30.4.2019 | 17:40
Alþýðusambandið tekur stöðu með lífskjörum.
Enda til lítils að semja um lífskjör, og á sama tíma láta reglugerð Evrópusambandsins eyðileggja þann bata sem fyrirsjáanlegur er.
Þessi afstaða Alþýðusambandsins er ekki sjálfgefin, til skamms tíma réði Samfylkingin þar öllu innanhús, og hennar eina markmið var og er að koma landi og þjóð í hjáleigusamband við Brussel, þar sem almenningur lepur dauðann úr skel.
Það var ekki svo, einu sinni var aðild að Evrópusambandinu valkostur, en eftir ICEsave, þegar það átti að fórna almenningi fyrir erlenda fjárkúgun, að ekki sé minnst á endurreisn á kostnað almennings, í þágu auðs og auðmanna, þá var ljóst að það sem knúði forystufólk Alþýðusambandsins áfram, var ekki hagur launafólks eða almennings.
Svik sem blasti við öllum og enginn gat fyrirgefið, það er sá hluti launafólks sem heyrði undir Alþýðusamband Ísland, þó vissulega hafi Samfylkingin sótt stuðning sinn til háskólafólks sem þiggur laun sín frá samneyslunni.
Á sínum tíma fagnaði ASÍ hinu frjálsa flæði frjálshyggjunnar eins og Björn Bjarnason bendir réttilega á í pistli dagsins.
"Eitt af meginmarkmiðum frumvarpsins er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi. Lykillinn að því er að koma á samkeppnisumhverfi í framleiðslu, flutningi, dreifingu og sölu raforku. Alþýðusamband Íslands er hlynnt eðlilegri samkeppni og verðmyndun á markaði og að neytendur fái notið ábatans sem af því hlýst. Íslenskur raforkumarkaður er lítill í alþjóðlegum samanburði. Það er því ólíklegt að hér á landi muni ríkja fullkomin samkeppni á þessum markaði. Hins vegar er líklegra að hér muni ríkja einhverskonar fákeppni. Það er því ólíklegt að neytendur komi til með að njóta til fulls þeirrar hagræðingar sem ætlað er að ná fram með frumvarpinu.".
Það voru þeir dagar þegar Gylfi forseti og Samfylkingin réði öllu hjá þessum heildarsamtökum launafólks, og fátt var eins fyrirlitið hér á landi.
Í dag stendur Alþýðusambandið með launafólki og almenningi, gegn spilltri stjórnmálastétt og hagsmunaaðilum einkavinavæðingarinnar.
Og í raun engu við að bæta.
"Það er forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu lífsgæða að eignarhald á auðlindum sé í samfélagslegri eigu og að við njótum öll arðs af nýtingu auðlindanna og getum ráðstafað okkar orku sjálf til uppbyggingar atvinnu hér á landi.
Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks.".
Gæfa þjóðarinnar er að landsölufólkið, hvað þá hinir aumkunarverðu stuðningsmenn frjálshyggjunnar á vinstri væng stjórnmálanna, á ekkert bakland.
Fólk fyrirlítur það.
Og í lýðræðissamfélögum á fólk síðasta orðið.
Um það er ekki deilt.
Kveðja að austan.
Þriðji orkupakkinn feigðarflan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 46
- Sl. sólarhring: 622
- Sl. viku: 5630
- Frá upphafi: 1399569
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 4803
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn Bjarnason má nú bara skammast sín fyrir skrif sín öll um orkupakkann, sjálfur hagsmunatendur og ómarktækur, rammhlutdrægur eins og líka um EES-mál og fær þó milljónir fyrir formennsku í nefnd til að dæma um meint gildi EES!!!
Jón Valur Jensson, 30.4.2019 kl. 21:00
Þau eru allavega sjaldgæfari svikin síðustu áratugi en hjá Birni.
En mig grunaði þetta í ICEsave deilunni, hann talaði kannski ekki tungum tveim, en hann þagði þegar heill þjóðarinnar var undir.
Svo kannski á þetta ekki að koma á óvart.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.4.2019 kl. 21:07
hagsmunatendur ----> hagsmunatengdur!
Jón Valur Jensson, 1.5.2019 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.