Vanvit í bland við þekkingarleysi.

 

Knúið áfram að hroka, skýrir orð forsætisráðherra.

Formann flokks sem hefur barist fyrir samfélagslegu eignarhaldi á orkuauðlindum landsins.

Flokks sem hefur alfarið hafnað einkavæðingu grunnstoða samfélagsins, alfarið hafnað að markaðurinn og markaðslausnir ráði dreifingu grunnþjónustu.

 

Einn sameiginlegur orkumarkaður, einkafyrirtæki sjái um rekstur orkufyrirtækja og dreifingu orkunnar, framboð og eftirspurn ákveða verð til neytenda, öll íhlutun ríkisvaldsins bönnuð, og ekki hvað síst, regluverkið er hugsað til að fjarlæga hindranir fyrir nýjar virkjanir ef orkan skilgreinist sem endurnýjanleg, líkt gildir með vatnsafl, jarðvarma og vindorku.

Nákvæmlega allt andstætt stefnu og hugsjónum VinstriGrænna.

Og þá segir hrokinn, "ekkert nýtt hafa komið fram", afhjúpar hið algjöra þekkingarleysi sitt.

 

En til að lýðskruma þá gat hrokinn ekki sleppt því að minnast á auðlindarákvæðið svokallað, að auðlindir landsins yrðu sameign þjóðarinnar.

Merkilega árátta hjá fólki sem hefur margrítrekað reynt að koma öllum eignum þjóðarinnar undir hæl erlendra og innlendra hrægamma.

En afhjúpar þar með vanvit sitt.

 

Innlend löggjöf, hvort sem hún er bundin í stjórnarskrá eður ei, víkur alltaf fyrir evrópska regluverkinu.

Og hafi sölumenn landsins ekki þóst vita það, þá geta þeir ekki lengur vísað í vanþekkingu sína eftir að Tómas Jónsson, hæstaréttarlögmaður mætti á fund utanríkismálanefndar og benti þeim á þessa einföldu staðreynd sem hefur verið þekkt frá því á sjöunda áratugnum.

"Í minn­is­blaði sem Tóm­as lagði fyr­ir nefnd­ina kem­ur fram að Evr­ópu­dóm­stóll­inn (ECJ) beiti jafn­an svo­kölluðum mark­miðsskýr­ing­um við túlk­un á lög­um og reglu­gerðum sam­bands­ins, þ.e. horfi til þess hvert mark­mið með lög­gjöf­inni er, og bend­ir hann máli sínu til stuðnings á dóma­for­dæmi. Þannig hafi Evr­ópu­dóm­stóll­inn á sjö­unda ára­tugn­um úr­sk­urðað að lög sam­bands­ins væru fram­ar lög­um aðild­ar­ríkja þótt ekk­ert hafi verið um það að finna í Róm­arsátt­mál­an­um, stofn­sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Dóm­stóll­inn komst ein­fald­lega að þeirri niður­stöðu að Evr­ópu­sam­bandið gengi ekki upp nema regl­urn­ar væru svo­leiðis.“".

 

Eitthvað svo augljóst að reglur virka ekki ef ekki þarf að fara eftir þeim.

Og ekkert dæmi um að slíkt hafi verið liðið.

 

Þessi tilvitnun afhjúpar ekki aðeins vanvitahátt forsætisráðherra varðandi það að eitthvað eftirásett auðlindaákvæði geti hindrað regluverk sem Íslendingar samkvæmt EES samningnum hafa skuldbundið sig að hlíta eftir innleiðingu þess.

Hún afhjúpar líka alla hina keyptu málaliða úr Háskólanum í Reykjavík, sem hafa hæðst að öllum ábendingum um að markmiðin um hindrunarlaus raforkuviðskipti yfir landamæri, sem koma fram í aðfaraorðum orkupakkans, geri það að verkum að einkaaðilar geti gert sér lögformlegar væntingar um að þeir megi undirbúa, fjármagna og leggja sæstreng, og ef þeir uppfylla öll skilyrði reglugerðarinnar, þá megi íslensk stjórnvöld ekki hindra slíka framkvæmd.

Málaliðarnir segja að slíkt skipti ekki máli, í reglugerðinni sem slíkri er hvergi kveðið á um skyldu til að leggja sæstreng, eða að einstök ríki megi ekki neita slíkum tenginum yfir landamæri.

Segja með öðrum orðum að regluverk um tengingar yfir landamæri, með því markmiði að greiða fyrir þeim og koma í veg fyrir hindranir á slíkum tengingum, að það gildi ekki því ekki sé skýrt kveðið á um að það megi ekki hindra slíkar tengingar.

Það er að fífl hafi samið regluverkið, þeir hafi gleymt að kveða á um skylduna.

 

Þess vegna er hollt og gott að rifja aftur upp þessi orð Tómasar; "að Evr­ópu­dóm­stóll­inn (ECJ) beiti jafn­an svo­kölluðum mark­miðsskýr­ing­um við túlk­un á lög­um og reglu­gerðum sam­bands­ins, þ.e. horfi til þess hvert mark­mið með lög­gjöf­inni er".

Það er ef markmiðið með löggjöfinni er hindrunarlaus viðskipti yfir landamæri, þá eiga markaðsaðilar að geta treyst því að einstök ríki geti ekki unnið gegn þeim markmiðum með því til dæmis að setja í lög sín að slíkar tengingar séu bannaðar.

Enda eins og Tómas bendir réttilega á, " að Evr­ópu­sam­bandið gengi ekki upp nema regl­urn­ar væru svo­leiðis.“".

 

Reglusmiðirnir eru ekki fífl, ekki frekar en málaliðar Háskólans í Reykjavík sem halda því fram.

Það er gífurleg auðlegð í orkuauðlindum þjóðarinnar og því mikið í húfi að innleitt sé regluverk sem gerir fjárfestum kleyft að ná yfirráðum yfir þeim. 

Gegn þeim hagsmunum fara kennarar við Háskólann í Reykjavík ekki, þeir væru ekki einu sinni ráðnir ef sú hugsun hvarflaði að þeim, og héldu ekki vinnunni í eina mínútu, fari þeir gegn kostunaraðilum skólans.

 

Eftir stendur þingheimur, sem blekkir, en fyrst og fremst afhjúpar sitt eigið vanvit og þekkingarleysi.

Og veigrar sér ekki við að afhenda markaðnum orku þjóðarinnar, sem og að flytja stjórn auðlindarinnar til Brussel.

Vitandi að slíkt mun skerða lífsgæði almennings, auk þess að vega að atvinnugreinum sem eiga tilverugrunn sinn undir hagstæðu orkuverði.

 

Svona er Ísland í dag.

Og þjóðin er svo firrt að henni er því sem næst alveg sama.

 

Það er hið sorglega í málinu.

Kveðja að austan.


mbl.is Alþingi samþykki ákvæði um auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÖLL ÞJÓÐIN er á móti orkupakka 3.  GETUR ALÞINGI SAMT SAMYKKT HANN  !  Erum við undirokað riki einræðis ALÞINGIS  !

Erla Magna Alexandersdóttir, 28.8.2019 kl. 20:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, hún fer hljótt með þá andstöðu Erla, það er meinið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.8.2019 kl. 20:36

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek algerlega undir orð þín hér, Ómar.

Vonin og baráttan er þó ekki öll úti enn.

Þessi 50, sem talað er um að gætu svikið þjóðina í málinu, ættu það skilið að fá 500 eða 5000 háværar raddir gegn sér á Austurvelli á mánudaginn kemur.

"Mánudagur til mæðu!" ef þeir ætla að samþykkja þessa landsölu-þingsályktun.

Þar fæst nú séð, hverjir eru máttvana handbendi ófyrirleitinna flokksforingja og sumir hverjir hins erlenda valds, sem á hér ýmsa handgengna útsendara.

En það þarf ekki annað en að kunna að lesa til að sjá það glöggt að sæstrengur, þótt ekki sé nefndur slíku nafni, er innifalinn í orkupakkanum.

Þetta er eins viðblasandi og sá tilskipunartexti ESB um innistæðutryggingar, sem við tveir, Loftur heitinn Þorsteinsson og ýmsir nánir baráttufélagar í Þjóðarheiðri og víðar vorum alveg læsir á í Icesave-málinu, þótt margir væru slegnir blindu og neituðu að trúa okkur. Einn þeirra, sem þá brugðust, var Bjarni ungi Benediktsson. Það gerði ekki Birgir Ármannsson, en þeim mun sorglegra var að sjá hann, sem formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins, tala með þriðja orkupakkanum þennan 28. ágúst 2019.

En þjóðin á eftir að stokka upp í hópi þingmanna, í prófkjörum og kosningum. smile

Þegar frá líður frá innleiðingu pakkans, mun risavaxið skaðræði hans verða svo mörgum ljóst.

Heill þér, baráttumaður, og öllum samherjum okkar, sem eru víða og ekki þagnaðir.

Jón Valur Jensson, 29.8.2019 kl. 03:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei við þögnum ekki Jón Valur.

Og áður en yfir líkur munu raddir okkar breytast í kór, en hræddur er ég um að mánudagurinn og svikin renni upp áður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2019 kl. 06:44

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar og takk fyrir enn einn snilldar pistilinn.

Hugur og hönd fara ekki saman hjá forsætisráðherra en stundum hefur slíkt verið kallað einskonar geðklofi.

Í huganum vill hún að auðlindir okkar verði í þjóðareign, en með höndunum ætlar hún að samþykkja að yfirráðin verði sett í hendur markaðsaflanna. Á altari Mammons.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 29.8.2019 kl. 06:59

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Gunnar.

Þetta gæti allavega verið tekið sem dæmi í fræðiritum um persónu sem upplifir sjálfa sig á allt annan hátt en hún er, þó kannski slái það ekki út myndinni af manninum sem taldi sig vera Napóleon.

En mjög margt gott hefur verið skrifað um staðleysur þeirra sem saka aðra um staðleysur, og ég vil grípa tækifærið og vitna í nýjasta af mörgum góðum pistlum Nöldrarans hér á Moggablogginu þar sem hann bendir á að það þurfi ekki streng til að raforkuverðið hækki;

"Við samþykkt op3 mun þetta breytast nokkuð. Landsnet mun ekki lengur hafa heimild til að ákveða sjálft með hvaða hætti eða hvort orkufyrirtæki sem stofnuð verða, t.d. vindmilluskógar, verði tengd landskerfinu, heldur ber skylda til að gera slíkt. Þá er skýrt tekið fram í op3 að þann kostnað beri Landsneti að setja inn í sínar verðskrár. Orkustofnun, verðandi undirfyrirtæki ACER, mun hafa eftirlit með framkvæmdinni og ef einhver meinbugur er á, mun málið kært. Þetta mun leiða til mikillar hækkunar á flutningskostnaði orkunnar og við neytendur þurfum að greiða, einnig garðyrkjubændur. Þá er tekið til í op3 að ekki sé heimilt að niðurgreiða orkuverð eða flutning, þannig að ekki verður annað séð að jafnvel þó enginn strengur verði lagður, muni orkuverð hækka verulega, sérstaklega hjá þeim sem hafa verið að fá einhverja lækkun í formi niðurgreiðslna á flutning".

Pistilinn í heild má lesa á þessari slóð, og einhver sem kemur hér inní athugasemdarkerfið, og á hann ólesinn, sem og aðra pistla hans um orkupakkamálið, þá er hann þess virði að lesa.

https://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/entry/2239355/

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2019 kl. 10:06

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Linkurinn á pistil Gunnars Heiðarssonar fór ekki rétt inn, en hér er hann.

Eru ráðherrar ekki með heilli há?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2019 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband