Úps, það vantar hugbúnaðaruppfærslu.

 

Sem er alveg örugg eins og sú síðasta sem drap óvart 346 manns.

Örugg þar til annað kemur í ljós, og þá drepast víst óvart aðeins fleiri.

Og þetta á fólk að kaupa.

 

En enginn ræðir kjarna málsins sem er að það er viljandi tilraun til manndráps að þróa flugvél sem getur ekki flogið nema til komi sjálfvirkur hugbúnaður.

Og mannshöndin fái engu ráðið þegar upp kemur hugbúnaðarvilla, skynjarar gefa villuboð og svo framvegis.

 

Sá sem drepur 346 manns viljandi, er morðingi.

Sá sem gerði þeim það kleyft, er samsekur um manndráp.

 

Því ef við feisum ekki þennan kjarna, þá á svona tilvikum aðeins eftir að fjölga.

Sjálfvirknin er aðeins rétt að byrja.

 

Það á enginn að komast upp með að framleiða eitthvað sem hann getur ekki ábyrgst þegar mannslíf eru annarsvegar.

Hvort sem það eru sjálfvirkir bílar, sjálfvirkar flugvélar, sjálfvirkt þetta, sjálfvirkt hitt.

Geri menn það, komast upp með það, þá eiga þeir að sæta ábyrgð.

 

Eina boðlega lausnin á þessum harmleik er að taka allar Boeing Max flugvélar úr notkun og ákæra alla ábyrgðaraðila fyrir morð.

Fjöldamorð.

 

Að lög gildi um alla, líka menn í teinóttum jakkafötum.

Annars munu bara fleiri falla.

 

Miklu fleiri.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Tók ítrekaðar dýfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 765
  • Sl. viku: 5552
  • Frá upphafi: 1400309

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 4771
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband