Böðlarnir sem vógu.

 

Þá samfélagslegu sátt að orkuauðlind þjóðarinnar ættu að nýta í þágu samfélagsins, að útvega landsmönnum ódýra og örugga orku, votta núna fórnarlömbum sína samúð sína.

Vissulega var Áslaug Arna ekki mikið yngri þegar orkupakki 1 og 2 voru lögfestir en í dag, en hún tók við keflinu, og festi í sessi orkustefnu Evrópusambandsins, framdi þau landráð að afhenda Evrópusambandinu bein yfirráð yfir orkuauðlindum þjóðarinnar, og festi í lög það regluverk sem kveður á um að orka þjóðarinnar eigi að seljast hæstbjóðanda á samneti Evrópu.

 

Enn og aftur skulum við rifja upp af hverju ástandið er svona í dag;

"Uppskipting raforkugeirans olli neytendum miklum kostnaðarauka, vegna þess að hluti gróðans af orkusölunni fór ekki lengur til uppbyggingar flutnings- og dreifikerfis, heldur í arðgreiðslur til eigendanna. Kerfið er í ógöngum, af því að það hefur misst alþjóðlega samkeppnisstöðu sína og í því felast ekki nægilegir hvatar til að virkja. Enginn er ábyrgur fyrir afhendingaröryggi raforku til almennings, og þess vegna getur dregist á langinn að hefja nýjar virkjanir.".

Sameiginleg auðlind okkar er ekki lengur nýtt til að byggja dreifingarkerfi sem svarar kröfum nútímans um orkuöryggi, það kerfi sem við eigum, er leifar frá þeim tíma þegar saman fór viljinn til að virkja, og viljinn til að dreifa orkunni.

Jafnt í þéttbýli sem og dreifbýli.

 

Vissulega eru börnin í Sjálfstæðisflokknum ekki í beinni ábyrgð fyrir gjörum fyrirrennara sinna, en þau ættu að sleppa krókódílatárum sínum, ástandið á aðeins eftir að versna í hinum dreifðum byggðum landsins með tilkomu orkupakka 3 og 4.

Markaðsvæðing eða braskaravæðing orkuauðlindarinnar mun eingöngu nýtast stærstu markaðssvæðunum, stærstu raforkukaupendunum, en hinar dreifðu byggðir landsins munu ekki einu sinni vera hornreka, þau munu hugsanlega fá einhvern ölmusustyrk í gegnum ríkissjóð, annað ekki.

 

Í þessu samhengi megum við ekki gleyma að það var ekki bara rafmagnið sem brást, fjarskiptakerfið hrundi líka.

Markaðurinn er ekki í stakk búinn að koma með lausnir þegar rafmagnið dettur út.

Allt er háð rafmagninu, en rafmagnið er ekki öruggt.

Ekki í aftaka veðrum þegar einmitt er svo mikilvægt að samskiptakerfið sé í lagi.

 

Það ber enginn ábyrgðina.

Við erum eins og skynlausar skepnur sem getum ekki hugsað eða skipulagt okkur.

Reyndar myndi aldrei svona kerfisvilla koma upp í maurabúum.

 

En í landi þar sem stjórnmálastéttin hefur selt bröskurum sálu sína, og fest í lög og reglur frjálshyggjunnar, að markaðurinn eigi að ráða og drottna, sú skynlausa skepna, þá mun svona uppákomum aðeins fjölga, ekki fækka.

Með tilheyrandi álag á meikið því það blandast víst ekki vel krókódílatárum.

 

En við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta.

Við eigum að frábiðja okkur samúð böðlanna.

 

Við eigum að setja þá af.

Frábiðja okkur stjórn þeirra.

Ef ekki býðst betur þá má semja við eitthvað maurabúið um að lána okkur drottningu sem gæti komið skikk á málin.

 

Markaðurinn er ágætur en hann á ekki að stjórna okkur.

Hann er tæki til að uppfylla þarfir okkar.

Ekkert annað, ekkert meir.

 

Það er vinna að tryggja þjóðinni örugga orku sem þolir veður og vind.

Slíkt þarf að vera geirneglt í regluverk okkar, og það þarf vitiborið fólk.

Heilbrigt fólk, skynsamt fólk.

Til að sjá um þá vinnu, til að bera ábyrgð á henni.

 

Það er ekki svo í dag.

Og hefur ekki verið lengi.

 

Það er ekki bara raforkukerfi okkar sem hefur drabbast niður.

Það gildir eiginlega um alla innviði þjóðarinnar.

Innviði sem voru byggir upp úr engu meðan þjóðin var fátækt, en getur ekki haldið við þrátt fyrir sögulegt ríkidæmi.

Sem segir einfaldlega það að þetta snýst ekki um fólk eða flokka, þó að öllu að jöfnu sé ekki vænlegt að láta börn eða viðrini stjórna þjóðinni, heldur um sjálfa hugmyndafræðina sem að baki liggur.

Hugmyndafræði auðsins, sjálftökunnar og hins frjálsa flæðis braskaranna, geirneglt í regluverk Evrópusambandsins.

 

Þess vegna er það lífsspursmál að segja upp EES samningnum.

Þess vegna er að lífsspursmál að segja upp frjálshyggjunni.

 

Og bakka til þess tíma þegar við vissum að uppbygging og fjárfesting var leiðin að velmegun og ríkidæmis.

Sem og sjálfstæði okkar.

 

Grátum ekki með böðlunum.

Gefum þeim frekar það frí að öllum sé sama hvað þeim finnst, eða hvað þeir segja.

 

Þá mun bara ekki rafmagnið flæða.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Allt gert til að koma hlutunum í lag aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.Gaman að lesa þennan pistil.Sér í lagi varðandi orkupakkana. Þú talar eins og ESB og orkupakkarnir sé orsök þessa blessaða óveðurs. Sem þú veist auðvitað að er ekki. Hvort sem er eitthvað sem heitir orkupakki eða annað þá er nú ekki svo að Ísland sé tengt meginlandi Evrópu og sé því að selja orku þangað.
Vissulega er verið að selja orku til erlendra fyrirtækja en var það ekki fyrir orkupakka 3?
Ó jú sei sei :)
Það sem hefur gerst er að ráðamenn í áratugi og sér í lagi síðustu tvo áratugi hafa látið reka á reiðanum varðandi uppbyggingu raforkukerfis þrátt fyrir að allir viti að betra sé grafið en hátt sett. Rétt eins og landinn þegar hann hverfur á braut.
Stjórnmálamenn hafa þó gefið aðeins í  og eins og kemur fram í fréttum þá eru 65% línunnar komin í jörð en margir jarðeigendur þráast við og við því þarf að bregðast.
Annað hvort með breytingu á stjórnarskrá þar sem kveðið sé um að eignarétturinn láti víkja þegar um tengingar hvort um sé að ræða innviði eins og rafmagn og samskipti.
Mér þykir óþolandi að Tetra kerfið geti brugðist þegar svona óveður skellur á.
Hvort sem dómsmálaráðherrann sé ungur eða ekki þá liti hún vel út í galla fyrir norðan en ekki eins vel og aðrir ráðherrar.
Kveðja að sunnan,
Hafþór

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.12.2019 kl. 16:03

2 identicon

Sæll Ómar.
Það sem hefur gerst er að ráðamenn í áratugi og sér í lagi síðustu tvo áratugi hafa látið reka á reiðanum varðandi uppbyggingu raforkukerfis þrátt fyrir að allir viti að betra sé grafið en hátt sett. Rétt eins og landinn þegar hann hverfur á braut. Held að stjórnmálamenn vildu ekki hafa okkur tvo hangandi yfir höfði sér!

Smáleiðrétting.

Kveðja að sunnan,
Hafþór

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.12.2019 kl. 16:08

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hafþór.

Það þarf mjög sérstakan lesskilning, einhvern sem kenndur er við ofsjónir, að lesa úr þessum pistli mínum að ofviðrið hafi skrifast á hið frjálsa flæði ESB.

Ég er að fjalla um það ógæfufólk sem slátruðu því kerfi sem hafði reynst okkur svo vel í áratugi þar sem arðurinn af framleiðslu raforkunnar var að hluta nýttur til að byggja upp dreifkerfið, og þar um vitna ég í mætan sérfræðing sem hefur skrifað mikið þar um.

"Uppskipting raforkugeirans olli neytendum miklum kostnaðarauka, vegna þess að hluti gróðans af orkusölunni fór ekki lengur til uppbyggingar flutnings- og dreifikerfis, heldur í arðgreiðslur til eigendanna. Kerfið er í ógöngum, af því að það hefur misst alþjóðlega samkeppnisstöðu sína og í því felast ekki nægilegir hvatar til að virkja. Enginn er ábyrgur fyrir afhendingaröryggi raforku til almennings, og þess vegna getur dregist á langinn að hefja nýjar virkjanir.".

Þar er tengingin við Evrópusambandið, regluverkið kemur þaðan.

Viðbrögð stjórnmálamanna er eins og hjá fyrirtækinu í Brasilíu sem setti allan námuúrgang í stíflu, sem hróflað var upp.  Þegar hún brast, sögðu eigendurnir, "ha, það er ekki okkur að kenna að .það rigndi".

Og að sjálfsögðu á ekki að láta þá komast upp með það.

Kveðja að austan.

 

Ómar Geirsson, 12.12.2019 kl. 17:02

4 identicon

Frábær pistill Ómar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.12.2019 kl. 17:40

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Djö....... snillingur eru Ómar!

Júlíus Valsson, 12.12.2019 kl. 17:41

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Amen

Magnús Sigurðsson, 12.12.2019 kl. 17:50

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Varð að finna orð svo væri ekki eins og hermikráka; Hrífandi.

Helga Kristjánsdóttir, 12.12.2019 kl. 18:08

8 identicon

"Þá samfélagslegu sátt að orkuauðlind þjóðarinnar ættu að nýta í þágu samfélagsins, að útvega landsmönnum ódýra og örugga orku, votta núna fórnarlömbum sína samúð sína."

Í framhaldi af þessu ferðu að skrifa um orkupakkana og frjálst flæði braskaranna og vísar í ESB. Það þýðir ekki að breyta textanum eftir á Ómar.

Ég tek ekki til mín orð þín um sérstakan leskilning og eiginlega ofsjónir. Það er þín hugarsmíð að svo sé.
Vissulega var tekin upp stefna ESB í gegnum EES að skipta bæri virkjun og sölu. Landsnet er í eigu Landsvirkjunar. Síðsn veitir Landsnet þeim sem vilja orkusöluleyfi.

Í meginatriðum erum við efnislega sammála. En hvort það er vegna ofsjóna skal ósagt látið.

Landsvirkjun hefur greitt arð til ríkisins í fjölda ára sem nemur tugum milljarða ef ekki meira. Stjórnmálastéttin öll eins og hún leggur sig hefur látið reka á reiðánum og ekki byggt upp það sem Landsnet hefur þó reynt að gera. En takmörkuð fjárráð Landsnets gera ekki allt. Ríkið þarf að koma til með tugi milljarða til að rafmagn sé lagt í jörð. Ekki bara í Reykjavík.
Ekki breyta texta eftirá Ómar. Það verður ekki bæði haldið og sleppt þegar menn birta pistil sem er svo breytt til að lagist að athugasemdum.
Það eru fáir sem gera slíkt og ég hefði ekki trúað því með þig satt best að segja.
Kveðja að sunnan,

Hafþór

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.12.2019 kl. 21:19

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hafþór, það er gott að ofsjónir hrjái þig ekki, veit ekki alveg hvort læknisfræðin eigi til lækningu á þeim kvilla.

Heldur játar þú hér alvarlega vanþekkingu á líklegasta stærsta máli sem hefur komið til kasta Alþingis frá því útfærslan í 200 mílur var samþykkt, það er orkupakka 3.  Því ef þú hefðir lágmarksþekkingu á því máli þá skyldir þú einfalda tilvísun mína í pakkann, ásamt því að ég benti á að "var Áslaug Arna ekki mikið yngri þegar orkupakki 1 og 2 voru lögfestir en í dag,", sem vissulega firrir hana ábyrgð á á því ógæfuverki að skipta Landsvirkjun upp, en ekki á þeirri gjörð að festa regluverkið endanlega í sessi.

Ef þér leiðist vanþekking þá er hér linkur á ágæta umfjöllun um orkupakka 3 og 4, vanþekkingu er sko hægt að lækna. 

http://ogmundur.is/frjalsir-pennar/2019/11/kari-skrifar-stora-ranid-undirbuid-raforkutilskipun-2019944-orkupakki-4

Ágætur texti hjá þér um ógæfuna, mig minnir samt að ríkið megi ekki setja pening inní kerfið samkvæmt hinu frjálsa flæði regluverks ESB inní íslenska löggjöf, undantekning er þó neyð eitthvað, en þarf að vera vandlega skilgreint, annars kemur ESA og sussar.

En akkúrat það sem þú ert að lýsa er skýring þess að kjarna sem Bjarni rafmagnsverkfræðingur, sá samlandi okkar sem hefur dýpstu þekkinguna á regluverkinu og raforkukerfinu, orðaði á þennan hátt; "Uppskipting raforkugeirans olli neytendum miklum kostnaðarauka, vegna þess að hluti gróðans af orkusölunni fór ekki lengur til uppbyggingar flutnings- og dreifikerfis, heldur í arðgreiðslur til eigendanna".  Og ég tek undir.

En þó ég taki undir þessi orð og minni á að allt eigi sér skýringar, þá er umfjöllun mín um braskaravæðingu orkunnar leidd af innihaldi orkupakka 3 og 4, og þeir eru líka skýring þessara orða Bjarna; "Enginn er ábyrgur fyrir afhendingaröryggi raforku til almennings, og þess vegna getur dregist á langinn að hefja nýjar virkjanir.".

Viljir þú kynna þér rök hans, svona ef þér leiðist vanþekking, þá skrifar Bjarni reglulega hér á Moggablogginu, og er nýbúinn að skrifa pistil um vána sem fylgir þessu ábyrgðarleysi.

Hafþór, hér takast menn á með rökum, mis argir þó, það vottar fyrir að mig gruni vissa aðila að þjást af stöðugum vindverkjum og fái þá útrás fyrir þjáningar sínar með því bögga mig greyið fyrir að vera eins og ég er, held að þeir gruni mig að vera kominn á virðulegan aldur án þess að þjást að vindverkjum.  Þetta er samt tilgáta.

En fullyrðingum sem beint er að nafngreindum mönnum sem tjá sig hér á síðu, fylgir sú ábyrgð að þær séu rökstuddar. Og berð það ekki uppá mig að ég breyti texta mínum eftir á, án þess að benda á hvar ég geri það.

Það er bara svo.

En það er engin viðurlög við slíku athæfi, hvað mig varðar þá set ég viðkomandi á lista yfir apaketti, og umgengst þá síðan upp frá því sem apaketti, sem kannski aftur eykur vindverki, veit það ekki.

Eini texti sem ég breyti eftir á er þegar ég gef mér tíma til að lesa pistla mína yfir, sem er alls ekki alltaf, og leiðrétti helstu stafsetningarvillur og ambögur í málinu.  Þess vegna tók ég út tvöfalt ekki þegar ég benti á að ekki væri gott að fá börn eða viðrini til að stjórna, og eitt g slapp inní orðið hugmyndafræði, án þess að stafsetningartólið léti mig vita.  Annað ekki.

Vissulega er ég upp með mér að þú trúir ekki ýmsu upp á mig, það bendir til þess að þú hafir allavega lesið einn pistil áður, og hrifist mjög fyrst að þú fórst að trúa í kjölfarið.

En ef þú hefðir lesið fleiri þá vissir þú í fyrsta lagi að hér er alltaf farin lengri leiðin í framsetningu á efni, ef í þeirri leið felst tækifæri til að áreita eitthvað í textanum, það getur líka hugsanlega skýrt einhverja vindverki, og í öðru lagi þá hefur aldrei staðið á mér að taka slaginn, jafnvel þó ég sé löngu búinn að gleyma  hvað ég skrifaði í textanum enda eru pistlarnir bara eins og þeir eru blessaðir, umræðan er svo annar handleggur.

En fari ég rangt með það sem kallast má staðreyndir, þá leiðrétti ég mig, um það geta fastir lesendur mínir borið vitni um.

Ég leiðrétti mig á þann hátt að ég geri það í athugasemdarkerfi mínu, ekki með því að breyta texta.

Grundvallarvinnubrögð og þess vegna er ég dálítið argur, samt ekki út af vindverkjum, þegar mér er borið annað á brýn.

Það er líka bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2019 kl. 09:04

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk annars fyrir innlitið þið hin jákvæðu hér að ofan.

Hafi eitthvað vel heppnast í þessum hraðpistli mínum hér að ofan, þá er það alveg óvart.  Ég gat bara ekki sleppt tækifærinu að böggast í barninu sem á örugglega einhvern tímann eftir að verða það stór að hún skilji ábyrgð þeirrar hugmyndafræði sem hún aðhyllist á grotnun innviða.

En ég var með hausverk og endahnykkurinn vildi aldrei koma eftir að ég var búinn að minnast á fjarskiptakerfið, þess vegna fór ég að fjalla um maurabú, og hugmyndafræði og innviði og hitt og þetta þar til ég datt niður á fleira myndi flæða en rafmagnið.

Andinn var bara í verkfalli, en kannski ekki.

Veit það ekki, við þurfum allavega að halda þessari umræðu lifandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2019 kl. 09:14

11 identicon

Sæll aftur Ómar.

Ég ætla ekki að munnhöggvast við þig né gera lítið úr þér. Ég les alla pistlana þína svo það sé á hreint komið. Stundum sammála, stundum ekki.
Það er góð regla í samskiptum að spyrja hvort hvað átt sé við í stað þess að gera fólki upp skoðanir. Sama hvort það er í daglegum eða skriflegum.

Mættir gera minna af því að rjúka upp hvað þetta varðar þegar þú ert ósammála eða lest annað en það sem skrifað stendur.

Góðar stundir og gleðilega hhátíð framundan!

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.12.2019 kl. 22:39

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hafþór, man ekki einu sinni um hvað við erum að ræða.

Dreg það samt í efa að þú sért lesandi, þá bæðir hefðir þú ekki vísað rangt í pistil minn, sem og þú hefðir kunnað að höndla andsvar mitt.

Síðan er það ákaflega mikill misskilningur að ég láti athugasemdir ergja mig, þær eru aðeins mismunandi flæði fyrir mig að fylla uppí efni pistla minna.

Takk samt fyrir góð og gild uppeldisráð, mamma hefur örugglega einhvern tímann sagt þetta líka.  Reyndar segir kona mín að mamma hafi gleymt að ala mig upp, og það má svo sem vel vera.

En kona mín hefur hins vegar tekið þá skyldu mjög alvarlega.

Skilur samt mömmu betur í dag.

Það er nú svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.12.2019 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 1319897

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband