4.5.2019 | 20:39
Viðskiptaráð hefur ekkert lært.
Frá því að ráðið vann gegn þjóðarhagsmunum í ICEsave deilunni með rangfærslum og gífuryrðum.
Rangfærslurnar voru þær að þegar það stóð skýrt í tilskipun ESB um innlánstryggingar að ef einstök aðildarríki innleiddu reglur um innlánstryggingasjóði á réttan hátt, þá væru þau EKKI (NOT) í ábyrgð fyrir sjóði sína. Þetta sagði viðskiptaráð að þýddi að viðkomandi ríki væru í ábyrgð.
Gífuryrðin voru þau að ef þjóðin stæði á rétti sínum, þá væri EES samningurinn í uppnámi, og síðan kom löng lofrulla um mikilvægi hans. Sem var dálítið hjákátlegt í ljósi þess Hrunið hefði aldrei orðið ef Ísland hefði ekki samviskusamlega innleitt reglurnar um hið frjálsa flæði fjármagns, og skjóli þeirra þöndust bankarnir út þar til þeir féllu undan sínum eigin þunga.
Í dag eru svipuð gífuryrðin eins og vísað er í fyrirsögn Mbl.is; "Höfnun hafi alvarlegar afleiðingar", og sama mærðin um mikilvægi EES samningsins. Eins og ekki sé hægt að eiga viðskipti við Evrópusambandið nema að vera í EES, og þar með sé alltí kalda koli í Sviss, því Sviss sem er í EFTA, kaus að fara þá leið að gera tvíhliða viðskiptasamning við sambandið.
Sem er ekki, Svisslendingar eiga í góðum viðskiptum við Evrópuríki og það er ekkert sem segir að við getum ekki farðið þá leið.
Og það getur ekki verið gagnkvæmur samningur sem byggist á sífelldum hótunum annars aðilans ef hinn vill nýta sér það ákvæði samningsins að hafna einstökum tilskipunum vegna mikilvægara þjóðarhagsmuna.
Á mannamáli kallast slíkt kúgun, og það er svo skrýtið að hvergi er til stafkrókur um slíkar hótanir að hálfu ESB, ekki einu sinni þegar þráteflið í ICEsave deilunni var sem mest. Og þegar dómur féll, þá hafði það engar afleiðingar af ESB hálfu, tröllasögurnar voru bara tröllasögur innanlands sem þoldu ekki dagsljós raunveruleikans.
Svo maður hlýtur að spyrja sig, af hverju ættu þeir sem lugu og blekktu áður, að hafa eitthvað réttara fyrir sér núna??
Sérstaklega þegar þeir málflutningur þeirra er endurunnin.
Staðreyndum snúið á hvolf og síðan sú hótun að Ísland standi á rétti sínum samkvæmt EES samningnum, sem er gagnkvæmur samningur en ekki einhliða kúgunarsamningur, að þá sé sjálfur samningurinn í hættu.
Það er óumdeilt að orkutilskipanir sambandsins snúast um markaðsvæðingu orkunnar, að hún verði markaðsvara seld á sameiginlegum evrópskum orkumarkaði.
Tilskipanir eitt og tvö voru um markaðinn og samkeppnina, sá þriðji um orkutengingar yfir landamæri, og hvernig þau mál eru tækluð af yfirþjóðlegu valdi, Orkustofnun Evrópu, ACER.
Þegar Ísland er búið að aflétta stjórnskipulegum fyrirvörum sínum, þá er landið skuldbundið að innleiða pakkann í heild sinni án fyrirvara. Vissulega reynir ekki á reglurnar um tengingar yfir landamæri fyrr en einhver aðili fer fram á leyfi til að leggja sæstreng, þá er Íslendingum skylt samkvæmt reglugerðinni að veita það leyfi, og ef hugmyndin er raunhæf, þá tengir sá sæstrengur landið við hinn sameiginlega orkumarkað.
Þetta er óumflýjanlegt og allir einhliða fyrirvarar af okkar hálfu eru haldlausir, eru markaðshindranir sem regluveldið mun sjá til þess að verða kipptir úr sambandi.
Þessar tilskipanir snúast því um grundvallarmál, hvort orkan eigi að vera auðlind og arðurinn af henni eigi að dreifast um þjóðfélagið með því að vera á viðráðanlegu verði fyrir einstaklinga og fyrirtæki hans, eða á hún að vera markaðsvara sem er seld hæstbjóðanda.
Og það grundvallarmál, viljum við stjórna orkuauðlindum okkar, eða viljum við að stjórn þeirra lúti forræði yfirþjóðlegrar stofnunar. Eftir reglum sem við höfum engin áhrif á og höfum ekki hugmynd um í framtíðinni hvernig munu þróast.
En alveg eins og viðskiptaráð á sínum tíma sagði að EKKI þýddi að ÆTTI að þá afgreiðir það þessi grundvallarmál með að um léttvæg mál sé að ræða.
"Áhrif orkupakkans á Íslandi verða hins vegar takmörkuð að mati Viðskiptaráðs, en þó skref í rétta átt til að tryggja aukna samkeppni og skilvirkari raforkumarkað. Telur ráðið einnig að mikilvægi EES-samningsins sé margfalt meira en hugsanlegir ágallar orkupakkans. Fram hefur komið að óvissan við það að neita samþykkt sé mikil og að í raun breyti orkupakkinn sáralitlu.".
Það breytir sem sagt sáralitlu hvort við sem þjóð höfum yfirstjórnina eða undirstofnun Evrópusambandsins, hvort við mótum regluverkið eða skriffinnar Brusselsvaldsins og hvort orkan sé auðlind sem nýtist í þágu þjóðar, eða markaðsvara á samkeppnismarkaði.
Svo ætlast þetta fólk til þess að það sé tekið alvarlega.
Veit ekki hvort það sér sorglegra eða sú staðreynd að það er fullt af fólki sem tekur það alvarlega.
Og flestir vinna við fjölmiðlun.
Sem aftur verkur upp spurningar.
Er þetta ekki áunnin heimska??
Svona svipuð og hjá lögregluyfirvöldum í Mexíkó á sínum tíma sem höfðu ekki einu sinni frétt af tilvist eiturlyfjabaróna, en ef slíkir fyrirfyndust, þá væri allir búsettir í útlöndum.
Slíkur var máttur gullsins.
Veit ekki, en það má velta því fyrir sér.
Kveðja að austan.
![]() |
Höfnun hafi alvarlegar afleiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 17
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 1657
- Frá upphafi: 1430925
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 1476
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður ómar!
Og enn og aftur þakkir fyrir þitt innlegg í að koma vitinu fyrir þetta fólk.
Smá dæmi um fáránleikann í þessum málum. Eg á 10 ára strák í skóla,sá er nokkuð skinsamur,í tíma nú á dögunum var stuðnings fulltrúi með bekkinn drengsins og var hann eitthvað að mæra forsetann, sráksi minn biður þá um orðið og spyr stuðningsfulltrúann um hans álit á o3,og hvort það sé rétt að þegar komi sæstrengur til íslands að þá færist forræðið á orkuauðlindinni til ESB.
Nei aldeilis ekki, þessi sæstrengur kemur ekkert við o3 segir þá stuðningsfulltrúinn.
Hugsið ykkur hvað þetta er allt rotið, er barna kennurum fyrirskipað að ljúga að bönunum um þessi mál?
Óskar Kristinsson, 4.5.2019 kl. 22:38
Blessaður Óskar og takk fyrir innlitið.
Persónulega held ég að við höfum ekki ennþá náð því alræði auðsins að opinberum starfsmönnum sé skipað að hafa eina skoðun, og að börn séu alin upp í henni.
Svona dæmi eru tilfallandi þar sem einstaklingurinn telur sig vita betur en barnið. Og gerir það sjálfsagt oft, en ég man að maður þurfti ekki alltaf að hafa rangt fyrir sér þó maður væri krakki, maður frekar hafði ekki hæfnina að orða hugsanir sínar og skoðanir þannig að maður gæti sannfært eldri á öndverðri skoðun.
Enda slíkt oft kallað að börn væru að rífa sig.
En gefðu stráknum þínum five frá mér.
Með baráttukveðju að austan.
Ómar Geirsson, 5.5.2019 kl. 09:04
Óskar, þú rekur samtal sonar þíns og stuðningsfulltrúa. En spyrð í framhaldinu hvort barnakennurum sé fyrirskipað...? Stuðningsfulltrúi er eitt og kennari bekkjarins er annað.
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 5.5.2019 kl. 11:18
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar !
Talandi um Viðskiptaráð: það er ENN EINN afleggjari eiturplatnanna í samfélaginu / þar er m.a. Ágústa Johnson, kona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar innvinkluð, en hún er ANNÁLAÐUR braskari bak við tjöldin (sbr. Bláa lóns stjórnarsetu, fyrir utan Viðskiptaráðs hlutdeild sína, auk fyrirhugaðs virkjana brasks þeirra Guðlaugs Þórs og vina þeirra, hér: á Suðurlandi, aukinheldur)
Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson - er KLASSÍZK dæmi, um allan þann sora, sem kenna má við Engeyingana, en þar eru inntöku skilyrðin mjög bundin SVINDLI og OKRI, sem og sjálftöku almanna eigna, ekki að undra að Styrkja- Gulli (Guðlaugur Þór) sé fullur vandlætingar, þegar imprað er á þessum staðreyndum, sem við blasa öllum þeim, sem með skilningarvitin eru virk / utan FURÐULEGRA viðhorfa Píratanna t.d., eða all- margra þeirra, í Sáluhjálpar kór Guðlaugs Þórs og Þórdísar Kolbrúnar, undir handleiðzlu Bjarna Benediktssonar:: AÐ SJÁLFSÖGÐU ! ! !
Ég á reyndar eftir: að hringja í Björn Leví Gunnarsson og inna hann eftir, hversu háar MÚTU- greiðzlur þau Píratar þáðu úr skjóðum Engeyinga, til þess að fylgja þeim að málum / með dyggri liðveizlu Viðskiptaráðs og annarra sér- íslenzkra AFÆTNA, Austfirðingur góður.
Ef þyrfti á að halda - er það BORGARALEGUR réttur allra landsmanna, að handtaka þann hluta þingmanna, sem fylgja Orkupakka óskapnaðinum að málum:: svo og Guðna Th. Jóhannesson Höfuð- skrautfígúru þessa liðs - EKKI SÍÐUR ! ! !
Að: ÖLLU gamni slepptu !
Okrara stjórneda grúppa- og þý Gríms Sæmundsen Bláa lóns stjóra
Með beztu kveðjum af Suðurlandi, engu: að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.5.2019 kl. 14:05
Blessaður Óskar.
Fyrirgefðu hvað ég kem seint inn, þessi athugasemd þín lenti svona á milli vita í kerfinu hjá mér sem upplýsir mig um athugasemdarkerfið.
En svo ég víki að tilefninu þá finnst mér að stundum mætti menn sleppa því að sleppa gamninu, því borgarleg handtaka gæti leyst mörg mál.
En jú, ég játa, hún er ekki inní myndinni.
Fróðlegt væri að heyra niðurstöðu samtals þíns við Píratann, hvert er markaðsverð á keyptum sálum þessa dagana?? Og skyldu samevrópskar reglur gilda um slík viðskipti??
En að öllu gamni slepptu Óskar, takk fyrir innlitið og orrustugnýinn sem öllum er hollt að heyra við og við.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.5.2019 kl. 17:23
Sælir - á ný !
Ómar !
Þakka þér fyrir: jú, sé vilji og kjarkur fólks til staðar, eru Borgaralegar handtökur vel framkvæmanlegar, sagan sýnir okkur það, aftan úr Fornöld, Ómar minn.
Sannarlega - skal ég koma því áfram, sem okkur Birni Leví mun fara á milli, nái ég sambandi við hann, sem iðulega hefur tekist, þá ég hefi rætt óskapnað Lífeyrissjóða þjófabælanna við hann, m.a.
Ekki síðri kveðjur: hinum fyrri, vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.5.2019 kl. 20:31
Heyrðu, þú lætur mig vita Óskar ef Björn Levi gefur upp gjaldskrána.
Kveðja suður í gróandnn úr kuldanum hérna fyrir austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2019 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.