Sigurður Ingi vanvirðir Framsóknamenn.

 

Þegar hann réttlætir ákvörðun sína um að samþykkja orkutilskipun Evrópusambandsins um hindrunarlaust flæði orku yfir landamæri og hið yfirþjóðlega vald Evrópusambandsins þar um.

Hann vísar í atburði fortíðar þegar núverandi formaður Miðflokksins, þáverandi formaður Framsóknarflokksins hafði forgöngu um mótspyrnu flokksins í ICEsave.

"Fram­sókn stend­ur vörð um hags­muni Íslend­inga. Það höf­um við áður gert í stór­um mál­um og er þar skemmst að minn­ast bar­áttu flokks­ins gegn því að ís­lensku[r] al­menn­ing­ur tæki á sig skuld­ir einka­bank­anna með Ices­a­ve.".

Sigmundur Davíð heldur áfram að standa vörð um hagsmuni Íslendinga, en Sigurður Ingi kýs leið Jóhönnu Sigurðardóttir í þessu máli, og heldur að framsóknarmenn séu svo heimskir að þeir átti sig ekki á að hann er að skreyta sig með stolnum fjöðrum.

 

Sigurður Ingi lýgur að framsóknarmönnum þegar hann segir "Hags­mun­ir Íslands eru tryggðir með fyr­ir­vör­um og aðgerðum sem eru skrifaðar eft­ir ráðgjöf helstu sér­fræðinga ".

Það eru engir umsamdir fyrirvarar og okkar helstu sérfræðingar segja; "Þá séu eng­in ákvæði í EES-samn­ingn­um sem gefa ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir­vara um að inn­leiða ákveðin atriði samn­ings­ins, eins og ríki ESB hafa. Það myndi þarfn­ast yf­ir­legu að semja laga­leg­an fyr­ir­vara um ákvæði þriðja orkupakk­ans.".

Ef Sigurður Ingi væri ráðherra til dæmis í Bandaríkjunum, þá væri hann núna í járnum á leiðinni í fangelsi fyrir þann glæp að ljúga vísvitandi að þingi og þjóð.  En hann er heppinn, það er refsilaust á Íslandi að ljúga uppí opið geð á fólki.

 

En eitt er ekki refsilaust á Íslandi og það er þau ákvæði hegningarlaga sem banna hótanir í þágu erlends valds til að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins.

"86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess ..

87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt ,.. ".

 

Það er hollt að rifja þessar lagagreinar upp núna þegar það á að skerða sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar yfir orkuauðlindum sínum.

Með hótunum um að Evrópusambandið eða önnur EES ríki beiti okkur ofbeldi ef við förum eftir skýrum ákvæðum EES samningsins.

Ráðherrarnir, sem svona láta, hafa ekki stafkrók þar um, hvorki í fyrri samskiptum EES þjóða sín á milli eða samskipti þeirra við Evrópusambandið eða að einhver slík hótun hafi borist íslensku þjóðinni.

Það eru þeir sem eru að hóta, það eru þeir sem fluttu inn erlendan ráðgjafa sem setti fram hótanir undir rós, allt til þess eins að að aðstoða erlent vald að ná yfirráðum yfir orkuauðlindum þjóðarinnar.  Sem er hið endanlega markmið orkupakkana, frá einum uppí óteljandi.

 

Þessi orð Sigurðar Inga eru skýlaust brot á þeim ákvæðum hegningarlaganna sem ég vitnaði í hér að ofan;

" Ef það er ástæða til að setja EES-­samn­ing­inn í upp­nám þá munu ábyrg stjórn­völd gera það. En þá aðeins að ástæða sé til. Aldrei eiga stjórn­völd að sýna af sér svo ábyrgðarlausa hegðun að fórna mik­il­væg­asta milli­ríkja­samn­ingi Íslend­inga nema að ástæðan sé svo rík að slíkt verði ekki um­flúið".

Þau eru án tilefnis og þjóna þeim einum tilgangi að hræða, að vekja ótta um eitthvað skelfilegt sem mun gerast ef íslensk stjórnvöld virkja ákvæði þeirra samninga sem landið er aðili að.

 

Þegar íslenskir stjórnmálamenn studdu ICESave fjárkúgun breta þá höguðu þeir sér á svipaðan hátt.

Og við sem þjóð umbáru þeim þá hegðun, höfum kannski talið að þetta væri tilfallandi, svona áfallastreituröskun vegna skelfilegra hamfara sem höfðu dunið á þjóðinni.

 

En núna þegar landsalan er komin á það skrið að það á að afhenda erlendu valdi regluvald yfir orkuauðlindum þjóðarinnar ásamt því að hluti af orkumálum þjóðarinnar lítur beint forræði yfirþjóðlegrar stofnunar, þá er ekki lengur hægt að líta framhjá að stjórnmálastéttin er að vinna fyrir einhverja aðra en þjóðina.

Og fyrst að hún hefur ekki haft vit á því að breyta lögunum sem banna þetta atferli, þá á að virkja þau lög.

 

Í því er varnarbarátta þjóðarinnar fólgin næstu daga og vikur.

Að láta hart mæta hörðu.

Að nýta þó þau lög sem við höfum okkur til varnar.

Áður en allt verður framselt til Brussel, áður en allt sem við eigum verður komið í einkaeign einkavinanna.

 

Kannski ættu framsóknarmenn sem Sigurður Ingi vanvirðir svo heiftarlega, hafa forgöngu þar um.

Sumir þeirra eru allavega það fornir að muna þá tíma þegar hetjur riðu um héruð.

Hinir allflestir fróðir um þá sömu tíma.

 

Ríkisstjórnin ætlar að ganga að landbúnaðinum dauðum með því að heimila innflutning á hráum kjöti.

Ríkisstjórnin ætlar að markaðsvæða orkuna á samevrópsku orkumarkaði.

Ríkisstjórnin ætlar að herða á regluverkinu sem þegar hefur stórhækkað rafmagn í sveitum landsins og það eina sem öruggt er í þeirri herðingu, er að rafmagnið mun áfram hækka í sveitum umfram aðrar byggðir landsins.

Ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn á aðild að.

 

Ef þeir ríða ekki sem hetjur um héruð, hver gerir það þá??

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Höfum komist að niðurstöðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er í Evrópu og á Evrópska efnahagssvæðinu. cool

Og þar með er Ísland de facto í Evrópusambandinu en án atkvæðisréttar í sambandinu.

Einungis Miðfótarflokkurinn og Flokkur fólsins eru á móti Orkupakkanum á Alþingi. cool

Og engir aðrir flokkar á Alþingi vilja mynda ríkisstjórn með þessum flokkum.

Enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, er hins vegar á móti aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Og nær eingöngu öfgahægrikarlar gapa nú hér á Moggablogginu.

Þorsteinn Briem, 14.5.2019 kl. 14:05

2 identicon

Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur innleiðingu 3. orkupakkans.  Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins var sú að hafna bæri erlendum yfirráðum um orkuauðlindir þjóðarinnar og ályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins var sú að hafna bæri 3. orkupakkanum því tryggja bæri full íslensk yfirráð yfir orkuauðlindum þjóðarinnar.

Svik þingmanna þessara tveggja flokka við sína eigin flokksmenn, munu verða til þess að þeirra bíður algjört hrun í næstu kosningum.

Ekkert fyrirlíta kjósendur eins mikið og það, þegar þingmenn þeirra svíkja gefin loforð.  Og það í eins afdrifaríku prinsippmáli, og hér um ræðir.

Hafðu svo miklar þakkir fyrir góðan og þarfan pistilinn Ómar, þennan sem og ótal marga aðra.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.5.2019 kl. 14:40

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Bla bla Steini minn, sakna innilega innslags um Grasnytjar að fornu og nýju.

Símon, þetta er allt faktur.

Núna er sú Ögurstund komin hvort einhverjar hetjur muni ríða um héruð.

Eftir samþykkt þessarar orkutilskipunar með þeim blekkingum og lygum sem notaðar voru til að réttlæta samþykkt hennar, þá er ljóst að Ísland er það sem kallað var hernumið ríki í gamla daga.

Það er það lýtur stjórn innlendra sem lúta erlendu valdi með þeim rökum að við getum aldrei sagt Nei við hið erlenda vald.

Þess vegna þurfa einhverjir aðrir að gera það fyrir þetta aumkunarverða fólk.

"Í því er varnarbarátta þjóðarinnar fólgin næstu daga og vikur.

Að láta hart mæta hörðu.

Að nýta þó þau lög sem við höfum okkur til varnar.

Áður en allt verður framselt til Brussel, áður en allt sem við eigum verður komið í einkaeign einkavinanna.".

Tími aðgerðanna er runninn upp Símon minn.

Og vorið er komið hérna fyrir austan, núna er boltinn hjá ykkur í rigningunni fyrir sunnan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.5.2019 kl. 14:58

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tek undir með Símoni Pétri í Hákoti, hafði mikla þökk fyrir pistlana þína Ómar þeir hafa gefið von og neista.

En því miður er akkúrat ekkert að marka þetta fólk, enda að mestu lélegir leikarar og dúkkulísur sem fronta "djúpríkið".

Magnús Sigurðsson, 14.5.2019 kl. 15:01

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þvílíkur svikari við landið og eigin flokksþing, þessi Sigurður Ingi!

Verður þetta næsta óráðsverk hans, eftir að hafa svikið ófædd börn í tryggðum -- og allir hans þjenustubundnu þrælaþingmenn?

Hverjum er hann að þókknast með þessu? Ekki þjóð sinn og grasrót flokksins!

Jón Valur Jensson, 14.5.2019 kl. 15:07

6 Smámynd: Óskar Kristinsson

Hafðu líka mitt þakklæti fyrir þína baráttu við glæpalíðinn, því að þetta er ekkert annað en óþjóðalíður!!!

Mikið vildi eg að eg hefði hann afa minn heitinn núna,hann var kallaður Sveinn sterki, Hann hefði komið með mér þarna suður í alþingisleikhúsið og S'OPAÐ þar út.

Óskar Kristinsson, 14.5.2019 kl. 15:22

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég er alveg sannfærður um að ef framsókn væri í stjórnarandstöðu þá væri nafni minn á móti þessum orkupakka og hana nú!!

Sigurður I B Guðmundsson, 14.5.2019 kl. 16:07

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar hér að ofan.

Sigurður, því miður held ég að svo hefði verið, ólíkt til dæmis VinstriGrænum sem urðu svo kerfislæga ábyrgir eftir norrænu velferðastjórnina.

Stóra spurningin er hvað hefði Sigmundur gert ef hann hefði verið í ríkisstjórn??, einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að hann hefði ekki fórnað völdum fyrir andstöðu við þennan orkupakka, enda ekkert sem bendir til þess frá ríkisstjórnartíð hans.

Þess vegna held ég að ef fólk er virkilega búið að fá nóg af þessum vinnubrögðum stjórnmálastéttarinnar, að þetta sé einni rýtingsstungunni of mikið, að þá þurfi það sjálft að láta hart mæta hörðu.

Þó það væri ekki nema til þess að stjórnmálastéttin hugsaði sig tvisvar um næst þegar hún seldi landið.

Ef það er þá eitthvað eftir til að selja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.5.2019 kl. 18:29

9 identicon

Mig langar til að vekja hér athygli á mjög góðum og skarplegum pistli eftir Þórarinn Hjartarson sem er að finna á heimasíðu Ögmundar Jónassonar.  Vona að mér leyfist að kópípeista hann hér:

sunnudagur, 12. maí 2019

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÞJÓÐIN MÍN ER SKYNSÖM

Þórarinn Hjartarson, 12. Maí 2019
Það er sama þótt 98% af fréttaflutningi sem á okkur dynur segi að við eigum að styðja orkupakkann þá er almenningur honum andvígur. Fréttablaðið 7. maí og RÚV 10. maí sýndu svipaða afstöðu, 50% aðspurðra – rúmlega 60% þeirra sem taka afstöðu – segja nei. Aðeins kringum 30% aðspurðra segja já. Nei-hlutfallið enn hærra hjá kjósendum stjórnarflokkanna.

Sjá nánar á vef fréttablaðsins.

Sjá nánar a vef rúv

Alþingismenn upp til hópa, allir nema þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins, segja okkur að leiða beri pakkann í lög. Þeir ætla bersýnilega ekkert að sinna þjóðarviljanum í þessu máli. Katrín ræðir málið við norsku Ernu Solberg og pöntuð er sameiginileg yfirlýsing með EFTA-ríkjunum tveimur um að pakkinn skerði ekki fullveldi þeirra. Norska þingið samþykkti einmitt pakkann í fyrra í grófu trássi við vilja þjóðarinnar.

Allir sérfræðingarnir sem RÚV og Fréttablaðið vitna í, allir, segja að pakkinn hafi lágmarksáhrif, en afar brýnt sé að samþykkja hann. Svo er pantaður úrskurður frá forseta EFTA-dómstólsins. „Synjun þriðja orkupakkans stefnir aðild Íslendinga að EES í tvísýnu“, segir hann. Og bætir við: „Eftir öll þessi ár erum við í þeirri stöðu að við getum gert ráð fyrir að ESB verði hart í horn að taka, einnig í ljósi þess að orka skiptir svo miklu fyrir ESB.“ En hótanir breyta engu. Meirihlutinn er á móti.

Það sýnir að almenningur á Íslandi er skynsamur. Dregur sínar eigin ályktanir. Yfirlýstur tilgangur orkumálastefnu ESB, eins og hún birtist í orkupökkunum, er samtenging orkukerfanna á svæði ESB/EES: „Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri.“ Fólk er varfærið. Það hugsar sem svo: Ef þetta er innleitt í íslensk lög skuldbindur Ísland sig til að vinna að einmitt þessu markmiði. Þetta gefur bæði innlendu og yfirþjóðlegu auðmagni og evrópsku skrifræði viðspyrnu og tök og tæki sem það hafði ekki áður til að koma slíku í kring. Annar yfirlýstur tilgangur laganna er uppbrot orkufyrirtækja og markaðsvæðing þeirra – og um leið opnun á einkavæðingu. Almenningur hefur handfast neikvætt dæmi tengt fyrri orkupökkum: HS orku. Fólk er varfærið – og það er skynsamlegt.

Almenningur efast um að íslenskir fyrirvarar haldi. Hann þekkir ný dæmi úr matvælalöggjöfinni. Íslenskir fyrirvarar dæmdir ólöglegir. Að áliti ESB trompa ESB-lög lög einstakra ríkja. Í aðildarviðræðum Jóhönnustjórnarinnar við ESB hafði Alþingi gert fyrirvara um yfirráð Íslands yfir sjávarútvegsmálum sem samræmdist ekki viðmiði ESB. Þess vegan var aldrei hægt að opna sjávarútvegskaflann í viðræðunum og þær sigldu í strand. Ekki er traustvekjandi að lögleiða orkupakka og gá seinna hvort hann samræmist stjórnarskrá, fyrst þegar möguleg samtenging kemur til framkvæmda. Það er öfugsnúið. Almenningur telur að þá verði erfitt að taka ákvörðunina til baka. Auðvelt inngöngu, erfitt útgöngu eins og allt í ESB. Þegar ESB-lög eru samþykkt verða þau ekki dregin til baka.

Almenningur vill félagslega eign og félagslegan rekstur á auðlindum (og grunnþjónustu), það hefur víða og oft komið fram. Almenningur er líka fullvedissinnaður og vill að mál séu ákvörðuð hér heima, ekki í fjarlægu embættiskerfi. Pakkasölumenn vita þetta. Þess vegna segja þeir: málið snýst ekkert um fullveldi, það snýst ekkert um markaðsvæðingu. Það snýst um alþjóðasamvinnu, neytendavernd, aukna samkeppni og lýðræði. En fólkið hugsar sitt.

Þjóðhagfræðingurinn Thomas Piketty skiptir elítunni á Vesturlöndum í viðskiptaelítu (styður hægri flokka) og menningarelítu (styður stóru vinstri flokkana). Það eru hinar nýju hnattvæðingalínur. Meira um það hér. Í orkupakkamálinu snúa þessar tvær elítur bökum saman. En alþýðan er síst hrifnari fyrir vikið og snýr baki við báðum. Almenningur samþykkir með því það álit Pikettys að þetta sé bara tvískipt elíta – sem hann ber enga lotningu fyrir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.5.2019 kl. 19:00

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta, globalistarnir og góða fólkið í vanheilögu bandalagi og almenningur bara ullar framan í það.

Af mörgu góðu í þessum pistli Þórarins langar mig að endurbirta tvennt;

" Ef þetta er innleitt í íslensk lög skuldbindur Ísland sig til að vinna að einmitt þessu markmiði. Þetta gefur bæði innlendu og yfirþjóðlegu auðmagni og evrópsku skrifræði viðspyrnu og tök og tæki sem það hafði ekki áður til að koma slíku í kring.".

Þetta er nákvæmlega svona, með reglugerðinni færi regluverkið og auðmagnið tök og tæki sem það hafði ekki áður til að ná markmiðum sínum um markaðsvæðingu orkunnar á samevrópskum samkeppnismarkaði og engin er markaðsvæðingin ef einkavinavæðingin er ekki samofin.

Annar kjarni sem Þórarinn orðar svo vel;

"Pakkasölumenn vita þetta. Þess vegna segja þeir: málið snýst ekkert um fullveldi, það snýst ekkert um markaðsvæðingu. Það snýst um alþjóðasamvinnu, neytendavernd, aukna samkeppni og lýðræði. En fólkið hugsar sitt.".

Öfugmæli andskotans afhjúpa ekki hinn veika málstað, heldur að hann er enginn, aðeins blekking og fals.

Takk Símon að leyfa mér að njóta.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 14.5.2019 kl. 19:17

11 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Vil vekja athygli á hegingarlögum okkar sem gæti verið hægt að líta til ef Orkupakki 3 verði samþykktur á Alþingi. Þá þarf að undirbúa ákæru á þá sem studdu á græna hnappinn, því þá tel ég að  sá gerningur  virkji 86 gr. hegningalaganna.

Eini möguleiki þeirra sem studdu á Græna hnappinn eiga þá möguleika í 15 gr. sömu laga.

"X. kafli. Landráð. 

 86. gr. 
 Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt. "

 15. gr. 
 Þeim mönnum skal eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum. wink

Eggert Guðmundsson, 15.5.2019 kl. 18:17

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Fyrirgefðu hvað ég kem seint inn en eitthvað brást í kerfinu sem lætur mig vita um athugasemdir.

En góður punktur, kannski mun þetta ákvæði forða þessu fólki frá refsivendi laganna.

Vonandi myndast það afl sem krefst þess að lög gildi í landinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2019 kl. 21:11

13 Smámynd: Aztec

Það er ekki aðeins ríkisstjórn og Alþingi sem eru í stríði við þjóðina, stjórnarskrána og lýðræðið, heldur líka flestir fjölmiðlar. Það er vert að lesa pistil Sigurðar Þórðarsonar í Mogganum í dag, það sem hann lýsir hvernig Egill Helgason, sem er hatrammur og innétinn landsölumaður (ESB-sinni) raðar í kringum sig jábræðrum (og -systrum) sínum í Silfri Egils á RÚV, sem kalla andstæðinga orkupakkans öllum illum nöfnum, þótt aðeins 8% þjóðarinnar (skv. Sigurði) sé hlynntur þessum pakka.

Egill og annað ESB-sinnahyski eiga svo erfitt með að verja þennan vonda málstað að þeir vita að þegar til alvöru rökræðna kemur þá munu þeir missa sig alveg. Mikið auðveldara að rífast við fólk sem er þér sammála í einu og öllu. Því að þá leyfist þér að koma með hverja þvæluna á fætur annarri ómótsagðri.

Aztec, 16.5.2019 kl. 23:06

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Aztec.

Ekkert er svo slæmt að ekki megi finna jákvæðnina líka.

Og í þessu sorgarferli landsölunnar þá hefur risið upp venjulegt fólk, allskonar fólk, sem fer í fótspor Jóns Sigurðssonar og mótmælir allt.

Í skrifum þess hef ég margan kjarnann lesið og þetta er einn af þeim;

"Mikið auðveldara að rífast við fólk sem er þér sammála í einu og öllu. Því að þá leyfist þér að koma með hverja þvæluna á fætur annarri ómótsagðri.".

Agli til betrunar ætla ég að segja, hann veit ekki betur en það að elítunni er alltaf öruggast að fylgja, allir verða jú að hafa í sig og á.

Kveðja í lendur þína Axtec að austan.

Ómar Geirsson, 17.5.2019 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 256
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 3759
  • Frá upphafi: 1330589

Annað

  • Innlit í dag: 217
  • Innlit sl. viku: 3189
  • Gestir í dag: 206
  • IP-tölur í dag: 201

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband