Fíflaðu kjósendur þína.

 

Og þú uppskerð.

Afhroð.

Höfnun kjósenda.

 

Það mættu núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa í huga þegar þeir ákváðu að taka upp stefnu Viðreisnar og Samfylkingarinnar í málefnum Evrópusambandsins.

Þá stefnu að samþykkja allt sem frá Brussel kemur þó í því felist að afhenda skrifveldi þess yfirráð yfir orkuauðlindum þjóðarinnar.

Þó það felist í því að markaðsvæða þessar sömu auðlindir.

Þó það þýði að lokum stórhækkað verð til almennings og fyrirtækja hans.

 

Því Samfylkingin og Viðreisn hafa aðeins eina stefnu í grunninn, sem er að landið gangi í Evrópusambandið og hafi þar með öráhrif á stefnumörkun regluveldisins.

Allur þeirra málflutningur miðast við að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru.

Málflutningur sem höfðar til um þriðjungs kjósenda þjóðarinnar.

 

Þessum kjósendum fjölgar ekkert þó Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn taki upp Evrópustefnu Viðreisnar og Samfylkingar, heldur fjölgar aðeins samkeppninni um sálu þeirra.

Svo óhjákvæmilega mun einhver flokkur bíða afhroð í næstu kosningum standi Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn fast á því að innleiða orkutilskipun Evrópusambandsins.

Og einhverjir flokkar fylla uppí það tómarúm sem þeir skilja eftir sig hjá tveimur þriðju hluta kjósenda.

 

Því fólk er ekki fyrir það að láta fífla sig.

Líklegast er fátt sem gerir það reiðara, nema kannski jú ef það fattar að það sé í faldri myndavél.

 

Og það er sama hvað því er sagt.

Ef það sem sagt er að meiði blekkinga og hálfsannleiks, það lætur ekki fíflast.

Það lætur ekki blekkjast.

 

Þess vegna má spyrja, er þjónkunin við Evrópusambandið þess virði??

Þess virði að fórna flokknum??

 

Eða býr eitthvað annað og stærra undir??

Til dæmis milljarða hagsmunir þeirra sem sjá viðskiptatækifæri í markaðsvæðingu orkuauðlindarinnar??

 

En samt, er það þess virði??

Kveðja að austan.


mbl.is Íhaldsmenn guldu afhroð í kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Að fífla einhvern, eða réttara sagt einhverja, þýðir að ginna konu til samræðis við sig.
Að hafa einhvern að fífli er annar hlutur og trúlega það sem þú átt við.
Það er unnt að hafa bæði karla og konur að fífli, ef svo ber undir.

Kveðja,  ÞP

Þórhallur Pálsson, 4.5.2019 kl. 13:56

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Að fífla er seinnitíma yfirfærsla á kvennamálin.  Upphaflega er orðtakið komið úr gleðileikjum/försum næstsíðustu aldar,  en var síðar notað í fjármálageiranum eftir stóra hrunið vestra um 1930.  Þá voru fíflin uppar þeirra tíma sem fífluðu ráðsetta fjárfesta.

Kolbrún Hilmars, 4.5.2019 kl. 18:14

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þórhallur.

Þú verður nú að reikna með þróun málsins, það væri ósköp klént að hlusta á Megas ef eina sem kæmist að væri athugasemdir við beitingu hans á málinu.

Það væri nú meirifíflagangurinn.

Takk Kolbrún fyrir fróðleik þinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.5.2019 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 26
  • Sl. sólarhring: 964
  • Sl. viku: 5512
  • Frá upphafi: 1338399

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 4860
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband