Þorsteinn og sannleikurinn.

 

Í regluverkinu kennt við orkupakka 3 stígur Evrópusambandið það skref að marka sameiginlega orkustefnu fyrir ríki bandalagsins, og í regluverkinu er yfirþjóðlegri stofnun, ACER, komið á fót til að tryggja framgang hennar.

Í stað orkusamvinnu er komið orkubandalag.

Í orkupakka 4 er valdsvið ACER aukið, stofnunin bæði markar stefnuna, hefur eftirlit með henni og sker úr um ágreiningsefni.

 

Þetta er það sem Þorsteinn Víglundsson kallar að "ekk­ert í mál­inu fram­selja ráðstöf­un Íslands yfir auðlind­um sín­um.".

Sem lýsir annað hvort algjöru þekkingarleysi á regluverkinu sem hann er að samþykkja, eða hann hefur tekið Gosa sér til fyrirmyndar.

Sem gæti alveg verið því þingheimur hló að varnaðarorðum Ólafs Ísleifssonar líkt og hinir verðandi asnar, drengirnir í ævintýrinu sem létu glepjast af fagurgala sirkusstjórans, sem reyndist vara hrægammur í dulargervi.

 

Annað sem staðfestir þá skoðun er þessi fullyrðing Þorsteins; " sam­dóma álit fræðimanna að hrekja hverja ein­ustu full­yrðingu sem Miðflokk­ur­inn hef­ur sett fram í mál­inu.".

Það hefur aðeins einn fræðimaður komið fyrir nefndina, Stefán Már Stefánsson, helsti sérfræðingur þjóðarinnar í Evrópurétti.  Hann ásamt samstarfsmanni sínum, Friðriki Hirst lögmanni, varar við að stjórnskipulegum fyrirvara Íslands sé aflétt án þess að samið sé fyrirfram í sameiginlegu EES nefndina um þau ákvæði reglugerðarinnar sem varðar tengingu yfir landamæri.

Þetta veit Þorsteinn, þetta er skjalfest, hefur verið ítrekað í viðtölum, að halda fram kallast að ljúga eins langt og nefið nær, og er þetta með nefið vísan í Gosa.

 

Þorsteinn er líklegast að vísa í keypt lagaálit, líkt og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir pantaði í ICEsave deilunni, að ekki sé minnst á öll lagaálitin sem voru sett fram gegn Hagsmunasamtökum heimilanna þegar þau reyndu að fá hin ólöglegu gengislán felld úr gildi.

Allt sammerkt að koma annars vegar frá Háskólanum í Reykjavík eða frá lögfræðingum sem þiggja fram sinn eftir einni grundvallarreglu, að segja aldrei neitt annað en það sem styður stefnu stjórnvalda á hverjum tíma.

Þessi lagaálit eru ekki pappírsins virði og skömm að fella tré til að birta þau.  Vonum í nafni umhverfisverndar að þau séu aðeins til á rafeindaformi.

 

Hins vegar má geta að norski lagaprófessorinn Peter Örebech hefur lesið yfir lagaálit lögfræðings utanríkisráðuneytisins, og með gildum rökum og tilvísun í dóma og dómafordæmi, þá sýnir hann fram á rökvillurnar sem þar eru. 

Það er gott að rifja upp þá fáránlegustu, eitthvað sem fullorðið fólk á ekki að láta frá sér, svo barnaleg er hún.  En það er rökvillan um hvenær lög taka gildi. 

Gott að rifja upp texta Örebechs.

"1. Höfundurinn (lögfræðingur utanríkisráðuneytisins)staðhæfir í fyrsta lagi, að þar sem Ísland sé ekki tengt útlöndum með neinum aflstrengjum, þá sé Ísland, varðandi orkuviðskipti, heldur ekki háð neinum hinna mikilvægustu EES-reglum. Eins og þetta er sett fram, eiga þannig reglur um orkuviðskipti að vera háð einni raunstöðu, nefnilega, hvort de facto Ísland sé tengt útlöndum með aflstrengjum. Þessu er ómögulegt að halda fram. EES-samningurinn gildir ekki bara fyrir aðstæður í nútíð, heldur einnig í framtíð. Það, sem virkjar reglurnar, er innleiðing Íslands á ”Þriðja orkupakkanum”, en ekki, hvort raforkukerfi Íslands sé tengt erlendum raforkukerfum beint. Reglurnar spanna þær aðstæður, að Ísland neiti t.d. einkaaðila, sem rekur millilandastrengi, um að leggja slíka. Ef hagsmunir mismunandi landa rekast á, þá tekur ACER ákvörðun um það, hvort leggja skuli sæstreng til útlanda, ESB-gerð nr 713/2009, grein 8.1:

”Varðandi innviði, sem tengja saman lönd, tekur Orkustofnun ESB, ACER, aðeins ákvörðun um stjórnunarleg viðfangsefni, sem falla undir valdsvið Landsreglaranna í viðkomandi löndum, þ.m.t. hugsanlega kjör og skilyrði fyrir aðgangi og rekstraröryggi, a) þegar viðkomandi stjórnvöld, Landsreglararnir, hafa ekki náð samkomulagi í síðasta lagi 6 mánuðum eftir að málið var lagt fyrir seinni Landsreglarann.»"

,, Ef Landsreglarinn – framlengdur armur ESB á Íslandi – sem á að sjá til þess, að reglum ESB-réttarins verði framfylgt á Íslandi og sem íslenzk yfirvöld geta ekki gefið fyrirmæli – getur ekki leyst úr deilunni, verður um hana úrskurðað innan ACER, eða jafnvel í framkvæmdastjórn ESB samkvæmt ESB gerð nr 713/2009, sjá grein 4 d), sbr grein 8.1 a) og innganginn, málsgrein 10)".

 

Reglugerði tekur að sjálfsögðu gildi þegar hún er samþykkt.

Það er þetta sem þingmenn kalla bull.

 

Meira er vitið og þekkingin ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Hlógu að ummælum Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Á Alþingi væna "Viðreisnar"þingmenn Miðflokksmenn um það sem þeir sjálfir gera, það er að bulla.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.8.2019 kl. 14:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Tómas.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.8.2019 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 351
  • Sl. viku: 1566
  • Frá upphafi: 1321458

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1332
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband