Hvað kostar stjórnmálamaður??

 

Hvað fær stjórnmálamann til að gera hávaða úr hugsanlegu gáleysi embættismanna, og klína því á þann ráðherra sem hina formlegu ábyrgð ber??

Látum heimskuna liggja milli hluta, því hvert væri kaosið ef ráðherra væri gerður ábyrgur fyrir öll mistök undirmanna sinna, jafnt viljaverkin sem óviljaverkin.

Spyrjum frekar af hverju eru þetta viðbrögð Samfylkingarinnar eftir fréttir gærdagsins þar sem Kjarninn birti upplýsingar úr leyniskjölum um innra virði Arion banka, sem væru langt yfir bókfærð verð bankans.

Þar sem þetta segir meðal annars;

"Í kynningu sem þeir héldu fyrir nokkra íslenska lífeyrissjóði í janúar, þegar þeir reyndu að sannfæra sjóðina um að kaupa um fimm prósent hlut í Arion banka, kemur fram að eigið fé bankans sé svo mikið að svigrúm sé til greiðslu á yfir 80 milljörðum króna út úr bankanum ef ráðist verður í útgáfu víkjandi skuldabréfa. Án þess sé svigrúmið samt 50 milljarðar króna.".

 

Og í ljósi umræðunnar sem var á Alþingi í gær um sölu ríkisins á eignarhluti sínum í Arion banka, þar sem fyrrverandi forsætisráðherra, sá sem var hugmyndafræðingurinn að þeirri stefnu að fá hluta af ránsfeng banakanna til baka, sagði þetta;

 

"„Þegar vog­un­ar­sjóðir, al­ræmd­ir vog­un­ar­sjóðir jafn­vel, koma með kröf­ur um að snúið sé frá þeim áform­um sem starfað hef­ur verið eft­ir hér und­an­far­in ár, þá treysta menn sér held­ur ekki til þess að mót­mæla því,“ sagði Sig­mund­ur enn frem­ur og bætti við að það væri mikið áhyggju­efni að þjóðin sæti uppi með rík­is­stjórn sem gæti ekki varið hags­muni al­menn­ings.".

 

Nýr Landspítali er metinn á 80 milljarða.

Og menn rífast um hvort ráðherra eigi að lesa farmskrár eður ei.

Hvað fær menn til að rífast sífellt um aukaatriði á meðan þjóðin er sírænd??

 

Í suðrinu hefur þessu verið svarað.

Í Suður Afríku, Suður Ameríku, í Suður Kóreu hafa stjórnmálamenn verið sviptir embættum sínum og í sumum tilvikum lögsóttir, vegna þess að rökin um áunna heimsku, eða meðfædda heimsku er ekki viðurkennd, heldur spurt; hver hafði hag?

Og hvað borgaði hann?

 

Með öðrum orðum spilling.

 

Þess vegna endurtek ég spurningu mína.

Hvað kostar stjórnmálamaður.

 

Að ekki sé minnst á;

Hvað kostar stjórnmálaflokkur?

 

Og svarið er ekki að fyrst við eigum ekki heima í Suðrinu, þá er svarið ekki spilling.

Landfræði hefur ekkert með ósómann að gera.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ekki ráðherra að fara yfir farmskrárnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin er og verður hrunfylking.  Sjálfstæðisflokkurinn einnig.  Og Framsókn mjólkar það sem hún getur.

Liggur undir hverju sem er, það er og hefur verið háttur hennar, nema þegar Simmi reyndi að breyta þeim flokki í flokk með reisn.

VG er flokkur kerfislægra og hálaunaðra möppudýra og hræsnara.  Simmi er eini maðurinn sem hreyfir við málum.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 1.3.2018 kl. 17:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, það er eitthvað líf í Sigmundi.

En hann lét Bjarna spila með sig þegar hann lét Sigmund halda blaðamannafundinn fræga þar sem hann tilkynnti kotroskinn að áætlaður stöðugleikaskattur myndi skila rétt innan við 1000 milljarða í tekjur, og það væru réttmætar skaðabætur fyrir allt tjónið sem fjármálabraskið olli þjóðinni.

Síðan mætti Bjarni nokkrum mánuðum síðar í fjölmiðlanna og tilkynnti samkomulag við vogunarsjóðina um stöðugleikaframlag sem var rétt um þriðjungur af áætluðum stöðugleikaskatti Sigmundar.

Svo fór Bjarni út í búð og keypti nokkra silfurrýtinga.

Og það eina sem Sigmundur talar um er hvurslags snilld þetta stöðugleikaframlag hans Bjarna var.

Sumum er ekki viðbjargandi þegar kemur að því að vera lagðir í einelti.

"Sigmundur blaðrari" svo ég vitni í Bjarna vin hans.

Veit það ekki, en það vantar einhvern tögg í Sigmund.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2018 kl. 18:17

3 identicon

Fullar komur segja Palla ekki vera homma,

umskurn eða táin spyr Brynjar Níelsson 

Þetta eru helstu fréttir á netútgáfu moggsns.

Bilunin er alger.  Er nema von að Simmi verði þústaður þegar fjölmiðlar leggja hann stöðugt í einelti og búa til eilífan fíflagang.

Fullar konur segja að Palli sé ekki hommi.

Við búum við smartland forheimskunarinnar

og það er engin tilviljun að forheimskuninni sé haldið að fólki.  Þannig má ræna það enn og aftur.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 1.3.2018 kl. 20:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei þetta er svo sem mín skoðun Símon, fræðin segja allavega að það séu engar tilviljanir þar sem gróði eða ávinningur er undir.

En við megum samt ekki gleyma því að það er ekki nóg að fjölmiðlar og stjórnmálamenn okkar haldi forheimskunni að fólki, fólk þarf líka að vera móttækilegt fyrir henni.

Hins vegar hélt ég að ég myndi aldrei lifa þá tíma að misvitrir valdsmenn, með allt niðrum sig, myndu geta gripið til gyðingagrýlu til að afvegleiða múginn.

Núna er allavega kátt í helvíti hjá öllum þeim furstum í Egvrópu sem siguðu múgnum á gyðinga þegar spjótin voru óþarflega mikið farin að beinast að þeim.

Og það eru varla gyðingar á Íslandi, það dugar næstum að nota typpið, með eða án forhúðar, til að telja þá, kannski aðra höndina líka.

Ég hef sagt það áður, og segi það enn, eftir hin ótrúleg svik Steingríms Joð og einkaflokks hans, í ársbyrjun 2009, að þá var ljóst að atburðarásin er ekki þessa heims.

Það rennur allt að feigðarósi.

Og þau örlög eru okkur ásköpuð.

Það er ekkert mennskt við að verja ekki framtíð barna okkar.

Því miður Símon minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2018 kl. 22:13

5 identicon

Rétt athugað Ómar.  Það er við ofurefli forheimskunarinnar að glíma.  En minnumst þess, að það er ekki í fyrsta sinn í sögunni.  Það mun birta til. Svo barnalegur er ég, að ég trúi enn á ljós heimsins.  Fólk hrífst enn af hinu sanna, þegar það heyrir það, hinu fagra, þegar það sér það og hinu góða, þegar það finnur það í sammennsku sinni.  Það er lífsins ljós vinur minn.

Símon Jónsson frá Koti (IP-tala skráð) 1.3.2018 kl. 22:36

6 identicon

Aðeins þetta að lokum, í bili, jú Dabbi vinur þinn má eiga það að hann segir í leiðara moggans:

En á meðan þetta fór fram í þinginu (hann er reyndar að afsaka hringsól Ámundar um sólkerfið á kostnað almennings)

var settur punktur aftan við lokakaflann við að gefa vogunarmönnum og kröfuhöfum Arionbanka.

Um það urðu litlar umræður um það mál enda urðu litlar umræður um það mál,

því íslensk yfirvöld fóru, því miður, út af strax í upphafi þess.

Kallgreyið, það blundar í honum vottur af samviskubiti, jafnframt því sem hannn beinir spjótum, réttilega, að eigin flokki,

flokki Steingríms J., hinum splúnkunýja Sjálfstæðisflokki leppa og aumingja.

Símon Jónsson frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.3.2018 kl. 01:30

7 identicon

Eins og þú sérð Ómar, þá bý ég nú í Hákoti, þaðan sér vítt yfir vesældóm skriðkvikindanna sem fylla sali þings og stjórnsýslustofnana ríkisins, þar sem sjálftakan ræður ein ríkjum undir væmnu mærðarkjaftæði útvarpsstöðvar drottningar úr eyjum, ekki mun ég fá jólakort frá puntudúkkunni í ár.  En það get ég sagt hverjum sem er, að aldrei hef ég séð flóttalegri mann til augna sem í fasi öllu en gunguna Bjarna Ben á Túngötunni um árið, þá var hann á leið á þingið að segja  já, já, já við Icesave eins og haninn galaði þrisvar, við Icesave 3. 

Símon Jónsson frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.3.2018 kl. 01:39

8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka ykkur fróðleikinn, og Símoni fyrir bjartsýnina.

Þegar við horfum á stjórnmálin, bæði á heimsvísu og á Íslandi, sjáum við að það vantar ljósið.

Egilsstaðir, o2.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Auðvitað er það broslegt að þingmann tali um bílastyrki, þegar verið er að selja peningaprentunina, peningabókhaldið, það er allt verðmæti sem verður til á Íslandi., og að gera Ísland skuldugt líka.

 

Jónas Gunnlaugsson, 2.3.2018 kl. 01:39

9 identicon

Takk sömuleiðis Jónas.  Jú sólin skín alltaf, einnig þegar hún sést ekki.  Við erum allir óbilandi bjartsýnismenn.

Annars gæfumst við upp fyrir skriðdýrunum og stæðum ekki í því ströggli að vera ljósberar vonarinnar, að trúa því að enn sé von.

Símon Jónsson frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.3.2018 kl. 01:45

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Í upphafi var orð og orðið varð að ljósi.

Var þetta ekki einhvern veginn þannig.

Takk enn og aftur fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2018 kl. 06:37

11 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gott hjá þér Ómar Geirsson, og núna ennþá betra.

Orðið Guð hefur verið tengt við hugmyndina, sá sem skapar, Skaparinn.

Einnig er sagt, Guð er andi.

Þá virðist sem sagt sé, að allir sem nýta sköpunarmátt huga og handa, andann, sköpunar andann, séu að nýta Guðsandann í sjálfum sér.

Þá virðist, þessi andi, geta verið í hverjum manni.

Við munum hvað Nikola Tesla sagði, veröldin er andleg.

Svo vitum við að veröldin er sýndarveröld, og að við lifum í þrívíða skjánum, og myndin sést í punktunum, í þrívíða punktanetinu, og að atómið er það næsta sem við skynjum, í átt að punktinum.

Jóhannesarguðspjall 10. Kafli

34 Jesús svaraði þeim: „Er ekki skrifað í lögmáli yðar: Ég hef sagt: Þér eruð guðir?

Sálmarnir 82. kafli

6Ég hefi sagt: Þér eruð guðir og allir saman synir Hins hæsta,

  Nikola Tesla var einn af þeim, sem fluttu þjóðunum blessun og leystu fólkið úr ánauð þekkingarleysisins? Þekkingin skapar allsnæktir. Nústaðreyndatrúin stóð á móti Jesú og Nikola Tesla. Við skulum færa Jesú og Tesla aftur inn í skólanna.  20.12.2017 | 18:24 Viðtal við Nikola Tesla 1899

Egilsstaðir, 02.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 2.3.2018 kl. 11:06

12 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Fyrirgefðu Ómar Geirsson, að ég skildi setja þetta tvisvar.

Þú talar hér um ljós, Nikola Tesla talar um geisla, geislar segjum við að séu bylgjur, bylgjur notum við í öll fjarskipti,

símana, internetið og fleira.

Í upphafi var orðið, og orðið varð ljós, geisli, bylgja, þetta er að sjálfsögðu allt rétt.

Við búum til hljóðið, orðið í raddböndunum, og öndunarfærunum, og hljóðið er bylgjur, geislar*

Það er að við sendum orðið, sem er bylgjur frá okkur sem eru hugsun, hugmynd, sem er tjáning frá andanum,

til að hafa áhrif í umhverfinu, það er til að  skapa heiminn.

Við munum að Guð er andi, og við munum að sagt er "Þér eruð Guðir,"

Er andinn í okkur þá Guðsandi?

Við skynjum bylgjur til dæmis sem titring, hljóð, hita, og ljós.

Það virðis vera eins og Nikola Tesla segir, allt eru geislar, allt er ljós, allt er?

  Nikola Tesla var einn af þeim, sem fluttu þjóðunum blessun og leystu fólkið úr ánauð þekkingarleysisins? Þekkingin skapar allsnæktir. Nústaðreyndatrúin stóð á móti Jesú og Nikola Tesla. Við skulum færa Jesú og Tesla aftur inn í skólanna.  20.12.2017 | 18:24 Viðtal við Nikola Tesla 1899

Egilsstaðir, 02.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 2.3.2018 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband