3.12.2018 | 13:57
Eitt er að harma.
Annað er að bregðast verr við en tilefnið gefur til.
Það er til dæmis ómerkilegt hjá meirihluta stjórnar Flokki fólksins að reka þingmenn úr flokknum fyrir það eitt að sitja hluta úr kvöldi með mönnum sem kunnu tungu sinni fá siðuð mörk.
Slíkt er einfaldlega bara fasismi.
Að krefjast síðan afsagnar þeirra af sama tilefni, er einfaldlega aðför að lýðræðinu.
Síðan er full ástæða til að spyrja hver borgaði núna Rúv til að falsa staðreyndir og ljúga uppá fólk??
Við vitum hverjir fjármögnuðu falsflutning stofnunarinnar í ICEsave málinu, en hver hefur hag af þeim lygum að spyrða alla sexmenningana saman undir einn hatt??
Sbr. fréttaflutninginn um að sexmenningarnir sögðu þetta og sögðu hitt. Þeir gerðu þetta og gerðu hitt. Í hádegisfréttum var til dæmis eftir mjög yfirvegað og skynsamlegt viðtal við Lilju Alfreðsdóttir, fullyrt að sexmenningarnir hefðu talað um að hefna sína á henni, og spurt af hverju??
Þetta er fals, rógburður eða þaðan af verra.
Verra ef einhver hefur hag af að veikja stjórnarandstöðuna, og borgar fréttamönnum fyrir þann skollaleik.
Það er ekki endalaust hægt að afsaka svona vinnubrögð ríkisstofnunar með þeim orðum að þetta sé hvort sem er heimskt fólk sem fengi hvergi vinnu nema hjá ríkinu.
Í öðrum löndum, sérstaklega þeim sem eru brennd af spillingu auðstéttar, þá vita menn hvað skýrir svona vinnubrögð.
Og það er tími til kominn að áttum okkur á að land okkar er hluti af alheiminum, það gilda ekki önnur lögmál hér en annars staðar.
Eða er það ekki?
Kveðja að austan.
Við hörmum öll þessa uppákomu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekki einleikið hvernig markvisst er klínt á alla, niðrandi og meiðandi rausið í Berþóri og Gunnari Braga einum.
Ólafur sagði ekkert af því sem þeir sögðu.
Karl Gauti sagði ekkert af því sem þeir sögðu.
Samt eru þau öll spyrt í einn hóp, sexmenningana, eins og um galdraofsóknir spænska rannsóknarréttarins á miðöldum væri. Lengra í menningunni er RÚV ekki komið. Lengra eru íslenskir blaða- og fréttamenn ekki komnir. Þeir fengu falleinkunn í skýrslu RNA um hrunið. Þeir hafa ekkert lært síðan. Eiginlega versnað enn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.12.2018 kl. 14:42
Drengir, gleymið ekki alþingi, það er jafn gjörspillt og það var fyrir hrun. Þjófar, lík og falar konur.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 3.12.2018 kl. 14:46
Úr siðareglum RÚV
1. Vinnubrögð og markmið
.... Starfsfólk sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni eða dagskrárgerð sannreynir að heimildir séu réttar og að sanngirni sé gætt í framsetningu og efnistökum. Þetta á sérstaklega við þegar upplýsingar geta verið litaðar af persónulegum hagsmunum eða geta verið til þess fallnar að skaða aðra. Gildir þá einu hvort í hlut eiga einstaklingar, fyrirtæki, samtök, félög eða annað….
2. Háttsemi og framkoma
Starfsfólk rýrir ekki trúverðugleika Ríkisútvarpsins með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi. ……………….. Starfsfólki ber að sýna fyllstu tillitssemi í viðkvæmum málum. Starfsfólk virðir friðhelgi einkalífsins í fréttum og dagskrárefni nema lýðræðishlutverk Ríkisútvarpsins og upplýsingaréttur almennings krefjist annars.
Siðareglur Blaðamannafélags Íslands
3. grein Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.12.2018 kl. 16:29
Athyglisvert Bjarni. Mér virðist þetta segja að siðareglur séu einskis virði, nema eftir þeim sé farið. Eða með öðrum orðum: Annað hvort eru menn heiðarlegir í umfjöllun sinni, eða ekki. Það dylst engum að Bergþór og Gunnar Bragi fóru offari í dólgslegum ummælum sínum, en að fjölmiðlar sletti svo skít þeirra á Ólaf og Karl Gauta er beinlínis óheiðarlegt og þeim fjölmiðlum til skammar sem svo lúalega blaðamennsku stunda. Þar þjónar einhver sá tilgangur sem helgar þeirra baneitraða meðal.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.12.2018 kl. 17:38
Að auki má benda á að ummælin virtust ekki ætluð fyrir alþjóð en með því að gera þau opinber verður ekki betur séð en að t.d. 3. grein siðareglna blaðamannafélagsins hafi verið þver brotin gagnvart ýmsum þeim er fyrir urðu.
Sama má segja um ofantilvitnaðar siðareglur RÚV.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.12.2018 kl. 18:25
Takk fyrir innlit og athugasemdir félagar.
Vil aðeins benda á að óheiðarleiki er sjaldnast meðfæddur, hann er yfirleitt skýrður með ávinningi.
Við vitum að orkuauðlindir þjóðarinnar eru undir, en aðeins fréttamenn Ruv geta skýrt hvort núverandi kostandi sé sá sami og síðast.
Er þetta einn angi hrægammanna, eða er þetta innlent fjármagn sem er að undirbúa enn eina gróðasókn sína á hendur þjóð sinni??
En á meðan þeir þegja, og ekkert er rannsakað, þá sitjum við uppi með getgáturnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.12.2018 kl. 19:18
Bíddu er Ruv ekki bara að flytja nákvæmlega sömu fréttir og allir aðrir fjölmiðlar? Stöð 2 hjólaði nú loksins heldur betur í Sigmund í kvöld.
Annars er merkilegt að sjá fólk verja þetta. Allt er þetta til á upptökum og þó bensíntitturinn og kúluvarparinn hafi verið langverstir þá áttu öll hin mjög ljót komment nema kanski Ólafur Ísleifs, en hann var nú engu að síður viðhlægjandi og átti að vera í þingsal þetta kvöld eins og allir hinir en ekki á fylliríi.
En það er nú bara fyndið að hjóla í Rúv útaf þessu því sá fjölmiðill hefur nú ef eitthvað er verið alltof linur í þessu máli.
Óskar, 4.12.2018 kl. 01:56
Munurinn á Ruv og hinum fjölmiðlunum er sá Óskar, að Ruv er síðast þegar ég vissi ekki kennitala í vasa einhverra gróðapunga.
En þér tókst samt að finna kjarna málsins, lestu hann bara rólega aftur, og þá áttar þú þig kannski á hvernig orð þín eru meiri atlaga að góðu siðferði, en til dæmis gjörð Ólafs.
Það getur verið slæmt fyrir eyrun að kalla mikið úr tómri tunnu,.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.12.2018 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.