Sök býtur sekan.

 

Ekki það að iðnaðarráðherra var líklegast ennþá með snuð þegar regluverk Evrópusambandsins um Orkupakka 1 og 2 var tekið upp, og nær væri Gunnari að spyrja sjálfan sig hvernig hann hefði getað stutt Framsóknarflokkinn eftir að Valgerður Sverrisdóttir leiddi það í lög að skipta Landsvirkjun upp með þeim afleiðingum af raforkuverð á landsbyggðinni snarhækkaði, en sökin er hins vegar alþingismanna í öllum flokkum sem innleiddu regluverk Evrópusambandsins í raforkumálum.

Í kjarna nær Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur að orða það sem miður fór;

"Uppskipting raforkugeirans olli neytendum miklum kostnaðarauka, vegna þess að hluti gróðans af orkusölunni fór ekki lengur til uppbyggingar flutnings- og dreifikerfis, heldur í arðgreiðslur til eigendanna. Kerfið er í ógöngum, af því að það hefur misst alþjóðlega samkeppnisstöðu sína og í því felast ekki nægilegir hvatar til að virkja. Enginn er ábyrgur fyrir afhendingaröryggi raforku til almennings, og þess vegna getur dregist á langinn að hefja nýjar virkjanir.".".

Og afleiðingarnar blasa við.

 

Og áður en skrumflokkar eins og Píratar eða Viðreisn ná sér á flug í gagnrýni sinni, þá megum við ekki gleyma hverjum þeir í raun þjóna og afhjúpuð sig við innleiðingu orkupakka 3; "taka hagsmuni braskara og fjárglæframanna fram yfir hagsmuni þjóðarinnar".

Um alla Evrópu er ljóst að globalfyrirtækin sem hafa lagt undir sig raforkumarkað Evrópu, hugsa aðeins um það eitt að hámarka fjárfestingu sína, eyða sem minnstu í dreifikerfi og afhendingaröryggi til neytenda, nema þá þeirra sem eru allra stærstir.

Munum að almenningur er rafmagnslaus, ekki stóriðjan, og það sama er raunin í Evrópu.

 

Almenningur er afgangsstærð, gróðinn liggur i samningum við þá stóru.

Almenningur getur ekkert flúið, hann á ekkert val.

Þess vegna er sem minnstu eytt í að þjóna hann, og sem mest er tekið út í arð við selja honum orku.

 

Svo kemur raunveruleikinn og blæs á alla frjálshyggju.

Afhjúpar að ef enginn ber ábyrgðina, þá sitja samfélög í súpunni þegar aftakaverður ganga yfir.

 

Af því eigum við að læra.

Og sá lærdómur er ekki að hlusta á kvakið í þeim sem seldu sálu sína fyrir braskaravæðingu raforkukerfisins.

 

Úrbætur verða aðeins ef kerfið er fellt.

Kveðja að austan.


mbl.is „Höfum við ekkert lært?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fátt er svo með öllu illt, segir máltækið.  Óveðrið sem gekk yfir landið afhjúpar arfavitlausa orkustefnu landsins í boði EES og orkupakkanna. Sem miðast við veðurvænna meginlandið. Nú er verið að koma upp neyðarathvarfi á landsbyggðinni fyrir fólk sem ella myndi frjósa í hel á heimilum sínum.  Þeir sem stýra landinu virðast hafa gleymt á hvaða breiddargráðu við búum, hafa ekki einu sinni varaafl í boð sem gæti komið sér vel í ofsaveðrum, eftir jarðskjálfta og vegna eldgosa.

Kolbrún Hilmars, 12.12.2019 kl. 12:49

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það hlýtur að vera ESB að kenna þegar óveður gengur yfir landið og línurnar eru allar loftlínur, en ekki jarðstrengir. En vandinn við þessa skemmtilega geðbiluðu kenningu er að megnið af þessum línum eru lagðar löngu áður en neinir orkupakkar sáu dagsins ljós.

En að minnast á það er auðvitað eins og að stökkva vatni á gæs. Því orkupakkagæsirnar hætta ekkert að garga við það.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.12.2019 kl. 13:58

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þú ert ekki alveg að ná þessu, Þorsteinn.

Kolbrún Hilmars, 12.12.2019 kl. 14:27

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Þessi tilvitnun í Bjarna rafmagnsverkfræðing skýrir sig alveg sjálf;

"Uppskipting raforkugeirans olli neytendum miklum kostnaðarauka, vegna þess að hluti gróðans af orkusölunni fór ekki lengur til uppbyggingar flutnings- og dreifikerfis, heldur í arðgreiðslur til eigendanna. Kerfið er í ógöngum, af því að það hefur misst alþjóðlega samkeppnisstöðu sína og í því felast ekki nægilegir hvatar til að virkja. Enginn er ábyrgur fyrir afhendingaröryggi raforku til almennings, og þess vegna getur dregist á langinn að hefja nýjar virkjanir.".

En ef þú kveikir ekki, eða þú vilt lesa þér meira til um þennan agnúa á regluverkinu, þá vísa ég í skýrslu Samtakanna Orkunnar okkar.  Þar var sérstakur kafli um orkuöryggi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2019 kl. 14:45

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Kolbrún, það er hugsanlegur möguleiki að fjöldinn vakni og átti sig á að lífið er ekki bara tómhyggja og selfí.

Það er grátlegt að það kerfi sem við eigum, er að stofni til frá síðustu öld, og meir að segja díselstöðvarnar, eru frá miðri síðustu öld.

Þá skiptu hagsmunir samfélagsins máli, í dag skiptir það einu máli að gera einhverjum fáum kleyft að græða, að eignast allt sem var okkar.

Og þetta er niðurstaðan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2019 kl. 14:49

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Varð sumsé aldrei rafmagnslaust áður en dreifingu, sölu og framleiðslu orku var skipt upp?

Hvaða gögn sýna að minna hafi verið fjárfest í dreifikerfum eftir þá uppskiptingu en áður en hún átti sér stað?

Urðu loftlínur skyndilega háðari veðri og vindum þegar orkupakki þrjú var samþykktur?

Og, hverjir eru það sem "græða" á orkusölu? Eru ekki orkufyrirtækin að langstærstum hluta í eigu opinberra aðila?

Þorsteinn Siglaugsson, 12.12.2019 kl. 17:16

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú Þorsteinn það var oft rafmagnslaust á síðustu öld, og hef áreiðanlegar heimildir að á þar síðustu öld hafi bara ekki verið neitt rafmagn. En það kom ekki að sök því þá voru heldur ekki til rafmagnstæki.  Sem og á síðustu öld var samfélagið ekki eins háð rafmagni og það er í dag, það er svona fram yfir miðja öld.

En fólk sá og upplifði uppbyggingu, bæði voru díselrafstöðvar settar upp víða í byggðum, og línur voru lagðar.  Stærsta átakið var byggðalínan sem var lögð á áttunda áratugnum og kláruð á þeim níunda. Eins voru margar minni línur endurnýjaðar, til dæmis var línan til Norðfjarðar endurnýjuð á tíunda áratugnum, að mig minnir.

Mikið af því kerfi sem núna reynir á er frá síðustu öld, til dæmis var hægt að skipta yfir á díselstöðvarnar þegar rafmagnið fór, en þær eru allflestar orðnar rúmlega hálfrar aldar gamlar.  Byggðalínan fertug, undanfarin ár hefur bilanatíðnin hennar snaraukist því hún annar ekki álaginu. 

Þetta væri ekki svona gamalt, og það væri ekki háværar raddir víðsvegar af landinu um nauðsynlega endurnýjun ef Landsnet hefði fjárfest jafnt og þétt.  Enda ætlar Landsnet að stórauka fjárfestingar sínar næstu árin og það er ekki nema gott um það að segja.

En við erum búin að týna um 20 árum þar sem ekki er hægt að tala um endurnýjun, heldur nær að tala um að lappað sé upp á kerfið.

Í stóru en fámennu landi geta hinar dreifðu byggðir ekki staðið undir nútímavæðingu orkukerfisins eins og evrópska regluverkið ætlast til. Raforkan er sameiginleg auðlind þjóðarinnar, og ef við ætlum að vera ein þjóð í einu landi, þá þarf eins og Bjarni bendir réttilega á; "vegna þess að hluti gróðans af orkusölunni fór ekki lengur til uppbyggingar flutnings- og dreifikerfis, heldur í arðgreiðslur til eigendanna."

Það er rétt að ríkið tekur til sín arðinn, en það skilar honum ekki til baka út í dreifikerfið.  Þegar Landsvirkjun (og Rarik)  hafði þá samfélagslegu skyldu að sjá landsmönnum fyrir rafmagni þá var markvisst unnið að uppbyggingu dreifkerfisins og staðan í dag væri önnur ef fyrirtækinu hefði verið sett það markmið um aldamótin að nútímavæða dreifkerfið í stað þess að skipta fyrirtækinu upp.

Hafir þú aðra skoðun á því Þorsteinn, þá er það bara gott og vel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2019 kl. 20:54

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvaða gögn sýna að minna hafi verið fjárfest í dreifikerfum eftir þá uppskiptingu en áður en hún átti sér stað?

Urðu loftlínur skyndilega háðari veðri og vindum þegar orkupakki þrjú var samþykktur?

Og, hverjir eru það sem "græða" á orkusölu? Eru ekki orkufyrirtækin að langstærstum hluta í eigu opinberra aðila?

Þorsteinn Siglaugsson, 12.12.2019 kl. 23:02

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Þorsteinn.

Þegar kerfið sem er notað er áratugagamalt þá er ljóst að ekki hefur verið fjárfest í grunnstoðum síðustu 2 áratugi.  Staðreynd sem Landsnet viðurkennir þegar fyrirtækið boðaði stóraukna fjárfestingu í nýjar línur. 

Á vissan hátt er það eðlilegt að Landsvirkjun hefði pústað í uppbyggingu eftir að lagningu byggðarlínunnar lauk enda fyrirtækið skuldsett.  En þegar kerfið fór að skila hagnaði er óeðlilegt að nýta ekki hluta af þeim hagnaði að koma landinu kerfinu inní 21. öldina.  Skiptingin í dreifingu og vinnslu kom með orkupakka 1, í byrjun aldarinnar. 

Nei,loftlínur urðu ekki skyndilega háðari veðri og vindum þegar orkupakki þrjú var samþykktur, af hverju spyrðu??

Síðan átta ég mig ekki alveg á þriðju spurningu þinni, held að þú sért að spila þig bjána, en ef þú telur að það sé rök gegn þeim kjarna sem Bjarni bendir á og ég vitna í, þá held ég að þú vitir að svo er ekki.  Reikna annars með að þú hefðir bent Bjarna á þau rök í athugasemdarkerfi hans.

En eigðu annars góðan dag, ef ég fæ góða frétt þá get ég örugglega fundið eitthvað handa þér svo þú þurfir ekki að leika bilaða plötu.

Það eru rispurnar sko sem eru ekki hollar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2019 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 49
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 214
  • Frá upphafi: 1320057

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 188
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband