Rétt skal vera rétt.

 

Formlega boðar VR verkföll.

En ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók hina raunverulega ákvörðun um verkfallsátök með því að hæða forystufólk verkafólks á fundi sínum um meintar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

 

Það er eins og ríkisstjórnin í umboði elítunnar, þeirra sem eiga allt og alla, vilji átök.

Eitt skýrasta dæmið er sá áróður Valhallar að meint róttækni ráði för.  Og í því skyni er einhver sótaraftur, nýhættur í vinnu hjá Baugsveldinu, dreginn á flot, og sagður vera ógurlegur kommúnisti sem handstýri aðgerðum verkalýðshreyfingarinnar.

Hann nánasti aðstoðarmaður sé svo fastapenni á Mogganum og pistlahöfundur hér á Moggablogginu, Styrmir Gunnarsson.  En Styrmir þessi krefst þess að elítan afturkalli kauphækkanir sínar fram yfir það sem hún sjálf býður hinum lægst launuðu.

 

Hvílíkur kommúnismi, hvílíkt róttækni, hvílík heimtufrekja.

 

Þessir kumpánar tveir, gamli Baugsmálaliðinn og gamalmennið á Moggablogginu, eru síðan taldir vera ábyrgir fyrir kröfugerð sem áður er óþekkt meðal verkalýðshreyfingarinnar, en það er að lægstu laun dugi fyrir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðunum.

Og gamalmennin sem ennþá kjósa Sjálfstæðisflokkinn eiga að kokgleypa þennan áróður.

Sem fæstir gera en áróðurinn segir allt um samningsvilja elítunnar, um samningsvilja stjórnvalda.

 

Hann er enginn.

Þess vegna er nauðvörn verkalýðshreyfingarinnar að boða til verkfalla.

 

Og sá sem er í nauðvörn, er aldrei viljandi í þeirri stöðu.

Það er ásókn annarra sem koma honum í slíka stöðu.

 

Hans er ábyrgðin.

Það er hann sem í raun boðar verkföll, vargöld, vígöld.

 

Enginn annar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is VR boðar verkfallsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Formlega boðar VR verkföll. Formlega ber VR ábyrgð. Og ríkisstjórnin var kosin á þing og starfar í umboði almennings, nokkuð sem forusta VR gerir ekki. Bull um einhverja ímyndaða elítu og útúrsnúningar til að fría VR ábyrgð á aðgerð sem fyrirsjáanlegt er að skilar engu nema tjóni er frekar aumt og lítilmannlegt.

Vagn (IP-tala skráð) 24.2.2019 kl. 20:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Og í hvaða heimi lifir þú Vagn minn?'

Nokkuð ljóst að það er ekki í mannheimi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2019 kl. 20:59

3 identicon

Og þú heldur þá væntanlega að órar þínir og ofsjónir tilheyri mannheimi.

Vagn (IP-tala skráð) 24.2.2019 kl. 21:12

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2019 kl. 21:39

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Óttalegt rugl er þetta í þér. Það er sorglegt að sjá þessa skósveina Fjögurra blaða Smárans hneykslast á að ríkisstjórnin hyggist lækka skatta á alla, ekki aðeins þá lægstlaunuðu, þegar þeirra eigin kröfur eru nákvæmlega eins.

Þetta pakk á að skammast sín!

Þorsteinn Siglaugsson, 24.2.2019 kl. 22:20

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Þegar ég horfði á síðustu 2 Ófærðarþætti, þá leitað alvarlega á mig sú spurning í hvaða heimi Sigurjón og félagar lifðu, af hverju þeir gætu ekki komið saman spennuþætti nema með svona rugli.

Svo kom uppvakningur í heimsókn, og svo skynsemisvera eins og þú sem þykist vera geimvera.

Þá alltí einu rifjaðist upp fyrir mér fantasíuþáttaröð sem sýnd var hér í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum og lét því fína nafni, Legend of the Seeker, en í henni einmitt gerðist það að sá í neðra gat með fjölkynngi sínu opnað rifu milli þess heims, það er í neðra, og okkar, og alls konar árar og óáran spratt upp úr rifunni, og fór að herja á saklausa sem miður saklausa.

En áttu það samt sameiginlegt að tilheyra ekki þessum heimi,.

Og líklegast þess vegna þeir voru svona fúlir, það er árarnir og óáran, innst inni held ég að þeir hafi viljað tilheyra heimi mannanna, með sínum kostum og göllum.

Ég held að eitthvað svipað fúllyndi hrjái þig þessa dagana.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 24.2.2019 kl. 22:53

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú átt greinilega ekki auðvelt með málefnalega umræðu væni.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.2.2019 kl. 23:20

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Þorsteinn.

Mér fannst það mjög málefnalegt að benda skynsemisveru á þegar hún talaði eins og geimvera.

Hitt var nú meira bara svona pælingar því það þýðir ekkert að vitna í fornbókmenntir, hvort sem þær voru skrifaðar á síðustu öld eða nokkrum þar á undan.

Þú ert kannski meira fyrir Marvel??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2019 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 256
  • Sl. sólarhring: 412
  • Sl. viku: 5747
  • Frá upphafi: 1327571

Annað

  • Innlit í dag: 216
  • Innlit sl. viku: 5121
  • Gestir í dag: 205
  • IP-tölur í dag: 201

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband