Skósveinarnir eru mættir.

 

Allir sem einn vara þeir við óstöðugleika.

Ef láglaunafólk stendur fast á þeirri kröfu að lágmarkslaun dugi fyrir grunnframfærslu.

Með öðrum orðum að það sé ekki þrælar sem þurfi að strita myrkranna á milli til að hafa í sig og á.

 

Rök skósveinanna eru rétt af því leitinu að ef hækkun lægstu launa leitar upp launastigann, þá í fyrsta lagi er mikil verðbólga óhjákvæmileg og í öðru lagi þá versna kjörin ef láglaunafólk lætur þar með staðar numið.

En það er ekkert sem segir að það sé náttúrulögmál að siðmenntuð þjóð, forrík, þurfi þrælahald til að obbinn hafi það gott.

Í grunninn er þetta bara spurning í hvernig samfélagi við viljum lifa í.

 

Trúverðugleiki skósveinanna er hins vegar enginn því láglaunafólk hóf ekki þessa vegferð launaskriðs og kauphækkana umfram verðmætaaukningu framleiðslunnar.

Það voru aðrir, yfirmenn skósveinanna.

Og þá steinhéldu þeir kjafti um áhrif á stöðugleika, verðbólgu og gengi.

 

Þess vegna eru þeir ekki marktækir í umræðunni í dag.

Þeir bjóða ekki uppá lausnir.

Heldur hræðsluáróður.

 

Þeir eru ekki hlutlausir.

Þeir eru hluti af vandanum.

 

Að rífast við raunveruleikann er merki um heimsku.

Raunveruleikinn er sá að verkafólk lýtur forystu sem hefur sagt hingað og ekki lengra.

Og það er tími til kominn að feisa það.

 

Áður en brandurinn brennir allt upp.

Kveðja að austan.


mbl.is Verðbólgan gæti farið yfir 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lágmarkslaun duga vel fyrir grunnframfærslu og ekkert sem bendir til annars. Það að hægt sé að finna einhverja sem augljóslega þurfa meira er ekki mælikvarði á heildina. Fólk heldur margt að neysluviðmiðið sé framfærsluviðmið. En neysluviðmiðið mælir neyslu hins venjulega meðal Íslendings. Það segir ekkert um hver þörfin er og er eðlilega langt fyrir ofan það sem telja mætti lágmark til framfærslu. En vilji einhver beita blekkingum, lýðskrumi  og rangfærslum þá er neysluviðmiðið oft tekið og kallað framfærsluviðmið eða grunnframfærsla og sagt vera það lágmark sem þarf til framfærslu.

Láglaunafólk hóf þessa vegferð launaskriðs og kauphækkana með hækkunum lægstu launa langt umfram aðra. Engir hafa hækkað eins mikið síðustu 10 ár og viðbúið að einhverjir fái 60, 70 eða 80 prósent leiðréttingu eftir rúmlega 100 prósent hækkun lágmarkslauna meðan laun ríkistoppana voru lækkuð og svo fryst.

Áhrif launahækkana á  stöðugleika, verðbólgu og gengi reiknast út frá því hver hækkun launa er margfaldað með þeim sem þiggja hækkunina. Að hækka laun þingmanna um hálfa milljón, stjórnenda ríkisstofnanna um milljón og bankastjóra ríkisins um tvær milljónir hefur minni áhrif á  stöðugleika, verðbólgu og gengi en 1000 króna hækkun á laun ASÍ  félagsmanna. Og þeir sem ekki skilja það eru þeir sem sannarlega eru ómarktækir í umræðunni.

Allt tal rökþrota um skósveina og hræðsluáróður breytir ekki raunveruleikanum.

Vagn (IP-tala skráð) 26.2.2019 kl. 11:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn.

Þú hefur ekki ennþá svalað forvitni minni úr hvaða heimi þú ert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.2.2019 kl. 11:51

3 identicon

Raunheimum, þú hefur sennilega frétt af þeim þó þeir séu þér ókunnir.

Vagn (IP-tala skráð) 26.2.2019 kl. 12:06

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Vá, og hvar er sá heimur þinn??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.2.2019 kl. 12:18

5 identicon

Hann er þar sem fólk myndar sér sjálfstæðar skoðanir byggðar á staðreyndum en ekki vafasömum fullyrðingum verkalýðsleiðtoga með annarleg markmið. Hann er þar sem lægstu skattar á norðurlöndum, næst hæstu lágmarkslaun í heimi og mesti jöfnuður teljast ekki vera óréttlæti og þrælahald. Hann er þar sem "mér finnst" og "þeir segja" hefur minna gildi en áþreifanlegar staðreyndir. Þú gætir þurft að labba nokkuð langt til að komast þangað.

Vagn (IP-tala skráð) 26.2.2019 kl. 13:33

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég er engu nær Vagn minn, það geta allir slegið um sig frösum að heimur þeirra sé einhver raunheimur, en þegar venjulegt fólk kannast ekki við lýsingar þeirra, þá fá menn oft svona spurningu, í hvaða heimi þeir lifa.

Það er leitun af annarri eins vitleysu eins og þú skrifar og þar sem þú kannast ekki við að vera á lyfjum, þá er nærtækt að spyrja um heiminn.  En kannski ertu of ungur til að skilja spurninguna og nærtækar væri að spyrja frá hvaða plánetu þú kemur, eða jafnvel sólkerfi.

Það er ekki flókið að upplýsa um uppruna sinn og myndi einfalda mjög allan skilning á skrifum þínum.

Svo ég spyr aftur, hvar eða hvaðan er þinn raunheimur, ég efa ekki að hann er raunverulegur í huga þér, þú ert eiginlega of spúkí til að vera málaliði.

Eða þá er mikil afturför í þessum heimi.

Það er raunheimi okkar hinna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.2.2019 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 38
  • Sl. sólarhring: 452
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 1320590

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 646
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband