hina ótrúlegu heimsku mannanna.

Ekki að það séu til bullukollar sem trúi á hina ósýnilegu hönd markaðarins, heldur að það sé til fólk sem kýs þá og leggur þar með drög að eyðingu sinna eigin samfélaga og framtíð barna sinna.  Við vorum jú sem tegund sköpuð til þess eins að geta af okkur líf og koma því á legg.

Já, jú, útum víðan völl, en það hefur víst gerst áður, en ef þú ert með stefnu sem leggst gegn öllum ríkisafskiptum, nema til þess að berja á lýðnum og berja á nágrönnunum, þá er svo augljóst að hún lætur fólk svelta til dauðs, líkt og þingmenn og ráðherrar Frjálslyndaflokksins (þá var liberal sama og frjálshyggja, það er frjálshyggjumenn kölluðu sig liberal eða frjálslynda) gerðu á breska þinginu.

En þegar þeim var bent á kostnaðinn við þá stefnu, að það stóryki útgjöld til öryggismála, þá samþykktu þeir tillögur íhaldsmanna um þessa lágmarks velferð og gengu þar með gegn sínum eigin kenningum.  En það gerði auravitið, það var alltaf sterkara en fylgispektin við hagtrúna, ef það tvennt skaraðist.  Get ég nefnt þér fleiri dæmi þar um.

Og þegar maður snýr hlutunum á hvolf þá afhjúpa spurningar mann pólitísku skoðanir, og sá velvilji sem þar kemur fram fyrir velferðinni þó eins og þú segir að þá má deila um á hvaða hátt henni er úthlutað, er andstæður frjálshyggju.

Sem reyndar er ekki skrýtið, þér tókst að misskilja þær vegna þess að þú ert ekki frjálshyggjumaður Halldór, og hefur líklegast ekki mikla vitneskju um hvað felst í því að vera frjálshyggjumaður.

Því þú ert svo rótgróinn íhaldsmaður og enn og aftur ætla ég að minna þig á að þeir lögðu dýrið að velli í fyrra skiptið, og núna eru Trump og Boris að lemja á henni af krafti sem vinstri mönnum tókst aldrei, og svo gengu þeir í björg greyin og eru öflugustu vinnumenn globalistanna í dag og helstu stuðningsmenn kenninga Friedmans sem í Evrópusambandinu voru þróaðar sem reglurnar um hið frjálsa flæði sem einmitt miðast við að afnema sem flestar markaðshindranir.  Þú þekkir þá umræðu í orkupakkamálinu.

Og svo uppnefna þessir sömu stuðningsmenn Friedmans, gömlu jafnaðarmennirnir sem gengu fyrir björg, þig Halldór sem frjálshyggjumann. 

Og þú trúir þeim, svona getur hringavitleysan verið mikil, það vantar bara að þeir fari að kalla að hér inni sé stúlka í alltof þröngum kjól, og þar með hafi þeir frelsað heiminn.  Með því að ganga í björg frjálshyggjunnar, og uppnefna gamalgróið kristilegt íhald sem frjálshyggjumann.

Og fengu hann til að trúa því.

En það er víst best að koma sér að þriðja lið áður en hringavitleysan taki öll völd hér líka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2019 kl. 09:03

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur.

Smá kaffibolli og svo er það liður þrjú.

3.

En fjálshyggjan vill gefa fólki kost á að selja sín verðmæti, sem er oft aðeins vinnuframlag þess fyrir sanngjarnt verð. Þaðan er verkalýðshreyfingin sprottinn. Úr garði frjálshyggjunnar.

Frjálshyggjan vill ekki ræna fólk heldur boðar hún að verður sé verkamaður launa sinna. Viðskipti eigi að vera aðeins með samþykki tveggja en annar aðilinn megi ekki vera upp á náð og miskunn hins kominn. Það gerðu verkalýðsfélögin fyrir fólkið í árdaga.

Þarna tókst þér að vera fyndinn svo um munaði Halldór.

Reikna með að þú sért að bera blak af illri meðferð frjálshyggjunnar á verkafólki á Englandi (ekki mikið skárri í Frakklandi), því ekki trúi ég að þú Trumpistinn sért að réttlæta niðurbrot launa sem útvistun starfa í nafni globalismann til þrælabúða. 

Það má kannski hugsanlega bara blak af 19. aldar mönnunum með því að benda á þriðju stoð hugmyndakerfis þeirra, íslenskir frjálshyggjumenn kannast við skáldsöguhöfundinn Adam Smith og heimspekinginn Loch sem miðlar segi að gangi ennþá um barmandi sér hinum meginn, segist vera alveg saklausn á nauðgun frjálshyggjunnar á kenningum hans, en þeir minnast ekkert á Thomas Malthus, sem á mannamáli færði rök fyrir að manninum væri eðlislægt að fjölga sér eins og rottur, og hlyti því að deyja eins og rottur.

Þess vegna töldu þeir að væri svona náttúrulögmál að verkamaðurinn undirbyði hvorn annan þar til laun hans næði þeirri lægð að duga aðeins fyrir brýnustu daglegum nauðsynjum, ef þau færu neðar, þá gerðist annað af tvennu, að hann mætti ekki í vinnuna einn daginn sökum hungurdauða, eða ef hann tæki brauðið frá börnum sínum, þá mætti enginn til að biðja um vinnu hans þegar hann væri dauður úr elli eða það sem var liklegra, ónothæfur af sliti.

Þess vegna voru öll inngrip eins og lágmarkslaun, eða veikindalaun, eða annað sem flokkast gæti undir kaup og kjör, inngrip í þetta náttúrulögmál, og dæmt til að mistakast.

Það er svona í húmor þess í neðra, kenndan við faðirvor andskotans, að kalla þessa nálgun frjálshyggjunnar "verðugur er verkamaður launa sinna", svona í ljósi þess að hún braut niður þessa samfélagssátt miðaldanna, en kristin samfélög miðalda viðurkenndu þessa kristilegu hugsun, og samkvæmt henni var það óeðli ættað úr neðra að borga verkamanni laun sem voru fyrir neðan framfærslu hans og fjölskyldu hans.  Enda er það þjóðsaga að verkafólk hafi lapið frjálshyggjudauðann úr skel á miðöldum, vissulega var til fátækur förulýður án vinnu eða jarðnæðis, og vissulega riðu yfir hungursneyðir, en vinnandi fólk fékk alltaf mannsæmandi laun.  Í sama anda var tíundinn, skyldan til að framfæra fátæka.

Þess vegna hafa verið færð rök fyrir að ríkiskirkjan, sem sleit sig frá kaþólskunni, hafi verið forsenda frjálshyggjunnar, því guðleysið, að viðurkenna ekki sið (kem inná það seinna hvað það þýðir í raun) hafi verið forsenda hungurlaunanna og afnám fátækrahjálpar.

Gegn ægivaldi atvinnurekanda átti verkamaðurinn ekki von, vinnutími náði allt uppí 20 tíma, 6 daga vikunnar (reynt var að fá sunnudaginn líka sem vinnudag en þar sagði kristið fólk stopp) í námum og verksmiðjum, aðbúnaður allur hræðilegur, og konur og börn voru miskunnarlaust þrælkuð á lægra kaupi en hungurkaupinu.

Heyrðu annars Halldór, ég dreg til baka staðhæfingu mína að þrælabúgarðar Rómverja hafi verið sambærilegir.

En fyrir utan siðleysið og mannvonskuna, svo ég vitni aftur í þig; "illskuna eina, samviskuleysi glæpamanna sem enga mannlega tilfinningu", þá gerir hún fólk dálítið vitlaust, sbr að til sé fólk sem sér ekki samhengið milli öflugs velferðarkerfis og velmegunar þjóðanna, að þá ætla ég að láta eins og þú hafir ekki skrifað þessi orð Halldór; "Þaðan er verkalýðshreyfingin sprottinn. Úr garði frjálshyggjunnar. ".

Minni aðeins á harmgrát hinna íslensku frjálshyggjumanna sem gráta hömlurnar á mannvonskunni;

"Í lok 20. aldar virtist heimurinn hafa snúið til svipaðs skipulags frjálsra viðskipta og víðast hvar stóð fyrir 1914, þótt þrennt væri að mati frjálshyggjumanna ólíkt: Víðtækt og rausnarlegt velferðarkerfi torveldar sumum ríkjum að leyfa frjálsan innflutning fólks; vinnumarkaður, sérstaklega í Evrópu, er ekki eins sveigjanlegur og áður;".

Já þessi helv. velferð og vinnumarkaður, en blessunarlega tókst að koma á þrælahaldi á ný með því að flytja út framleiðsluna í þrælabúðir þriðja heimsins og brjóta niður kaup og kjör innanlands með frjálsum innflutningi á bláfátæku fólki sem tekur því sem það býðst.  Og þó megi ekki minnast á rottukenningu Malthusar, þá tókst að hleypa lífi í hana á ný.

Frjálshyggjan skapari verkalýðshreyfingarinnar, ha ha ha.

Ertu ekki bara viss um að þú sért bara ekki laumusossi inn við beinið Halldór??

En þá er smá bið í næsta lið.

Á meðan er það kveðjan.

Ómar Geirsson, 16.12.2019 kl. 09:39

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja þessi erill, þessi erill en blessaður aftur Halldór, núna fer að sjást í neðri hlutann.

4. "Sjálfstæðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur að uppruna og hugsjón.".  Ha, haha .. búinn að skrifa haha 457 sinnum og orðinn þreyttur.  Íhaldsflokkurinn var með 16 þingmenn, Frjálslyndiflokkurinn 1, þú ert dálítið á hvolfi í þessari athugasemd þinni Halldór.  En verra er, svona segir enginn sem hefur lesið ævisögu  Óla Thors.

"En kvótakerfið er ekki endilega í samræmi við grunnstefnuna og samrímist ekki stefnunni um ffrjálst markaðshagkerfi frekar en einkaleyfi og klíkuskapur. ".,.

En það er samt betra að vera á hvolfi eða laumusossi, en að vera Samfylkingarbjáni, því vitsmunalega er erfitt að fara neðar, nema maður gefi sér að Píratar hafi eitthvað slíkt.

Það er ákveðin hagfræði að baki kvótakerfinu, kölluð auðlindahagfræði, og var samin af mönnum sem lásu indíánabækur í æsku og rann til rifja örlög síðasta vísundsins.  Það sem má deila um er á hvaða forsendum kvótanum var útdeilt, en eftir að það kerfi var ákveðið, að setja hann á útgerðir því annað var eignaupptaka (skip og hús verðlaus, þetta með hús án útgerðar var líka eignaupptaka eða þjófnaður), þá eru fá mannannaverk sem eru eins gegnsæ og kvótakerfið.  Að nota orðið klíkuskapur eða einkaleyfi í sömu andrá, er brandari.

Það var ekki til kvóti handa öllum byggðum, svo lífvænlegt væri, og þróun tímans úrelti hefðbundin frystihús.  Ef menn hefðu reynt að halda í þau, þá værum við með atvinnugrein á brauðfótum, sem enginn með tvær fætur til að forða sér frá, hefði unnið í.  AF hverju, ömurleg illa borguð vinna.

Meinlokan og rökleysan er að ætla að þjóðfélagið sem var, og kom okkur á legg, sé eitthvað sem núverandi kynslóðir vilja.

Og Halldór Samfylkingarmaður og ofurskattlagningarsinni (kommúnisti sem engum kommatitt dytti í hug að vera) þá skal ég vitna í góðan texta eftir fjölgáfaðan mann, Bjarna Jónsson rafmagnsverkfræðing, þar sem hann skrifar að viti og þekkingu um sjávarútveginn;

"Á Íslandi hefur betur tekizt til, enda veiðar og vinnsla í höndum landsmanna sjálfra, sem er nauðsynlegt og nægjanlegt skilyrði fyrir því, að náttúruauðlindanýtingin gagnist þjóðinni sem heild, ef réttum leikreglum er fylgt og eftirlitsaðilar vinna vinnuna sína. 

Deilt er um kvótaþakið, þ.e. hámarksaflahlutdeild á tegund hjá hverju fyrirtæki.  Hún er hér 12 %, en í Noregi er hún tvöfalt hærri.  Íslenzku fyrirtækin eru í harðri samkeppni við mun stærri norsk fyrirtæki, og verði kvótaþakið lækkað hérlendis, mun framleiðni íslenzku fyrirtækjanna minnka, sem er ávísun á það að verða undir á alþjóðlegum mörkuðum, og það mun þýða veikingu ISK og lakari lífskjör á Íslandi.  Stjórnmálamenn verða að huga vel að gjörðum sínum varðandi fyrirtæki í grimmri alþjóðlegri samkeppni og varast fljótræðislegar aðgerðir til að þóknast hávaðaseggjum.  Með því að komast inn á og halda stöðu sinni á bezt borgandi mörkuðunum, fæst hæsta mögulega verð fyrir sjávarauðlind landsmanna, sem seytlar um allt hagkerfið.  Það er einmitt það, sem gerzt hefur.

  Ásta Björk Sigurðardóttir, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, upplýsir Gunnlaug Snæ Ólafsson á 200 mílum Morgunblaðsins, eins og birtist 04.12.2019, um vísitöluþróun magns og verðmæta í sjávarútvegi tímabilið 1999-2019. M.v. við vísitölu hvors tveggja 100 í byrjun, er hún 101 í lokin fyrir magnið (t) og 163 fyrir verðmætin í erlendri mynt.  

"Ásta Björk Sigurðardóttir, hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það ekki einungis framboð og eftirspurn á mörkuðum, sem ýti undir hærra verð fyrir afurðirnar, heldur geti verð einnig hækkað vegna aukinna gæða.  Þessi auknu gæði má m.a. rekja til fjárfestinga í hátæknilausnum, sem gera það að verkum, að meira fæst fyrir þann fisk, sem veiddur er.  "Þrátt fyrir að útflutningur sjávarafurða sé að dragast saman að magni til, sem má einna helzt rekja til loðnubrests, er lítilsháttar aukning í útflutningsverðmætum sjávarafurða á föstu gengi á fyrstu 10 mánuðum ársins.  Kemur það til af hagstæðri verðþróun sjávarafurða undanfarin misseri.  Sem endranær er ekkert gefið í þessum efnum, en þar gegnir fjárfesting í nýsköpun og tækni lykilhlutverki sem og markaðssetning afurðanna erlendis, þar sem hörð samkeppni ríkir", útskýrir Ásta Björk."

Auðlindanýting íslenzkra fiskimiða getur varla fengið betri umsögn en þessa, og hún er beztu meðmæli, sem íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfið getur fengið.  Það er einfaldlega ekkert betra kerfi þekkt fyrir þessa auðlindanýtingu.  Ef auðlindagjaldið hefði verið haft hærra, hefðu fjárfestingarnar óhjákvæmilega orðið minni, og að sama skapi hefði verðmætasköpunin fyrir samfélagið orðið minni.  Það hefði verið afar óskynsamleg ráðstöfun.  

Hugmyndin um veiðileyfagjaldið er reist á auðlindarentu, sem hefur gengið erfiðlega að sýna fram á.  Sjávarútvegurinn er fjármagnsfrekur, og arður af fjármagni þar er ekki hærri en í mörgum öðrum greinum. Honum er nauðsyn á að hafa bolmagn til fjárfestinga.  Þær hafa skilað sér í svo miklum eldsneytissparnaði, að sjávarútveginum mun fyrirsjáanlega takast að ná losunarmarkmiðum koltvíildis 2030 um 40 % minnkun frá 1990. Þær hafa líka skilað honum framleiðniaukningu, sem hafa gert honum kleift að greiða góð laun og að standast alþjóðlega samkeppni fram að þessu.

Sjávarútvegurinn er í samkeppni um fjármagn og fólk hér innanlands og á í samkeppni við allar fiskveiðiþjóðir Evrópu, Kínverja og Kanadamenn, á hinum kröfuharða evrópska markaði og víðar.  Nefna má fiskútflytjendur á borð við Norðmenn og Rússa.  Engin þessara fiskveiðiþjóða, nema Færeyingar, leggja veiðileyfagjald á sinn sjávarútveg, en nokkrar hafa gefizt upp á því, t.d. Rússar, sem gáfust upp á sínu uppboðskerfi, því að útvegurinn var við að lognast út af undir því kerfi.  Þvert á móti nýtur sjávarútvegur yfirleitt fjárhagslegra hlunninda eða fjárstuðnings úr hendi opinberra aðila í sínu landi í nafni fæðuöryggis, auðlindanýtingar og byggðastefnu.  Við þessar aðstæður er vandasamt að leggja auðlindagjald á íslenzkan sjávarútveg, og stjórnmálamenn og embættismenn geta hæglega gert herfileg mistök, sem vængstífa atvinnugreinina og gera hana ósamkeppnishæfa. Ekki er að spyrja að því, að þá mun verðmætasköpunin koðna niður. "

".Langt mál, ég veit, en segir næstum því allt sem segja þarf.  En hvernig læt ég, vitsmunir Samfylkingarfólks ráða ekki við skynsemi.

Og þá er komið að næst síðasta liðnum, og svo lokaorðum.

En á meðan er það kveðjan.

Ómar Geirsson, 16.12.2019 kl. 17:55

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, þá er þetta alveg að koma, og já blessaður aftur.

6. "Reyndu að skilja að frjálshyggja hefur ekkert að gera með orkupakkasamþykktina heldur ógeðsleg gróðahyggja einokunar-og kúgunarsinna. Einokun er ekki frjálshyggja heldur alger andstæða  hennar. Reyndu að koma því inn í hausinn á þér hver munurinn er á viðskiptafrelsi og einokun".

Orkupakksamþykktin er líklegast komin til, svona ef ég sleppi öllum áróðri um braskarana, vegna þess að stjórnmálastéttin okkar  er gengin í ESB, þó það hafi gleymst að tilkynna.  En ég efa ekki að aurinn hafi róið undir, það er engin tilviljun að Helgi keypti Fréttablaðið til að misbeita, og ljóst er að dulin tengsl eru milli þingmanna og hugsanlegra vatnsréttinda.

Hins vegar trúi ég því seint uppá þig að þú sért búinn að gleyma að regluverkið festi í sessi markaðsvæðingu orkunnar, samkvæmt hinu inngrónu frjálsa flæði, og hið frjálsa flæði er algjörlega samið út frá hagfræðikenningum Friedmans og þú ert hvergi með dæmi þar sem efnahagur margra þjóða hefur verið aðlagaður á eins afdrifaríkan hátt að kennisetningum  frjálshyggjunnar og hjá Evrópusambandinu síðustu 25 árin eða svo.  Ekkert sambærilegt er frá Bandaríkjunum.

Og ef það er eitthvað sem afhjúpar vanþekkingu þína Halldór á kennisetningum Friedmans og frjálshyggjunnar, er að þú skuli hamast illum látum gegn þessu sama flæði, kallar það jafnvel "ógeðsleg gróðahyggja einokunar-og kúgunarsinna", svo skammast þú út í okkur kommatittina, ég til dæmis að hef aldrei notað orðið ógeðslegur.

En þetta með einokunina eða fákeppnina.

Ástæða þess að Hayek er ekki hagfræðingur heldur loddari, er sú að hann reyndi að sýna fram á að hagsæld myndi aukast með því að ríkisvaldið væri þynnt út, gaf sér þá forsendu að þá myndi taka við samkeppni margra smárra.

Sem er bein lygi, því ekki var hann heimskur, eða fáfróður, því Hayek var fullkunnugt hvað gerist þegar ríkisvaldið slakar á klónni.  Þá myndast tómarúm sem hinir stærstu reyna að fylla uppí.  Í þeirri baráttu eru hinir smáu fyrstir til að falla.

Þetta er sama lógík og þegar miðstýrð stórveldi hrynja, þá taka stærstu furstasættirnar að berjast um völdin.  Þetta gerðist í Kína á 5. öld þegar Zou veldið hrundi, þá tók við svo ég vitni í vísindavefinn, " Þetta var tímabil nánast stanslausra hernaðarátaka sem áttu eftir að standa í nærri 300 ár eða allt þar til allt Kína var sameinað í miðstýrt keisaradæmi. ".  Önnur þekkt dæmi er Rósastríðin á Englandi, 100 ára stríðið í Frakklandi, baráttan um Þýskaland sem stóð stanslaust yfir frá siðaskiptum þar til Prússar komu á miðstýringu, og svo framvegis.

Það sama gerist þegar er afreglað, frá virkum regluverki (andstæða ofreglunar), það eru hinir stóru sem fylla uppí tómarúmið.  Dæmin eru milljón og eitt.

Fjármálamarkaðurinn á Íslandi, einokunarfyrirtækin í USA sem Theodore Roosevelt reglaði og skipti upp, afreglun Wall Street í tíð Bill Clintons, íslenski fjármálamarkaðurinn og hvernig örfáir stóru lögðu undir sig næstum öll stórfyrirtæki þjoðarinnar.

Stanslaus samruni, í æ færri og færri stórfyrirtæki, eða eigum við að taka hegðun til dæmis Aldi á þýska smásölumarkaðinum.  Vel rekin fyrirtæki, arðbær, jafnt sjálfstæð sem og í keðju, upplifðu að Aldi opnaði útibú í kringum þau, þar voru vörur seldar á undirverði, og skrýtið, þau dóu.  Eftir var einokun Aldi.

Og svo framvegis og svo framvegis sem ég nenni ekki að skrifa um.

Svo komið þið, sem þykist vera frjálshyggjumenn, og vælið um einokun.

Að Hayek hafi sagt eitthvað allt annað.

Vísa á kommann sem sá aldrei ógnarverkin, þetta voru bara einhverjir sem skyldu ekki, vissu ekki, föttuðu ekki kenninguna.  En kenningin var svona í raunveruleikanum, það þurfti að kúga fólk svo það gæfi eftir einkaeign sína og atvinnu. Og kúgun elur af sér ennþá meiri kúgun.

Líkt og þegar er afreglað, þá fylla hinir stóru uppí tómarúmið, og þeir gera ekki hina frjálsa, heldur ánauða.

Kallast raunheimur.

En í fyrramálið kemur lokasvarið, um illskuna sjálfa sem er innbyggð í hugmyndafræði frjálshyggjunnar, sem jafnvel kommar og nassar geta ekki státað sig af.

Á meðan er það kveðjan.

Að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2019 kl. 19:15

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Halldór, það er blessuð blíðan og jólasnjónum kyngir niður.  Bæði morgunverk og morgunpistill í höfn og aðeins eftir að slá botninn í þessa umræðu okkar um frjálshyggjuna.

Og það er sjálfur kjarninn, eðli hennar.

Spinnum út frá orðum þínum; "En þú ert  andsetinn af því að allur skepnuskapur og fantaskapur miskunnarlausra mannhunda í heiminum sé frjálshyggja. Maó er greinilega frjálshyggjumaður í þinum augum þar sem hann lét drepa alla þá sem voru fyrir honum og hugsjónum hans.".

Það er nefnilega svo að ef ég væri andsetinn eins og það er skilgreint í helgum ritum, þá væri ég frjálshyggjumaður.  Því ólíkt öllum öðrum helstefnum þá skorar hún sjálfa kristnina á hólm.  Elska skaltu guð þinn og náungann eins og sjálfan þig sagði Kristur en frjálshyggjan hafnar þessu boði, hafnar forsendum siðar og siðmenningar, með því að gera slíkt valkvætt, þú þarft ekki að elska náungann þinn frekar en þú vilt.

Opnar þar með hyldýpi illskunnar, upphefur lestina, segir þá leiðina að hagsæld náungans.

Maó blessaður, Stalín, allir þeir sem kveiktu í fólki í nafni trúar, hafa það þó sér til betrunar, að þeir töldu sér í trú um að illvirki þeirra væri leið til að gera heiminn betri.  Eins er það með Hitler, Ívan grimma, Genghis Khan svo nokkrir afkastamiklir dráparar séu taldir upp, þeir frömdu sín illvirki til að auka mikilfengleik þjóða sinna, eða jafnvel kynþátt, en illskan sem slík var ekki markmiðið.

Þess vegna Halldór eru ekki öll illmenni sögunnar frjálshyggjufólk, það er ekkert samansem merki þar á milli.

Frjálshyggjan er verri en það, hún er sú eina af allri þessari óhæfu sem á uppsprettu sína í tærri illsku, sem á engan hátt þarf réttlætingu fyrir gjörðir sínar eða tilvist.

Að brjóta niður sið er bein atlaga að tilvist mannsins.

Verri getur óhæfan ekki verið.

Þess vegna hvarflar ekki að mér að kalla Maó, Stalín eða Hitler frjálshyggjumenn.  Ómenni vissulega, en frjálshyggjumenn, nei, þeir voru ekki svo slæmir.

Enda sá almættið enga ástæðu til að setja inn í ritninguna bók þeim til heiðurs líkt og það gerði um frjálshyggjuna.

Enda baráttan við hana er baráttan um sjálfa tilvistina.

Og bækur hafa verið skrifaðar af minna tilefni.

Nei Halldór, þú ert ekki frjálshyggjumaður.  Þú ert gamall íhaldsskarfur, sem heldur að augljós sannindi um frelsi okkar til að ráða okkur sjálf, sé eitthvað sem þurfi að setja á sérstakan bás, og að þann bás sé hægt að einkavæða, að sá sem best býður eigi hann.

En við eigum okkur sjálf, og við eigum rétt á að fá að vera í friði fyrir ofríki, hvort sem það er af hálfu ríkisvalds, eða einstaklinga sem þykjast hafa rétt á að gína yfir okkur hin, rétt á að telja sig æðri, rétt til að arðræna okkur, setja okkur í helsi fátæktar eða ánauðar, til að ráðskast með samfélög okkar, segja að þau eigi að vera svona eða hinsegin, eða við eigum að borða svona, tala svona, haga okkur svona, ganga í gæsagang, segja hæl eða félagi, eða hvað sem þessum idjótum dettur í hug þessa eða hina stundina.

Þetta kallast að vera maður Halldór.

Ekkert annað.

Eigðu góðar stundir, og takk fyrir spjallið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.12.2019 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 103
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 156
  • Frá upphafi: 1319995

Annað

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 133
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband