25.2.2019 | 09:06
Mogginn á góðu degi.
Er samfélagsleg nauðsyn því enginn annar fjölmiðill reynir að fiska kjarnann úr ruglandanum.
Það er langt síðan að Mogginn hefur átt góðan dag, á tímabili var blaðið undirlagt slúðri Meetoo byltingarinnar, þannig að vansi var af, og þar áður laug Agnes í fréttaskýringu um málefni Eflingar.
Sem var ekki síður vansi.
Smán, niðurlæging fyrir alla þá góðu blaðamenn sem starfa og hafa starfað á blaðinu.
Kjarabaráttan í dag minnir mig mjög á þann tíma þegar ég var strákur, og í skólanum þá boðuðum við strákarnir til snjóboltastríðs við íþróttahúsið sem þá var í byggingu.
Innbær versus útbær, allir mættu á tilskyldum tíma, svo var kastað snjóboltum í gríð og erg, frýjunarorð (ekki ókvæðisorð) flugu á milli, og jafnvel hetjudáðir unnar.
Og auðvitað vann útbærinn alltaf enda innbæingar flestra bæja þekktir fyrir að vera stærri í munni en í huga og hönd þegar á hólminn er komið.
En við vorum börn.
Fullorðið fólk stundar snjókastið í dag.
Og þjóðarhagur er undir.
Í svo mörgum skilningi.
Þess vegna er vitiborið fólk eins og Styrmir Gunnarsson svo mikilvægur.
Og Mogginn á góðum degi sem reynir að fiska staðreyndirnar út úr snjóboltunum.
Eru eins og mömmurnar sem bundu enda á öll stríð með því að kalla á okkur heim í mat.
Það eru gjár þarna úti sem þarf að brúa.
Það eru samræður um lausnir sem þurfa að heyrast.
Því þrátt fyrir allt erum við öll á sama báti, örlög okkar eru samtvinnuð.
Og alveg eins og stríðandi fylkingar snjóboltastríðanna hittust í skólanum daginn eftir sem mestu mátar, þá er svo margt í samfélaginu sem sameinar, svo margt sem krefst samvinnu, og síðan erum við öll meir eða minna skyld eða tengd.
Þess vegna eigum við að smíða brýr.
Og þess vegna eigum við að hlusta á þá sem benda á lausnir, í stað þess að hlusta á þá sem ala á ófrið, hlusta á þá sem vilja byggja brýr í stað þeirra sem vilja grafa holur sundrungar og mislyndis.
Skynsamt, hógvært fólk stjórnar verkalýðshreyfingunni í dag.
Það hefur bara réttlætiskennd, og það sem það segir er alveg satt.
Við erum það rík þjóð að lægstu laun eiga að duga fyrir framfærslu.
Almenningur greiðir miklu hærri vexti en almenningur nágrannaþjóðanna, og það þarf að takast á við það.
Ungt vel menntað fólk, sjálf framtíðin, heykist við að snúa heim úr námi því startið er of dýrt.
Af einhverjum ástæðum höfum við smurt allskonar kostnaði með ótal reglum og reglugerðum á næstum allt sem snýr að daglegum rekstri fjölskyldunnar, og á því virðast ekki vera nein takmörk eins og fyrirhugaður vegskattur ríkisstjórnarinnar sannar eða óhjákvæmileg hækkun orkunnar sem fylgir þriðja orkupakka ESB.
Ungt fjölskyldufólk fær ekki lán fyrir fyrstu íbúðakaupum því það stenst ekki greiðslumat, en á leigumarkaðnum borgar það margfalt í húsaleigu.
Næstum öll svið mannlífsins eru undirlögð sígræðgi markaðarins, og allt snýst um að blóðmjólka fólk.
Á meðan glópagullið var þarna úti þá lét fólk sér þetta lynda.
En það reyndist aðeins blekking ein.
Hundruð milljarða leituðu úr landi en eftir sat almenningur í súpu skulda og grotnandi innviða.
Það er vissulega hagsæld í dag en það breytir ekki þeim staðreyndum sem eru taldar uppi hér að ofan.
En hagsældin gerir okkur hins vegar kleyft að breyta og bæta.
Þess vegna naut ríkisstjórn okkar trausts í upphafi ferils síns.
Ekki til að leggja á veggjöld, ekki til að koma á kerfisbreytingu sem mun snarhækka raforkuverð til almennings.
Eða festa í sessi hið frjálsa flæði fjármagns sem óhjákvæmilega mun leiða til þess að eignir flæða úr landi í skattaskjól en skuldir verða skildar eftir á herðum almennings.
Heldur til þess að breyta og bæta.
Breyta og bæta.
Stjórna.
Og hvað sem við tautum og tuðum, þá er núverandi ríkisstjórn það eina vitiborna sem er í boði í dag.
Miðflokkurinn er laskaður og restin er á beit á víðlendum vitleysunnar eða á bás í fjósi frjálshyggjunnar og hins frjálsa flæðis.
Þess vegna eigum við að gera þá kröfu að forystufólk hennar axli sína ábyrgð.
Fullorðnist.
Hætti snjóboltastríðinu.
Og höggvi á hnútinn.
Annað ekki.
Kveðja að austan.
Útreikningar þrætuepli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 243
- Sl. sólarhring: 686
- Sl. viku: 5827
- Frá upphafi: 1399766
Annað
- Innlit í dag: 212
- Innlit sl. viku: 4976
- Gestir í dag: 208
- IP-tölur í dag: 208
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gagnorður og skemmtilegur pistill Ómar.
En mig grunar samt að þú munir ekki heyra kallað í hádeginu í dag "MAAATUUR"
Með kveðju úr efra.
Magnús Sigurðsson, 25.2.2019 kl. 09:25
Neii, reyndar ekki.
En það er alltí lagi að benda á að það kall leysti mörg stríðin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.2.2019 kl. 09:32
Og þar sem ég er líka á góðum degi, farandi í hnykk eftir hádegið, og hef sett mér það göfuga markmið að láta lyklaborðið eiga sig eftir það, þó ég viti að ég er sérfræðingur í að brjóta eigin markmið, og þar sem ég fæ stundum í heimsókn fólk af öðrum heimi, eða skynsemisfólk sem þykist vera geimverur, og það gerir ekkert annað en að skamma mig greyið fyrir að skrifa um staðreyndir raunheims, þá ætla ég að vitna í hina hugsanlegu mömmu sem kallar í mat.
Það er ef fólki í valdastöðum ber gæfu til að hlusta á manninn.
Og því miður var ekki hægt að stytta pistilinn, eða draga aðalatriðin út úr honum, það var ekki orði ofaukið.
Styrmir Gunnarsson í dag. og þar sem ég vil ekki setja kveðjuna undir því þá gæti einhver haldið að ég væri mamma, sem er mikill misskilningur, er síðmiðaldra pabbi og hef ekkert það til brunns sem þarf til að vera mamma, þá er það bara kveðjan núna að austan.
Það leysir ekki vinnudeilur að veitast að verkalýðsforingjum
Það leysir ekki kjaradeilur að ráðast á verkalýðsforingja og saka þá um annarlega hvatir í þeirra störfum. Það hefur þvert á móti þau áhrif að herða þann hnút, sem deilurnar eru komnar í.
Þess vegna ættu bæði stjórnmálamenn og meðreiðarsveinar þeirra að hætta slíku strax.
Forsenda þess að leysa deilur af þessu tagi er að það takist að skapa traust á milli aðila. Margra áratuga reynsla sýnir að traust á milli aðila er það sem máli skiptir. Einar Oddur Kristjánsson náði ekki á sínum tíma svonefndum þjóðarsáttarsamningum við Guðmund J. og Ásmund Stefánsson með því að ráðast á þá. Þeim þremur tókst að mynda traust sín í milli.
Símtalið, sem leiddi til vopnahlés á vinnumarkaði í byrjun nóvember 1963 snerist ekki um persónulegar árásir heldur traust.
Bjarna heitnum Benediktssyni tókst ekki að leiða þjóðina farsællega upp úr djúpum efnahagslegum öldudal 1967-1969 með því að ráðast á verkalýðsforingja heldur vegna þess að þeir treystu honum.
Í stað þess að veitast að einstökum verkalýðsforingjum nú eiga bæði talsmenn vinnuveitenda og stjórnvalda að tala við þá undir fjögur augu, leitast við að skilja þá og finna sameiginlega lausn.
Um þetta snúast hagsmunir þjóðarinnar nú.
Ómar Geirsson, 25.2.2019 kl. 11:46
Kæri Ómar, ég vona að allt gangi þér að bestu óskum hjá hnykkjaranum í dag. Og að þér aukist enn meiri kraftur til þinna góðu pistlaskrifa.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.2.2019 kl. 13:49
Setja okkur á kné sér og skýra málefnin.
Hætta snjókastinu. Tryggja heimilin. Tryggja barnagæsluna. Tryggja atvinnuna. Tryggja veru sjáendana.
Tryggja öllum allt. Þá þurfum við að hafa sterk bein.
Er þetta erfitt? Er ekki erfitt að hafa allt í vandræðum?
Ég mundi halda að það væri mun auðveldara að hafa hlutina í lagi.
Gervigreind, leysir af 40% af öllum nútíma störfum, á næstu 15 árum Kínverskur sérfræðingur.Hann segir líka að Gerfigreindin fái ekki sál.
Egilsstaðir, 25.02.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 25.2.2019 kl. 13:57
Gangi þér allt í haginn Ómar, þín verður sárt saknað ef þú tekur of langt frí.
Það sem mér datt í hug þegar ég las Styrmi, er að þetta pólitíska lið gerir ekki greinarmun á kjarabaráttu og kosningabaráttu, hvað þá að það komi auga á réttlætið.
Síðan steytir hver "bullan" um aðra þvera hnefana við að upphefja sinn klúbb.
Magnús Sigurðsson, 25.2.2019 kl. 14:03
Takk fyrir innlitið félagar.
Þú ert djúpur núna Jónas, sjáum hvað verður en í heim sem geðvillingar sígræðginnar stjórna, er gervigreindin vissulega ógn, og kannski er hún það hvort sem er.
Við sjáum hvað setur félagar Magnús og Pétur, en um eitt er ekki hægt að deila, og það er að Styrmir er öflugur á gamals aldri, aldrei sem fyrr.
Því nú stýrir þjóðarhagur pennar hans, ekki flokkshagur.
Og stundum dugar einn maður til að rétta af ranga kúrsa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2019 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.