Helga Vala, Helga Vala.

 

Ég man fyrst eftir þessari skeleggu konu í mótmælunum á Austurvelli þegar Hrunstjórnin var hrakin frá völdum.

Hún mælti vel, hún trúði á draum okkar allra um betri heim.

 

Svo kom það á daginn, að ég hafði misskilið hana aðeins, að mælskan var henni í blóð borin, en hún hafði áhyggjur af velferð hrægamma og annarra auðmanna sem óttuðust um sinn hlut ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn næði ekki að skrúfa þumalskrúfur sínar nógu þétt á líf og kjör alþýðu þessa lands.

Og helv. hann Davíð hafði umsnúið grasrót Sjálfstæðisflokksins þannig að hann heyktist á að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

 

Hvað yrði þá um ICEsave skuldaþrældóminn, hvað yrði þá um það sem Evrópusambandið og AGS kallaði lán í nauð, en grísk alþýða veit af biturri reynslu að sú náð var aðeins handa bönkum stórríkjanna svo þeir fengu óráðslán sín til baka með fullum vöxtum.

Hvað yrði um þessa björgun hins alþjóðlega fjármagns, eða réttara sagt ofurávöxtun erlendra hrægammasjóða ef Sjálfstæðisflokkurinn springi á limminu??

 

Eitthvað sem fjármagnið lét ekki reyna á.

Tunguliprar stelpur voru því sendar sexý niður á Austurvöll, og æstu upp múginn gegn lýðræðinu.  Katrín, Helga Vala, og einhverjar fleiri sem ég man ekki lengur að nefna, en flottar voru þær.  Og þá er ég að vísa í orð þeirra og æði.

Og fyrir andlýðræðissinna,  mikil framför frá því að fasistar sendu brúnstakka í sömu erindagjörðum í den.

 

Og þetta tókst, Samfylkingin fékk hið róttæka vinstri með sér í stjórn, og þrældómur þjóðarinnar var handsalaður.

En helv. lýðræðið, helv. hann Ólafur, þjóðin sagði Nei, hún gaf ekki eftir lífskjör sín og velferð, og það sem verra var fyrir Helgu Völu og hennar flokk, þá nýtti þjóðin lýðræðislegan rétt sinn til að þurrka þennan taglhnýting auðsins út af þingi.

En aumkunarvert landsbyggðarkjördæmi, þar sem ennþá fannst fólk sem hafði ekki frétt af nýrri öld, og hélt að orðið jafnaðarmaður þýddi jafnaðarmaður, og kaus áfram flokk áa sinna.

Og Helga Vala og hennar flokkur lifði af.

 

Núna mættur margefldur í sömu þjónkun, með sama illvilja handa þjóð sinni.

Það sem útrásarvíkingarnir höfðu ekki styrk til, að gera orkuauðlindir þjóðarinnar að féþúfu, skal knúið í gegn með keyptum leppum allra flokka.

Eins og gerst hefði í gær.

 

Nema að á hjóli tímans má merkja á að Helga Vala er ekki lengur stelpa.

Hún er komin til vits og ára.

Er ábyrg gjörða sinna.

 

En í sama hlutverki og fyrr.

Kveðja að austan.


mbl.is „Geta þau sinnt störfum sínum?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loft er nú lævi blandið.  Hvernig úr spilast veltur allt á þjóðinni.  Og ég veit að þjóðin vill ekki að raforkuverðið hækki.  Eina spurningin er því hvað Guðni Thorlacius, Guðni Teflon, muni gera þegar þjóðin mun krefjast þess að fá sinn sjálfsagða rétt að hafna orkupakka EES/ESB.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.12.2018 kl. 20:29

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja Símon, fram að því mun margt gerast.

Og við sjáum eitt af því í dag, Miðflokkurinn sá sóknarfæri gegn Framsókn með því að hafna alfarið þessum orkupakka.  Sem setti Sigurð Inga í mjög þrönga stöðu.

Svona umræða léttir á þeirri stöðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.12.2018 kl. 21:27

3 identicon

Já, fram að því mun margt gerast.

Á vissan hátt er gott að heift og illska

góða fólksins hefur nú komið fram

og opinberast svo æ fleirum blöskrar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 4.12.2018 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1001
  • Frá upphafi: 1321553

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 840
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband